Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Sturlumál Borgardómur hefur dæmt Sturlu Kristjánssyni, fyrrum fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra, 900.000 kr. í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar hans úr emb- ætti, en eins og menn muna rak Sverrir Hermannsson, þá- verandi menntamálaráðherra, Sturlu. Sturla fór fram á 6 milljóna króna bætur fyrir borgardómi. í dómsniðurstöðu segir að Sturla hafi brotið trúnað og að fjárstjórn hans hafi verið ámælisverð. Hins vegar séu sakir ekki það miklar að þær réttlæti fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi og því sé rétt að dæma Sturlu bætur. Útvegsbanki íslands hf. Fyrsti aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. var haldinn á þriðjudaginn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði þar til að greiddur yrði 5% arður á síðasta starfsári, sem svarar til 3,5% arðs á ársgrundvelli þar eð bankinn tók ekki til starfa fyrr en um vorið. Bankaráð hafði áður lagt til að ekki yrði greiddur út arður. Hallgrimur Snorrason hagstofu- stjóri var kjörinn i bankaráðið í stað Baldurs Guðlaugsson- ar lögmanns. Aðrir bankaráðsmenn voru endurkjörnir, en þeir eru: Björgvin Jónsson framkvæmdastjóri, Gísli Ólafs- son forstjóri, Jón Dýrfjörð vélvirki og Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri. Fréttapunktar • Dómsmálaráðuneytið mun mælast til þess við ríkis- saksóknara að höfðað verði opinbert mál gegn einum þeirra lögreglumanna sem komu við sögu er ungur maður hand- leggsbrotnaði í vörslu lögreglunnar í Reykjavík. Ekki er enn ljóst hvort fleiri verða ákærðir í þessu máli. • Ungur maður var skorinn á háls af kunningja sínum í síð- ustu viku. Hann var um tima í lífshættu en er nú talinn úr henni eftir aðgerð í Borgarspítalanum. Talið er víst að báðir mennirnir hafi verið undir áhrifum fíkniefna er þessi at- burður varð. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur Keflviking- ur, hefur verið úrskurðaður í 60 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. • Á fundi fulltrúaráðs Kennarasambands íslan&s var tekin ákvörðun um að hlíta úrskurði félagsdóms þess efnis að verkfallsboðun félagsins hefði verið ólögmæt. I framhaldi af því var tekin ákvörðun um að fresta frekari aðgerðum fram til næsta hausts en þá verður gripið til aðgerða ef samningar hafa ekki tekist. • Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hefur ákveðið að kalla miðstjórn flokksins saman til fundar. Hún hefur ekki komið saman síðan ríkisstjórnin var mynduð. Stein- grímur Hermannsson, formaður flokksins, vildi ekki meina að þetta þýddi að Framsóknarflokkurinn væri á leið út úr stjórninni en menn væru áhyggjufullir vegna ástands atvinnuvega og órólegir vegna þróunar þyggðamálefna. • Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti á fundi í síðustu viku þá ákvörðun byggingarnefndar Reykjavikur að heimila grunnframkvæmdir við byggingu ráðhúss við Tjörnina. íbúar við Tjarnargötuna hafa kært þessa leyfisveitingu og ennfremur stækkun á byggingarreit ráðhússins til Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Ráðherra hefur leitað umsagnar skipulagsstjórnar ríkisins og byggingar- nefndar Reykjavíkur um kæruna, sem varðar veitingu graftarleyfis. Á meðan framkvæmdir standa yfir mun Tjörnin skerðast um rúmlega 6.000 fermetra. Borgarráði hafa nú verið afhentir undirskriftalistar með nöfnum 10.000 manna þar sem byggingu ráðhúss við Tjörnina er mótmælt. • Sigmundur Guðbjarnason var endurkjörinn rektor Há- skóla íslands. Hann hlaut 82% atkvæða. Þátttaka í rektors- kjöri var dræm. • Útvarpsráð hefur samþykkt vantraust á Ingva Hrafn Jónsson, fréttastjóra sjónvarpsins. Er það vegna ummæla hans um ríkisútvarpið i nýlegu tímaritsviðtali svo og vegna ýmissa atriða er varða störf hans og ákvarðanir. Ingvi Hrafn Jónsson segir að hann hafi aldrei notið trausts ráðsins. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins mun koma saman eft- ir næstu helgi til að ræða mál Ingva Hrafns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri telur málið orðið mjög alvarlegt, en hann einn hefur vald til þess að reka fréttastjórann. • Samningar hafa tekist milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og atvinnurekenda. Grunnlaun verslunar- manna verða óbreytt frá því sem samið var um í heildar- samningunum í mars. Samið var um 10% launauppbót á grunnlaun í desember og að verslanir skyldu vera lokaðar á laugardögum í sumar. • Félagsdómur úrskuröaði á mánudag að verkfall Hins ís- lenska kennarafélags væri ólögmætt. Því verður ekkert af boðuðu verkfalli hjá HÍK sem hefjast átti á miðvikudag. Forsendur dómsins voru þær að innan við helmingur þeirra er þátt tóku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sam- þykkti hana, þar eð 60 seðlar voru auðir, en þeir skyldu skoðast sem greidd atkvæði. Það voru því hinir auðu seðlar sem réðu úrslitum í atkvæðagreiðslunni. • Þriðja umræða um bjórinn hófst í neðri deild Alþingis í gær. Ólafur Þ. Þórðarsson las upp nöfn 138 lækna og reyndi síðan að slá þagnarmet Hreggviðs Jónssonar sem er tæplega hálftími. Ólafi tókst þó ekki að þegja nema 6 mínútur. Um- ræðunni var að lokum frestað vegna boðaðra breytingartil- lagna. • Grunur leikur á að falsaðir hafi verið allmargir miðar á tónleika breska popparans Boy George, en tónleikarnir voru haldnir i Laugardalshöll á laugardagskvöldið. Málið hefur verið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins. • Skúli Alexandersson, alþingismaður og fiskverkandi á Hellissandi, hefur stefnt sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir upptöku meints ólöglegs afla fyrir um 1,5 milljónir króna. Stefnandi bendir á þrígreiningu ríkisvaldsins máli sínu til stuönings, þ.e. að málið hafi átt heima hjá dómstól- um i upphafi en ekki sjávarútvegsráðuneytinu. Ennfremur að úrskurðurinn hafi verið órökstuddur og að Skúla hafi ekki verið gefinn kostur á að skýra mál sitt. HAFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ IVIÓTTÖKUSTAÐIR ERU Tréborg, Reykjavíkurvegi 68 Steinar, Strandgötu 37 Söluturninn Miövangi ATH.! Ekki lengur í Bókabúöum Böðvars HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.