Helgarpósturinn - 26.05.1988, Síða 28
Tony Avirgan
Oliver North lætur eiðsverja sig í íran-kontra-yfirheyrslunum.
beinast böndin að bandarisku leyni-
þjónustunni.
Önnur frétt sem Avirgan og
Honey telja að hafi verið „komið
fyrir" af bandarísku leyniþjónust-
unni birtist í fréttatíma ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar. Þar var sagt að
basknesku aðskilnaðarsamtökin
ETA bæru ábyrgð á tilræðinu og
hefði það verið framkvæmt fyrir
hönd sandínistastjórnarinnar í
Nicaragua. Fyrir fréttinni voru born-
ir heimildarmenn sem stóðu nærri
Eden Pastora. Hið rétta er hins veg-
ar, að Pastora kenndi CIA um tilræð-
ið en minntist aldrei á ETA.
Tony Avirgan og Martha Honey
halda því fram í skýrslu sinni um La
Penca-sprenginguna að embættis-
menn í öryggissveitum Costa Rica
hafi haft fyrirfram vitneskju um til-
ræðið, og að þeir hafi vísvitandi tek-
ið þátt í að dreifa röngum vísbend-
ingum eftir á. Þá var rannsóknarað-
ilum meinaður aðgangur að upplýs-
ingum um málið, og mörgum þeirra
hótað lífláti ef þeir létu ekki af rann-
sókn sinni. Hinu sama var haldið
fram í heimildarmynd um spreng-
Richard Secord
Bandaríski búgarðseigandinn John
Hull. Hann kom mjög við sögu í
íran-kontra-hneykslinu.
CIA. Hópurinn starfaði frá bæki-
stöðvum kontraskæruliða og bæki-
stöðvum í Honduras, Costa Rica,
Panama, Nicaragua og Miami, en
aðalstöðvar hans væru á búgarði í
norðurhluta Costa Rica, ekki langt
frá landamærunum að Nicaragua.
Búgarðurinn væri í eigu Banda-
ríkjamanns að nafni John Hull.
Markmið hópsins væri þríþætt. í
fyrsta lagi að hrekja Eden Pastora og
skæruliðahóp hans, ARDE, frá syðri
vígstöðvunum í baráttunni við
sandínista, svo skæruliðahópar
undir yfirstjórn bandarísku leyni-
þjónustunnar gætu leyst þá af
hólmi. í öðru lagi að stofna til ill-
deilna á milli Nicaragua og nágrann-
anna í suðri og norðri, Costa Rica og
Honduras. Og í þriðja lagi að koma
af stað beinum hernaðaraðgerðum
Bandaríkjanna gegn Nicaragua.
David sagði að hópurinn bæri
ábyrgð á tilræðinu við Eden Pastora
í La Penca, og jafnframt að áform
væru uppi um að ráða m.a. af dög-
um nýskipaðan sendiherra Banda-
ríkjanna í Costa Rica, Lewis Tambs.
Sendiherrann hafði áður verið í
Kólombíu, þar sem eiturlyfjasmygl-
arar höfðu hótað að taka hann af lífi.
Þó svo að David segi það ekki ber-
um orðum eru Avirgan og Honey
uppi með vangaveltur um að fyrir-
hugað tilræði við sendiherrann hafi
verið á vegum eiturlyfjasmyglar-
anna, en um leið hefði átt að kenna
sandínistum um. Upplýsingum um
ráðabruggið var komið til banda-
ríska sendiráðsins í Costa Rica og
ekkert varð úr tilræðinu.
Carlos aðhafðist ekkert í málinu í
nokkrar vikur. í síðari hluta apríl-
mánaðar kom nágranni hans hon-
um í samband við Tony Avirgan og
konu hans og hann sagði þeim alla
sólarsöguna. Þau fengu hann tii að
komast aftur í samband við David.
Þeir hittust nokkrum sinnum næstu
vikurnar og tók Carlos frásögn hans
upp á segulband þegar hægt var,
skrifaði hana annars hjá sér eða
lagði hana á minnið.
