Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 9
KKAR VEXII
lagðar verða inn eftir 1. juli a gamla
reikninga, þ.e. reikninga sem voru
stofnaðir fyrir 1. júlí. Það verður
túlkunaratriði. Túlkunaratriðin
verða þeim mun fleiri sem útgáfur
sérkjarareikninga eru fleiri.
Hins vegar ríkir vaxtafrelsi í land-
inu og ég geri ráð fyrir að banka-
stofnanir verði að hækka innláns-
vexti sína til að halda fé áfram inni
í bönkunum. Síðan verða þeir að
hækka vexti á útlánum til að geta
haldið áfram rekstri. Eins sýnist mér
þetta geta leitt tii þess að bankarnir
bjóði í framtiðinni aðeins upp á lán
til mjög skamms tíma, t.d. 3—6 mán-
aða, sem er sá tími sem má sjá verð-
lagsþróun nokkurn veginn fyrir í
þjóðfélaginu, og svo aftur lán sem
eru þá til lengri tíma en tveggja ára.
Við þetta getur hins vegar skapast
misræmi í útlánum og innlánum
bankanna, sem væntanlega er ekki
talið æskilegt. Notkun nafnvaxta á
tímabili mikillar verðbólgu felur í
sér ákveðna áhættu, sem nokkuð
örugglega felur í sér hækkun raun-
vaxta yfir lengra tímabil. Ég held
m.ö.o. að þetta bann verði til að
hækka hér raunvexti."
Var þad œtlunin med þessum ad-
gerdum?
,,Ég held að afnám lánskjaravísi-
tölunnar sé pólitískt vinsælt mál, af
því að með því eru stjórnmálamenn
að gefa skuldurum i skyn að þeir
timar komi aftur þegar lán voru
styrkir. En ég að held að fjármagns-
markaðurinn og sparifjármagnseig-
endur láti ekki bjóða sér slíkt."
Mun nefndin leggja til að þetta
ákvœði bráðabirgðalaganna verði
afnumið?
„Ég held að það sé alltof snemmt
að gera því skóna hvaða tillögur
nefndin mun leggja til um einstök
atriði, en það er erfitt að sjá að hún
muni gera tillögu þess efnis að
erindi hennar verði breytt. Henni er
gert að ganga út frá lögunum sem
vísum og gera tillögur um frekari
áfanga um afnám verðtryggingar.
Varðandi það verkefni t.d. hvern-
ig á að koma í veg fyrir misgengi
launa og lánskjara ætlar hún að
byrja á að kanna hvernig til hefur
tekist með lögin um greiðslujöfnun
frá 1985. Það er eingöngu hús-
næðisstofnun sem hefur beitt þeim
lögum. Þar er lanið verðtryggt skv.
lánskjaravísitölu, en greiðslan á
hverjum tíma er ekki eingöngu háð
þróun verðlags heldur og launa.
Hækki verðlag meira en laun hækk-
ar greiðslan ekki að sama skapi,
heldur leggst mismunurinn þar á
milli við höfuðstól lánsins. Hækki
laun hins vegar meira en verðlag
hækkar greiðslan að sama skapi og
höfuðstóll greiðist hraðar niður.
Nefndin mun hugsanlega síðan gera
tillögur um að greiðslujöfnun nái til
fleiri aðila en byggingarsjóðanna.
Svo virðist sem ekki sé stefnt að
greiðslujöfnun fyrirtækja."
Eitt verkefnið er að athuga réttar-
stöðu eldri lána, verði gerðar breyt-
ingar á lánskjaravísitölu. Hvaða
hugsanlegar breytingar gœtu orðið
þarna á?
„Við áttum m.a. að athuga með
hugsanlegar breytingar á lánskjara-
vísitölu, sem er samsett úr fram-
færsluvísitölu og byggingarvisitölu.
Eins að athuga hver áhrif óbeinna
skatta ættu að vera á vísitölur. Okk-
ur sýnist að samþykkt ríkisstjórnar
breyti þessum áherslum nokkuð
þannig að lánskjaravísitalan víki
nokkuð fyrir verðtryggingunni sem
slíkri. Það er afnám verðtryggingar-
innar sem virðist stefnt að, ekki
breyting viðmiðunarinnar, þ.e. láns-
kjaravísitölunnar. Það er erfitt að
breyta eldri samningum. Tillögur
okkar um breytingar um lánskjara-
vísitölu gætu hugsanlega orðið
þannig að hún hækkaði hægar en
hún hefur gert, t.d. vegna þess að
breytingar á óbeinum sköttum
væru ekki þarna inni. Þetta gæti
húgsanlega komið einhverjum að
gagni, en ég er ekki að segja að við
munum leggja þetta til.“
En hvað verður um niðurstöður
nefndarinnar. Gœti líf ríkisstjórnar-
innar oltið á þeim?
„Nefndin skilar tillögum til Jóns
Sigurðssonar. En ríkisstjórnin mun
móta sínar eigin tillögur og er á eng-
an hátt bundin af þeim tillögum,
sem nefndin mun skila. Það er ólík-
legt að líf ríkisstjórnarinnar velti á
starfi nefndarinnar og ekki nema að
litlu leyti verkefni hennar að sam-
ræma stefnu ríkisstjórnarflokk-
anna," sagði Birgir Árnason.
