Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.05.1988, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Qupperneq 25
áður var hann í Bandaríkjunum í tvö. Til íslands er hann ekki væntan- legur í bráð til lengri búsetu. En skyldi vera gott að mála í Dan- mörku? „Já, það er gott að mála íslenskt landslag í Danmörku," segir Haukur Dór, og þegar hann er minntur á að þar hafi hann nú ekki neinar fyrir- myndir í fjallamálun svarar hann: „Þetta er íslenskt landslag eins og ég man það.“ Haukur Dór stundar eingöngu málaralist í Danmörku og segist geta lifað á listinni. „Það er oft snúið, en það hefur gengið upp," segir hann og bendir á að þar ytra sé markaðurinn mun stærri en heima á íslandi, möguleik- arnir meiri. Og til þess að geta lifað af málaralistinni verður að sýna oft, og það hefur Haukur Dór gert. „Ég var reyndar með sýningu í Washington D.C. í apríl, hjá Alþjóða- gjaldeyrissjónum," segir Haukur Dór. Þegar hann dvaldi í Bandaríkj- unum kynntist hann Gunnari Tómassyni, sem starfar sem hag- fræðingur hjá sjóðnum, og í samtöl- um þeirra fæddist hugmyndin að þeirri sýningu. Haukur Dór segir að Danir eigi marga góða listamenn, þangað komi margar erlendar sýningar, þannigað auðvelt sé að fylgjast með öllum nýjum stefnum sem koma upp í málverkinu. „Nú, svo er stutt héðan í allar áttir." Eitt málverka Hauks Dórs á sýningunni í Nýhöfn, frjálslega farið með fígúrurnar. * „Islenskt landslag eins og ég man það“ — segir Haukur Dór um myndlistarsýningu sína í Nýhöfn Sýning Hauks Dórs í Nýhöfn stendur til 1. júní næstkomandi. Framundan hjá honum eru nokkrar samsýningar. í júní verður hann í Þórshöfn í Færeyjum, ásamt með öðrum, og síðar mun hann taka þátt í sýningu á Jótlandi, þar sem auk hans verða sinn málarinn hvor frá Danmörku og Færeyjum. En hvenær kemur hann aftur til íslands? „Þaö gæti orðið að vori,“ segir Haukur Dór listmálari. — GB „Þetta er mjög tengt íslensku landslagi og íslenskum þjóðsögum. Það var kveikjan að myndunum, þó að ekki sé beinlínis auðvelt að sjá það." Þannig lýsingu gefur Haukur Dór listmálari á verkunum 16 sem hann sýnir um þessar mundir í Nýhöfn í Hafnarstrætinu. Og bætir síðan við: „Þetta er það sem ég glími stöðugt við, ekkert sérstaklega fyrir þessa sýningu." Allar myndirnar á sýningunni eru unnar með akríl, málaðar á striga og voru gerðar á síðastliðnum tveimur árum. Þær eru fígúratívar, en „það er frjálslega farið með þær", eins og listamaðurinn kemst að orði. Haukur Dór hefur setið í Dan- mörku undanfarin fimm ár, en þar Haukur Dór TÓNLIST pro musica riova í Bremert Bremen er ekki eingöngu frjáls Hansaborg. Hún er líka minnsta fylkið í þýska sambandslýðveldinu. Borgin tengdist snemma sögu okk- ar: þar voru fyrstu íslensku biskup- arnir vígðir. Svo könnumst við öll við Brimaborgarsöngvarana, en það voru asninn, hundurinn, köttur- inn og haninn. Útvarpsstöðin í Bremen heldur tónlistarhátíðina pro musica nova á hverju ári, og skipar hún virðulegan sess meðal þeirra hátíða sem fjalla um samtímalist. Tilgangur hennar er að kynna landslýð það sem er að gerast í öðrum löndum, auk þess að vera vettvangur fyrir nýsköpun í landinu. Að þessu sinni var Rúmen- ía kynnt og Norðurlönd. Þýskaland var áður fyrr mikil og mikilvæg útbreiðslumiðstöð fyrir norræna menningu. Leið fjölmargra norrænna listamanna til heims- frægðar lá í gegnum Þýskaland. Þeir tóku menn eins og Grieg, Munch, Ibsen, H.C. Andersen, Strindberg, Hamsun, Síbelíus og marga fleiri upp á arma sína. Nasist- ar komu óorði á hugtakið „norræn menning" og sambandið rofnaði nokkuð. Og það einkennilega gerð- ist að menning Norðurlanda varð þá útkjálkaleg. Nú er kominn tími til að taka upp samband á ný við hina miklu mið-evrópsku menningu, í gegnum Þýskaland m.a. íslensk list blómgaðist mest þegar tengslin við Evrópu voru nánust. Kontra-kvartettinn frá Kaup- mannahöfn lék verk eftir dönsk tón- skáld og útvarpskórinn í Stokk- hólmi flutti verk sænskra tónskálda. Sá kór er einn hinn besti í heimi, stofnaður af Erik Eriksson (þeim sem stjórnaði Töfraflautunni fyrir Bergman í sjónvarpinu; afburða- maður á sínu sviði). Nú er ungur snillingur, Gustav Sjökvist, nýtekinn við. Þá voru tónleikar með verkum eftir undirritaðan: Buchberger-kvartettinn frá Frankfurt lék Aldamót og bandarísk flautusnilldarstúlka lék Tuttugu og eina tónamínútu. Okkar menn, þ.e.a.s. Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Arnþór Jónsson og Oddur Björns- son, fluttu Fremur hvítt en himin- blátt, Hrífandi hringdans og Til dæmis..., nýtt verk fyrir einleiks- básúnu. Ég fæ seint þakkað þessu fólki sem skyldi, og hrifust Þjóðverj- ar mjög af leik þeirra. Þá söng Kammerkórinn i Helsinki undir stjórn Eric-Olof Söderström, og sellistinn Anssi Karttunen hélt UTVARP SJONVARP „Gamaldags“ útvarpsþœttir Skrattanum skemmt Pétur Pétursson fékk til sín í út- varpsþátt börn sr. Árna Þórarins- sonar prófasts og tengdadóttur. Þetta var skemmtilegur þáttur, skemmtilegt fólk og skemmtilegur stjórnandi. Þetta var „gamaldags" útvarpsþáttur. Dans- og dægurlög- um var ekki skotið inn í viðtölin og stjórnandi þáttarins var að þessu sinni ekki aðalatriðið heldur fólk- ið og það sem sagt var. Sannkölluð „orgía" af töluðu máli og mein- ingum um allt milli himins og jarð- ar. Það er þörf fyrir svona þætti. Það er þörf fyrir talmál og mein- ingar í útvarpi og þættirnir mega að skaðlausu vera lengri. Rótin — grenndarútvarpið í Holtunum — hefur staðfest þörfina fyrir þess konar efni. Kannski hefur aldrei fyrr verið eins aðkallandi að út- varpa talmáli, ef ekki til annars þá til mótvægis við það einlita efni sem nýjar útvarpsstöðvar hafa fært okkur og reyndar nýr sundur- skorinn útvarpsstæll sem verður æ algengari. Ekki er með þessu sagt að tónlistarstöðvar séu af hinu illa. Æskilegt þykir undirrit- uðum að þetta tvennt fari saman á fm-bandinu og að tónlistarstællinn útrými ekki talmáli og meining- um. Ríkisútvarpið ætti að tryggja slíka blöndu og hafa með því áhrif á þróun útvarpsmálanna. Og sú stofnun verður að vera íhaldssöm og fara fetið, en ekki láta teyma sig inn á refilstigu auglýsingaútvarps- ins. Sem minnir á þann hvimleiða sið sem Ríkisútvarpið hefur nú ný- lega tekið upp, að leika stuttar auglýsingar síðustu sekúndurnar fyrir fréttir og þar fyrir utan að leika enskar kók- og pepsí-auglýs- ingar á ensku með málamynda- slagorði íslensku í auglýsingatím- um sínum. Það er skrítið, en það er eins og nýsköpun útvarpsins sé mest í auglýsingabrellum. Það er miður. „Gamaldags" útvarpsþætt- ir eiga meira erindi við hlustendur en brellurnar. Helgi Már Arthursson Á sunnudagskvöldið var á dag- skrá sjónvarpsins íslenskt leikrit sem gengur eftirleiðis undir auk- nefninu „How to make an artistic movie under french influence with an erotic athmosphere. Part III.” Ég brenn af þrá og girnd með öllum sjónrænum trixum kvik- myndasögunnar og helstu of- notuðu táknmálsbrögðum í bland. En hvað um það. Svo komu Buddenbrooks. Eins og máð svart/hvít Ijósmynd í samanburði við íslenska verkið. Svo kom það sem ég ætla að gera að umtalsefni. Skemmtiþáttur, a.m.k. skilst mér að það hafi átt að vera skemmti- þáttur, með einhverri erlendri söngkonu. Man ekki hvað hún heitir. Þessi söngkona hafði sett erlenda texta við nokkur íslensk lög og undir galleríinu „dönsuðu" tvær stúlkur. Væntanlega íslensk- ar. Útsendingarstjóri var hinn víð- kunni og hæfileikaríki Björn Emilsson. í stuttu máli þá hefur íslenskt sjónvarp aldrei eytt peningum í viðlíka húmbúkk og þennan þátt. Satt að segja er ekki ein ástæða finnanleg fyrir því að gera þáttinn, hvað þá heldur senda hann út. Mikið skelfing hlýtur lífið að vera erfitt niðr’á sjónvarpi, mikið að gera og lítill tími til að hugsa. And- leg örbirgð vakir yfir vötnum, tek- ur sér bólfestu í hugum