Dag nokkurn voru þeir Carlos og
David numdir á brott af vopnuðum
mönnum og þeim ekið til búgarðs
Johns Hull. Þeim tókst að komast
Martha Honey
undan, en David náðist aftur síðar
og var myrtur. Yfirvöld í Costa Rica
staðfestu mannránin síðar, og þegar
lögreglusveitir gerðu húsleit á bú-
garðinum snemma árs 1985 fundust
þar vopn og skotfæri.
Helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna
tóku fullyrðingar Avirgan og Honey
með nokkurri vantrú, og einn
meintu samsærismannanna, John
Hull, vísaði ásökunum þeirra á bug
og stefndi hjónunum fyrir meiðyrði.
Þau voru hins vegar sýknuð af öll-
um áburði af dómstóli í Costa Rica.
John Hull er yfirlýstur eindreginn
stuðningsmaður kontraskærulið-
anna, og í yfirheyrslum bandaríska
þingsins í íran-kontra-hneykslinu í
fyrrasumar kom nafn hans mjög við
sögu í sambandi við leynilega
vopnaflutninga til kontranna. Hann
hefur einnig viðurkennt opinber-
lega að hafa starfað fyrir CIA. Þá var
hann líka bendlaður við kókaín-
smygl frá Mið-Ameríku til Banda-
ríkjanna í yfirheyrslum sem öld-
ungadeildarþingmaðurinn John
Kerry frá Massachusetts stýrði fyrr
á þessu ári. Mörg vitnanna héldu því
fram, eiðsvarin, að Hull hefði sjálfur
oftar en einu sinni litið eftir með því
þegar hundruðum kílóa af kókaíni
var hlaðið um borð í litlar flugvélar
á búgarði hans.
VILLANDI FRÉTTIR
Fréttaflutningur af sprengingunni
í La Penca var mjög ruglingslegur,
mótsagnakenndur og villandi fyrstu
dagana á eftir. Tilræðismaðurinn
var sagður vera Baski, Frakki, Þjóð-
verji, Skandínavi, Libýumaður,
Irani, Palestínumaður, Israelsmaður
eða Uruguaymaður. Hann var sagð-
ur starfa á vegum CIA, sandínista,
kúbanskra kommúnista, FDN-
kontrahreyfingarinnar, Baader-
Meinhof-samtakanna, Rauðu her-
deildanna ítölsku eða ETA, samtaka
baskneskra aðskilnaðarsinna á
Spáni. Allir þessir aðilar vísuðu
ásökununum á bug.
Skortur á sönnunargögnum, rang-
ar vísbendingar og stöðugar get-
gátur og sögusagnir gerðu rann-
sóknarmönnum í Costa Rica og
fréttamönnum erfitt um vik. Tveim-
Amac Galil t.Per Anker Hansen")
bíður eftir fréttum af líðan Pastro
eftir sprenginguna.
ur vikum eftir sprenginguna sagði
Solano, öryggismálaráðherra Costa
Rica: „Ég hef fengið sex mismun-
andi útgáfur á því hver morðinginn
er, allt eftir pólitískum skoðunum
þess sem gerði skýrsluna."
Aðeins nokkrum klukkustundum
eftir sprenginguna skýrði AP-frétta-
stofan í Miami frá því að Havana-út-
varpið hefði sagt að óstaðfestar
fréttir hermdu að sprengjunni hefði
verið komið fyrir af „pari sem þótt-
ist vera fréttamenn". AP sendi þessa
frétt út fimm dögum áður en það
þótti ljóst að „Hansen" hefði komið
sprengjunni fyrir og átta dögum áð-
ur en upp komst að kona var í vit-
orði með honum. Fréttastofur í
Miami fylgjast grannt með útsend-
ingum Havana-útvarpsins, en þrátt
fyrir það virðist engin önnur stofn-
un hafa sent út frétt þessa. Afrit af
útsendingum Havana-útvarpsins,
bæði þau sem voru gerð í Havana
og Miami, benda til þess að fréttin
hafði aldrei verið send út. Avirgan
og Honey draga af því þá ályktun að
fréttinni hafi verið „komið fyrir" til
þess að láta líta svo út að Kúbumenn
vissu eitthvað um sprenginguna, og
inguna sem nýlega var sýnd í PBS-
sjónvarpskerfinu í Bandaríkjunum.
