Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 32

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 32
ÞORRI Það er gömul frásaga að í ein- hvörju hallæri sem gekk yfir landið á þorra hafi verið svo mikil bágindi í Vopnafirði að forstjórum sveitar- innar kom saman um að saman- safna öllum aumingjum og þurfa- mönnum og reka allt í hóp á fjöll upp allt norður í Heljardal til að lifa og deyja eftir því sem verkast vildi. Enn erum við á göngu yfir ísinn einsog þjóðsaga og liðumst á milli stranda með lífsmark í framvindu. Fyrrúm gengu þau út á ísinn sem brast undan farginu og hurfu í djúpið með lágu skvampi. Barnið sá hvað gerðist. Þau rak á lítilli spöng út í helkalt tómið án þess að glata hugsun en fundu loks við ísbjarnarmóðurbrjóstið ylinn sem kveikti líf. Fyrrum lét hann reka undan vindi eftir breiðunni á leggj- um að nema land á köldu grann- landi hlýju og bera þar bein. í þrjá vetur gekk hann í hringi og fleytti lífinu fram milli skerja. I þrjá langa vetur gróf hann sig dýpra í fönn eftir æti uns ekkert var lengur að fá. Þá segir þjóðsagan gróf hann sig sjálfan í gaddfreðna urðina snjófarg yfir og ís svo ekki yrði hann ætur sjálfur gamall og seig- ur. Hann blundaði þá i fyrstu hlýj- unni og dreymdi sig barnið burtu flogið til baka. Enn erum við á göngu yfir ísinn sem enn læsir klónum í allt. Þó hann þrýsti sér allt um kring, þó hann grafi allt undir sem hugsanlega má bærast heyrist lífsmarkið kalla í gegnum kófið einsog Ijósinu varparfrá helj- arbreiðunni. Svo er vor. FÞ i ,,Það tilheyrir hins vegar góðum siðum veiðímanna að slcjóta ekki dýr nema þekkja það og hafa eínhverja nugmynd hversu stórt það er.#i Sverrir Scheving Thorsteinsson, Skotveiöifélagi íslands. „Sannindi eru það, sem menn vita sannast og réttast hverju sinni, en sannindi verða seint endanleg. Við erum því alltaf að leita meiri þekk- ingar og nýrra sanninda." Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaö- arfélags íslands. „Við vorum einfaldlega ekki með bragð sem hentaöi íslendingum." Davíö Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar hf. „Hf framleiðslan borgar sig ekki á að hætta." Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups. „Það er rosalegur hugur í fólki, rosaleg harka. Menn eru komnir á suðumark." Guömundur J. Guömundsson, formaður VMSÍ. „Kröfugerð VMSÍ er 20—40 árum á eftir tímanum." Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Þetta kaupmáttartal eru meira og minna ósannindi og tölur um kaupmátt almennings er meira og minna blekking." Guðmundur J. Guðmundsson, formaöur VMSÍ. „Rekstur Sambandsins er þungur, Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins. „Ég skaut hann í bóginn og hann steiniá í fyrsta skoti." Sigurbjörn Þorleifsson, bóndi á Langhúsum. „Teningakastið er ógeðfelld að- ferð." Jónatan þórmundsson, forseti lagadeildar HÍ. „Mín persónulega skoðun er fyrst og fremst sú að byggingin sé ekki of dýr heldur hafi kostnaðaráætl- anir verið of lágar." Guömundur G. Þórarinsson, formaður byggingarnefndar Listasafns íslands. „Það er hlægilegt hvernig Sambandið hagar sér." Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. „Ef við geröum alltaf ráð fyrir hinu versta þá sætum við með hendur í skauti." Þórólfur Antonsson, framkvæmdastjóri Öluns á Dalvík. „Við höfum ekki fengið launin okkar frá því í september, það var því lakur jólamatur hjá okkur." Starfsmaður skemmtigarösins Tivolí, Hverageröi. STJORNUSPA HELGINA 19.