Helgarpósturinn - 26.05.1988, Side 8
Birgir Árnason, hagfræðingur í „vísitölunefnd ‘
BANN Á VERÐTRYGGINGU HÆ
Lítið hefur borið á svokallaðri „vísitölunefnd“ sem
skipuð var af Jóni Sigurðssyni í apríl sl. í kjölfar efnahags-
aðgerða ríkisstjórnarinnar hafa nefndinni hins vegar
verið falin ný og viðamikil verkefni. Hún á að móta tillög-
ur um framhald verðtryggingar og leggja línur um vaxta-
mál. í henni sitja þeir Björn Björnsson, bankastjóri Al-
þýðubanka sem er formaður, Birgir Árnason, sérfræð-
ingur í viðskiptaráðuneytinu, Yngvi Örn Kristinsson,
hagfræðingur Seðlabanka, Ólafur ísleifsson, efnahags-
ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Gestur Jónsson hrl., Magnús
Jónsson veðurfræðingur og Stefán Melsteð, lögfræðing-
ur iðnlánasjóðs. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. júlí.
Svo gæti farið að líf ríkisstjórnarinnar ylti á niðurstöðum
þessarar nefndar. I henni á sæti Birgir Árnason, hagfræð-
ingur í viðskiptaráðuneytinu.
EFTIR PÁL HANNESSON MYND MAGNÚS REYNIR
Hins vegar var nefndinni jafnframt
falið að koma með ábendingar um
frekari áfanga í afnámi verðtrygg-
ingar, en með þeim fyrirvara, að í
þeim tillögum verði höfð hliðsjón af
verðlagsþróun. Þetta ákvæði má
skilja þannig að það sé ekki stefnan
að afnema verðtryggingu með öllu
fyrr en tekist hefur að koma bönd-
um á verðbólguna.
Hins vegar var verkefnum bætt á
nefndina, m.a. var henni gert að
skila tillögum um hvernig koma eigi
í veg fyrir misgengi launa og láns-
kjara. Eins var bætt á nefndina því
verkefni að undirbúa nauðsynlega
lagasetningu um fyrirkomulag
verðtryggingar, þar á meðal hvort
uextir á verðtryggðum lánum verði
fastir en ekki breytilegir og að þeir
lækki til samræmis við það sem ger-
ist í helstu viðskiptalöndum."
Þad er Ijóst ad stjórnarflokkarnir
hafa lagt mismunandi áherslur
uardandi uerdtryggingu og uísitölu-
bindingar, Framsókn hallast ad
midstýringu, en Sjálfstœðisflokkur
aö auknu ,,frelsi". Þessi nefnd er
m.a. skipud pólitískum fulltrúum
flokkanna. Áttu von á ad nefndin
komist ad samkomulagi?
„Ég held að þó að í nefndinni séu
menn með pólitískar skoðanir líti
flestir á sig sem einstaklinga í nefnd-
inni og að þeim beri fyrst og fremst
að vinna samkvæmt eigin sannfær-
ingu, en ekki til þess að framfylgja
stefnu einstakra flokka.
Ég get ekki svarað fyrir aðra
nefndarmenn, en fyrir mitt leyti er
ég ekki alls kostar sáttur við yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar, sérstaklega
hvað varðar bannið við verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga til skemmri
tíma en tveggja ára. Ég held að
menn verði að gera sér grein fyrir
því að á íslenskum fjármagnsmark-
aði eru tvö ár ekki skammur tími.
Þetta bann nær til langstærsta hlut-
ans af inn- og útlánum bankakerfis-
ins. Það hefði kannski verið æski-
legt að stíga eitt og styttra skref í
þessa átt núna, jafnvel þó vafasamt
sé út af verðlagsþróuninni eins og
hún er núna."
En nœr þetta bann til innlána
bankanna?
,,Ég held að viðskiptabankarnir
og Seðlabankinn hafi ekki komist
að niðurstöðu um það hvernig beri
að túlka þetta ákvæði bráðabirgða-
laganna. Þannig nær bannið ekki til
innlána sem stofnað var til fyrir 1.
júlí og þeirra innstæðna sem á þeim
voru þá. Hins vegar nær bannið
örugglega til reikninga sem stofnað-
ir verða eftir 1. júlí og lagt er inn á
eítir þann tíma. Hins vegar er óljóst
hvað verður með innstæður sem
Huert er upphaflegt hlutuerk vísi-
tölunefndarinnar og hvernig breytt-
ist hlutuerk hennar í kjölfar að-
gerða ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum?
„Nefndin var skipuð til þess að
fjalla um fyrirkomulag á verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga í ljósi reynslu
síðustu ára og aukins frjálsræðis í
vaxtamálum. Henni var falið að
kanna lagagrundvöll verðtyggingar
á fjárskuldbindingu og koma með
ábendingar. Verðtryggingu í núver-
andi mynd var komið á 1979 með
Ólafslögum. Meðal sérstakra atriða
sem kanna átti voru þróun einstakra
vísitalna og samsetning lánskjara-
vísitölunnar, áhrif verðtryggingar á
sparnað, verðtrygging til skamms
tíma, þáttur óbeinna skatta í láns-
kjaravísitölunni og réttarstaða
gildandi lánssamninga, verði gerð-
ar breytingar á lánskjaravísitölunni,
og fleira í þessum dúr. Nefndin hafði
síðan frjálsar hendur með það
hvaða tillögur hún gerði til breyt-
inga á núverandi fyrirkomulagi.
Það sem gerist síðan með sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar frá 20. maí
er að ákvarðanir eru teknar um
frambúðarfyrirkomulag verðtrygg-
ingar. Nú er t.d. búið að setja bráða-
birgðalög, sem banna verðtrygg-
ingu á fjárskuldbindingar til
skemmri tíma en tveggja ára.
„Er ekki sáttur við bannið við verð-
tryggingu fjárskuldbindinga til
skemmri tíma en tveggja ára."
8 HELGARPÓSTURINN