Morgunblaðið - 15.07.1975, Side 33

Morgunblaðið - 15.07.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULl 1975. 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 2—3, frá mánudegi til föstu- dags. # Hvar yrði þá skjól fyrir flóttamenn? Þessi spurning kemur fram í bréfi húsmóður, sem ritar Velvak- anda bréf og ræðir um sjónvarps- þáttinn viðfræga með Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi. Hús- móðir segir: „Þá er nú alþjóð búin að sjá þáttinn, sem tekinn var með Sverri Kristjánssyni. Það eru nú fleiri en ég, sem mega þakka dætrum Árna Pálssonar fyrir að vilja frelsa ykkur frá þessum þá lika fróðleik. Kostnaðinn við þennan þátt átti áróðursmaskina heimskommúnismans að borga. Sverrir sagði itarlega frá störfum sínum í þágu kommúnismans og endaði á þvi að óska, að gunn- fáni kommúismans blakti yfir allri heimsbyggðinni. Hvar yrði þá skjól fyrir alla þá er vilja og reyna að flýja kúgun kommúnismans? Það var lær- dómsrfkt að heyra söguna um traktorinn, sem sendur var héðan, því að nokkrum mánuðum seinna, skipaði Stalfn Brezhnev, sem þá var að læra málmblendi f Ukraníu, að útrýma bændum þar. Hann brá hart við og með aðstoð skólabræðra sinna rændu þeir mat frá bændum og hættu ekki fyrr en 5VS milljón manna varð hungurmorða. Þá eru ótaldir þeir, sem fluttir voru f fangabúðir. Seinna voru allir Krímatara, 250 þúsund, sendir til Norður- Síberfu. Þar hefur sjálfsagt verið hlúð að þeim, en ekki hefur nú mikið dugað pelsinn hennar Ingi- bjargar Steins sálugu. Það er ekki hægt að ímynda sér, hvað trúar- skoðanir Sverris Kristjánsonar eru hræðilegar í framkvæmd. Áður en Sverrir óskaði eftir kommúnisma fyrir alla, átti hann að fara aftur til Hamborgar og reyna að fá að heyra Lorelei, og síðan að hafa tal af einum verka- manni, sem sat í verksmiðjuráði, og spyrja hann, hvort hann vildi skipta á sfnum kjörum við þá í Rússlandi. Karl Marx vildi, að verkamenn- irnir sætu f stjórn fyrirtækjanna, en Lenín sá að það var ódýrara, að láta þá vinna I skjóli KGB og hafa fangabúðirnar tiltækar handa þeim óánægðu. Ég vil láta Sverri borga okkur kostnaðinn af speki sinni með þvf að láta hann þýða| Eyjaklasann eftir Solzhenitsyn úr t.d. dönsku og lesa hann svo upp f útvarpinu f þættinum „Við vinnuna", svo að fáfróðar hús- mæður hafi nógar fróðleik handa börnum sínum, þegar þau koma úr skólanum. Húsmóðir 0 Æskan fótum troðin Ofangreind millifyrirsögn er hin sama og yfirskrift á bréfi, sem 10 ungmeyjar senda „háttvirtum Velvakanda". Bréf þeirra er í mjög hátíðlegum stfl, þar sem þær beita sömu brögðum og t.d. forseti íslands gerir, þegar hann talar um sig og þjóð sina — þær sem sagt þéra sjálfar sig. Meyjarnar vinna í Vinnuskóla Reykjavfkur- borgar og hafa þann starfa að mála leiktæki á leikvöllum. I bréfinu skýra þær frá því, að þær noti við þennan starfa sinn sér- staka sloppa, sem ná niður fyrir mið læri, svo að málning á ekki að koma í föt þeirra. Þó er ekki afgjörlega unnt að girða fyrir það samkvæmt bréfinu, þar sem ein- hverjir málningarblettir voru á fötum þeirra, er atvik það átti sér stað, er um getur í bréfinu. Þriðjudaginn 1. júlf voru þær á heimleið á tímabililu frá kl. 15,30 til 16 og ætluðu að stíga í strætis- vagn númer 11. Brá þá svo við að vagnstjórinn meinaði þeim inn- göngu vegna málningarblettanna, sem meyjarnar segja f bréfinu að hafi verið þurrir. Þar af leiðandi telja þær ekki hafa verið ástæðu til þess að vfsa þeim úr vagninum og segja þær í bréflok, að þær vonist til að strætisvagn- stjórinn bæti ráð sitt. 1 eftir- mála að bréfinu segja þær og að næsta dag hafi sami vagnstjóri lofað þeim að aka með vagninum, en meinað þeim að setjast, þó svo að sæti