Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. 5 Fréttir Fréttir Fréttir Fokkervélin dregin af Suðurgötunni þremur klukkustundum eftir óhappið. DV myndS. Slökkvilið- ið kom seint á vettvang Haraldur Karlsson við olíubílinn: „Ég var kominn svona fjórai' til fimm bíllengdir á þessum stóra bíl frá flugvallarendan- um þegar flugvélin fór fram af.“ DV-mynd: S. Olíubíll rétt slapp undan flugvélinni „Ég var nýbúinn að fara þetta, bara fyrir nokkrum sekúndum. Ég var kominn svona fjórar til fimm bíl- lengdir á þessum stóra bíl fró flug- vallarendanum þegar flugvélin fór fram af,“ sagði Haraldur Karlsson, bílstjóri olíuflutningabíls Skeljungs, sem var á leið um Suðurgötuna í ótt að olíustöðinni í Skerjafirði. „Ég var bara rétt kominn í beygjuna þegar flugvélin kom fyrir aftan mig. Ég var alveg nýbúinn að fara fyrir brautarendann. Ég sá flugvélina koma þarna niður brautina á mikilli ferð. Ég só strax að það var eitthvað skrýtið við þetta. Hún var á svo miklum hraða. Ef ég hefði aðeins orðið fyrir ein- hverjum smátöfum væri ég stein- dauður. Ég er alveg klár ó því. Ef flugvélin hefði lent á mér hefði hún bara rúllað bílnum á undan sér. Þetta hefði lagst allt saman. En ég er ekkert viss um að að þetta hefði sprungið. En þó veit maður aldrei. Geymirinn var tómur og það er meiri hætta á að þeir springi þegar þeir eru tómir. Þá eru gufumar alls- ráðandi. Eldur frá flugvélinni ’ hefði hugsanlega getað skapað sprengingu íþessu. Mér skilst að einhver smádrengur hafi staðið þarna við girðinguna. Hann hefur ekki verið nema svona 5-6 metra frá vélinni. Ég tók reyndar sjálfur ekki eftir honum," sagði Har- aldur Karlsson. -KMU Farþegar um borð og starfsmenn Flugleiða, sem fyrstir komu á vett- vang, virðast sammála um að slökkvi- lið Reykjavíkurflugvallar hafi komið seint á staðinn. DV spurði Guðmund Guðmundsson flugvallarslökkviliðs- stjóra um þetta: „Útkall hjá okkur og hingað niður eftir er ein og hálf mínúta.“ - Kemur útkallið ekki um leið og þetta gertst? „Það virðist ekki gera það, nei.“ - Veistu hvað leið langur tími frá því að þetta gerðist þangað til þið voruð komnir á staðinn? „Nei. Ég hef ekkert talað við þá í flugtuminum um það ennþá. - Þú hefur sem sagt gmn um að þið hafið frétt þetta seint? „Já.“ - Veistu hvers vegna? „Nei. Ég er ekki búinn að tala við þá í flugturninum." - Var skvggni slæmt? Er hugsanlegt að starfsmenn í flugtumi hafi ekki séð hingað? „Nei, nei," svaraði slökkviliðsstjór- inn. -KMU Kaffíveitingar eftirflugóhapp - farþegar biðu rólegir eftir næstu ferð vestur Flugleiðir buðu farþegum sfnum á leið til Þingeyrar upp ó kaffi og meðlæti í hádeginu í gær. Það var beðið eftir annarri flugvél sem flutt gæti fólkið vestur ó Þingeyri. Það hafði mistekist í fyrstu tilraun. Árfari, ein af Fokker-vélum Flug- leiða, komst aldrei lengra en út á Suðurgötu þar sem hún ló þversum ó veginum, brotin og illa farin. Þegar eftir óhappið var farið með farþegana, 41 að tölu, í farþegaaf- greiðslu innanlandsflugs Flugleiða þar sem kaffiveitingar voru fram- reiddar. Fólk ræddist við í hálfum hljóðum og flestir voru ákveðnir i að halda ferðinni áfram. Mesta mildi var að enginn slasaðist, „...