„Það var þrýst á að rannsókninni
væri hætt. Allt í einu var ógerlegt að
fá gögn í málinu. Allt var lamað,"
viðurkenndi einn rannsóknar-
manna í samtali við Avirgan og
Honey.
BISKUPAR OG
TERRORISTAR
Lögmaður Tonys Avirgan og
Martha Honey í meiðyrðamálinu
sem John Hull höfðaði gegn þeim í
Costa Rica var Daniel Sheehan,
stofnandi og aðallögmaður Christic
Institute-lögfræðifyrirtækisins í
Washington DC.
Samstarf Avirgan og Honey ann-
ars vegar og Christic Institute hins
vegar leiddi síðan til málshöfðunar
fyrir alríkisdómstóli í Flórída á
hendur 29 einstaklingum, sem gefið
er að sök að hafa tekið þátt í glæpa-
samtökum sem ábyrg eru fyrir þús-
undum morða um heim allan og
sem voru fjármögnuð með eitur-
lyfjasmygli og ólöglegri vopnasölu.
Margir sakborninga í máli þessu
komu einnig við sögu í þingyfir-
heyrslunum í fyrra um ólölega
vopnaflutninga til kontraskæruliða,
menn eins og Richard Secord, John
Singlaub, Albert Hakim, John Hull,
Adolfo Calero, foringi FDN-kontra-
hreyfingarinnar, og Robert Owen,
sérlegur sendisveinn Olivers North í
íran-kontramálinu. Auk þess eru til
nefndir Amacs Galil „Per Anker
Hansen"), fyrrum starfsmenn CIA,
þeir Theodore Shackley og Thomas
Clines, svo og alræmdir kólumbískir
eiturlyfjasmyglarar.
Ákæran var lögð fram í maímán-
uði 1986, löngu áður en upplýst
varð um vppnasölu Reagan-stjórn-
arinnar til frans og notkun afrakst-
urs hennar til að kaupa vopn handa
kontraskæruliðum. Lögfræðingar
sakborninga reyndu að fá málinu
vísað frá, þar sem ekki hefði verið
rennt stoðum undir ákæruatriðin.
James L. King, dómari í fylkisdóm-
stólnum í Suður-Flórída, hafnaði
hins vegar þeirri málaleitan, og
veitti Christic Institute heimild til að
stefna vitnum til skýrslugerðar.
Nokkrum vikum áður en sprengj-
an sprakk í La Penca hafði Daniel
Sheehan komist að því að eitthvað
misjafnt var á seyði í sambandi við
stefnu Reagan-stjórnarinnar í Mið-
Ameríku. I marsmánuði 1984
hringdi kaþólski biskupinn í
Brownesville í Texas, John Fitz-
patrick, í Sheehan og bað hann um
aðstoð, þar sem starfsmenn stofn-
unar sem aðstoðar flóttamenn frá
Mið-Ameríku hefðu verið handtekn-
ir af útlendingaeftirlitinu og
ákærðir fyrir að flytja ólöglega inn-
flytjendur inn til Bandaríkjanna.
Skömmu síðar hafði annar prestur
samband við Sheehan og skýrði frá
því að starfsmaður alríkislögregl-
unnar, FBI, hefði sagt sér að hafa
ekkert samband við kaþólsku kirkj-
una í Brownesville, þar sem hún
stundaði smygl á þekktum hryðju-
verkamönnum inn í landið. Hryðju-
verkamenn þessir ætluðu síðan, að
sögn FBI-mannsins, að ráðast á
hernaðarmannvirki, eyðileggja
vatnsbói og annað ef til þess kæmi
að forseti Bandaríkjanna þyrfti að
grípa til hernaðaraðgerða í Mið-
Ameríku, hvort heldur væri í E1
Salvador eða Nicaragua.
