Helgarpósturinn - 26.05.1988, Side 31
BBÁÐABIBGÐALÖG
Síðastliðið föstudagskvöld voru sett bráðabirgðalög um
þær efnahagsráðstafanir sem ríkisstjórnin kom sér saman
um þennan föstudag. Daginn áður hafði forsætisráðherra
lýst því yfir að niðurstaða yrði að fást á föstudaginn ef ríkis-
stjórnin ætlaði að sér að sitja áfram. Bráðabirgðalögin fela
í sér að launaliðir kjarasamninga mega ekki hækka meira
en um 10% frá áramótunum síðustu fram til 1. júní. Frá 1.
júní til 1. sept. mega laun ekki hækka meira en um 2,5% og
kjarasamningar eru bundnir við ákveðnar prósentuhækk-
anir með þessum hætti fram til 1. júní 1989. Ellilífeyrir og
aðrar bætur almannatrygginga hækka um 10% 1. júní.
Skattleysimörk hækka 1. júní í 46 þúsund krónur. Seðla-
banka er fengin heimild til þess að ákveða að lán til skemmri
tíma en tveggja ára megi ekki visitölubinda. Fyrirtækjum í
útflutningsgreinum verður heimilt að taka erlend lán, allt
að 800 milljónum króna, til þess að endurskipuleggja starf-
semi sína. Miðstjórn ASÍ hefur ákveðið að láta kanna hvort
lögin fela í sér stjórnarskrárbrot þar sem í þeim felst afnám
frjáls samningsréttar.
GJALDEYBISVIÐSKIPTI
Jón Baldvin Hannibalsson, sem í fjarveru viðskiptaráð-
herra gegnir starfi hans, fór fram á það við gjaldeyriseftirlit
Seðlabankans að það gerði grein fyrir hvaða aðilar það voru
sem tóku út 2,5 milljarða í gjaldeyri á þremur dögum í sið-
ustu viku. Þegar Seðlabankinn loks skilaði skýrslu voru i
henni nöfn 243 aðila sem tóku út meira en milljón í gjald-
eyri. Samtals höfðu þessir aðilar tekið út 1.100 milljónir og
því enn eftir að gera grein fyrir 1.400 milljónum. Jón Bald-
vin ritaði Seðlabanka því á nýjan leik og fór fram á meiri
upplýsingar og átaldi Seðlabankann fyrir óþarfa málaleng-
ingar í þessum efnum.
FBÉTTAPUKKTAB
• Hvítasunnuhelgin leið án vandræða sem oft hafa viljað
fylgja henni vegna útihátíða. Tjaldstæði voru víðast hvar
lokuð og ekki viðraði heldur til útihátiðahalda. í staðinn var
talsverð ölvun í Reykjavík um helgina. Maður nokkur var
handtekinn fyrir að leggja með hnífi til konu sinnar og ann-
ar sem ætlaði að slasa sjálfan sig með hnífi.
• Bogi Ágústsson hefur verið ráðinn fréttastjóri sjónvarps,
en hann hlaut flest atkvæði i stöðuna í atkvæðagreiðslu út-
varpsráðs. Bogi starfaði á fréttastofu sjónvarps 1977—86 og
tók síðan við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra Ríkisút-
varpsins. Á síðasta ári varð hann blaðafulltrúi Flugleiða.
• A aðalfundi Iceland Seafood Corporation var ný stjórn
kosin. í henni eru hvorki Erlendur Einarsson, fyrrum for-
stjóri SÍS, né Gisli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fá-
skrúðsfirði. í stað Gísla kemur Hermann Hansson, kaup-
félagsstjóri á Höfn í Hornafirði.
• Útlit er fyrir að barnsfæðingum fari f jölgandi hér á landi.
Það sem af er þessu ári hafa fæðst um það bil 230 fleiri börn
á Landspítalanum en á sama tíma í fyrra. Undanfarin ár
hafa milli 300 og 400 börn fæðst að meðaltali á mánuði hér
á landi eða um 4 þúsund á ári.
• í nýjasta tölublaði Læknablaðsins eru_ kynntar niður-
stöður könnunar sem gerð var á viðhorfi íslendinga til of-
drykkju árið 1984. Meirihluti landsmanna virðist líta á of-
drykkju sem sjálfskaparvíti en ekki sem sjúkdóm. Hins veg-
ar telur meirihluti þeirra sem eiga við áfengisvandamál að
stríða, sérstaklega þeir sem hafa farið í meðferð, að of-
drykkja sé sjúkdómur sem þeir fái engu ráðið um.
• Forsetakosningar verða hér á landi 25. júní. Tvær konur
eru í framboði, Vigdís Finnbogadóttir, núverandi forseti ís-
lands, og Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmanna-
eyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem forsetakjör fer fram þegar
starfandi forseti gefur kost á sér til endurkjörs.
• 18 ára stúlka frá Vopnafirði, Linda Pétursdóttir, var kjör-
in fegurðadrottning íslands að kvöldi annars í hvítasunnu.
Linda stundar nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún
hafði áður verið kjörin ungfrú Austurland. í öðru sæti varð
19 ára Verslunarskólastúlka, Guðbjörg Gissurardóttir.
• Aðfaranótt laugardagsins beið ungur íslendingur bana í
umferðarslysi í London. Hann hét Valdimar Unnar Valdi-
marsson.
