Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.05.1988, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Qupperneq 22
IIM HELGINA BÍÓ O úff ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Brennandi hjörtu (Flamberede hjerter) ★★ Hentu mömmu af lestinni (Throw Momma from the Train) ★★ Gættu þín kona (Lady Beware) ★ Hetjur himingeimsins (Masters of the Universe) ★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrír menn og barn (Three Men and a Baby) ★★ Hættuleg fegurð (Fatal Beauty) ★ Bíóborgin Veldi sólarinnar (Empire of the Sun) ★★ Sjónvarpsfréttir (Broadcast News) ★★ Fullt tungl (Moonstruck) ★★ Stjörnubíó lllur grunur (Suspect) ★★ Dauðadansinn (Tough Guys Don't Dance) ★★ Laugarásbíó Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ Rosary-morðin (The Rosary Murders) ★★ Kenny ★★ Hárlakk (Hairspray) ★ Háskólabió Metsölubók (Best Seller) ★★ MYNDBANDALISTI VIKUNNAR 1 ( D Dirty Dancing (J.B. heildsala) 2 ( 4) No Mercy (Steinar) 3- -4 ( 3) Beverly Hills Cop *3 (Háskólabíó) 3- -4 ( 2) Roxanne (Skífan) 5 ( 6) Raising Arizona (Steinar) 6 ( 5) Ishtar (Skífan) 7 (-) Rent a Cop (J.B. heildsala) 8 (-) Case Closed (Steinar) 9 (-) Critical Condition (Háskólabíó) 10 (-) Made in Heaven (J.B. heildsala) 11 (-) Big Easy (Skífan) 12 (-) Assassination (Myndbox) 13 (17-18) Creeps of the Night (Steinar) 14 -15 (-) Midnight Madness (Bergvík) 14 - 15 (-) WooWoo Kid (J.B. heildsala) 16 (7) La Bamba (Skífan) 17 (-) Eureka (Steinar) 18 (17-18) NAM — Tour of Duty (V8íS dreifing) 19 ( 9) Jumping Jack Flash (Steinar) 20 (10) Hamburger Hill (J.B. heildsala) Ath. aö merkingin (-) merkir aö viökomandi myndband sé nýtt inni á lista. Tolur í svigum sýna stööu titilsins í vikunni á undan. Listi þessi er geröur af samtökum íslenskra myndbandaleiga og er miö tekiö af útleigu hjá um tuttugu aöilum á öllu landinu. There is no business like show business er ein af vinsælustu setn- ingum sem menn slá um sig meö þegar þeir komast i „bransann". Þessi margfræga setning er einnig heitið á kvikmynd sem Stöð 2 sýnir i dag klukkan 16.25—18.20 og heitir i þýöingunni Lif og fjör i bransanum. Þar segir frá Molly og Terry, skemmtikröftum sem hafa fengið börnin sín þrjú til liðs við sig, vel- gengni þeirra og breytingunni sem verður þegar halla fer undan fæti í skemmtanaiðnaðinum. Þessi mynd er komin vel til ára sinna, gerð árið 1954, en hafi menn ekki gaman af dansog söngvamyndum geta þeir eigi að síður sungið með hástöfum þegar titillagið hefst: „There is no business like show business..." Á laugardagskvöldið sýnir Stöð 2 mynd um Idi Amin og er hún byggð á sannsögulegum staðreyndum og samtímaatburdum frá upphafi valdaferils Amins til endanlegrar hnignunar hans. Þessi mynd þykir aö sjálfsögðu óhugnanleg og segir í kynningu aö hún sé ekki við hæfi barna, enda hefst hún hvort sem er ekki fyrr en kl. 23.20 og þá er kominn háttatími. Nóbelsverðlaunahafar 1987 er nafn á þætti sem sýndur verður á sunnudaginn á Stöö 2 og hefst klukkan 16.55. Þarer litið inná heimili Nóbelsverðlaunahafanna, forvitnast um áhugamál þeirra og fleira húm- anískt ber án ef á góma. Þá vekjum við athygli á myndinni Á milli vina sem verður sýnd á mánudaginn klukkan 16.45 og væri æskilegt að fólk þættist vera að fara til tannlækn- is klukkan fjögur svo það nái