-21. FEBRÚAR Skyndilega fer að birta til og ótti þinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Þú verður frjálsari og félagslífið blómstrar. Þér verður boðið á eftirsóknarverðan stað. Laugardag- urinn getur orðið einstaklega ánægjulegur. NAUTIÐ (21/4-21/5 Þú ert óumdeilanlega við stjórnvölinn og færð tækifæri til að bæta fyrir fyrri mistök. Fáðu útrás fyrir forvitnina, notaðu aðstöðu þína til upplýsingaöflunar og láttu rithæfn- ina njóta sín. Þú nýtur lífsins af meiri áhuga en oft áður. EznnnmnisE Þú verður fyrir vonbrigðum, en ferð síðan að sjá hlutina í skýrara Ijósi, þegar þú kemst að einhverju sem áður var á huldu. Helgin verður annars ósköp Ijúf og heppnin verður með þér. En það er mikið um leyndarmál, svo þú ættir að gæta þess að láta ekki leyna þig neinu. KRABBINN (22/6-20/7 Hvernig væri að næra sálina með því að fara í leikhús, á tónleika eða skoða safn? Það veitir þér innblástur og gerir þér lífið léttara. En láttu ekki fagurt yfirborð villa þér sýn. Aðili með mjög sérstaka rödd hefur mikil- vægu hlutverki að gegna. LJÓNIÐ (21 /7—23/8 Þig dauðlangar til að stinga af síðla á föstudag, en ættir fyrst að ganga frá fjármál- um og viðurkenna mistök, sem þér hafa orð- ið á. Ef þú ferðast eitthvað á laugardag muntu komast að ýmsu merkilegu, t.d. með því að hlusta á reynslusögu ákveðins aðila. MEYJAN (24/8-23/9 Sérfræðingur, sem vill fræða þig um ýmislegt, kennir þér margt. Brautin fram- undan er líka breið, ef þig skortir ekki úthald. Fjárhagslegum bagga er þar að auki af þér létt, sem gerir allt auðveldara. Láttu ekki neikvæða manneskju eyðileggja fyrir þér dagdraumana. VOGIN (24/9-22/10 Þú ert orðinn hundleiður á þeim takmörk- unum, sem þér eru settar, og nauðsyn þess að þóknast öðrum. En þú ættir ekki að hætta, nema þú hafir að öðru að hverfa, og Ijúktu erfiðu vérkefni með sóma. Á heima- velli má líka bæta ýmislegt. Láttu þér ekki nægja sama gamla farið, því þú átt betra skilið. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Öll tjáning er þér auðveld þessa dagana og til stendur að reyna eitthvað nýtt í þeim efnum. Verkefni, sem þú byrjaðir á til gam- ans, gæti borið ríkulegan ávöxt. Vertu við því búinn að svara ýmsum spurningum. Þú gætir átt ánægjuleg skoðanaskipti á sunnu- dag. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Áhyggjur gera einungis illt verra. Það er mun skynsamlegra að afla sér upplýsinga og taka þvi, sem að höndum ber, af karl- mennsku. Þolimæði er líka mikilsverð. Laug- ardagurinn verður á léttu nótunum og þú ættir að nota hann til að slaka á og gleyma öllum erfiðleikum. STEINGEITIN (22/12-21/1 Einhver, sem kemur frá fjarlægum stað, laðast að þér. Gerðu þér far um að skilja þennan aðila. Það gerist líka eitthvað bráð- skemmtilegt atvik. Ákveðin nýbreytni lífgar upp á sunnudaginn, ef þú lýkur skyldustörf- um fljótt af og ferð i heimsóknir til áhuga- verðs fólks. mnnmnnMm Hafðu hugann við hversdagsleg verkefni á föstudag og ekkert „vesen"! Gerðu þér grein fyrir hvar þú stendur, t.d. fjárhagslega, og settu þér takmörk af svolítilli hagsýni. Á laugardag kemstu í samband við ræðna og skemmtilega persónu af gagnstæða kyninu. FISKARNIR (20/2-20/3 Það gerast svo sem engir stóratburðir þessa helgi, en hún gengur þokkalega þægi- lega fyrir sig. Þú verður eitthvað á ferðinni og ættir m.a. að kaupa gjöf handa ákveðn- um fjölskyldumeðlim til að koma á sættum. Reyndu að hafa fæturna á jörðinni á sunnu- dag og ekki lofa upp í ermina á þér. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.