Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 7
Baldvin Hannibalsson um bruðlid í ríkisrekstrinum RÁÐHERRANA FYRIR LANDSDÓM? Borgardómur dœmdi nýlega í máli Sturlu Kristjánsson- ar, fyrrverandi frœdslustjóra, gegn fjármálarádherra f.h. ríkissjóös, en máliö höföaöi Sturla eftir ad Sverrir Her- mannsson, þáverandi menntamálaráöherra, rak hann, sem frœgt er oröiö. Önnur meginröksemdin á bak vid brottreksturinn var aö Sturla heföi fariö framúr fjárlög- um og fjárheimildum. Borgardómur komst að þeirri nid- urstöðu að þetta voeri rétt, Sturla hefði farið 4,2% fram- úr fjárheimildum og brugðist starfsskyldu sinni með því að hlíta ekki fyrirmœlum menntamálaráðuneytisins. En dómurinn taldi hins vegar að Sturla hefði ekki fengið formlega áminningu vegna þessa þáttar og almennt taldi dómurinn brottreksturinn of harkalegan, enda sak- ir ekki nœgjanlega alvarlegar til að réttlœta fyrirvara- lausa brottvikningu. Margir biðu spenntir eftir dóms- niðurstöðunum, ekki síst Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra, en ráðuneytið sá í máli þessu mögulegt fordæmisgildi. Jón var inntur álits á dómnum. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUOMUNDSSON MYND JIM SMART „Niðurstaða Borgardóms er mér mikið umhugsunarefni. Ég geri mér ljóst að þetta mál er vafalaust sárt og erfitt fyrir Sturlu Kristjánsson persónulega, fjölskyldu hans og að- standendur, og álitaefni mörg í mál- inu. Sem fjármálaráðherra er mér hins vegar skylt að líta á fordæmis- gildi þessa máls. Ég skil dómsupp- kvaðninguna þannig að það sé stað- fest að fræðsíustjórinn fyrrverandi hafi farið framúr fjárheimildum 1986, vísvitandi en ekki af vangá, um 4,2%. Einnig að hann hafi skipu- lagt kennslumagn fyrir skólaárið 1986—1987, sem hefði leitt ti! svip- aðrar stöðu. Þetta vekur upp spurn- ingar. Ef þetta er heimfært upp á stofnanir ríkisins almennt, hvar væri þá fjármálaráðherra staddur til að framfylgja fjárlögum og fjár- heimildum? Þarf 10%, 20% eða 50%? í mínum huga skilur þessi dómur eftir óútfylltan tékka fyrir forstöðumenn ríkisstofnana, sem fara fram úr heimildum sínum. Og að þetta varði ekki öðrum viðurlög- um en hugsanlega áminningu. Þessi niðurstaða hlýtur að vekja upp þá spurningu hjá mér hvort það sé unnt annað fyrir fjármálaráðherra en áfrýja þessu til að láta á þetta reyna til fullnustu." I dómnum er talad um að fyrir- mœli hafi ueriö snidgengin og slarfs- skyldu brugöist. Um leiö er vísaö til laga og ákvœöa stjórnarskrárinnar. Pú tálkar þetta vœntanlega sem staöfestingu á aö lög hafi veriö brot- in, þótt oröalagid sé almennt? „Á sínum tíma var því beint til mín hvort ég vildi beita mér fyrir sáttum í málinu. Það hefði ekkert verið því til fyrirstöðu út frá per- sónulegum nótum, en það gat fjár- málaráðherra ekki leyft sér. Ég féllst á það sjónarmið að þetta mál hefði það fordæmisgildi, að það væri æskilegt að fá um það úrskurð. Nú, þegar úrskurðurinn skilur eftir eyðu og óvissu, þá stend ég enn í þeim sporum að þurfa að ákveða hvort ekki beri að láta á þetta reyna til fullnustu einmitt vegna fordæmis- gildisins." Dóminum veröur sem sagt áfrýj- aö? „Ég ætla að leita álits beggja máls- aðila áður en ég tek þá ákvörðun." Þá dregur skýr mörk milli þess et menn fara fram ár fjárlögum eöa heimildum vísvitandi eöa af vangá. Er þetta árslitavaldandi í þínum huga? „Kannski ekki í mínum huga, en hlýtur að vera það í hugum dóm- enda. Það eru málsbætur fólgnar í því ef hægt er að sýna fram á mistök eða vangá." A hvaöa sviöum kerfisins er erfiö- ast aö láta fjárlög standast? „Reynslan sýnir hvaða þættir það eru sem mestum breytingum taka frá fjárlögum. Það eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst laun og launatengd gjöld. Slík útgjöld eru um 70% fjárlaga þegar með reikn- ast tryggingagreiðslur og vaxta- gjöld. Þessir póstar ráðast af ófyrir- séðum atriðum eins og kjarasamn- ingum, verðbólgustigi og svo fram- vegis. 