heim. Þessi mynd segir frá ólíkum við- brögðum tveggja vinkvenna við skilnaöi og meö hlutverk þeirra fara Eli2abeth Taylor og Carol Burnett. Ríkissjónvarpið verður með Kast- Ijós á dagskrá sinni í kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20.35. Þar veröur fjallað um innlend málefni og beinist kastljósið nú að þvi, að í dag eru tuttugu ár liðin frá því haegri umferð var tekin upp á íslandi. Á eftir Kast- Ijósi verður Matlock á sínum stað og dagskránni lýkur á þætti um rann- sóknina á Palme-morðinu, sem fengið hefur gífurlega gagnrýni eins og menn vita. Á föstudagskvöldið sýnir rikis- sjónvarpið kvikmynd byggða á sögu eftir Hemingway. Morðingjarnir heitir hún og segir frá afbrotamanni í eyðilegum smábæ sem tveir leigu- morðingjar hafa verið fengnir til að koma fyrir kattarnef. í þessari mynd eru leikarar ekki af lakara taginu en meðal þeirra eru Burt Lancaster og Ava Gardner, enda er myndin orðin 42 ára gömul... Skólaslit og lokatónleikar Söng- skólans i Reykjavík veröa haldnir t íslensku óperunni á sunnudaginn, skólaslitin kl. 15entónleikarnirkl. 16. Við Söngskólann í Reykjavík stund- uðu 150 nemendur nám í vetur, og luku sex þeirra lokaprófi úr almennri deild, VIII. stigi, og einn söngkennari var útskrifaður, Inga J. Backman. Að lokatónleikunum afstöðnum verður boðið upp á kaffiveitingar í Söng- skólanum, en á mánudaginn verða haldnir VIII. stigs- og söngkennara- prófstónleikar i Norræna húsinu þar sem Björk Jónsdóttir og Inga J. Backman syngja. Þeir tónleikar hefj- ast klukkan 20.30 og er verð að- göngumiða kr. 300. Ef þú átt 24.900 krónur, ert aðdá- andi Michaels Jackson og langar til út- landa er hér tækifærið: Utvarpsstöö- in Stjarnan og ferðaskrifstofan Úr- val hafa skipulagt ferð á tónleika Jacksons i Gautaborg 12. júni og verður um þriggja daga ferð aö ræða, þ.e. farið verður héðan 11. júní og komið heim þann þrettánda. Inni- falið í þessum tæpu 25.000 krónum er auðvitað flugferðin — fram og til baka — gisting og aðgöngumiði á tónleikana. Þeir sem vilja ekki fara aftur heim mega vera áfram úti og geta komið sér sjálfir heim gegnum Kaupmannahöfn allt aö þremur vik- um síðar. „Við ætluðum reyndar aldrei að taka okkur þetta nafn." Þessi setning er höfð eftir Magnúsi Eiríkssyni lagasmið um hljómsveit sína Mannakorn sem nú sendir frá sér fimmtu breiðskífuna, Bræðrabanda- lagið. Með höfuðpaurum Manna- korns, Magnúsi og Pálma Gunnars- syni, koma fram á nýju plötunni Ey- þór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Ellen Kristjánsdóttir, Tryggvi Hubner og fleiri - kunnir hljóðfæraleikarar. Bræðrabandalag- ið geymir 11 lög, öll eftir Magnús Eíriksson, en Pálmi hafði umsjón með útsetningum óg upptökum þeirra. Maður stórefast reyndar um að, fólk taki allt í einu upp á þvi að stiga dans yfir óhreinum matardiskum milli sjö og átta á kvöldin en þó er aldrei að vita. Að minnsta kosti vant- ar ekki tónlistina, Gullaldartónlist á Stjörnunni, rokk og ról og tvist og gvuö má vita hvað og það væri bara alls ekkert vitlaust að lífga upp á til- veruna með því að taka nokkur skref é eldhúsborðinu. Annað eins hefur nú verið gert. Endilega gleymið ekki að stilla líka á Stjörnuna á Jaugardaginn þegar Bjarni Dagur ráeöir við hlustendur milli fjögur og sjö. Það get ég svo- sem svariö að maður