Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULl 1975. 25 í SIÐASTA hefti Fjár- málatíðindá er viðauki helgaður hagrænni kortagerð, og eru orku- málin tekin þar fyrir að þessu sinni. Eru kortin eins og áður gerð af J.P. Biard, landa- og korta- fræðingi, en þau eru alls níu talsins og gefa mjög fróðlegt yfirlit um ýmsar hliðar orkumála hér á landi. Morgunblaðið birtir hér tvö þessara korta til að gefa nokkra vísbend- Vatnsafl I17160K .0 SWh .. 100 km 200m yfir sio 9 Tæknilega nýtonlegt votnsafl.sem talið er hogkvaemt o& virkjo G) Tæknilega nýtanlegt votniofl.sem óvíst er talió a& hogkvaemt sé aó virkja 2880 Tölur vi& hringa tókna me&altal órlegrar vinnslu- getu. GWh 130701 Somanlóg& vinnslugeto innan afmörku&u svæ&anna ,GWfv6ri Virkjunarsta&ir ó íslandi med vinnslu- getu 200 GWh/óri e&a meir J.P BJBHr Orkumálin kortlögð ingu um hvernig J.P Biard yfirfærir upp- lýsingarnar á kortin. Eins og fjallar ann- að kortið um vatnsafl landsins. Þar sjást áætl- anir um virkjanlegt vatnsafl í hinum ýmsu ám, en taka verður fram að þær geta alltaf breytzt við nánari athugun. Sumir virkjunarstaðir eru taldir síður hag- kvæmir til virkjunar en aðrir og er það sýnt með daufari lit á kortinu. Mest er vatnsaflið á Suðurlandi og Austur- landi, eins og glöggt má sjá á kortinu. Hitt kortið sýnir árlega orkunotkun nokkurra iðjuvera, sem reist hafa verið á síðari árum eða eru í undirbúningi. Taka þarf fram, að orkunotkun Kísiliðju og Þörunga- vinnslu er gefin upp í vöttum til samanburðar við hinar verksmiðjurnar en er raunar hitaorka, sem að jafnaði er mæld i kaloríum. Önnur kort sýna t.d. orkudreifinguna um landið núna, hverskonar orkuver er um að ræða, aðveitustöðvar og stærð raflína. Þá er kort sem sýnir vatnsmiðlanir á landinu, þær sem þegar eru í notkun, miðlanir í byggingu og líklegar miðlanir í framtíðinni og einnig er kort sem sýnir stærð vatnsorkuvera á landinu og upphafsár orkuvinnslu í þessum verum. Annað kort sýnir notkun jarðvarmans á öllu landinu, hitaveitur, iðnaðarnotkun, helztu gróðurhúsasvæði, raf- orkuvinnslu og sund- laugar. Þar sést t.d. að hitaveita er á öllu SV- horninu — frá Flúðum að austanverðu allt til Borgarness, þar sem hita- veita er nú í athugun. Á þessu sama svæði eru líka flest gróðurhús landsins. Hitaveita er einnig á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga og í allflestum kaupstöðum allt til Húsavíkur, nema í Siglufirði þar sem hún er í undirbúningi og á Akur- eyri. Þá er hitaveita í at- hugun á Egilsstöðum. Annars, er allt svæðið frá Mývatni austur um og suður allt í Mýrdalinn fátækt af jarðhita, eins og sést betur á öðru korti, sem sýnir háhita- svæði og helztu hveri landsins. Háhitasvæðin eru samkvæmt þessu korti á Reykjanesi, í Krísuvík, í Henglinum, við Geysi, á Hvera- völlum, i Kerlingar- fjöllum, við Torfajökul, á Mýrdalsjökli, við Vonar- skarð, i Grímsvötnum, Kverkfjöllum, í Öskju, í Fremrinámum, í Náma- fjalli og á Þeistareykjum. Samkvæmt kortinu er samanlögð vinnslugeta vegna jarðhitans í Suður- landskjördæmi 52.400 GWh, í Vesturlandskjör- dæmi 9200 GWh, í Vest- fjarðarkjördæmi 580 GWh, 1720 GWh í Norðurlandskjördæmi vestra en 16.100 GWh i Norðurlandskjördæmi eystra en Austfjarðar kjördæmi kemst þar ekki á blað. um list til lækninga Samband stofnað á LIST til lækninga var yfirskrift ráðstefnu, sem haldin var f Norr- æna húsinu í Reykjavík dagana 7. — 15. júnf s.l. Á þessari ráðstefnu var fjallað um list til Iækninga, „art therapy", sem er alþjóðlega viðurkennt heiti á þessari grein. Þetta var ekki einungis fyrsta ráðstefnan um þessi málefni hér Fimmtánda ráðstefna norr- ænna búvfsindamanna (NJF) var haldin f Reykjavfk dagana 1.