1987 reyndust aukafjárveit- ingar samkvæmt bráðabirgða- skýrslu vera alls 3.887 milljónir króna, sem jafngilti 1,9% af vergri landsframleiðslu, en hlutfallið var einna stærst á árunum 1982—1985. Aðrir þættir hafa haft tilhneigingu til að fara gjörsamlega úr böndun- um, ég nefni útgjöld og millifærslur vegna landbúnaðarmála í tengslum við búvörusamning. T.d. með út- flutningsbótum, þar sem ríkið tekur verðábyrgð án tillits til eftirspurnar á markaði og situr iðulega eftir með útgjöld langt umfram fjárlög. Þá má nefna útgjöld vegna jarðræktarlaga í sömu andrá. Við fjárlagagerð er áætluð tala, en í reynd hafa bændur framkvæmt án tillits til þess og reikningar streyma inn sem eru miklu hærri. Hér er um bakdyraaf- greiðslu að ræða, sem hefur verið stöðvuð." Þaö er töluverö sjálfvirkni í mörg- um útgjaldaliöum... „Þessu á að breyta og er það á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að af- nema slíkar sjálfvirkar viðmiðanir. Samstarfsráðherrar hafa því miður Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. Dómur Borgardóms í Sturlumálinu skilur eftir eyöu — óútfy lltan tékka fyrir forstööumenn ríkisstofnana og fyrirtækja. ekki fylgt því nægilega vel eftir með lagabreytingum." Hvaö er aö segja um einstakar ríkisstofnanir, þegar framárakstur er annars vegar? „Það er mjög misjafnt. Ég get nefnt dæmi um stofnanir sem i minni tíð hafa teygt sig lengst í þessu sambandi. Eitt versta dæmið er Ríkisútvarpið, sem hefur hlaðið upp lausaskuldum upp á 400 milljónir og er með yfirdrátt hjá Ríkisféhirði vegna launagreiðslna upp á 200 milljónir. Önnur dæmi af svipuðum toga hafa verið Póstur og sími, Landakot og í minna lagi ýmsar aðr- ar heilbrigðisstofnanir. Éinn vand- inn er sá að í greiðslueftirlitinu eru launin friðhelg. Eftir fjárlög fær það. Þessu verður að breyta og við erum að undirbúa breytingarnar." Böndin berast aö flugstöövar- framkvœmdunum viö Keflavíkur- flugvöll. Hver er endanlegur fram- úrakstur þar talinn umfram fjárlög eöa heimildir og hvaö segir dómur Borgardóms okkur í því sambandi? „Þegar það kom á daginn á liðnu sumri að forsvarsmenn flugstöðvar hefðu farið nálægt milljarði framúr því sem ráð hafði verið fyrir gert i fjárlögum og lánsfjárlögum var mál- inu vísað tii Ríkisendurskoðunar. Þetta er eitt með hrikalegustu dæm- um sem ég man eftir af þessu tagi, ef ekki það allra hrikalegasta. Þetta var bara bruðl og óráðsía. Það sem verra var, að fyrstu viðbrögð bygg- Alþingis að draga þá til ábyrgðar eða leggja blessun sina yffir milljaroa sukk. Rikisútvarpið eitt versta dæmið. hver stofnun greiðsluáætlun, sem gildir um launin, rekstrarkostnað, viðhald og stofnkostnað og fleira. Fari þessar stofnanir yfir á öðrum póstum en launum kviknar rautt viðvörunarljós — en ekki vegna launanna. Éf við tökum dæmi af fræðslumálunum: Ef kennslumagn eða stöðugildi eru umfram heimildir er haldið áfram að greiða launin, en að lokum er ekki fé eftir til rekstr- argjaldanna. Þá kemur rauða ljósið og krafan um að stofnunin verði stöðvuð. Sumir hafa þannig til- hneigingu til að sinna ekki kröfum um fjölda starfsmanna eða um