Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 19
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MVND JIM SMART
með permanent á
rauðum persche
Hann var ekki hár í loftinu þegar hann eignaðist fyrstu Ijósmyndavélina.
Tók hana med sér í sveitina þar sem hann myndadi lífid í bak og fyrir. Síðan
á leiksvæðunum þar sem sett voru upp heilu Ieikverkin. En þegar hann síð-
ar komst í kynni við kvikmyndatökuvél vissi hann við hvað hann vildi
starfa. Frá því hann rölti um öskuhaugana í fylgd stúlku og barnavagns við
gerð heimildamyndar um umgengnina í borginni hefur Vilhjálmur Ragn-
arsson staðið hinum megin við vélina. Hann á þátt í fjölmörgum sjónvarps-
auglýsingum, hann var framleiðandi þáttanna „Bítla og blómabarna“ og
hann vann í félagi við þýska sjónvarpsstöð að rúmlega þriggja tíma löngum
þætti um Island, sem sýndur var í þýska sjónvarpinu.
Hann segist telja sig heppinn að hafa alist upp
hjá móður Sinni og móðursystur: ,,Ég átti þess
vegna tvær mömmur," segir hann. ,,Eg ólst upp
við mjög góðar aðstæður, var einkabarn og því
lítil samkeppni i uppeldinu! Fyrstu árin bjuggum
við á Snorrabraut 52 þar sem nú er Gistiheimilið,
en fluttum síðan inn á Rauðarárstíg 3 þar sem
við bjuggum þar til ég var unglingur. Þar var
mikið af góðum leiksvæðum. Fyrst ber að telja
gasstöðina gömlu sem stóð þar sem Lögreglu-
stöðin er núna, en á gasstöðinni stóðu stórir
gaspottar, grýlupottar eins og ég kallaði þá, því
ég var sannfærður um að grýla eða aðrar
ófreskjur byggju ofan í þeim!“
GÓSENLAND Á SKÚLAGÖTUNNI
Hann segist þó ekki hafa séð eftir gasstöðinni
þegar hún var rifin, því þá reis upp „skemmti-
legasta leikpláss í heimi, lögreglustöðin", segir
hann. „Sölunefndarportin stóðu hinum megin
við Skúlagötuna, mikið gósenland. Þar voru
meðal annars skriðdrekar og önnur merk áhöld
sem vöktu mikla athygli okkar krakkanna. Þetta
voru brynvarðir bílar og eldri strákar í hverfinu
sögðu okkur að áður hefðu verið á þeim stórar
fallbyssur, en það gátum við aldrei sannreynt.
Þriðja leiksvæðið var svo gífurlega stór leikvöll-
ur þar sem við lékum fótbolta. í þessu hverfi var
mikið af krökkum og mikið líf."
Á sumrin var Vilhjálmur í sveit í Rangárvalla-
sýslu hjá móðurbróður sínum: „Þangað fór ég
fyrst þegar ég var sex ára, tekinn úr götuum-
hverfinu og sendur í sveit. Mamma vann auðvit-
að alltaf úti þannig að það var spurning um að
vera á götunni eða komast upp í sveit. Þar átti
ég nokkur mjög góð sumur. Við vorum þrír sum-
arstrákar á bænum, hinir tveir voru úr Hafnar-
firði og hétu báðir Guðmundur. Þess vegna vor-
um við allir kallaðir „Gvendarnir"!"
Barnaskólagönguna hóf Vilhjálmur í Austur-
bæjarskólanum, „þar sem ég var með ágætis
fólki sem ég held ennþá sambandi við í dag. Við
erum meðal annars í menningarklúbbi, og uppi-
staða hans er fólk sem var saman í barna- og
gagnfræðaskóla. Við förum saman á sýningar,
tónleika og þess háttar og reynum að hittast
nokkuð markvisst."
HLUSTAÐ Á PLÖTUR í NÆSTA
HÚSI
Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir sér 11
ára gamall sem sendill hjá Grænmetisverslun-
inni „og það þótti vont mál að nemendur væru
að vinna með skólanum — sérstaklega ef þeir
voru í ellefu ára bekk!" segir hann og brosir.
„Hins vegar held ég að ég hafi ekki haft vont að
því, að minnsta kosti var ég alltaf í efri mörkun-
um í einkunnum í barnaskólanum. Ég hafði
mjög gaman af að læra og átti auðvelt með það.
Eftir að ég komst á unglingsárin sinnti ég hinu
hefðbundna unglingalíferni ásamt því að vinna
fyrir mér. Bjó mér til peninga til að kaupa smá-
hluti, til dæmis fyrstu hljómplötuna mína. Það
var Animals-platan „House of the Rising Sun“
og þá plötu á ég ennþá. Að vísu átti ég ekki
plötuspilara á þessum tíma svo ég fór yfir í
næsta hús til vinar míns og fékk að hlusta á hana
þar."