Bráðabirgðalögin gætu
breytt lánatima
bankastoffnana
Óvissa I bankakerfinu um
hvernig á að túlka
bráðabiraðalögin
Ræður niðurstaða visitölu-
nefndarinnar líffi
ríkisstjórnarinnar?
ERLEND
YFIRSÝN
Gorbatsjoff stefnir að afnámi
alræðiskerfis frá Stalínstíma
Myllur sögunnar mala hægt en þær geta malað af-
skaplega smátt. Hálfri öld eftir að Jósef Stalín Iét
brytja niður úrvalið úr Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna, hvern sem hann taldi líklegan og færan um að
bjóða alræðisvaldi sínu byrginn, í pyndingaklefum og
aftökukjöllurum, eru pólitískir arftakar fórnarlamba
harðstjórans að búa sig undir að rífa niður alræðiskerf-
ið sem hann lét eftir sig.
EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON
sem veist var óþyrmilega að spill-
ingu og kúgun í flokknum fyrr og
nú. „Sannir kommúnistar" týndu
tölunni í borgarastyrjöldinni og
hreinsunum Stalíns en metorða-
snatar komu í staðinn. Upp kom
ábyrgðarlaus afætuhópur skrif-
finna, sem einatt tók höndum
saman í ríkiskerfi, flokki og ör-
yggissveitum viö hreinan og bein-
an glæpalýð, svo almenningur var
réttlaus og varnarlaus fyrir yfir-
gangi þeirra. „Skyssur okkar og
brestir eru fyrst og fremst brestir
Og þetta er gert í nafni Vladim-
irs Lenín. „Útgáfur Leníns og Stal-
íns á sósíalismanum útiloka hvor
aðra," sagði Vaientín Falín, einn
helsti talsmaður Gorbatsjoffs aðal-
ritara, i ályktunarorðum sjón-
varpsdagskrár um hreinsanirnar
miklu, þar sem fórnarlömb sem af
lifðu komu fram og lýstu reynslu
sinni.
En endurnýjunin og lýðræðis-
væðingin sem verið er að boða í
Sovétríkjunum eiga ekki aðeins að
ná til valdaflokksins og áhang-
enda hans. Rétt fyrir 1. maí í vor
sýndi sovéska sjónvarpið fund
Mikhails Gorbatsjoff og æðstu
biskupa rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar í Kreml. Þar lýsti aðal-
ritarinn yfir fullum og óskoruðum
rétti trúaðra til að rækja trú sína
„með fullri reisn", lét í ljós hryggð
yfir rangindum sem kirkja og
kristnir hefðu sætt á liðnum ára-
tugum og hét afnámi kúgunarlaga
Stalíns frá 1929, þar sem bann er
lagt við trúfræðslu, góðgerðar-
starfsemi í nafni trúarinnar og trú-
boði.
Með því að tala svo skorinort um
óskoraðan rétt kirkjunnar og trú-
aðra er Gorbatsjoff í rauninni að
slá föstu að fleiri heimsskoðanir
eigi rétt á sér en díalektísk efnis-
hyggja flokksins. Um leið er hug-
myndafræðilegur rökstuðningur
fyrir alræðiskerfinu úr sögunni.
Við bætist svo að aðalritarinn og
hans sinnar í flokksforustunni
telja kirkjuna ómetanlegan
bandamann í að „endurnýja sið-
ræna undirstöðu samfélags okk-
ar“, eins og einn þeirra hefur orð-
að verkefnið. Sérstök afurð al-
ræðiskerfisins er siðlausir sérgæð-
ingar.
Fyrsta sérleg flokksráðstefna
kommúnistaflokksins í 47 ár kem-
ur saman í Kreml 28. júní. Þar
hyggjast Gorbatsjoff og menn
hans koma fram víðtækum breyt-
ingum á stjórnkerfi flokks og ríkis
til að búa í haginn fyrir endurbóta-
stefnu sína, perestrjojku. Mið-
stjórnarfundur hefur þegar fjallað
um málatilbúnað fyrir ráðstefn-
una, en niðurstaða hans er enn
óbirt.
Af málflutningi á opinberum
vettvangi er þó ljóst hver helstu
stefnumál endurbótasinna eru. í
kommúnistaflokknum vilja þeir
taka upp leynilegt kjör milli fram-
bjóðenda í ábyrgðarstöður. Lagt er
til að enginn gegni fiokksritara-
starfi í héruðum og lýðveldum
lengur en í tvö fimm ára kjörtíma-
bil. Aldursmark í slíkum stöðum á
samkvæmt þessum hugmyndum
að setja við 65 ár.
Ekki skiptir minna máli á þess-
ari stefnuskrá að breyta hlutverki
flokksins í samfélaginu. Georgi
Rasúmovski, flokksritari og auka-
fulltrúi í stjórnmálanefndinni,
lagði á það áherslu í ræðu í síðasta
mánuði, að forsenda skilvirkara
stjórnkerfis væri að færa vald frá
flokksskrifstofunum til embættis-
manna og stjórnenda fyrirtækja.