finnur sér af- sakanir til að vera aleinn úti að keyra svo hægt sé að hlusta á þetta i friði stundum. Maðurinn lætur venjulegt fólk um allan bæ og allt land hringja og hringja og þaö segir frá alls konar málum eins og mönnunum sínum, konunum sínum.jbörnunum sínum, matnum, tiltektipni, vændi og fleiru og fleiru og maður veit bara ekkert hvað kemur næst. Ef maður hins vegar hlustar ekki þá gæti svosem vel verið að maöur missti af ein- hverju rosalegu. En hins vegar bendi ég á hér og nú aö"ép fatta ekki alveg kaflann í Mannle^a þættinum um bestu þjónustúna. Aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt hver vann. Hver vann í síðustu viku til dæmis? Von- andi stúlkurnar á Skansinum/Gest- gjafanuml í hóp Gangskörunga hafa nú bæst nýir listamenn og i kjölfar þess er ýmissa breytinga að vænta á galler- íinu, Gallerí Gangskör, á næstunni. Til að mynda — þetta sagði ís- lenskukennarinn minn alltaf í gamla daga — já til að mynda hefur verið ákveðið aö standa aö samsýningu á listahátíð í júní og hópurinn hefur ennfremur í hyggju að sýna saman í galleríum innanlands og utan. Fyrsta sýningin verður í gallerí Arctander í Osló i september og aftur i maí á næsta ári. Listamennirnir i Gangskör eru tólf en þeir nýju eru myndlistar- mennirnir Anna Gunnlaugsdóttir, Áslaug Höskuldsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Sigrún Olsen. Sú breyting hefur núha oröiöátiþnunartíma gallérísihs að'þar er lokað frá laugárdegi til mánudags, nema þegar sérsýningjar eru þar á ferðinni. Haukur Dór var með vinsælli leir- kerasmiðum hér á landi i den, en núna segist hann hafa skilið við leir- inn og snúið sér eingöngu að málun og teikningu. IHann sýnir verk sín, teikningar og málverk unnin á pappír og striga, í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, og menn mega al- veg taka kipp því sýningu Hauks Dórs lýkur eigi síðar en 1. júní. Það er opið i Nýhöfninni virka daga klukkan 10—18 og um helgar frá 14—18. Þjóðminjasafniö er komið í við- bragðsstöðu, enda fullt af erlendum ferðamönnum væntanlegt þangað í heimsókn í sumar sem endranær. Ákveðiö hefur verið að lengja opn- unartíma Þjóðminjasafnsins og er það nú opið alla daga vikunnar, nema mánudaga, frá kl. 11—16. Á laugar- dag í næstu viku, 4. júni, verður opn- uð í Bogasalnum sýning á myndum eftir enska fræöimanninn og málar- ann W.G. Collingwood, sem ferðað- ist um ísland árið 1897. Páll Guðmundsson frá Húsafelli opnar á morgun, föstudag 27. maí, sýningu á höggmyndum í Gallerí Grjóti viö Skólavörðustíg. Páll er 29 ára og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1977—1981. Hann fór síð- an til náms í höggmyndalist við lista- háskólann í Köln árið 1985 þar sem hann nam hjá Burgeff prófessor í eitt ár. Páll Guðmundsson hefur haldið tíu einkasýningar, þar af tvær í Þýskalandi. Sýningin í Gallerí Grjóti stendur yfir til 12. júni og þar er opið virka daga kl. 12—18 og um helgar frá 14—18. listahátið 1988 JÓHANN EYFELLS Sýning á pappaverkum Gallerí Svörtu á hvítu A laugardaginn kemur opnar Jó- hann Eyfells sýningu í Gallerí Svörtu á hvítu. Sýning þessi er fram- lag gallerísins til Listahátíðar og er eins konar forskot á sæluna ef svo má segja, því formlega verður hátíð- in ekki opnuð fyrr en 4. júní. Það er vissulega spennandi og um leið