þetta er vissulega lífsreynsla en það er best að halda áfram", var viðkvæðið. -EIR Ólafur Ólafsson landlæknir og Inga, ciginkona hans: -Það vantaði ein- ihvern kraft. DV-myndir E.J. „Mérbrá“ -sagði landlæknir semvar meðal farþega í Árfara „Mér þótti merkilegt að sjá hversu rólegir farþegarnir voru,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir en hann var meðai farþega í Fokker-vél Flugleiða sem endaði flugtak sitt á miðri Suðurgötu. „Hræðsla virtist ekki grípa um sig í vélinni og það komust allir út fljótt og vel. En mér þótti slökkviliðið vera óeðlilega lengi á leiðinni. Ég ætla að líta nánar á það mál,“ sagði landlæknir sem meðal annars á sæti í Almanna- varnaráði. Landlæknir var á leiö til Þingeyrar ásamt eiginkonu sinni. Ingu Ólafsson. þar sem hann ætlar að gegna læknisþjónustu á næs- tunni. Þau voru bæði staðráðin í að halda ferðinni áfram. „Það er eiginlega ómögulegt að segja hvað gerðist þama í raun og veru. Flugvélin virtist hvorki geta tekið sig á loft né stansað. Það vantaði einhvem kraft. Þetta var- aði aðeins í nokkrar sekúndur en ég neita því ekki, mér brá,“ sagði landlæknir. Inga, eiginkona lians, sagðist hins vegar hafa verið að liugsa um á hvaða braut flugvélin væri: „Ég var hrædd um að hún færi út í sjó.“ -EIR Hákonía og Guðlaugur fá sér hressingu á kaffistofu Flugleiða skömmu eftir óhappið, „Höldum áfram“ -sögðuhjón fráTálknafirði „ Við setjum þetta ekki fyrir okkur og höldum ótrauð áfram vestur þegar flugvélin er ferðbúin," sögðu þau Guðlaugur Guðmunds- son og eiginkona hans, Hákonía Páisdóttir, sem búsett eru á Tálk- nafirði. „Hrædd? Það var nú enginn tími til að hugsa um slíkt, þetta gerðist svo snöggt. Það var eins og vélin gæti ekki liafið sig til flugs. Svo endaði hún þarna úti á miðri götu," sögðu Tálknfirðingarnir. „Það var reyndar ótrúlegt hversu mikla still- ingu farþegarnir sýndu við þessar aðstæður." -EIR „Fólkið . 'mí í gret „Fólkið grét, bæði böm og full- orðnir, þegar það var komið út úr flugvélinni. Þetta var álag á tauga- kerfið," sagði Einar Þorleifsson frá Reykjavík en hann var á leið vestur áÞingeyri. Einar kvað það furðulegt hversu lengi slökkviliðið hefði verið að komast á staðinn þó ekki væri langt að fara: „Dróttarvagnarnir sem notaðir eru til að keyra töskur og farangur út í vélarnar voru meira að segja komnir á undan slökkvibíl- unum. Það var eins gott að ekki gaus upp eldur,“ sagði Einar. -EIR Einar Þorleifsson: - Hvar var slökkviliðið? Björgvin Sigurjóns- son frá Patreksfirði: „Höggið ekki mikið „Flugvélin byrjaði að bremsa á miðjum vellinum þannig að maður vissi að ekki var allt með felldu." sagði Björgvin Sigurjónsson frá Patreksfirði en hann beið eins og aðrir eftir að geta haldið áfram ferð sinni vestur eftir óhappið á Suður- götu. „Það gafst ekki mikið ráðrúm til að hugleiða málin á meðan á / f' •/ ^ wm y : j : I | > f - i i j : Björgvm Siguijónsson: - Hvar endar vélin? þessu stóð. Reyndar skaust í gegn- um huga manns: - Hvað er eiginlega að gerast, hvar endar vélin? En svo stöðvaðist hún allt í einu og allir flýttu sér út. Sjálft höggið var ekki mikið. Fólk kastaðist ekki einu sinni til í sætunum," sagði Björgvin. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.