Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR Skammir í allar áttir AOL AN SKÍDANNA! Daníel fékk ekki skíöin sín — skákmenn ekki peningana Þá eru vetrarólympíuleikarnir hafnir og eins og venjulega erum við íslendingar með. Ballið byrjaði með skíðagöngu þar sem Einar Ólafsson kom í mark nokkru á eftir flestum öðrum keppendum vegna þess að skíðin hans voru ekki nógu góð og síðan varð Daníel Hilmars- son að hætta við keppni í bruni vegna þess að hann hafði alls engin skíði. Daníel sneri þó á kerfið og ætlar bara að keppa í næstu grein þar sem menn verða að renna sér á skíðum — nú ef skíðin koma alls ekki til Calgary keppir hann senni- lega bara í skautahlaupi daginn eft- ir. Nei, í alvöru þá er bara virðingar- vert að íslendingar skuli vera að taka þátt í þessum leikum og ég dá- ist persónulega að kjarkinum í okk- ar keppendum. Að koma í mark er sennilega afrek. Hins vegar get ég ekki orða bundist yfir því skipulags- leysi að íþróttafólkið skyldi ekki hafa komið til Kanada nokkru fyrr til að geta æft sig lítillega og gefið okkar ástkæra flugfélagi Flugleið- um í það minnsta fjóra daga til að koma einum skíðum á áfangastað. Hér er sennilega um fjárskort að ræða eins og ávallt þegar íslending- ar þurfa að leggja land undir fót. Islenska sjónvarpið hefur verið með sendingar frá leikunum og því miður höfum við fengið að sjá heil ósköp af hundleiðinlegri göngu þar sem enginn veit hver er fyrstur eða hvort um raunverulega keppni er að ræða eða ekki. Þegar svo skemmti- legu greinarnar eins og ísknattleik- ur koma á skjáinn klippir gufan á i miðjum leik í beinni útsendingu ki. 10.30 að kveldi, svona rétt til að spara eitthvað og koma öllum lands- lýð í bælið tímanlega. — Fjandinn hafi það, það er miður dagur hjá flestum og ísknattleikurinn spenn- andi og skemmtileg íþrótt fyrir all- flesta og hinir geta þá farið að sofa hvort sem er. Eg vil ekki vera nei- kvæður um alla hluti og vissulega er það gaman að geta fylgst með stór- atburðum utan úr heimi í beinni út- sendingu, en það er nú líka 1988!! Við þurfum ekki alltaf að iita á bein- ar útsendingar sem kraftaverk þó þær hafi verið það fyrir tuttugu ár- um. Þá er það að mínu viti þannig með ólympíuleika að þeir eru stór- atburður í íþróttalífi og eiga skilið mikla umfjöllun í sjónvarpi sem og öðrum miðlum. Því sárnar mér að ekki skuli vera til staðar menn sem hafa þekkingu á þeim íþróttum sem verið er að sýna. Hvers vegna eru íþróttafréttamenn sjónvarps ófáan- legir til að hafa aðra menn með sér i iýsingum? Einhverja sem þekkja íþróttirnar út í gegn og geta komið með leiðbeinandi upplýsingar fyrir áhorfendur og þar með gert efnið áhugaverðara en raun ber vitni? Auðvitað reyna íþróttafréttamenn sjónvarpsins að gera sitt besta á meðan á útsendingum stendur en þeir hafa því miður bara ekki vit á sumum íþróttagreinum og það er ósköp skiljanlegt. Enginn veit allt!! Hvers vegna þá ekki að hafa ein- hverja sér til aðstoðar við að koma því til skila sem á skjánum birtist. Ég er viss um að einhverjir unnendur ísknattleiks eða skíðaíþrótta væru tilbúnir að aðstoða við þessar lýs- ingar án þess að fá greitt fyrir það — einfaldlega vegna þess að þeir unna íþróttinni og vilja leggja sitt af mörk- um til að hún komist til skila á skemmtilegan hátt. Látum nú af þvermóðskunni og stærilætinu og gerum þetta á mannsæmandi hátt — ég á hér ekki aðeins við vetrar- ólympíuleikana heldur íþróttir yfir höfuð. SKÁK OG MÁT Stöð 2 sýndi á þriðjudagskvöldið viðtal við „hágrátandi" forráða- mann Skáksambands íslands, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð eftir að ríkið ákvað að á fjárlögum yrði sam- bandinu bara ætluð rúm milljón í styrk. Hvað eigum við að gera? Við erum íþróttasamband og eigum ekki peninga vegna þess að ríkið gefur okkur enga!! Síðan voru taldir upp