Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 29
< hann á sóknaraðila að halda. Þar kemur Tony Avirgan til sögunnar. LEYNIGENGIÐ AFHJÚPAÐ Frekari rannsóknir Christic Institute á máli þessu leiddu í ljós til- vist þess sem í Bandaríkjunum hef- ur verið kallað „Leynigengið" (The Secret Team). Sheehan telur sig hafa heimildir fyrir því að rekja megi leynigengið allt aftur til áranna um og eftir 1960, þegar CIA háði leynilegt stríð á hendur Fidel Castro sem þá var ný- kominn til valda á Kúbu. Leynistríð þetta var háð allt til ársins 1965 undir stjórn CIA-mannanna Thedores Shackley og Thomas Clines. Sheehan heldur því fram að þetta fyrsta „kontrastríð" hafi verið fjármagnað með eiturlyfjasölu Mafíumannsins Santo Trafficante. Shackley og Clines voru síðan fluttir til Suðaustur-Asíu á dögum stríðsins í Víetnam. Á þeim slóðum bættust í hópinn John Singlaub, Oliver North og Richard Secord, sem allir eru viðriðnir vopnaflutn- ingana til kontraskæruliða, en North og Secord hafa sem kunnugt er verið formlega ákærðir fyrir hlut- deild sína í málinu. I Suðaustur-Asíu eiga þessir menn að hafa haft yfir- umsjón með morðum tugum þús- unda óbreyttra borgara sem grun- aðir voru um að vera hliðhollir kommúnistum. Daniel Sheehan heldur því fram, að eftir að Bandaríkjaþing bannaði alla aðstoð við kontraskæruliða hafi Oliver North verið falið það af yfir- boðurum sínum að fá leynigengið til að hlaupa í skarðið. Hópurinn efndi til víðtækrar fjársöfnunar meðal hægrisinnaðra auðkýfinga í Banda- ríkjunum til að standa straum af vopnakaupunum. Þá á hópurinn einnig að hafa stundað viðamikið kókaínsmygl inn til Bandaríkjanna, jafnvel undir verndarvæng leyni- þjónustunnar. Hópurinn fékk að starfa óáreittur í nokkur ár, og það var ekki fyrr en flugvél með Eugene Hasenfus innanborðs var skotin nið- ur yfir Nicaragua í byrjun október 1986, að brestir fóru að koma í leyndarhjúpinn. Sheehan og Christic Institute höfðu hins vegar löngu áður afhjúpað þessa ópinberu utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem var í höndum einkaaðila. SHEEHAN GAGNRÝNDUR Lögsókn Christic Institute hefur ekki fengið mikla umfjöllun í hinum hefðbundnu bandarísku fjölmiðl- um. Engu að síður hefur Sheehan verið töluvert gagnrýndur fyrir rannsókn sína á leynigenginu. Hann hefur verið sakaður um að fara ekki rétt með staðreyndir og bent hefur verið á að margir af heimildar- mönnum hans séu óforbetranlegir lygarar. Aðrir segja að ekki hafi ver- ið farið rétt með það sem eftir þeim var haft. Sheehan á sér þó nokkuð marga stuðningsmenn, og margir blaðamenn sem hafa rannsakað ásakanir hans hrósa honum fyrir að grafa upp nýja heimildarmenn í Miami. Hvað sem mönnum kann að finn- ast um samsæriskenningar Sheehans er það skjalfest að hinir ákærðu hafa eytt miklum fjárhæð- um í tilraunir til að reyna að eyði- leggja málið. Það kom t.d. í ljós í íran-kontra-yfirheyrslunum síðast- liðið sumar að fyrrum CIA-starfs- maður var fenginn til þess af Oliver North að fara til Costa Rica í þeim til- gangi að grafa upp eitthvað misjafnt um Tony Avirgan og Martha Honey. Það var þessi sami fyrrum CIA-mað- ur sem sá um að koma fyrir öryggis- kerfi í húsi Norths að beiðni Richards Secord. En viðtaka örygg- iskerfisins er m.a. eitt af því sem North hefur verið ákærður fyrir af Lawrence Walsh, sérstökum rann- sóknardómara í íran-kontra-málinu. Undirbúningur fyrir málaferli Christic Institute gegn leynigenginu er nú langt kominn og er jafnvel bú- ist við að byrjað verði að rétta í mál- inu síðar í sumar. Þessari sögu er því langt í frá lokið. (Grein þessi er tekin saman úr gögn- um frá Christic Institute, skýrslu Tonys Avirgan og Martha Honey um rannsókn þeirra á La Penca- sprengjutilræðinu, tímaritinu Mother Jones, o.fl.) SMARTSKOT HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.