Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLI1975. 3 Að undanförnu hefur mikið verið unnið í lóðinni vestan við Alþingishúsið, á þeim stað sem Listamannaskálinn stóð hér áður fyrr. Þar hefur nú verið komið upp gangstígum og gróðurreitum, eins og sést vel á þessari mynd, sem ólafur K. Magnússon tók. Air Viking leigir þotuna 13 mánuði Sendiráðið lét greiða tjónið Sama dag og Mbl. sagði frá atburðinum I MORGUNBLAÐINU s.l. föstu- dag var viðtal við Axel Sigurðsson Melgerði 21, þar sem sagt var frá því að rússneskur sendiráðs- starfsmaður, sem ók á bifreið Axels, lét ekkert frá sér heyra varðandi tjónabætur og ógjörn- ingur reyndist að ná sambandi við hann f sendiráðinu. I gær hringdi Axel til okkar og sagði að sama dag og frásögnin birtist í Morgunblaðinu hefði Jón Guðjónsson hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum hringt í sig og tjáð sér að rússneska sendiráðið hefði hringt til sfn þá um daginn og beðið sig að afgreiða málið fyrir hönd sendiráðsins. Kvað Axel Jón hafa gert það og hefðu fullar viðgerðarbætur upp á nokkra tugi þúsunda verið greiddar. Landlæknir hvetur til bólusetningar „VEGNA fréttar um tauga- veikitilfelli í Bretlandi meðal fólks, sem dvalist hefur á Mall- orca vill landlæknir eindreg- ið hvetja þá sem hyggja á ferð- ir til Suður-Evrópu til þess að láta bólusetja sig gegn tauga- veiki.“ Þannig hefst fréttatil- kynning, sem Morgunblaðinu barst i gær frá landlækni og f henni segir ennfremur „Is- lendingar, sem þaðan koma eru hvattir til árvekni, ef þeir fá hitasótt eða niðurgang inn- an 2ja—3ja vikna eftir heim- komuna og leita þá læknis. Þeir sem hafa verið bólusett- ir tvisvar með minnst 10 daga millibili gegn taugaveiki og taugaveikibróður eru varðir, en þó er bólusetning ekki ein- hlít. Sérstaklega er mikilvægt að það fólk, sem vinnur við mat- væli sé vel á verði.“ 32. Evrópumótið f bridge hófst á Metropolehótelinu í Brighton f gær. Að þessu sinni eru sérfræðingar ekki á eitt sáttir og þora litlu að spá um úrslit mótsins, þar sem flestir af beztu spilurum bridgestór- veldanna sitja heima, og ein- ungis Garozzo er úr hinni frægu Itölsku sveit. Bretar eru mættir til leiks með sína sterkustu sveit en franska sveitin er ó- þekkt. 1 gær sigruóu Islending- ar Frakka og hafa nú unnið alla sfna leiki, unnu Tyrki I fyrstu umferðinni 15—5 eftir að hafa haft undir i hálfleik Morgunblaðið skýrði frá þvf á sunnudag, að Air .Viking hefði keypt nýja þotu, þá þriðju af gerðinni Boeing 707—20, en i fréttatilkynningu sem blaðinu barst frá Air Viking f gær, kemur fram að þetta er rangt. Air Viking hefur aftur á móti leigt slfka þotu f 3 mánuði. Þess má geta, að heimild Morgunblaðsins f sunnu- dagsblaðinu, er frá Air Viking og UM NÆSTU helgi heldur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú héraðsmót á Vestfjörðum, þ.e. á Patreksfirði, Hnffsdal og Suðureyri. Patreksfirði: föstudaginn 18. júlf kl. 21. Avörp flytja Matthfas Bjarnason sjávarút- vegsráðherra, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson alþm. og Jón Ólafur Þórðarson fulltrúi. Ávörp flytja Matthfas Bjarna- son sjávarútvegsráðherra, Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþm. og Jón Ólafur Þórðarson fulltrúi. Suðureyri: sunnudaginn 20. 29—72. f annarri umferð var spilað við Finna og vannst sá leikur 13—7. Leikurinn við Frakka var nokkuð jafn en Is- lendingar höfðu þó yfirleitt betur og lauk honum með sigri Islands 15—5. Islenzku spilar- arnir spiluðu leikinn vel en Hallur og Þórir hafa spilað mjög vel það sem af er. Urslit I. umferðar: Italfa — Noregur 20—0 Svíþjóð — Frakkland 17—3 Belgfa — Þýzkaland 18—2 fsland—Tyrkiand 15—5 Grikkiand—Ungverjaland 15—5 Danmörk — Bretland 13—7 Spánn — tsrael 10—10 frland—Sviss 16—4 Holland — Lfbanon 10—10 Austurrfki — Portúgal 17—3 Pólland—Júgóslavfa 14—6 Finnland sat yfir þvf er ekki að sakast við Morgun- blaðið vegna þessarar fréttar. Nýja þotan er tekin á leigu til 3 mánaða og ef stóraukin erlend verkefni hjá Air Viking kæmu til sögunnar áður en leigutímabilinu lýkur, er kostur á því að fram- lengja leiguna eða kaupa véliná og rynni þá um 45% af þegar greiddri leigu, sem greiðsla til seljenda. hfas Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþ.m og Ulafar Ágústsson kaupmaður. Skemmtiatriði annast hljóm- Urslit annarrar umferðar: Pólland — Sviss 15—5 Júgóslavfa — Portúgal 20—0 fsrael — Lfbanon 12—0 (Lfbanir máttu ekki spila af stjórnmála- ástæðum) Bretland — frland 12—8 Ungverjaland — Austurrfki 13—7 Noregur — Spánn 20—2 Danmörk — Tyrkland 20—10 Grikkland — Þv/kaland 13—7 ítalfa — Svfþjóð 11—9 fsland — Finnland 13—7 Frakkland —Belgfa Holland sat yfir. 19—1 Islenzku spilararnir áttu frí f gærkvöldi, en eiga að spila við Grikki f dag. Eftir þrjár umferðir af 22 er staða efstu sveita þessi: Dan- mörk 53, Italía 46, Pólland 45, Island 43, Noregur 39, Svfþjóð 39. I fréttatilkynningu frá Air Vik- ing segir, að á þeim liðlega 15 mánuðum, sem liðnir eru síðan flugfélagið Air Viking keypti Boeingþotur sínar, hafi flugvél- arnar flutt milli 30 og 40 þúsund farþega. Þær hafi komið til 34 borga í 16 löndum. Mikill hluti af þessum verkefn- um hefur verið fyrir erlenda að- ila, þar sem flogið hefur verið með útlendinga til íslands eða milli landa erlendis. Mikilvæg og góð reynsla hefur fengist af þess- um flugrekstri og þoturnar reynst hið bezta, þar sem aðeins tvisvar sinnum hefur þurft að koma til seinkana af tæknilegum ástæðum. Framhald á bls. 35 sveit Ólafs Gauks, ásamt Magn- úsi Jónssyni óperusöngvara, Svanhildi, Jörundi og Hrafni Pálssyni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Benedikt Páls- son og Carl Mölleri Efnt verður til ókeypis happ- drættis og eru vinningar tvær sólarferðir til Kanarieyja með Flugleiðum. Verður dregið í happdrættinu að héraðsmótun- um loknum, þ.e.a.s. 20. ágúst n.k. Að loknu hverju héraðs- móti verður haldinn dansleik- ur til kl. 2 e.m. þar sem hljóm- sveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveit- arinnar koma fram. Veturliði framlengir til kvölds VETURLIÐI Gunnarsson listmál- ari hefur framlengt málverkasýn- ingu sfna í Norræna húsinu þar til f kvöld, þriðjudagskvöld, en sýningunni átti að ljúka s.l. sunnudagskvöld. Mikil aðsókn hefur verið að sýningu Veturliða, eða alls um 5000 sýningargestir og 48 málverk var hann búinn að selja f gær. Sýningin er opin frá kl. 2—22. Nafn piltsins sem lézt PILTURINN sem Iézt af slys- förum aðfaranótt sl. laugar- dags, er hann féll til jarðar af svölum á áttundu hæð f háhýsi f Reykjavfk, hét Bjarni Jó- hann Óskarsson, til heimilis að Leifsgötu 21 f Reykjavfk. Hann var 20 ára að aldri. Stútur missti stjórn á stýri ÖLVAÐUR ökumaður Daf- fólksbíls missti stjórn á farar- tæki sfnu á mótum Geirsgötu og Skúlagötu á sunnudags- kvöldið og skipti engum tog- um, að bfllinn valt og kastaðist á Saab-bíl sem var að koma vestur Skúlagötuna. Verulegar skemmdir urðu á bílunum, en meiðsli á fólki lftil. Bíl stolið — fannst óskemmdur VOLKSWAGEN- bifreið var stolið frá bflaleigunni Fal við Rauðarárstfg aðfaranótt sunnudags sl. en bifreiðin var f eigu eins starfsmanns bfla- leigunnar. Bifreiðin fannst óskemmd sólarhring sfðar og virtist henni hafa verið lftið ekið, að sögn rannsóknarlög- reglunnar. Smáinnbrot NOKKUÐ var um minni háttar innbrot f borginni um helgina, en ekki var miklu stolið. Þær skemmdir, sem valdið er f slfk- um innbrotum, reynast þó oft dýrar eigendum þeirra fyrir- tækja, sem brotizt er inn hjá. Meðal þeirra staða sem þannig urðu fyrir barðinu á innbrots- þjófum um helgina, má nefna mjólkurbúð, veiðarfæraver/.i- un, fiskibát og rakarastofu. Orðlaus mótmœli Á áttunda tímanum f gær- morgun barst lögreglunni til- kynning um að maður væri að mála einn stein I framhlið AI- þingishússins. Var brugðið skjótt við og þessi iðja manns- ins stöðvuð, en hann færður til yfirheyrslu. Á leiðinni hafði hann á orði við lögregluþjón- ana, að hann væri að mótmæla skjalafölsun hins opinbera. En þegar hann var kominn á lög- reglustöðina og átti að fara að yfirheyra hann formlega um þetta athæfi hans, var komið annað hljóð f strokkinn — eða réttara sagt: Ekkert hljóð. Fékkst hann ekki til að svara einu einasta orði spurningum lögreglunnar og var þvf tekin ákvörðun um að láta hann lausan. En hann sat sem fast- ast og fór svo á endanum, að lögreglan bar hann á börum út bfl og ók honum heim. Er þangað kom sat hann enn sem fastast og varð þvf enn að brúka börurnar og bera hann inn. Var hann settur f stól f stofunni, og þar skildu lög- regluþjónarnir við hann. Hreinsun steinsins f Alþing- ishúsinu mun hafa gengið greiðlega og verið fyrirhafnar- minni en eftir sfðustu mót- mælatiltæki mannsins, er hann skvetti tjöru á vegg stj- órnarráðsins og þar á undan skyri á fyrirmenn þjóðarinnar við Alþingishúsið. Maðurinn heitir Helgi Hóseasson. Frá Evrópumótinu í bridge: Islendingar 1 fjórða sæti eftir sigur yfir Frökkum Brighton 14. júlf fráJakobi R. Möller. Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins Matthfas Sigurlaug júlf kl. 21. Ávörp flytja Matt- Þorvaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.