FRÁ ÚTLÖNDUM KOM ALLT
GOTTI
Vilhjálmur segist snemma hafa haft áhuga á
að festa á filmu það sem fyrir augu bar og fyrstu
Ijósmyndavélina fékk hann að gjöf frá pabba sín-
um: „Pabbi kom með hana frá útlöndum, þaðan
sem allt gott kom! Frá útlöndum kom til dæmis
Mackintosh og lakkrískonfekt og það var bara
hægt að kaupa í einni sjoppu á Leifsgötunni. Þar
fæst ennþá útlenskt sælgæti...! Ég tók mikið af
myndum, bæði í sveitinni og á leiksvæðunum.
Þessar myndir geymi ég í möppu sem ég hef
gaman af að glugga í öðru hverju. Þar má meðal
annars sjá myndir af strákum sem var stillt upp
við grindverk og átti að fara að „skjóta" og
myndir af draugaleikriti þar sem draugar léku á
hljóðfæri. Einn þeirra sem léku í draugaleikrit-
inu hafði alveg gífurlegan áhuga á hestum og
einhvern tíma lögðum við leið okkar inn að Eli-
iðaám til að skoða hesta. Þá kom allt í einu
styggð að hestunum og þessi mikli hestaáhuga-
maður varð svo skelkaður að hann flaug yfir
gaddavírsgirðingu, sem var helmingi hærri en
hann sjálfur! Síðar varð þessi strákur tamninga-
maður og er núna atvinnuhestamaður."
BYRJAÐI AÐ REYKJA 12 ÁRA
Eitt af minnisstæðustu atvikum frá bernskuár-
unum segir yilhjálmur vera þegar hann byrjaði
að reykja: „Ég byrjaði að reykja tólf ára," segir
hann. „Ég fór auðvitað laumulega með það,
enda þótti ég ekki tilheyra þeim hópi nemenda
sem byrjuðu að reykja svo ungir. Upphafið að
reykingunum má rekja til þess að ég var á leið
í handavinnutíma og fyrir framan húsið hjá mér
lá brúnn bréfpoki. Ég sparkaði í hann og út úr
honum datt heilt karton af Camel-sígarettum.
Daginn eftir byrjaði ég að reykja... Auðvitað fór
það mjög dult, sérstaklega hjá fjölskyldunni, en
ég reykti stanslaust í tíu ár, hætti 22 ára gamall."
Vilhjálmur segist eiga góðar minningar úr
gagnfræðaskóla: „Við höfðum góða og
skemmtilega kennara, til dæmis Arnfinn Jóns-
son, sem nú er skólastjóri í Hólabrekkuskóla, og
Jón Marteinsson, sem þótti ofsalega strangur og
hættulegur kennari og var byrjað að vara mann
við honum strax i ellefu ára bekk! Hann var hins
vegar skemmtilegasti maður og góður kennari."
í SÍÐUM FRÖKKUM MEÐ
ÞVERSLAUFUR
Á þessum tíma var Vilhjálmur í ritstjórn skóla-
blaðsins ásamt æskuvini sínum, Elíasi Níelssyni:
„Við skrifuðum nokkur skólablöð, ortum atóm-
kvæði og vorum mjög pólitískir. Við skrifuðum
greinar þar sem við mótmæltum skólakerfinu
og öðru sem okkur mislíkaði. Við gengum í póli-
tísk samtök og vorum mjög „aktívir", sem ekki
var algengt með þrettán ára stráka. Þess á milli
sóttum við fyrirlestra í háskólanum hjá Þórhalli
Vilmundarsyni prófessor um náttúrunafnakenn-
inguna. Svo lásum við Þórberg; „Bréf til Láru"
og „Ofvitinn" voru við rúmið mitt og ég glugg-
aði í þær á hverju kvöldi á þessum árum. „Góði
dátinn Svejk" var aldrei langt undan, og hef ég
tekið mér lífsspeki hans mikið til fyrirmyndar
enda hefur það verið eftirlætisbókin mín allt frá
unglingsárunum. Við Elías vinur minn gengum
í síðum frökkum og vorum með þverslaufur, sem
var svolítið óeðlilegt á þessum tíma — nokkurs
konar fyrirboði hippatískunnar! Elías fékk sér
ennfremur kringlótt sólgleraugu og hatt en slíkt
sást varla á þessum tíma. Þegar jafnaldrar okkar
hlustuðu á Bítlana hlustuðum við Elías á blues,
fórum yfir í Cream og John Mayall, sem var
merkilegur tónlistarmaður og fóstraði ýmsa
snillinga sjöunda áratugarins eins og Eric Clapt-
on, Jack Bruce og Peter Green. Snemma á ungl-
ingsárunum eignaðist ég Garrard-plötuspilara
og á kvöldin hlustuðum við á tónlist, ræddum
um Þórberg og lífið. Síðan fórum við að sýsla við
aðrar skemmtanir og prófuðum snemma að
bragða áfengi. Ég man að Elías hafði verið í sveit
á Snæfellsnesi og kom eitt haustið með viskí-
flösku með sér í bæinn. Þetta var 1968 og við
urðum alveg ævintýralega fullir. Daginn eftir
heyrðum við í útvarpinu að Rússar hefðu ráðist
inn í Tékkóslóvakíu og lengi á eftir vorum við
með það á hreinu að innrásin hefði verið í bein-
um tengslum við þetta fyllerí okkar!"