þeirra sem þar stjórna og vill ekki fara. En sjá, til að bjarga hinum glötuðu sálum kemur kona frá öðru landi og býðst til að syngja nokkur lög og tala um ísland inn á milli. Eins og soltnir úlfar kasta sjónvarpsmenn- irnir sér á efnið, auðfengin lausn og fljótunnin. Dubba upp dúbídúa- píur, henda þeim fyrir framan vél- ina og láta þær hrista sig í takt við andleysið. Nokkrum sinnum upp og niður stiga með músíkmynd- bandalýsingu. Eitt stykki þáttur tilbúinn. Skilaboðin eru skýr: ís- lendingar sem borgið afnotagjöld. Haldiði kjafti og geriði ykkur þetta að góðu. Kristján Kristjánsson mikla tónleika ásamt píaniskunni Tuija Hakkila. Svo lék Oslóartríóið tónlist eftir sína menn. Og að lokum voru hljómsveitartónleikar með sænskri tónlist: 11. sinfónían eftir Allan Pettersson, en með hor.um eignuðust Svíar sinfóníuhöfund á borð við Síbelíus og Carl Nielsen. Og saxófónsnillingurinn John- Edward Kelly flutti nýjan saxófón- konsert eftir Sven-David Sand- ström. Allt var þetta mjög vel lukkað og ættum við Norðurlandabúar að eiga greiðari aðgang en áður að hinu mikla þýska músíklífi. En til þess var einmitt leikurinn gerður. Atli Heimir Sveinsson Verkefnaskrá Sinfó Nýlega var birt verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands vetur- inn 1988—89, og er til mikillar fyrir- myndar að gera það svo snemma. í lok hvers starfsárs á verkefnaskrá hins næsta að liggja fyrir. Þetta má þakka nýjum aðalhljómsveitar- stjóra, Petri Sakari, sem miklar von- ir eru bundnar við, og ötulli verk- efnavalsnefnd undir forystu Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Helstu nýmæli eru ráðning aðal- hljómsveitarstjóra, sem mun bera ábyrgð á listrænu starfi hljómsveit- arinnar, og hefur þess vegna mjög mikil völd. Petri Sakari er einn hinna finnsku undramanna í hljóm- sveitarstjórn sem hafa aflað sér mikils frama á undanförnum árum. Hann mun stjórna hér 14 tónleikum á næsta starfsári. Það merkir að hann mun verða raunverulegur aðalhljómsveitarstjóri, ekki aðeins að nafninu til, og þá ætti smákónga- veldið í Sinfó að vera fyrir bí. Einhvers staðar sá ég í fréttatil- kynningu frá Sinfó að sérstök áhersla yrði lögð á að flytja íslenska tónlist. Þetta er mikil og góð breyt- ing frá þvi sem áður var, en íslensk tónlist hefur of oft átt erfitt uppdrátt- ar hjá yfirmönnum Sinfó, og þá sér- staklega framkvæmdastjóranum. Flutt verða eftirfarandi hljómsveit- arverk íslensk: Damaskus eftir Leif Þórarinsson, Flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Impromptu eftir Áskel Másson, Nóttin á herðum okkar eftir Atla Heimi Sveinsson, og verða öll þessi verk frumflutt a.m.k. hér á landi að ég held. Þá verður flutt verk eftir Magnús Bl. Jóhanns- son og Lilja eftir Jón Ásgeirsson. Og svo er kannski það athyglisverð- asta: tónleikar með verkum Jóns Leifs undir stjórn snillingsins Zukofskis, en Jón hefði orðið 90 ára á næsta ári. Þar kom að því að Sinfó gerði eitthvað fyrir minningu Jóns Leifs. Þá má nefna svonefnda „bíennal- tónleiká' í októberlok. Þar kemur fram með hljómsveitinni blóminn af ungum, efnilegum einleikurum frá Norðurlöndunum öllum. Svo verða allir konsertar Beethovens fluttir. Píanókonsertana flytja þeir Guð- mundur Magnússon, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Jónas Ingimund- arson, Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson. Guðný Guðmundsdótt- ir spilar svo Fiðlukonsertinn og Fonteney-tríóið Tríókonsertinn. Efnisskráin er fremur hefðbundin en þó slæðast með eftirtektarverð verk frá síðari árum: Carmen-svítan eftir Schedrin, nýtt verk eftir danska tónskáldið Ivar Fournberg, Ascension eftir Messiaen, sem verð- ur 80 ára nk. desember, Fiðlu- konsert Lutoslavsys, Canzona eftir Arne Nordheim. Allt lofar þetta góðu og gæti Sinfó átt fyrir höndum glæsilegt starfsár. Atli Heimir Sveinsson UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.