Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 2
Hvernig tilfinning er að vera númer hundrað? Rannveig Guömundsdóttir varaþingmaöur „Þaö er kannski engin sérstök tilfinning að vera númer hundraö, þótt hundrað sé auövitaö flott tala ef litiö er á það frá þeim punkti! En þaö var ekkert sérlega gaman aö vera númer hundrað fyrst þaö kallaði á athugasemd þingforseta um varamenn, þó ég taki þær athugasemdir ekki sem tengdar minni persónu, enda væri þaö óeðlilegt. Ef ég hins vegar tengi númer hundrað við þaö, þá er þaö ekki gaman!" Hvernig finnst þér að koma inn á þing? „Þaö er spennandi og mjög áhugavert aö koma inn í þessa stofnun. Því er hins vegar ekki hægt aö neita að maður er ansi bágborinn fyrstu dagana sína hér innan veggja. Ef til vill er munur á hvort maður er að koma inn stuttu eftir að þing hefst, eöa eins og núna þegar lokarisp- an er aö hefjast. Maöur starir bara á þessa málastafla á borðinu fyrir framan sig og finnst þaö hljóti aö vera hið erf- iðasta mál hvaö sé til afgreiðslu hverju sinni. En þetta er skemmtilegt, ég held að öllum beri saman um þaö." Hvaða mál eru þér hugleikin? „Það er nú kannski svolítiö erfitt aö svara því hvaöa mál mér eru hugleikin hér inni á þingi. Þarna er feikilegur stafli og það er kannski ekki margt af því sem er aö koma til af- greiðslu akkúrat þessa dagana, sem mér er sérstaklega hugleikið. En þaö eru mál sem munu koma fram á þinginu í vor sem ég veit ekki hvort aö nást fram meðan ég sit hér og þá nefni ég mál eins og kaupleigufrumvarpið, sem er mér mjög hugleikið og ég er spennt aö vita hversu fljótt þaö nær fram. Ef ég væri sest inn á þing til að vera í ein- hvern verulegan tíma, þá býst ég viö aö ósjálfrátt myndu mér vera ýmis sveitarstjórnarmál hugleikin, því þar hef ég starfað í nærri tíu ár." Heldurðu að það sé ekki erfitt að yfirgefa þing og vera kannski með óleyst mál í farteskinu? „Hafi maður flutt mál sem manni eru hugstæö og ýtt þeim úr staö, og þau eiga að koma fyrir þing síðar, hlýtur það aö vera óþægileg tilfinning ef þingmaöur er genginn af þingi og aðrir eiga aö sjá um málið." Hvenær kemur að jómfrúrræðunni? „Ég hef enga ákvöröun tekið um það, enda kom ég hérna inn á þeim tíma sem verið var aö loka fyrir mál í þinginu. Þar sem ég var ekki með neitt sérstakt mál sem ég haföi hugsað mér að flytja um leið og ég settist inn myndi ég aldrei flytja mál málsins vegna eða jómfrúrræðu ræðunnar vegna. Það verður því bara að reyna á hvort hér beri mál á góma þar sem mig langar að leggja orð í belg og þá flyt ég mína jómfrúrræðu. Verði það ekki mun ég bara hafa hana þess betri næst þegar ég kem inn!" Þú myndir ekki kvíða því að flytja ræðu þarna? „Ég hef verið að velta því fyrir mér þaðan sem ég sit, en þetta er allt svo óskaplega heimilislegt að sjá að ég held ég myndi ekki kvíða því stórlega." Tekurðu einhvern sérstakan þingmann þér til fyrir- myndar? „Ef ég væri að fara að vinna á þingi til lengri tíma held ég að ég myndi taka mér Jóhönnu Sigurðardóttur til fyrir- myndar. Hún er þingmaður sem ég hef litið til með mikilli aðdáun í gegnum árin. Ég yrði ánægð með mín störf ef ég kæmist með tærnar þar sem hún hefur hælana." Rannveig Guðmundsdóttir er formaður bæjarráðs Kópavogs og varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hún er hundraðasti þingmaðurinn á þessu þingi, þ.e.a.s. 37. varaþingmað- urinn sem kemur til starfa á 110. löggjafarþingi. FYRST OG FREMST NÝÚTKOMNA giæsiritið Fluglídindi er að þessu sinni helgað fimmtíu ára afmæli Flug- leiða. Ritið er á ensku og er dreift til 2 eða 3 þúsund áhrifamanna í flugrekstri víða um heim. Auglýs- ingarnar eru líka á heimsmæli- kvarða; Saudia, McDonnel Douglas, Sterling, Lufthansa, KLM og þannig mætti lengi telja heil- síðuauglýsingar sem borgað er fyrir á amerísku verðlagi. Forsíðu- textinn er svohljóðandi: Icelandair flying high at