Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1975. Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Ég vissi það nú ætíð, sagði Gróa, að þú mundir ekki amast við, þó ég tæki þau með mér. Æ, ég held ég verði að setja mig hérna á kistilinn hjá þér. Já, nú hefur margt drifið á dagana, síðan við sáumst seinast. Ég held það hafi verið hérna við kirkju; en ekki kom ég hérna í hitt hið fyrra, þegar tilstandið sællrar minningar var, og sagði hún Ingeldur mín heitin mér þó að koma. Það gilti líka einu; ekki var það þar fyrir, en það lagðist einhvern veginn í hömina á mér, að það ætti ekki að fara svo, sem betur fór, að hann Gvendur á Búrfelli yrði maðurinn þinn, elskan mín; en nú er hann kominn í sessinn. Ég skal segja þér frá því síðar, Sigríður mín. Þú hefur, vænti ég, ekki heyrt mikið af því? Já, slíkt og þvílíkt! Fátt er bezt um flest. Ég tala ekki neitt og læt ekki hafa neitt eftir mér, en þar fékk hann hnapphelduna, sem heldur. Ég skal segja þér það allt saman, þegar við höfum tóm til. Guði sé lof, að þú fórst aldrei að Búrfelli, elskan mín. Það réðist eins og það réðist og ég einhvern tíma sagði henni Ingveldi minni heitinni; guð hvíldi hana skepn- r“COSPER Gjöric) svo vi*l, — nú a*tlar kla'dskorinn okk- ar aö taka aí vrtur mál. _____________________________________________/ una; margur má þess sakna og ekki sízt ég. Við þessi orð kom kjökurhljóð í Gróu, og mátti hún þá varla vatni halda heldur en hirðmenn Magnúsar konungs góða, er hann var jarðaður. Það held ég hana hefði gilt einu, þó hún hefði lifað núna og verið hérna I dag, sagði Gróa, en hvað skulum við hér um tala, segir hann meistari Jón, allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Við skulum ekki tala meira um þetta, sagði Sigrfður, þú kemur einhvern tíma eftir helgina fram að Tungu. Hún móðir mín ætlaðist svo til, að ég greiddi eitt- hvað fyrir þér. Það var seinasta bónin hennar, og hana ætti ég að gjöra. Gróa blóðroðnaði og þagnaði um hríð, en roðinn hvarf smátt og smátt, og er það haft í mæli, að hún hafi síðar sagt vinum sínum, að svarið hefði verið til, en þá hefði hún ekki þurft á því að halda. I því bili kom Indriði að pallinum, þar sem konurnar sátu, og segir konu sinni, að nú séu hestar þeirra söðlaðir og mál sé að Pési hrekkjalómur honum, og hann hringsnerist í kringum pottinn og var alltaf að segja „bíðið þið svolitið, nú fer að sjóða bráóum“, en það sauð ekki fremur,þótt potturinn stæði á drumbnum, heldur á gólfinu. Þá sá kóngur, að Pési hafði enn verið með gabb. Hann reif í hárið á sér og slýtti sér af stað, og nú ætlaði hann sér ekki að hlífa Pésa, hvernig sem hann afsakaði sig. En Pési hafði búið sig undir að taka á móti honum. Hann slátraði hrút, lét blóð- ið úr honum í vömbina, og setti svo blóðbelg þennan innanklæða á systur sína. Svo sagði hann henni hvað hún ætti að segja. „Hvar er hann Pési?“ sagði kóngur, þegar hann kom. Hann var skjálfradd- aður af reiði. „Hann er svolasinn,að hann getur ekki hreyft sig“, sagði systirin, „og nú er hann víst að reyna að sofna“. „Þú verður að vekja hann“, sagði kóng- ur. „Það þori ég ekki, því hann er svo uppstökkur". „Ég er enn uppstökkari“, sagði kóngur, „og ef þú vekur hann ekki, þá skal ég kaff/no w r® Fyrir alla muni — haltu heldur áfram að reykja. Maigret og guli hundurinn Eftir Georges Simenon Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir 36 — Verló rólegur, Leon ... sagði Maigret róandi... Maóurinn hrökk vió og reyndi ' aó átta sig á hver hefói talaö. — Látfð hann fá stól og vasa- klút. Maigret veitti þvl eftirtekt að Servieres hafði læðzt aftar í klef- ann og stóð að baki frú Michoux og að Michoux skalf eins og lauf í vindi og horfði ekkí á neinn. Verðirnir vissu ekki gjörla hvern- ig þeir áttu að haga sór og vcltu fyrir sér hvaða hlutverki þeir hefðu að gegna á þessutn stað og stundu. — Nú