Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR
Sturlumálið í dóm
í vikunni lauk málflutningi i Borgardómi Reykjavíkur i
máli Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra, gegn fjármálaráðherra fyrir
hönd rikissjóðs. Sturla krefst ólögmætis á hrottvikningu
sinni og 6 milljóna króna í skaðabætur vegna launataps og
miska, auk málskostnaðar. Dómari í málinu er Hjördís Há-
konardóttir en meðdómendur Jón L. Arnalds borgardómari
og Guðmundur Arnlaugsson, fyrrverandi rektor. Lögmaður
rikissjóðs er Guðrún M. Árnadóttir en lögmaður Sturlu er
Jónatan Sveinsson.
Skotið á bil
Skotið var á bíl á Eiðsgranda nú í vikunni. Ein kona var
í bílnum en rétt áður höfðu tvö börn verið í aftursætinu og
má það teljast mikil mildi að þau voru farin úr bilnum þegar
skotið reið af. Talið er að ef þau hefðu verið í bílnum hefði
annað þeirra getað orðið fyrir skotinu. Ekki er enn vitað
hver skotmaðurinn var en RLR vinnur að rannsókn máls-
ins.
Benedikt í hæstarétt
Nú nýverið skipaði forseti íslands samkvæmt tillögu
dómsmálaráðherra Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmann í
embætti hæstaréttardómara. Umsækjendur um embættið
voru alls níu. í umsögn Hæstaréttar um umsækjendurna
var sérstaklega mælt með þeim Sveini Snorrasyni, Hirti
Torfasyni og Benedikt Blöndal.
Kynferðisafbrotamaður dæmdur
Hæstiréttur hefur dæmt í máli ákæruvaldsins gegn
manni sem gert var að sök að hafa nauðgað 3V4 árs gamalli
stjúpdóttur sinni. Maðurinn var dæmdur í Sakadómi Hafn-
arfjarðar í 3 Vás árs fangelsi en Hæstiréttur lækkaði refsing-
una í ZVa. ár. Guðmundur Skaftason hæstaréttardómari skil-
aði sératkvæði og vildi sýkna ákærða vegna ónógra sann-
ana. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Magnús
Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Hrafn Bragason og Sig-
urður Líndal prófessor. '
Préttapunktar
• Arnór Diego, átján ára Reykvíkingur, var á laugardags-
kvöldið kosinn herra ísland 1988 í fegurðarsamkeppni
karla sem haldin var á veitingastaðnum Zebra á Akureyri.
• Togarinn Hrafn Sveinbjarnarsson III GK H, sem strand-
aði í innsiglingunni við Grindavík aðfaranótt föstudagsins,
hefur nú verið dæmdur ónýtur og tryggingafé hans greitt út.
• Skáksnillingurinn ungi Karl Þorsteins tryggði sér fyrir
helgina þátttöku í úrslitum á heimsmeistaramótinu í hrað-
skák sem fer fram í St. John í Kanada 18. febrúar.
• Sundkappinn Eðvarð Þór Eðvarðsson setti nýtt íslands-
met í 50 metra baksundi á alþjóðlegu sundmóti sem haldið
var í Bonn í V-Þýskalandi um helgina. Eðvarð synti vega-
lengdina á 26,55 sek.
• Nú er bolludagurinn liðinn og var hann að þessu sinni
umsvifameiri en undanfarin ár. Alls voru bakaðar u.þ.b
100.000 bollur sem þýðir að hver landsmaður hafi sporð-
rennt u.þ.b. fjórum bollum.
• ísbjarnarhúnn sem gekk á land í síðastliðinni viku var
veginn á sunnudaginn af Sigurbirni Þorleifsyni, bónda í
Langhúsum. Ekki þótti annað hægt en aflífa björninn þar
sem álitið var að hann gæti verið hættulegur börnum og
skepnum; Ákveðið hefur verið að stoppa bangsa upp.
• Einar Ólafsson lenti í 65. sæti í 30 km skiðagöngu karla
á vetrarólympíuleikunum í Calgary á mánudaginn var.