fifty, sem útleggst á íslenska tungu: Flugleiðir fimmtugt félag í sjöunda himni, til dæmis. í blaðinu er mikil og góð úttekt á sögu og stöðu félagsins í dag, myndir af brosandi starfsfólki með flugmódel sem stefna upp, fjármálastjóra með pílu sem rís hærra en nokkurt tippi og mark- aðsstjóra á Flugleiðafarseðli sem líkist arabísku töfrateppi. Aldrei hafa Sigurðir Helgasynir sést brosa breiðar. Þessu er dreift út um heiminn. Lókalfréttir af aðai- fundi: Rekstrartap, uppsagnir, niðurskurður og hugsanleg stór- fækkun flugleiða á Atlantshafsrút- unni. . . ÁTRÚNAÐARGOÐ ung- menna, Boy George, var hér um helgina og hélt tónleika við góðar undirtektir svo sem von var. í til- efni heimsóknar bresku popp- stjörnunnar var efnt til sérstakrar samkeppni um það hver líktist goðinu mest í landinu öllu. Og gáfu sig margir fram. Flest ungl- ingar á milli tektar og tvítugs og létu menn sér ekki til hugar koma að skyggnast eftir líkingum ofar í aldursstiganum. Glöggur lesandi HP og góðvinur blaðsins læddi út úr sér við blaðamann, að í sínum huga léki enginn vafi á því hver væri líkastur Boy George á þessu ísa kalda landi — eða hverjum poppgoðið líktist mest — sá væri að sjáifsögðu Jón Helgason land- búnaðarráðherra. Poppstjarnan gæti hæglega átt ætir sínar að rekja til Seglbúða, svo líkur væri Boy George Jóni. Skýrt skal fram tekið, að ekkert bendir til skyld- leika eða tengsla á milli heimilis- fólksins á Seglbúðum og drengsins George Alan O’Dowd alias Boy George sem fæddur er 14. júní 1961. . . SKOÐANIR blaðamanna Morg- unbladsins og Þjóduiljans á söngv- aranum Boy George eru greini- lega mjög skiptar. Á baksíðu Þjód- uiljans á þriðjudaginn segir að söngvarinn hafi um síðustu helgi haldið hér einhverja lélegustu tón- leika sem haldnir hafa uerid fyrir landann. Síðar í greininni segir að uonsuiknir addáendur og adrir gestir hafi gengið út með fýlusuip. Blaðamaður Morgunblaðsins segir hins vegar að framkuæmd tónleik- anna hafi ueriö öll hin ágœtasta og greinilegt að uiðstaddir hafi haft af hina bestu skemmtan. Og þá er það stóra spurningin: Var gaman eða leiðinlegt á tónleik- unum???! ÞEIM sem skrifuðu undir lista samtakanna „Tjörnin lifi“ þótti kveðjurnar heldur kaldar frá Magnúsi L. Sueinssyni, sem veitti mótmælalistunum viðtöku í fjar- veru borgarstjóra. Magnús glotti og sagði það auðvitað út í hött að ætlast til að borgarráð tæki mark á því sem 15% borgarbúa óskuðu eftir. Þykir Magnús farinn að taka sér mjög til fyrirmyndar hroka- fulla framkomu borgarstjórans, Dauíðs Oddssonar. BARNABLÖÐIN abc og Æskan hafa hingað til fengið litla umfjöllun í fjölmiðlun, enda höfða þau til mjög afmarkaðs lesenda- hóps. Fyrir nokkrum vikum rakst HP á nýtt eintak af ABC þar sem lesendabréf um drauma- prinsa og draumaprinsessur vöktu athygli okkar og sögðum við frá nokkrum þeirra bréfa í þessum dálkum. Núna í vikunni tókum við svo eftir því að Stjarnan var farin að fjalla um samskonar lesenda- bréf sem birst hefðu í nýjasta hefti Æskunnar. Samkeppnin er greini- lega á fullu á þessum vettvangi sem öðrum! REYKVÍKINGAR sem flytja út á land eiga oft fullt í fangi með að fella sig við nýja staðinn. Kona ein, sem búið hefur á Akureyri í nokkur ár, hafði á orði nýlega að nú væri orðið tímabært að flytja aftur til Reykjavíkur. Sonur hennar, fæddur á Akureyri og mikill Akureyringur í sér, horfði stórum augum á mömmu sína og sagði: „Ætlarðu uirkilega að fara að búa á stað þar sem bara fást mjólkurfernur sem enginn getur opnað!" HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Dómsorð Sturlu var réttmætt aö reka, fyrir refsiverð afbrot og leka. En þaö gekk alltof glatt, þaö gerðist of hratt, því dæmum við Sverri hinn seka. „Skortur á stefnumörkun er þjóðhagslega óhagkuœmur." ÓTTAR PROPPÉ í GREIN í ÞJÓÐVILJANUM UM BVGGÐASTEFNU Niðri J 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.