Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 40

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 40
II m þessar mundir er að koma út allmerkileg ljóðabók í Bandaríkjunum. Það er forlag þeirr- ar merku konu Yoko Ono sem gef- ur þessa Ijóðabók út en forlagið heitir eftir alkunnu bítlalagi Straw- berry Fields. Þessi bók verður gef- in út til minningar um John Lenn- on og í henni verða Ijóð ýmissa skálda sem ort hafa til tónlistar- mannsins. Meðal þeirra sem Ijóð eiga í bókinni er Matthías Johannessen, sem á þar ein þrjú ljóð. . . N H ú hefur verið auglýst til umsóknar staða lektors í almennri bókmenntafræði við Háskóla ís- lands. Stöðunni gegndi áður Álfrún Gunnlaugsdóttir en hún hefur eins og kunnugt er verið skipuð prófessor við deildina. HP er kunn- ugt um fjóra umsækjendur um stöð- una: Ástráður Eysteinsson, en FISHER SSSS^SSm Reykjavík. sími 622555 SJÖNVARPSBÚOIN . hann var sá sem dómnefnd um áð- urnefnda prófessorsstöðu í al- mennri bókmenntafræði taldi hæf- astan á sínum tíma en fékk samt ekki stöðuna; Kristján Árnason, lengi kennari við bókmenntadeild- ina; Halldór Guðmundsson, mag.art. og útgáfustjóri Máls og menningar; og Baldur Gunnars- son... likki alls fyrir löngu sögðum við frá ferð fulltrúa Alþingis til Austurlanda fjær á fund Alþjóða- samtaka þingmanna. Nú eru þing- menn aftur komnir af stað og að þessu sinni til Gvatemala í Mið- Ameríku, en þar mun vera lýð- ræði, að nafninu til að minnsta kosti. Þeir þrír sem héldu í vestur- veg eru Geir Haarde, frá Sjáif- stæðisflokki, Júlíus Sólnes, frá Borgaraflokki, og Sighvatur Björgvinsson, frá Alþýðuflokki. En ekki nóg með það. Skrifstofa Alþingis sendi sérstaklega tvo full- trúa til þessa fundar. Eru það þeir Ólafur Ólafsson og Helgi Bern- ódusson, starfsmenn Alþingis, sem fylgdu þingmönnum að þessu sinni. Ekki verður annað sagt en Alþingi sé að verða ansi fyrirferðarmikil stofnun. . . A aðalfundi Utvegsbank- ans hf., sem haldinn var á dögun- um, kom mönnum það ónotalega á óvart, að viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson skyldi láta stinga upp á Jóni Þorsteinssyni sem fundar- stjóra á þessum fyrsta aðalfundi bankans. Jón Þorstejnsson samdi, eins og menn muna, Útvegsbanka- skýrsluna fyrir Alþingi ásamt tveimur öðrum, en í henni setti hann fram hugmyndir um ábyrgð bankastjóra og bankaráðs, sem síðar varð grundvöllurinn sem Hall- varður Einvarðsson ríkissak- sóknari notaði sér þegar hann ákærði alla stjórnendur Útvegs- banka íslands aðra en bankaráðs- menn. Þeirri ákæru var síðar vísað til föðurhúsanna. Nú velta menn því fyrir sér hvort viðskiptaráðherra var með þessu að senda „gömlu" bankastjórunum tóninn, eða hvort þessi tilnefning var gerð í ógáti.. . U ndangengna vetur hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt stærri verk sín og viðameiri i svo- kallaðri Leikskemmu v/Meist- aravelli. Lengi hefur staðið til að rífa skemmuna (vantar örugglega bíla- stæði eins og alltaf) en því jafnan verið frestað. Nú mun hins vegar út- séð um að skemman verður rifin þegar leikárinu lýkur, þ.e. strax í byrjun júlí. Leikfélaginu tókst reynd- ar að ná fram einhverri frestun því áður átti að rífa húsið fyrr á árinu. Þeir leikfélagsmenn leita því log- andi ljósi að viðlíka húsnæði til að geta haldið áfram að sýna söngleik- inn Síldin kemur, sem rokgengur hjá þeim um þessar mundir. Ekkert hús hefur þó fundist enn sem komið er, en m.a. hefur verið leitað á Ártúnshöfðanum svo dæmi sé nefnt. Það eru hins vegar mestar lík- ur á því sem stendur að LR leiki ein- ungis í Iðnó á næsta leikári og hvort sem mönnum líkar betur eða verr verði Síldin að fara í stað þess að koma. . . Afl DRAUMABÍLNUM ER BINGÓSPJALDID ÞITT SIÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2 ALLTAF Á MÁNUDÖGUM KL. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ ÁSTÖÐ2 'JÖNVARPS Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 GL frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000,- Sannkallaður draumabíll Aukavinningar eru 10 talsins: hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ, PIONEER XZL, hvert að yerðmæti kr. 50.000.- Heildarverðmæti vinninga f hverri viku er því 1.600.000 KRÓNUR Spilaðar eru 2 umferðir í hverjum Bingóþætti: FYRRI UMFERD: Spiluð er ein lárétt lína um 10 aukavinninga SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3 láréttar línur (eitt spjald) um bílinn. Þú þarft ekki lykil að STÖÐ 2 því dagskráin er send út ótrufluð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og það færð þú keypt á aðeins 250 krónur í sölutumum víðsvegar um land. UPPLAG BINGÓSPJALDA ER TAKMARKAÐ, AÐEINS 20.000 SPJÖLD VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR OG BER AÐ VITJA ÞEIRRA INNAN MÁNAÐAR S.T.YRKTARFÉ LAG UPPLÝSINGASlMAR ERU 673560 OG 673561 40 HELGABPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.