fjölmargir afreksmenn okkar á sviði íþróttarinnar — sumir á laun- um við íþróttina en aðrir ekki (enn- þá) — og kvartað yfir peningaleysi. Ég er hræddur um að flest iþrótta- sambönd önnur yrðu yfir sig hrifin af að eiga slíka afreksmenn og not- uðu þá til að afla sér peninga á ótrú- legasta hátt. En hjá skáksamband- inu virkar heilinn eitthvað illa þó ótrúlegt sé og þeim dettur ekki til hugar að afla þurfi peninga með gömlu góðu betlaðferðinni. Það kostar öll íþróttasambönd, -félög og -deildir ó hemju peninga að haida úti afreksfólki sínu og reyndar ekki bara afreksfólkinu heldur fólki sínu yfir höfuð. Vissulega þurfa skákmenn að fara utan til að keppa á mótum. Þeir fara þetta tveir til fimm saman nokkrum sinnum á ári, en stórmeistararnir fá oft á tíðum boð á mót og þurfa þá ekki að kosta sig á allan hátt sjálfir — svo maður tali nú ekki um verðlaunafé sem stundum fylgir. En skákmenn eru nú aldeilis ekki þeir einu sem fara utan. Hvað með handknattleiks- menn okkar og knattspyrnumenn auk allra annarra íþróttamanna sem þurfa og þurfa ekki að keppa á mót- um erlendis? Stóru samböndin, HSÍ og KSÍ, halda úti þetta fimm til sjö landsliðum, gjarnan skipuðum fimmtán til tuttugu leikmönnum og aðstoðarmönnum. Þessi sambönd þurfa ekki síður en skáksambandið á fé að halda en reyna eftir fremsta megni að vinna sér þessa peninga inn. HSÍ treystir mjög á frábæra frammistöðu handknattleiksmanna okkar og hún hjálpar sambandinu við að ná inn peningum. Leikmenn koma t.d. fram í auglýsingum og gefa vinnu sína til að það fé sem af hlýst geti farið í að reka landsliðið og HSl. Skyldi skáksambandið hafa fengið einhverja mjólkurpeninga þegar Jóhann drakk af krafti í sjón- varpinu í hverjum auglýsingatíman- um af öðrum? Sennilega ekki, án þess að ég vilji fullyrða neitt um það. En það verða allir að skilja að öll starfsemi íþróttafélaga í landinu er rekin fyrir betlpeninga hvort sem um er að ræða heilu samböndin eða bara lítil íþróttafélög i smáþorpum úti á landi. Skáksambandið verður bara að gera sér grein fyrir því að skákmenn njóta nú þegar ekki lak- ari stuðnings frá hinu opinbera en aðrir íþróttamenn og að það að reka stórt samband krefst vinnu og hugs- unar. Betlið verður að vera innan þeirra raða sem an narra og með alla þessa afreksmenn ætti einfaldlega að vera hægara um vik að safna fé til að kosta skákmenn á mót. ALLT VITLAUST Jæja, það var mikið að eitthvað var að frétta af frjálsíþróttasam- bandi okkar. Sambandið hefur verið í hálfgerðri lægð um tíma og þegar nú átti að hressa upp á frjáisíþrótta- fólk með því að ráða landsliðsþjálf- ara þá varð allt vitlaust. Ekki þar fyrir að þessi þjálfari sem ráða átti hefði úr miklu að moða hér á landi, enda allt okkar besta fólk erlendis við æfingar undir stjórn færra þjálf- ara. Svo fór þó að einhverjir sóttu um starfið eins og við var að búast, en enginn þeirra þótti álitlegur og er svo sem ekkert við því að gera. Það hlýtur að vera stjórnar FRI að ákveða hvort þeir sem sækja um starf þjálfara teljist hæfir eða æski- legir að mati stjórnarinnar og lands- liðsfólks. Svo virtist ekki vera í þessu tilfelli. Stjórn FRÍ leitaði þá til ann- arra manna og varð úr að Gud- mundur Karlsson, sprenglærður frá íþróttaháskólanum í Köln, var ráð- inn. Hann er lærður maður en hefur ekki mikla reynslu. Nú varð allt vit- laust og hafa glósurnar gengið manna á milli í dagblöðunum að undanförnu. Virðist sem hér sé um feitari bita að ræða en virtist í upp- hafi. Nú úthrópa menn hver annan og svo virðist sem hundur hafi hlaupið í allt og alla hjá FRÍ. Það er svo bara vonandi að þetta hleypi krafti í frjálsíþróttafólkið sjálft og hjálpi því til að vinna afrek — svo er aldrei að vita nema Guðmundur rífi menn upp á rassinum og láti þá æfa af viti. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.