Sérstaka áherslu lagði hann á stór-
aukið, raunverulegt valdsvið ráð-
anna, sem kosin eru almennri
kosningu. Einnig þar er gert ráð
fyrir raunverulegri kosningu milli
frambjóðenda, en ekki svo til ein-
róma kosningu þess eina sem
flokkskerfið hefur valið til fram-
boðs.
Einnig í þessu efni er vitnað til
fordæmis Leníns. Sagnfræðingur-
inn Nikolai Popof segir í grein í
Sovétskaja kultura, að hann hafi
aðeins ætlað flokknum almennt
stefnumótandi hlutverk, ekki
íhlutun flokksritara í daglegt starf
embættismanna, dómstóla né
framkvæmdastjóra fyrirtækja.
Fráhvarf frá þessari reglu hafi rutt
brautina fyrir alræðisríki Stalíns.
Einveldi hans sé úr sögunni, en
eftir lifi hvarvetna andlýðræðis-
legar verklagsreglur.
Gorbatsjoff og hans sinnar leit-
ast við að safna undir merki stefnu
sinnar almenningi og sér í lagi
menntamönnum. Ljóst er að and-
stæðinga þeirra er einkum að
finna í valdakerfi flokksins. Þar
óttast menn um völd sín og forrétt-
indi.
í mars, meðan Gorbatsjoff var í
opinberri heimsókn í Júgóslavíu,
birtist nokkurs konar stefnuyfir-
lýsing andstæðinga aðalritarans í
mynd lesandabréfs til Sovétskaja
Rossia, málgagns flokksins í
Rússneska sambandslýðveldinu.
Þar var tekin upp eindregin vörn
fyrir stalinismann og kennisetn-
ingar hans. Fyrir þrýsting ofan að
tóku ýmis blöð að endurprenta
þetta plagg. Haft er fyrir satt í
Moskvu að Égor Lígatsjoff, sá sem
næst gengur Gorbatsjoff að völd-
um í stjórnmálanefndinni, hafi
komið opna bréfinu af stað, en
hann hefur í ræðum sínum varað
við óvægnu uppgjöri við sovéska
fortíð.
Opna bréfinu var svarað fullum
hálsi á fyrstu síðu Pravda, aðal-
málgagns kommúnistaflokksins.
Síðan hefur ekkert lát verið á
gagnsókn endurbótasinna.
Pravda fylgdi svari ritstjóranna
við málflutningi stalínista eftir
með því að birta lesandabréf, þar
flokksins," segir höfundur opna
bréfsins, nafngreindur starfsmað-
ur í ráðuneyti flugvélaframleiðslu.
Málsvarar Stalíns hafa löngum
átt þá þrautalendingu, að hann
hafi þó leitt Sovétmenn til sigurs í
heimsstyrjöldinni síðari. Ætíð hef-
ur legið fyrir, að dráp hans á mest-
allri forustu Rauða hersins, skort-
ur á framsýni og bein mistök á
ýmsum sviðum áttu meginsök á
óförum Sovétmanna framan af
stríðinu. En nú eru leidd fram vitni
um að Sovétmenn hafi sigrast á
herskörum Hitlers frekar þrátt fyr-
ir að hafa Stalín yfir sér en vegna
hans. Birtar eru minnisgreinar
sem Súkoff marskálkur lét eftir
sig, þar sem rakið er hvernig her-
foringjarnir urðu að fara að til að
hafa vit fyrir einvaldinum.
1 Moskovskaja Pravda sýnir
fyrrverandi starfsmaður í utanrík-
isþjónustunni fram á, að griðasátt-
máli Stalíns við Hitler árið 1939
hafi síður en svo verið kænsku-
bragð til að kaupa tíma til stríðs-
undirbúnings, heldur glæpsamleg
skyssa, sem Sovétþjóðirnar hafi
orðið að gjalda dýru verði.
Sögur ganga um það í Moskvu,
að Gorbatsjoff sé að undirbúa nýja
ræðu með uppgjöri við Stalínstím-
ann, þar sem langtum fastar verði
að orði kveðið en í ræðunni sem
hann flutti í byltingarafmælinu í
fyrrahaust.
Fréttamaður Washington Post í
Moskvu hefur eftir Valentín Falín,
að könnun sagnfræðinga á áður
lokuðum skjalasöfnum hafi leitt í
Ijós mikið af áður ókunnum gögn-
um. Þar á meðal kom í leitirnar
skjal sem sýnir persónulega þátt-
töku Stalíns í að búa til lognar sak-
ir á hendur Búkharín og Kamén-
eff, sem teknir voru af lífi ásamt
öðrum eftir sýndarréttarhöld.
Sömuleiðis er fundin fyrirskipun
Stalíns um að beita fanga pynding-
um við undirbúning sýndarréttar-
haldanna og í hreinsununum
miklu.
HELGARPÓSTURINN 9