yfir- vinnu — af því þeir komast upp með ingarnefndar voru að grípa til blekkinga. En fyrir liggja yfirlýsing- ar um að þeir hafi leitað uppáskrift- ar síns fagráðherra — utanríkisráð- herra — eftir hendinni og að hann hafi samþykkt ýmsar veigamiklar breytingar, sem síðan leiddu til miklu meiri útgjalda. Að þessu leyti er ábyrgðin pólitísk." Og lögbundnir aöilar voru sniö- gengnir, ekki satt, þaö var ekki leit- aö til fjárveitinganefndar — lög- gjafarvaldsins? „Nei. Sem bar að gera og einnig var farið framhjá fjármálaráðuneyt- inu með því að fleyta sér áfram á lántökum, meðal annars hjá ríkis- bönkum, án vitundar fjármálaráð- herra." Er þá nokkur vafi á því aö um hreint lögbrot hafi veriö aö rœöa og ennfremur stjórnarskrárbrot? „Þetta er eðíileg spurning. En hún varðar þá Alþingi. Það getur ekki dregið ráðherra til ábyrgðar nema samkvæmt ákvæðum um lands- dóm, sem aldrei hefur á reynt. Það komu ekki upp neinar tillögur um það á Alþingi, þrátt fyrir harðar umræður." Er þá ekki hœgt aö segja aö Al- þingi hafi haldiö hlífiskildi yfir ráö- herra sem bersýnilega haföi gerst sekur um brot á lögum og stjórnar- skrá eöa sýnt ákaflega mikla lin- kind? „Ég vil ekki slá þvi föstu, að ber- sýnilega hafi verið um stjórnarskrár- eða lagabrot að ræða. En í þessu máli standa menn frammi fyrir orðnum hlut, sem gerðist á ótrúlega skömmum tíma. Fyrir þetta varð ekki bætt. Umhugsunarefnið er tví- þætt, annars vegar, að menn læri af hinum tæknilegu mistökum við framkvæmdina, og hins vegar, að Alþingi kveði upp úr með það hvort það vilji setja nýjar reglur um ábyrgð framkvæmdavaldsins. Ég nefni annað dæmi, að einn fyrrver- andi ráðherra hafði fjálgleg orð um Sjóefnavinnsluna á Suðurnesjum, sem átti að verða leiðarljós og vaxt- arbroddur í iðnþróun á íslandi. Á síðasta hausti gerðum við þennan „vaxtarbrodd" upp með þeim af- leiðingum að ríkissjóður tók yfir um 550 milljónir af erlendum lánum, sem sökkt hafði verið í tóma vit- leysu. Voru þetta bara hrein mistök? Er til málsbóta að menn vissu bara ekki betur? Stóðust ekki rangar for- sendur? Áttum við möguleika í sam- keppni við sólarorku suðurlanda í saltframleiðslu? Allt þetta kemur til álita." Eru framkvœmdirnar viö Lista- safn Islands og framúraksturinn þar sambœrileg viö þaö sem geröist meö flugstööina — og þá jafnframt spurning um pólitíska ábyrgö? „Það hefur reynst mjög dýr fram- kvæmd, þar sem áætlanir hafa stað- ist mjög illa. En í janúar fól sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir tveimur fulltrúum frá framkvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins og Húsameistara ríkis- ins að fara ofan í saumana á því máli. Ég var að spyrjast fyrir um þetta verk nýlega og er því ekki lok- ið. En það liggur fyrir að húsið tók miklum breytingum frá upphafleg- um áformum og svo virðist, að eng- inn hafi haft nauðsynlega yfirsýn með heildarframkvæmdinni. Þetta hefur leitt til aukafjárveitinga og það má nefna að í desember kom upp deilumál sem leiddi til afskipta Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinn- ar af pöntun á húsgögnum og bún- aði, sem þóttu dýr — einhverjir sér- smíðaðir kostgripir frá Italíu. Þetta leiddi til frestunar á þeirri pöntun. Um hina pólitísku ábyrgð vil ég ekk- ert fjölyrða, fyrr en ég fæ niðurstöð- ur áðurnefndrar úttektar. En hrifn- ingin á safninu var slík að mennta- málaráðherra sá ástæðu til að lýsa því yfir að hann blési á gagnrýni á kostnaðinn vegna byggingarinnar." HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.