„RÓTTÆKIR VINSTRIMENN"
I landsprófi segir Vilhjálmur þá vinina hafa
verið orðna „róttæka vinstrimenn": „Við vorum
virkir á málfundum og vorum í hópi þeirra fáu
sem voru á móti Kanasjónvarpinu. Eftir það var
ég stimplaður kommúnisti og enn þann dag í
dag er sagt við mig „þínir menn í Rússlandi!" —
jafnvel þótt ég hafi kosið Kvennalistann í síðustu
kosningum! En þetta situr ennþá í sumum þrátt
fyrir að ég sé atvinnurekandi í dag og hafi sem
slíkur verið kallaður kapítalisti og arðræningi!
I landsprófi vorum við óánægð með lands-
prófið og héldum mikla ráðstefnu í Tónabæ, fór-
um í mótmælagöngu og gerðum ýmsa hluti,
sem örugglega voru áhrif frá stúdentaóróanum
erlendis. Maður mátti ekkert vera að því að
sinna náminu, það var alltaf eitthvað annað sem
vakti áhugann, Ieiklistarféiagið, skóiablaðið og
alls kyns skemmtanir. Félagslífið var í fyrirrúmi,
en þegar upp er staðið var þetta kannski bara
miklu betra en að hafa setið heima og lesið og
fengið þar með annan félagslegan bakgrunn. Ég
var með það nokkuð á hreinu að fara í mennta-
skóla eftir landsprófið og þá í Menntaskólann í
Hamrahlíð. Flestir náðu landsprófinu en ég og
vinur minn, Gústaf Adolf Níelsson, féllum og fór-
um aftur í landspróf veturinn á eftir. Þar mætt-
um við alls ekki alltaf því við eyddum megninu
af þeim vetri í billiard."
HEIMILDAMYNDIN SEM ENN
ER I KLIPPINGU
Landsprófinu náði Vilhjálmur í annarri tilraun
og fór í Menntaskólann við Hamrahlíð: „Þar var
mikil gróska í öllu. Þar var nemendadómstóll
sem átti að fjalla um agabrot nemenda, þar var
pólitísk vakning, verið að sýsla við fíkniefni og
þess háttar. Félagslífið var mikið og þar voru
menn eins og Jakob Magnússon, Valgeir Guð-
jónsson og Broddi Broddason framarlega í
flokki — og reyndar alveg endalaust af góðu
fólki. Þarna fór ég að fá áhuga fyrir kvikmynda-
gerð. Eg geri mér ekki alveg grein fyrir hvað það
var sem kveikti áhugann, en fjöiskýlda vinar
míns, Sigfúsar Cassata, rak Ijósmyndaverslunina
Fókus og það held ég að hafi kveikt áhugann. í
Hamrahlíðinni tók ég þátt í að gera mynd um
dreng, leikinn af Sigurði Bjólu, sem villtist í
rangölum skólans. Þessi mynd var tekin á Bolex-
vél sem Ásgeir Long átti. Síðar keypti Páll Kr.
Pálsson, skólafélagi okkar, 16 mm Bolex-vél í
Þýskalandi og þá héldum við áfram að sýsla við
kvikmyndagerð. Tókum alls kyns „experiment-
al“ myndir og fengum m.a. styrk frá mennta-
málaráðuneytinu, sem sjálfsagt hefur verið einn
af fyrstu styrkjunum sem veittir voru til kvik-
myndagerðar. Þá byrjuðum við á ádeilumynd
sem átti að sýna umgengnina á höfuðborgar-
svæðinu og lélegt skipulag þar. Við tókum
myndina meðal annars á öskuhaugunum þar
sem ég og Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir geng-
um um með barnavagn, hún var með stóran
bleikan hatt og var atriðið mjög dramatískt.
Vinnslan var mjög óskipulögð hjá okkur þannig
að ekkert varð úr myndinni og hún er enn í
klippingu! Hins vegar byrjuðum við á að gera
kredit-listann, sem okkur þótti mikilvægt að