GLÆPASAMSÆRI í
HVÍTA HÚSINU
Sheehan hafði samband við
blaðamenn og fyrrum lögreglu-
menn og bað þá að rannsaka þessar
fullyrðingar. Hann komst þá að því
að hinn 6. apríl 1984 hafði Reagan
forseti undirritað leynilega fyrir-
skipun um heræfingar, þar sem
kannað skyldi hvað gera þyrfti, ef til
áðurnefndra hernaðaraðgerða
kæmi. Heræfingar þessar áttu að
vera undir stjórn Almannavarna
ríkisins, stofnunar sem undir eðli-
legum kringumstæðum starfar að-
eins ef til náttúruhamfara kemur.
Heimildarmaður Sheehans innan
Almannavarna ríkisins tjáði honum
að ef til þessa kæmi yrði um 400
þúsund ólöglegum innflytjendum
frá Mið-Ameríku smalað saman og
þeim haldið föngnum í tíu herbúð-
um. Þá átti jafnframt að senda mikið
af vopnum til þeirra sem tækju þátt
í æfingunum og koma síðan hluta
þeirra undan með því að falsa bók-
hald um andvirði þeirra vopna sem
skilað yrði eftir æfingarnar. Vopn-
unum átti síðan að koma til Mið-
Ameríku og afhenda þau kontra-
skæruliðum.
Slíkar vopnasendingar voru ólög-
legar á þessum tíma, enda hafði
Bandaríkjaþing samþykkt svoköll-
uð Boland-lög í mars 1984. Þau lög,
eða lagaviðauki, bönnuðu Hvíta
húsinu og öllum alríkisstofnunum
sem stunda njósnir af einhverju tagi
að veita kontraskæruliðum nokkra
aðstoð, beina eða óbeina.
Um svipað leyti hafði blaðamaður
nokkur, gamall kunningi Sheehans,
samband við hann og sagði honum
frá því að um jólaleytið 1983 hefði
hann farið ti! Flórída og uppgötvað
þar æfingabúðir fyrir kontraskæru-
liða. Jafnframt hefði hann komist að
því að í Bandaríkjunum væri til hóp-
ur einstaklinga sem hefði það að
markmiði að veita skæruliðum
efnahags- og hernaðaraðstoð. Þessi
hópur ætlaði að hittast í Teguci-
galpa, höfuðborg Honduras, í jan-
úar 1984. Blaðamaðurinn fór þang-
að og þar var honum tjáð að þjóð-
varðlið Alabama-fylkis ætlaði að
gefa hægrisinnuðum málaliðahóp í
fylkinu, Civilian Military Assistance,
umframbirgðir af vopnum, sem síð-
an átti að flytja til Ilopango-her-
stöðvarinnar í E1 Salvador og þaðan
til búgarðs Johns Hull í Costa Rica.
Blaðamaðurinn var síðar kynntur
fyrir Rob Owen og sagt að hann
væri sérlegur tengiliður Olivers
North í þjóðaröryggisráðinu við
kontraskæruliða, tæki m.a. við
vopnapöntunum frá þeim og kæmi
áfram til yfirboðara síns.
Þegar Sheehan komst að þessu
varð niðurstaða hans sú að innan
Hvíta hússins væri uppi glæpasam-
særi um að brjóta ýmis bandarísk
lög, t.d. um vopnaútflutning, hlut-
leysislögin, sem banna það að vopn
sem koma frá Bandaríkjunum séu
notuð til að herja á þjóð sem Banda-
ríkin eiga ekki í stríði við, o.fl. En til
þess að hann gæti höfðað einkamál
á hendur þeim mönnum sem stóðu
á bak við vopnaflutningana þurfti
28 HELGARPÓSTURINN