Helgarpósturinn - 26.05.1988, Qupperneq 32
V,
ið sögðum frá því í síðasta
blaði, að viðræður stæðu yfir á milli
sjálfstæðismanna og forystu-
manna Borgaraflokksins um
hugsanlega sameiningu eða sam-
starf í kosningum, ef til þeirra kæmi
skyndilega, sem alls ekki er talið úti-
lokað. Sagt var frá því að Guð-
mundur H. Garðarsson, Ólafur
G. Einarsson, Július Sólnes og
Óli Þ. Guðbjartsson hefðu tekið
þátt í þessum viðræðum. Við þetta
má bæta, að heyrst hefur að
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hafi einnig átt í
viðræðum við Kristmann í Pfaff
um samstarf flokkanná',' en Krist-
mann er náinn vinyr ÁIberts Guð-
mundssonar. Samkvæmt heimild-
um HP hefur verið rætt hvernig
sameining gæti átt sér stað og eink-
um og sér í lagi með hvaða hætti
væri hægt að tryggja Borgara-
flokksmönnum völd í flokkskerfinu
í Reykjavík. Kannski þeir fái fram-
kvæmdastjóra flokksins í Reykja-
vík. . .
Þ
að vakti óneitanlega athygli
að gjaldeyrisbrask skyldi hafa
komið í veg fyrir að Þorsteinn
Pálsson kæmist til fundar við
Ronald Reagan, forseta Banda-
ríkjanna, og nýtti sér þar með tæki-
færi sem gefst ei meir. Minni athygli
virtist það hins vegar vekja, að ann-
ar ráðherra og af mörgum talinn
ábyrgari fyrir stefnunni í efnahags-
málum en Þorsteinn Pálsson lét
,,rönnið“ á gjaldeyrisforðann ekki
stöðva utanferð sína. Þetta var Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra,
sem hélt til OECD-fundar...
32 HELGARPÓSTURINN
O g meira um viðskiptaráð-
herra, Jón Sigurðsson. Seðla-
banki íslands eða þeir tveir stjórn-
endur hans sem svarað hafa fyrir
gjaldeyrisúttektina, Jóhannes
Nordal og Geir Hallgrímsson,
virðast hafa tekið gleði sína á ný og
svara nú fullum hálsi afskiptum
Jóns Baldvins Hannibalssonar
af gjaldeyrismáium. Bankastjórinn
síðarnefndi gefur skýringuna í
Morgunblaðinu í gær, en þar segir
hann m.a.: ,,Það er unnið að málinu
í samstarfi við Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra. Við viljum gefa
heildstæða skýrslu." Óhætt að segja
að Jón sé kominn heim...
|k|
■ ýbreytni í fréttum er að
vænta hjá Stöð 2. Nú heyrum við að
Sigmundur Ernir Rúnarsson
fréttamaður muni síðsumars halda
norður til Akureyrar og verða
staðsettur þar í nokkra mánuði til að
byrja með og miðla fréttum frá
Norðurlandi tii áhorfenda stöðvar-
innar. Eðlilegt að senda Sigmund,
sem er þrautreyndur fréttamaður
og heimavanur nyrðra enda Norð-
lendingur. Hugsanlegt er að hann
muni þegar líður á haustið sjá um
gerð fréttaþáttar á landsvísu, sem
sendur verður út frá Akureyri. Ekki
er að efa að þeir þættir verða athygl-
isverðir eins og margt af því sem
Sigmundur Ernir hefur gert í sjón-
varpi. . .
l nýjasta tölublaði Stúdenta-
blaðsins eru birtar niðurstöður
skoðanakönnunar sem SKÁÍS gerði
fyrir blaðið. Kannað var m.a.
hvernig fylgi stúdentafélaganna
Röskvu og Vöku skiptist eftir
háskóladeildum meðal þeirra sem
þátt tóku í síðustu stúdentaráðs-
kosningum. Röskva er félag félags-
hyggjufólks í HÍ, stofnað í vetur þeg-
ar vinstrimenn og umbótasinnar
runnu saman, og Vaka er hægri-
mannafélagið í stúdentapólitíkinni.
Það verður varla sagt að niðurstöð-
urnar komi á óvart þó finna megi
ýmislegt athyglisvert. Röskva hefur
yfirgnæfandi meirihluta í félags-
vísindadeild og heimspekideild
og meirihluta í læknadeild. At-
hygli vekur að allir sem afstöðu tóku
í guðfræðideild fylgja Röskvu að
málum en þar er að vísu hæsta
prósentutala þeirra sem ekki tóku
afstöðu, eða 33%. Jafnmargir styðja
Vöku og Röskvu í raunvísinda-
deild. Vaka hefur á hinn bóginn
mikinn meirihlutastuðning í þeim
deildum sem „arðvænlegastar” eru
frá peningasjónarmiðinu, þ.e. laga-
deild, tannlæknadeild og við-
skiptafræðideild, og einnig meiri-
hluta í verkfræðideild. Snemma
beygist krókur. . .
hf svo er, þá erum við til þjónustu reiðubúin,
með fvrsta flokks mat úr veislueldhúsinu okkar.
tVið tökum að okkur veislur og mannamót
af öllum stærðum og gerðum, og bjóðum
eingöngu upp á fyrsta flokks hráefni
\ og fjölbreytni í vali: Kalt borð,
__ _ _ _ - __ heita rétti, pottrétti og smárétti.
S I OFNANlli Ekki má gleyma brauðinu okkar, sem
Við minnum á okkar besta í bænum: Cockteil-snittur,
umtöluðu matarbakka 'V
i hadeginu ur bakka sJmKKmM. J- \ og okkar rómuðu brauðtertur.
eldhúsinu. Hægt er að j 4 Svo erum við f----
velja um 3 tegundir: |neð hagstætt verð. *
HEITANMAT ■■ ■ ||K Pantið ___I
KABARETT ' tímanlega
VEITINGAMAÐURINN
BÍLDSHÖFÐA 16 - SÍMI 68-68-80