Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULl 1975. Vel heppnað landsmót Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFI, Sigurður Greipsson heiðurs- félagi I UMFl, Birgir Thorlacius ráðuneytisstjðri, frú Sigríður Thorlacius heiðursgestur landsmótsins og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. — Nei, það er langt frá þvf að við séum lausir við áhyggjurnar, þó að mótinu sé lokið, sagði Sig- urður R. Guðmundsson formaður landsmótsnefndar er við ræddum við hann að mótinu loknu. — Maður hefur einfaldlega ekki haft tíma til að hugsa um t.d. fjármálin og þær áhyggjur sem þeim eru ávallt samfara. Við höf- um lagt I mikinn kostnað til að koma upp sem beztri aðstöðu og nú er það spurningin hvort lands- mótið ber sig eða við förum með tap út úr þessu fyrirtæki. Hafsteinn Guðmundsson for- maður UMFI sagði að hann væri ákaflega ánægður með fram- kvæmd þessa móts. Veðrið hefði verið með eindæmum gott keppnisdagana og árangur kepp- enda hefði verið með albezta móti, þannig að allt hefði lagzt á eitt til að gera mótið glæsilegt. — Sum ungmennafélögin eru á hraðri uppleið og vil ég í því sambandi nefna Héraðssamband Vestur-Isfirðinga, Ungmenna- samband Vestur-Skaftfellinga og síðast en ekki sízt Ungmenna- félagið Skipaskaga, sagði Haf- steinn. — Það hefur ekkert slæmt áfall orðið hér hjá okkur, en ég verð þó að játa að mér fannst skipulagning smáatriðanna gleymast, en það vill jú alltaf verða. — Annars er Iandsmótinu í rauninni alls ekki lokið, þar sem hópur ungmennafélaga, alls 150 manns, heldur i vikunni til Dan- merkur til æfinga og keppni með dönsku íþróttafélagi úr systra- hreyfingu UMFÍ í Danmörku. Stutt er til stefnu hjá okkur, sagði Hafsteinn, og nú þurfum við að nota vikuna til að fylla vélina til Danmerkur. — Ástæðuna fyrir hinni tiltölu- lega dræmu aðsókn að lands- mótinu að þessu sinni kvaðst Haf- steinn halda að væri almennt minnkandi áhugi fólks á að taka þátt í fjölmennum hópskemmtun- um. Það væri enn ekki Ijóst hvort tap eða hagnaður yrði af mótinu, en aðsóknin hefði orðið helmingi minni en búizt var við. Dansleikir þeir sem skipuleggjendur mótsins gengust fyrir í iþróttahúsinu á Akranesi, gáfu þó drjúgar tekjur i aðra hönd og eitt kvöldið var greidd um ein milljón króna f aðgangseyri. Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri UMFl sagði að er hann fyrst kom til Akraness vegna undirbúnings landsmótsins hefði honum fundizt Skagamenn tor- tryggnir á að Skipaskagi og UMSB gætu haldið slíkt mót. — Er dró nær mótinu breyttist þessi afstaða og fólk vildi allt fyrir okk- ur gera, sagði Siguróur. Tók Ingólfur Steindórsson fram- kvæmdastjóri landsmótsnefndar f sama streng og sagði að það hefði verið einstaklega þægilegt að leita til bæjarbúa um aðstoð síð- ustu vikurnar fyrir mótið. Eins og áður hefur verið sagt tóku um 1200 keppendur þátt f mótinu. Starfsfólk mótsins hefur sennilega verið 5—600 manns. Til dæmis hefði starfsfólkið í frjáls- Gestir í heiðurstúku fylgjast með landsmótinu. I fremri röð má sjá frá vinstri Sigurð R. Guðmundsson formann landsmótsnefndar, Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra, forsetahjónin doktor Kristján og frú i Halldóru, og Björgvin Bjarnason bæjarfógeta og frú. I aftari röð eru ýmsir af stjórnarmönnum í Iþróttasambandi Islands. JjíÍLmMb&JZÉ ; > M Pv? : um íþróttum verið rúmlega 60. Skátar og björgunarsveitir veittu mikla aðstoð, önnuðust nætur- vörzlu og sjúkraflutninga sem þó voru sem betur fer ekki miklir. Þessu fólki viljum við þakka og öllum þeim öðrum sem hjálpuðu okkur við framkvæmd þessa landsmóts, sögðu þeir félagar í lokin. í Myndin hér að ofan til vinstri er frá skákkeppninni, en þar náði Júllus Friðjónsson mjög góðum árangri. Á myndinni hér fyrir ofan sýnir danskt fimleikafólk kunnáttu sina og á neðst til vinstri sjást keppendur frá gest- gjöfunum, Skipaskaga á Akranesi, ganga fylktu líði inn á völlinn. vöruvnrilun Inqiólf/ ©/Itoin/oncnr Kkippa'stig 44 Reyti|Ovili nmi 11783 j BlaSamaður MorgunblaSsins ræddi viS nokkra landsmótsgesti og spurSi þá hvernig þeim fyndist landsmótiS hafa tekizt. Jón SigurSsson, Reykjavík, fyrrverandi form. HSS: — Mótið hefur tekizt i alla staði mjög vel. Aðstaðan é Akranesi er stórkostleg, veðrið hefur verið gott, keppnin skemmtileg og góð stemmning hjá áhorfendum Páll Bjarnason prentari úr Kópavogi: — Ég er hrifinn af öllu hér. Iþróttaaðstaðan er eins og bezt verður á kosið, stjórn mótsins góð og keppnin skemmtileg, og ekki má gleyma veðrinu Þá vil ég sérstak- lega taka það fram, að allur að- búnaður varðandi hreinlæti o.þ.h. er til mikillar fyrirmyndar I tjald- búðunum. Sveinbjörn Guðbjarnarson bankamaður úr Reykjavlk: — Allt hefur hjálpazt að til að gera þetta mót skemmtilegt Veðrið hefur verið gott, glæsileg aðstaða á íþróttavellinum og keppnin hefur verið jöfn og skemmtileg I öllum Iþróttagreinum Hjálmar Torfason gullsmiður, Reykjavlk — Ég kom ekki hingað fyrr en á sunnudag, en það sem ég hef séð lýst mér mjög vel á. Það er ekta keppnisveður og árangur eftir því. Ég hef tekið þátt I þrem landsmót- um og það er eitthvað annað veðrið i dag heldur en á landsmótinu I Hveragerði 1949. Æfingagallar Allar stærðir Verð frá 2866.- Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.