(• Endurskoðun á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna er lokið. Meginbreytingin er sú að nú koma
35% af tekjum umfram framfærslu í sumarleyfi til frádrátt-
ar námsláni í stað 50% áður. Þetta gerir það að verkum að
nú er hagstæðara fyrir námsmenn að vinna á sumrin en
áður.
• Peningaskáp með miklum verðmætum var stolið á Akur-
eyri aðfaranótt sunnudags er brotist var inn í Shellnestið við
Hörgsárbraut. Ekki er hægt að opna skápinn með logsuðu-
tækjum án þess að brenna innihaldið svo fengurinn nýtist
þjófnum ekki. Ennfremur var brotist inn í Akureyrarkirkju
þessa sömu nótt. Lögreglan kom á vettvang og handtók þjóf-
ana.
• Vigdís Finnbogadóttir er í heimsókn í Bandarikjunum.
Þar tók hún við heiðursnafnbót í lögum frá kvennaháskól-
anum Smith College í Massachusetts. Einnig hitti hún að
máli Michael Dukakis, ríkisstjóra fylkisins og væntanlegan
forsetaframbjóðanda demókrata.
• Hjón voru hætt komin er grjót féll á bifreið þeirra á
Óshliðarvegi á sunnudagskvöld. Þau sluppu þó bæði óslösuð
en fundu til höfuðverkja. Þótti mildi að ekki fór verr.
• Portúgalir unnu íslendinga 1—0 i landsleik i knatt-
spyrnu. Leikur þjóðanna var liður í undankeppni Ólympiu-
leikanna.
• Vegna 8—H,5% verðlækkunar á þorskflökum á Banda-
ríkjamarkaði má reikna með að Sölusamband hraðfrysti-
húsanna og sjávarafurðadeild Sambandsins tapi samtals
um 350 milljónum króna.
læknisembættinu er án efa ein-
hver umdeildasta auglýsing sem
birst hefur í íslenskum fjölmiðlum.
Það var auglýsingastofan Svona
gerum við sem hannaði auglýsing-
una og eftir viðbrögðum manna að
dæma hefur hún gert nafn sitt eftir-
minnilegt svo um munar. Góð að-
ferð, en dugar stutt, því brátt mun
engin auglýsingastofa bera þetta
nafn. Svona gerum við og auglýs-
ingastofan Octavo eru að renna
saman í eitt — af rekstrarhag-
kvæmnisástæðum, eins og viða
annars staðar. Barnið á að heita ís-
lenska auglýsingastofan hf. Mið-
að við fjölda viðskiptavina sem
þessar stofur hafa er ekki ólíklegt að
Islenska auglýsingastofan hf.
verði næststærsta auglýsingastofa
landsins á eftir GBB-auglýsinga-
þjónustunni. . .
Þ
að lenti sem kunnugt er á
Magnúsi Friðgeirssyni, deildar-
stjóra búvörudeildar SÉS, að fylla
upp í það skarð sem myndaðist þeg-
ar Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
SÍS, beitti sér fyrir brottrekstri Ey-
steins Helgasonar úr forstjórastóli
Iceland Seafood í Bandaríkjunum.
Magnús var áratug í sjávarafurða-
deild SÍS og er sjálfsagt feginn því að
losna frá rollustandinu yfir í fiskinn.
En einhver verður að taka við bú-
vörudeildinni og samkvæmt heim-
ildum HP er efstur á blaði Árni
Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á
Blönduósi. . .
f élagsvísindastofnun Háskóla
íslands gerði helgina 14.-15. maí
könnun á útvarpshlustun og horfun
á sjónvarp. Stjarnan bætir enn við
sig í hlustun og Stöð 2 í horfun, en
ríkisfjölmiðlarnir dala. Sam-
kvæmt samningi fjölmiðlanna við
félagsvísindastofnun er könnunin
gerð einhvern tímann á 14 daga
tímabili sem allir aðilar vita um en
félagsvísindastofnun ákveður síðan
einhliða og leynilega hvaða dagur
af þessum 14 er notaður. Það sem at-
hygli vekur er að bæði Stjarnan og
Bylgjan eru búnar að vera með í
gangi mjög umfangsmiklar hlust-
endagetraunir sem ná yfir allt
umrætt tímabil, byrjuðu jafnvel hvorar
tveggja á sama tíma í upphafi maí.
Vinningar í getraununum eru ekki af
lakari endanum, utanlandsferðir og
þvíumlíkt. Ljóst má vera af þeim
imbaspurningum sem spurt er að
ekki er verið að höfða til gáfnafars
hlustenda. Því má spyrja hvort út-
varpsstöðvarnar hafi verið að reyna
að bæta hlut sinn í komandi könnun
með þessum hætti. Að vísu verður
ekki séð að þær hafi haft erindi
sem erfiði. Bylgjan bætir sama og
engu við sig í hlustun og því væri
í hennar tilfelli um að ræða peninga-
austur fyrir lítið. Þá vekur einnig at-
hygli að 2 fyrstu daga hins 14 daga
tímabils var Stöð 2 með opna dag-
skrá í þeim tilgangi að laða að nýja
áskrifendur.. .
S-. i,
tveir fimmtíu og tveir er þín leið til
aukinna viðskipta. . .
Nýr auglýsingasími
625252
_rikRGtRÐlR
GÖT*
HELGARPÓSTURINN 31