Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.02.1988, Qupperneq 35

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Qupperneq 35
Guðjón Friðriksson sagnfrœðingur segir sögu gamalla húsa við Þingholtsstrœti Þœttir Guðjóns Friðrikssonar sagnfrœðings hafa vakið athygli okkar sem annarrá, en Guðjón hefur annast þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu um göturnar í Reykjavík. Guðjón lauk BA-prófi í sagnfrœði árið 1970 og segist snemma hafa fengið áhuga á byggðasögu, skrifaði t.d. BA-ritgerð sína um upphafþorps á Patreksfirði. Að námi loknu starfaði hann sem kennari til ársins 1976, er hann gerðist blaðamaður á Þjóðviljanum þar sem hann starf- aði í níu ár. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART „Á fyrstu árum mínum í blaða- mennsku var mikið rifist hér um ákveðin hús í borginni, Grjótaþorp, Bernhöftstorfuna og fleiri. Ég var fljótt mjög ákveðinn húsfriðunar- sinni og sinnti þeim málum mikið í blaðinu, skrifaði töluvert um þau sem og sögulega hlið Reykjavíkur. Síðan þróaðist áhugi minn á þessum gömlu húsum smátt og smátt. Ég átti ljósmyndasafn úr Reykjavík eftir föðurbróður minn, Skafta Guðjóns- son, og ég stóð m.a. fyrir því að þær yrðu gefnar út á bók. Síðan fór ég að hafa viðtalsþætti í útvarpi við gamla Reykvíkinga um bernsku þeirra og þau viðtöl komu einnig út á bók. Þannig þróaðist þetta stig af stigi. Smám saman fór ég að halda spjald- skrá yfir gömul hús í borginni og hef fært inn í hana jafnóðum og ég sé og fræðist um fleiri hús.“ Haustið 1985 ákvað Reykjavíkur- borg að ráða Guðjón við annan mann til að skrá sögu Reykjavíkur og sá þriðji hefur bæst við á þessu ári. Þeir stefna að því að koma út þriggja binda verki af sögu Reykja- víkur á næsta ári. Við þá efnisöflun segist Guðjón auðvitað hafa farið í gegnum geysilegan fjölda af heim- ildum og þá haft það sem hliðar- áhugamál að skrifa niður það sem hann verður vísari um gömul hús, „og á þess vegna nokkuð fullkomna skjalaskrá yfir þau“, segir hann. EMBÆTTIS- MANNAGATAN ÞINGHOLTSSTRÆTI En tilgangurinn með heimsókn til Guðjóns var ekki einvörðungu sá að fræðast um hann sjálfan. Helgar- pósturinn hafði farið þess á leit við Guðjón að hann gengi með okkur um einhverja merka götu og segði okkur sögu húsa sem við þá götu standa. Guðjón valdi Þingholts- strœti, sem hann segir marga embættismenn hafa byggt hús sín við fyrir og um aldamótin. „Þessa götu var fyrst farið að leggja upp úr 1870 og henni gefið nafn 1880. Upp úr því fór hún að byggjast hratt upp.“ Við endann á Þingholtsstræti, við Bankastrætið, segir Guðjón hafa staðið röð af torfbæjum á síðustu öld. „Þeir hétu hinum ýmsu nöfn- um, en voru kallaðir einu nafni „Þingholtsbæir". Holtið, sem var hér, hét reyndar Arnarhólsholt, en á þeim tíma sem Reykjavík tilheyrði Seltjarnarneshreppi hinum forna hafði hreppurinn látið reisa þinghús á þeirri lóð, sem síðar stóð Guten- berg-prentsmiðjan í Þingholtsstræti 6, eða rétt þar fyrir neðan. Það mun hafa verið laust upp úr 1750. Rétt Elsta húsið sem enn stendur við Þingholtsstrœti: Númer 13. Það var reist áriö 1876 og lengst af bjó í því Þorsteinn Guðmundsson yfirfiskmatsmaður, sem á sér merka sögu í sambandi við vöruvöndun á íslenskum saltfiski. Húsið er friðað. fyrir ofan þinghúsið fóru svo kot- ungar fljótlega að reisa kot sín og voru þau kölluð Þingholt eftir þing- húsinu. Smám saman breiddist nafnið svo út yfir allt hverfið." Guðjón segir að það hafi verið 1880 sem ákveðið var í bæjarstjórn að gefa götunni nafn. „Einn í bæjar- stjórninni lagði til að vegurinn héti „Þingholtsröð" en sú hugmynd var felld með öllum atkvæðum gegn hans. Það má segja að Þingholtsstrætið sé með merkari og heillegri götum í gamla bænum. Þegar fyrsta við- leitni til húsfriðunar í Reykjavík var gerð, fyrir rúmum tuttugu árum, voru Hörður Ágústsson og Þor- steinn Gunnarsson tilnefndir af borginni til að gera úttekt á gamla bænum. Þeir lögðu mikla áherslu á að Þingholtsstrætið fengi að varð- veitast. Á því hefur verið allur gang- ur, sum húsin hafa verið gerð upp á þann hátt sem þeim ber, önnur ver- ið skemmd, til dæmis með heilum rúðum og öðru sem ekki á við upp- runalega mynd þeirra." ELSTU HÚSIN VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTIÐ „Þingholtsstrætið byggðist aðal- lega á árunum frá 1880—1900. Þá var farið að reisa hér timburhús og gömlu torfbæirnir viku. Mörg þess- ara húsa standa enn,“ segir Guðjón og bendir á húsið nr. 13. „Þetta hús er byggt árið 1876 og í því bjó lengi Þorsteinn Guömundsson, yfirfisk- matsmaður í Reykjavík. Hann á mjög merkilega sögu að baki í sam- bandi við sjávarútveg og verkun fiskafla í iandinu. Meðal annars skipulagði hann mat á saltfiski, fór til Spánar og Ítalíu að kynna sér hvernig menn þar vildu hafa fisk- inn. Það var sagt að Spánverjarnir þyrftu ekki annað en stimpil frá Þor- steini til að þeir tækju fiskinn gildan. — Þorsteinn bjó alla sína tíð í þessu húsi og það hús er ntHriðað, sem þýðir að ekki má brevjta því á ytra Þetta var aöalsjúkrahús Reykjavíkur á árunum 1882—1902, teiknaö og smíðað af Helga Helgasyni. Húsið, sem flestir eldri Reykvfkingar þekkja undir nafninu Farsóttarhúsið í Þingholtsstræti 25, hefur nýlega verið gert upp af borgaryfir- völdum í upprunalegum stíl. Spítalastígur er kenndur við húsiö. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.