Einar gekk vegalegndina á 1:39,56 klst. Hann var því 15,21
mín. á eftir sigurveganum, Prokurorov.
• Samningaviðræðum Verkamannasambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins miðar hægt og sigandi i samkomu-
lagsátt. Ekki er hægt að útiloka að ríkisvaldið komi inn í
samningana.
• Nú eru komin til landsins um 700 tonn af stáli sem reka
á niður í tjörnina vegna fyrirhugaðrar ráðhúsbyggingar.
• Á mánudaginn var voru heitar umræður á Alþingi um
flugstöðvarmálið þegar utanríkisráðherra mælti fyrir
skýrslu sinni um útgjöld og kostnað vegna flugstöðvarinn-
ar. Júlíusi Sólnes þótti flugstöðin illa hönnuð og lítið hefði
fengist fyrir alla þá fjármuni sem eytt var i hana.
• Norska landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út innflutn-
ingsleyfi fyrir íslensk laxaseiði. Norskar stöðvar hafa sýnt
áhuga á seiðakaupum héðan og hefur verið talið að mögu-
legt yrði að selja allt að 4—5 milljónir seiða að verðmæti um
300 milljónir króna til Noregs.
• Tvær ungar konur hafa verið hnepptar í gæsluvarðhald
grunaðar um innflutning á fíkniefnum. Önnur þeirra var
handtekin í Leifsstöð á sunnudaginn með 200 g af hassi og
210 g af amfetamini. Grunur leikur á að konurnar hafi áður
stundað innflutnlng fíkniefna.
• Mikil aðsókn hefur verið að Listasafni íslands síðan það
var opnað nú fyrir skömmu og segja forsvarsmenn safnsins
að það sé meiri aðsókn heldur en þeir bjuggust við i upphafi.
•Enn fjölgar bílum landsmanna og voru 1.414 bílar ný-
skráðir í janúar í ár og er það 97 bílum fleira en á sama tíma
í fyrra.
• Porseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, hefur verið
boðið í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Rikisstjórnin
hefur ákveðið að þiggja boðið um heimsóknina en hefur
ekki fallist á þá ósk Sovétmanna að forsetinn komi 28. febrú-
ar næstkomandi og vill að rætt verði við Sovétmenn um aðra
dagsetningu.
• Sambandið missti af kaupum á Smárahvammslandi í
Kópavogi þegar Kópavogsbær ákvað að nýta sér forkaups-
rétt á landinu. Bærinn hefur selt landið til fjögurra aðila,
Hagkaups, IKEA, Frjáls framtaks og BYKO. Auk þess hyggst
bærinn halda fimm hekturum fyrir sjálfan sig. Sambandið
hefur nú fengið endurgreidda þá upphæð sem það hafði
greitt inn á kaupin.
GRUNNSKÓLANEMAR!
ERT ÞÚ TILBÚINN TIL AÐ TAKA SAMRÆMDU PRÓFIN? - EÐA
ERT ÞÚ KANNSKI EKKI ALVEG NÓGU VEL UNDIR ÞAÐ BÚINN?
VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ ÞIG í
EFTIRTÖLDUM NÁMSGREINUM:
- ENSKU
- DÖNSKU
- ÍSLENSKU
- STÆRÐFRÆÐI
KENNSLA HEFST 22. FEBRÚAR
AÐ ÁNANAUSTUM 15, UNDIR
LEIÐSTÖGN REYNDRA OG GÓÐ]
KENNARA.
KENNT ER TVÆR KENNSLUSTUNDIR í SENN TVISVAR í VIKU.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 10004 OG 21655 Á SKRIF-
STOFUTÍMA.
MÁLASKÓLINN mímir
ANANAUSTUM 15, RVIK.
SÍMI: 10004 & 21655.
/
Ibúar Laugarneshverfis!
hefur opnað nýtt bakarí
að Hrísateigi 47
Verið velkomin!
HELGARPÓSTURINN 39