skulum víð loka dyr- unum ... ílg bið alla viðstadda að fá sér satti ... Gætí annar vörð- urinn ekki ritað niður fyrir okkur? Prýðilegt ... Hann getur seiið þarna við litla borðið. Fáið yður sæti, bæjarstjóri, þér verðið utnfram allt að fá yður sæti. Hrópin frá mannfjöldanum heyrðust ekki lengur, en þó skynjuðu þau ákveðna spennu scm ríkti fyrir utan og færðist án efa f aukana. Maigret stikaði fram og aftur um gólfið og tróð sér hinn róleg- asti í pfpu sfna. Svo sneri hann sér að lögregluþjóninum Leroy og sagði: — Þér verðið umfram allt að hringja til sjómannafélagsins í Quimper og fá að vita hvað varð um bát sem hét „Cmma fagra“ fyrir fjórum fimm, kannski sex árum... Leroy myndaði sig til að ganga út, en þá ræskti bæjarstjórinn sig og gaf Maigret merki um að hann vildí segja eitthvað: — ftg get sagt yður það fögregluforingi ... bá sögu þekkja allir hér f nágrenninu ... — Látum oss þá heyra ... Flækingurinn hreyfði sig gremjulega hvar hann sat á stól úfi f horni. L’mma sat yzt á stól- hrúninni og leit ekki af honum andartak. Svo hafði æxlazt til að hún sat við hliðina á frú Michoux. — Ég hef ekki séð þennan bát sjálfur, sagði borgarstjórinn hík- laust og virtist gæta hjá honum víssrar fróunar aó fá að tjá sig þarna frammi fyrir aðílunum. — Báturínn var f eigu manns sem hét Le Glen eða Le Guere og sagt var aó hann væri góður sjó- maður en óreiðupési ... Eins og aðrir bátar af þessari stærð sigidi hann aðallega með grænmetí og ávexti yfir til Englands ...Einn góðan veðurdag hcyrðum við talað um lengri ,ferð sem í vændum var ... I tvo mánuði fréftist ekkert af „Emmu fögru." Svo heyrðum við að lokum, að hann hefói verið kyrrsettur við komu til Iftillar hafnar í grennd við Ncw York, að áhöfnin hefði verið dæmd f fangelsi og farm- urinn sem reyndist vera kókafn hefði verfð geróur upptækur ... Báturinn auðvifað Ifka .. .Þetfa var um sama leyti og ýmis skip sem sigldu með salt til Nýfundna- lands voru I brennivfns- flutningum meðfram ... — Þakka yður fyrir, bæjar- stjóri ... Neí, sitjió þér kyrrir, Leon ... Svarið mér úr sæti yðar ... og það sem meira er ... svarið útúrsnúningalaust spurningum mfnum og engar viðbætur frá eig- in brjósti... Skiljið þér það...? Og í fyrsta lagi, hvar voruð þér handteknar núna f dag? — f Rosporden .. J geymsluherbergí á járnbrautar- stöðfnní, þar sém við biðum eftir að dimma tæki, svo að við gætum f skjólí myrkursins læðzt upp í einhverja járnbrautarlestina ... okkur skipti ekki máli hvaða lest það væri... — Hvað eruð þér með mikla fjármuni f vasanum? Það var vörðurinn sem varð fyrir svörum: — Ellefu franka og nokkra smápeninga... Maigret ieit fyrst á Emmu, sem hafði tár á vöngum og sfðan á Leon, sem sat f hnipri úti í horn- inu. Ilann skynjaði að læknirinn átti f miklu sálarstrfði, þótt hann bærði ekki á sér þessa stundina og Maigret gaf einum varðanna bendingu um að færa sig nær honum til vonar og vara. Ilinn vörðurinn skrifaði f óða önn. — Segið okkur nú nákvæmlega hvernig stóð á þessum fiutningi á kókafni, Le Guerec ... Maðurinn leit upp. Augnaráð hans hvfldi hörkulega á Michoux lækni. Og mcð skyndilegri hreyf- ingú knýttra hnefa þrumaði hann: — Bankinn hafði lánað mér peninga til að ég gæti keypt bát- inn minn... — Eg veit það. Og hvað svo ... — Það kom magurt ár ... Frankinn steig ... Engiendingar keyptu mínni ávexti en áður. Ég braut heiiann um hvernig ég ætti að standa f skílum með vexti og afborganir af bátnum. Ég vildl bfða með að kvænast Emmu, þar tíl mesti skuldakúfurinn væri af ... Þá kom blaðamaður, sem ég þekkti nokkur deili á og var oft að snigtast við höfnina, á fund minn Maigret til verulegrar undr- unar tók Michoux læknir nú hendurnar frá andlitinu og það var fölt en yfir þvf meíri rósemd en búast hefði mátt við. Hann dró minnisbók og blýant upp úr vas-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.