gleðiefni að fá sýningu frá Jóhanni Eyfells á Listahátíð, en hann hefur sjaldan sýnt hér heima í gegnum tíð- ina. Hefur verið búsettur í Flórída á annan áratug og unnið þar að list sinni ásamt konu sinni, Kristínu Ey- fells. Síðast sýndi Jóhann hér heima árið 1984 en þar áður voru liðin sextán ár frá síðustu sýningu hans á Islandi. Jóhann fæddist árið 1923. Hann stundaði nám í arkitektúr, bygging- ar- og myndlist við Kaliforníuhá- skóla á árunum eftir stríð og um leið tók hann eitt ár í keramik við Lista- og handíðaskólann í Oakland í Kali- forníu. Hann lauk MFA-gráðu í skúlptúr frá sama skóla árið 1964 og varð prófessor í myndlist við Flórída-háskólann í Orlando nokkru síðar og þeirri stöðu hefur hann gegnt æ síðan. Jóhann hélt sína fyrstu einkasýningu hér heima árið 1961, þá í húsi bróður síns, Einars Eyfells, í Selvogsgrunni og sagði þá í blaðaviðtölum að hann hygðist einbeita sér að gerð mónúmenta (minnisvarðabygging- ar) þar sem hann gæti samræmt skúlptúrinn og arkítektúrinn. Þá sýndi Jóhann mestmegnis álverk sem vöktu töluverða athygli. Valtýr heitinn Pétursson sagði m.a. eitt- hvað á þá leið að Jóhann hefði ekki eins mikið vald á litum og formi og að það yrði spennandi að fylgjast með þróun hans í skúlptúrnum. Bragi Ásgeirsson segir síðan um Jóhann 1968, eftir sýningu í Lista- mannaskálanum, að sú sýning stað- festi að við íslendingar höfum eign- ast enn einn frambærilegan mynd- höggvara á alþjóðlegan mæli- kvarða. Það gekk enda eftir, því Jóhanni hefúr hlotnast margs konar viðurkenning fyrír höggmyndir sín- ar í gegnum tíðina, var m.a. einn þeirra sem valdir voru á sýningu bandarískra listamanna í Múnchen ólympíuárið 1972. Hann hefur í gegnum tíðina einkum unnið í málma; ál, járn og kopar, en líka brugðið frá vananum, sýnt m.a. verk sem hann vann úr gúmmí- slöngu í upphafi áttunda áratugar- ins. Eyfells í Johann Eyfells Bandaríski listfræðingurinn Lotz hefur m.a. sagt um verk Jóhanns að þar séu mest áberandi í þróun hans sem listamanns: sterk meðvitund um uppruna hans og víkingablóð, norræn goðafræðileg hugmynda- fræði, íslenskt landslag, áhrif arkitektúrsins, rannsóknir hans á jötunsteinum í Stonehenge og stans- lausar tilraunir með efni, sem reyndar einkennir alla myndhöggv- ara. Vinnuaðferðir Jóhanns eru að mati Lotz sömuleiðis nátengdar uppruna hans. Hann vinnur öll verk sín utandyra við heimili sitt, sem reyndar hýsir einnig vinnustofu þeirra hjóna, notar mikinn hita til að bræða efnið, vatn til að forma og sömuleiðis blástur. Þetta telur Lotz vera tengt þeim öflun sem stans- laust vinna áð itiótún þess lands sem Jóhann kemur frá. Lotz segir einnig að líta megi á verk Jóhanns út frá þeirri arkitýp- ísku fyrirmynd sem jötunsteinarnir eru. Þeir eru massífir í fyrirferð og stífir beina þeir sjónum til himins i leit að hinu raunverulega, hinu heilaga. Um leið verða skúlptúrarn- ir þannig vísun til einhvérs endan- legs í alheiminuín, merking þeirra er hafin yfir tíma og rúm en þeir eru samt bjargfastir í fortíðinni. Sem fyrr segir opnar Jóhann Eyfells sýningu sína í Gallerí Svörtu á hvítu á laugardaginn og stendur hún til 18. júní. Yfirskrift sýningar- innar er Lídandi stund í sinni mynd en á henni verður Jóhann með verk unnin í pappa. kk 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.