Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 11
^l^eir aðstoðarvarðstjórar munu nú hafa sagt upp störfum í lögreglunni á Keflavíkurflug- velli vegna óánægju með yfirstjórn mála. Mennirnir, sem störfuðu í flugstöð Leifs Eiríkssonar, voru sérþjálfaðir til átaka og höfðu æft með víkingasveitinni í Reykjavíkur- lögreglunni. Eftir þessar uppsagnir eru engir slíkir menn til staðar í flug- stöðinni. Heimildir HP herma að að- alástæðan fyrir uppsögnunum sé óánægja með hvernig almennt sé á málum haldið auk óvissu um hvern- ig bregðast eigi við er hættuástand skapast. Telja ýmsir að öryggismál í flugstöðinni séu langt frá því að vera í góðu lagi. . . I ú hefur Morgunblaðið kveðið upp dóm yfir útvarpsstöð- inni Rót. Hún hefur gert sig seka um brot gegn einu boðorðanna, þ.e. að leggja nafn Krists við hégóma. Sam- kvæmt hinni vísu bók er það bann- að. Þetta veit Morgunblaðið. Hringir þess vegna i biskupinn og spyr hann hvort hann sé ekki svekktur. Bisk- upinn segist vera það. Þá heggur Morgunblaðið — einhvers staðar í upphæðum sitja þeir sem þar stjórna og skrifa niður til breyskra manna um það hvernig þeir eigi að haga sér, einkum um það hvernig þeir eigi ekki að vera, hverju þeir eigi að trúa og hvað megi segja um það sem Morgunblaðið trúir á. Vér, hinir auðmjúku villuráfandi, þökk- um hinum vísu mönnum á Morgun- blaðinu leiðsögnina. . . u m þessar mundir standa sem hæst æfingar á dans-leiknum “...en andinn er veikur“, sem leik- hópurinn Pars pro toto stendur að. Þarna er á ferðinni blanda af dansi, leik og tónlist undir stjórn Guðjóns Pedersen. Þátttakendur í sýningunni eru Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Birgitta Heide, Sigrún Guðmundsdóttir — allar úr Islenska dansflokknum — og svo leikararnir Ellert Ingimundarson og Arni Pétur Guðjónsson. Verk- ið er að hluta til fengið að láni frá ýmsum stöðum en danshöfundar eru þær stöllur úr dansflokknum, Katrín Hall og og Lára Stefánsdóttir. Tónlistina semur Kjartan Ólafs- son, höfundur afar spennandi leik- myndar er Ragnhildur Stefáns- dóttir og um lýsinguna sér Ágúst Pétursson. Verkið verður sýnt í Hlaðvarpanum og verður frumsýn- ing þann 20. þessa mánaðar, síðasta vetrardag... Árétting í greininni „100% öryrki eftir smáaðgerð" í síðasta tölublaði voru meðal annars höfð eftir Karvel Pálmasyni ummæli sem ekki kom- ust rétt til skila. Rétt er að skýrt komi fram það álit Karvels, að svo virðist sem hluladeigandi læknar, en þó sérstaklega borgarlögmadur og borgarstjórn, geri sér far um að flækja og tefja vísvitandi mál sem þessi — þar sem fórnarlömb lækna- mistaka leita réttar síns og bóta. Þá má geta þess, að nú er mjög skammt í að undirréttardómur verði kveðinn upp í máli „Svölu", sem einnig var rifjað stuttlega upp í greininni. Að líkindum verða þá lið- in 5 ár og 3 mánuðir frá hinni örlagaríku aðgerð — og sá tími lengist síðan væntanlega til muna ef dómnum verður áfrýjað til Hæsta- réttar. Athugasemd vegna vidtals í síðasta tölublaði Helgarpóstsins er viðtal við Selmu Dóru Þorsteins- dóttur, formann Fóstrufélag lslands. Þar segir Selma Dóra, aðspurð um viðbrögð Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, að þau hafi verið lítil, en vitað sé, að meirihluti stjórnar St.Rv. sé á móti stofnun nýrra stétt- arfélaga. Vegna þessa er þess eindregið óskað, að eftirfarandi yfirlýsing verði birt í blaði yðar. „Stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar hefur enga samþykkt gert varðandi stofnun nýrra stéttar- félaga og engin afskipti haft af þeim málum, önnur en þau að koma á framfæri sem sönnustum upplýsing- um um áhrif og afleiðingar þess fyr- ir félagsmenn St.Rv. að ganga í nýtt stéttarfélag." Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Haraldur Hannesson, formaður. FISHER BORGARTÚNI 16 REYKJAVIK. SÍMI 622555 SJÓHVARPSBÚÐIN AUK/SlA K95-46 Ftyst ( ora Jgrænmetí FERSKT OG LJUFFENGT! i aut sumar. íbúðir í besta gæðaflokki rúma allt að 6 manns. Verð frá á farþega (miðaðvið 2 fullorðna og 4 böm) MALLORKA-CALA IVULLOR HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.