—4. júlf. Ráðstefnu þessa sóttu rúm- lega 600 búvfsindamenn frá Norðurlöndum, þar af um 90 frá lslandi, en með gestum voru þátt- takendur 980. Þetta er í fyrsta sinn, sem ráðstefna NJF er hald- in á tslandi, en slfkar ráðstefnur eru jafnan haldnar á fjögurra ára fresti. Ráðstefnan hófst með hátíðar- fundi í Háskólabíói sl. þriðjudag, þar sem m.a. dr. Björn Sigur- björnsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins flutti yfirlitserindi um íslenskan land- búnað og prófessor K. Maijala frá íslandi á landi heldur er sennilegt að hér hafi verið um að ræða fyrstu ráð- stefnu sinnar tegundar í heimin- um en yi hennar komu aðilar vfða erlendis frá auk þeirra ts- lendinga, s'cm sóttu ráðstefnuna. 1 framhaldi af ráðstefnunni var formlega stofnað hér á landi Sam- band um list til lækninga. Finnlandi hélt fyrirlestur um búvöruframleiðslu á Norðurlönd- um í framtfðinni með hliðsjón af nýtingu landsgæða. Störf ráð- stefnunnar héldu sfðan áfram f hinum ýmsu undirdeildum, sem starfsemi samtaka norrænna bú- vfsindamanna skiptist í, en þær eru alls 11. A ráðstefnunni voru haldin um 180 fræðileg erindi um margvís- leg efni á sviði landbúnaðar. Á miðvikudaginn fóru 810 ráð- stefnugestir f kynnisferðir um Borgarfjörð og Suðurland. I ferð- ura þessum kynntu þátttakendur sér ýmsa þætti íslensks land- búnaðar. Heimsótt voru mörg Framhald á bls. 35 Á ráðstefnunni voru m.a. sam- ankomnir læknar, sálfræðingar og iðjuþjálfar. Flutt voru erindi um hina ýmsu þætti „art therapy" og hinir erlendu gestir sögðu frá starfi sínu. I sýningarsölum húss- ins var sýning á verkum, sem unnin höfðu verið af fólki, sem var i meðferð hjá „art therapist- um“. Markmið ráðstefnunnar var fyrst og fremst að kynna list til lækninga frá ýmsum sjónarhorn- um en í lok hennar var samþykkt að leggja drög að stofnun alþjóð- legra samtaka um list til lækninga og stuðla að því að árlega verði haldnar slíkar ráðstefnur. Ákveð- ið er að næsta ráðstefna verði í Svíþjóð. Þá var samþykkt að gefa út alþjóðlegt fréttabréf, þar sem kjarni fyrirlestranna og umræðn- anna á ráðstefnunni birtist. Að lokinni ráðstefnunni var boðað til stofnfundar Sambands um list til lækninga hér á landi. Eru þetta samtök fólks úr ýmsum starfsstéttum s'.s. fóstrur, iðju- þjálfar, sálfræðingar, læknar, myndlistarkennarar, leikarar o.fl. Er markmið sambandsins að auka þekkingu fólks á list sem fyrir- byggjandi starfi og beita sér fyrir auknu samstarfi allra þeirra, sem áhuga hafa á þessum málum. Þá leggur sambandið áherzlu á að komið verði upp fullkominni menntunaraðstöðu fyrir þá, sem vinna að list til lækninga á Is- landi. Verður næsti fundur sam- bandsins i Langholtsskóla 3. sept. n.k. kl. 20.30 og er allt áhugafólk velkomið. 180 fræðileg erindi á 4 dögum Ljósm.: Heimir Stígsson Nýr bátur Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgina, var fyrsta fcátnum. sem smfðaður er I Sandgerði og um leið fyrsta stálbátnum, sem smfðaður er á Suðurnesjum hleypt af stokkunum f sfðustu viku. Báturinn, sem heitir Hamraborg SH 222, sést hér renna f sjó fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.