væru laus í vagninum. Velvakandi getur i sjálfu sér ekki dæmt um það, hvort vagn- stjóranum á að vera heimilt að vfsa stúlkunum úr vagninum, þar sem honum er t.d. ekki kunnugt um sjónarmið vagnstjórans. Hugsanlega hefur það verið fljót- ræði hjá honum að vfsa stúlk- unum úr vagninum fyrri daginn, enda virðist hann hafa séð að sér sfðari daginn. Velvakanda finnst það í raun sjálfsögð tillitssemi ungra stúlkna, sem vinna með málningu og gætu haft blauta málningu i förum sinum að þær setjist ekki f sæti almennings- vagns og gætu þannig ónýtt eða skemmt fatnað þess sem á eftir kemur. Varla getur verið að 10 Vinnuskólameyjar séu svo lúnar að þær geti ekki f stuttri öku- ferð með strætisvagni staðið á áfangastað. #Sýniö gæsunum tillitssemi Edith Ásmundsson, sem vinnur í Isbirninum h.f. og hjólar dag- lega til vinnu um Eiðisgrandann, hringdi til Velvakanda og vakti athygli á þvf að nú um þessar mundir væru gæsir, sem verpt hafa sunnan megin Eiðisgrandans í grasinu þar, óðum að flytja sig yfir götuna, niður fjöruna með ungahópana sfna. En þeim farn- ast ekki öllum vel á leið sinni yfir götuna, þvf að ökumenn sem aka þar um hafa ekki sýnt gæsunum nægilega tillitssemi. Sagði Edith að hún hafi oftsinnis orðið vitni að því að ekið hefði verið á gæsir og gæsarunga með heldur ömur- legum afleiðingum. Bað hún Vel- vakanda um að biðja bflstjórana að sýna gæsunum fyllstu tillits- semi. Er því hér með komið á framfæri. anum og skrifaði niöur nokkur orð. — Það var Jean Servieres, sem stakk upp á þér tækjuð að yður að sígla með kókaín? — Ekki þá! Hann talaði um flutning sem hann gæti útvegað mér og bað mig að koma á stefnu- mót á kaffihúsi f Brest, þar sem ég hitti hann og tvo aðra ... —' Miehoux lækni og Le Pom'meret? — Hárrétt! Michoux skrifaði enn niður og yfir andlit hans færðist fyrirlitn- ingarsvipur. — Hver þeirra þriggja gekk frá samningnum við yður? Michoux beið tilbúinn með blý- antlnn. — Engfnn þeirra... eða réttara sagt, þeim varð tfðrætt um alla þá peninga sem hægt væri að græða á einum eða tveimur mánuðum ... Nokkru seinna kom Bamia- rfkjamaður inn f spilið ... Eg hef aldrei fengið að vita hvað hann hét ... Ég sá hann aðcins tvisvgr sinnum ... En hann var vei að sér um siglingar, og spurði mig f þaula um sjóhæfni bátsins mfns og hvað ég þyrfti marga menn með mér og hversu iangan tíma það tæki að setja f hann Öflugri HÖGNI HREKKVISI SÍNE OG KÖKU- BASAR PÓLITÍKIN Nokkur orð ! tilefni greinar Páls Braga Kristjánssonar ! Mbl. 9. april 1975. Við erum þvi ekki óvanir, að deilt sé á SÍNE á siðum Mbl., og það væri að æra óstöðugan að elta ólar við það allt. Grein Páls gefur hinsvegar ærna ástæðu til andsvara, m.a. má vel af henni skiljast, að SfNE sé einhverskonar leyniklúbbur, sem ekki gefi kost á upplýsingum um starfsemi slna frekar en frlmúrarar. Hvað er SÍNE? (áður SfSE) Samband Islenskra námsmanna (áður stúdenta) erlendis var stofnað til að gæta hagsmuna stúdenta (siðar námsmanna) erlendis. SÍNE hefur á slðustu árum smám saman þróast I þá átt að llta á hagsmuni námsmanna I stærra samhengi en einungis hvað varðar baráttuna fyrir lifibrauðinu á llðandi stundu, enda þótt það hafi alla tlð verið snar þáttur I starfinu. Stafar það fyrst og fremst af þvi, hve treglega náms- mannasamtökunum gengur að tryggja lán sem nægir námsmönnum til llfsviðurværis. Við teljum það einnig til hagsmuna okkar, að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins, ef vera kynni að það leiddi til, að hægt sé að lifa þar mannsæmandi llfi að námi loknu. Námsmenn erlendis hafa ágætt tækifæri til að skoða þetta þjóðfélag okkar I nýju Ijósi, bera einstaka þætti þess saman við sam- svarandi þætti annarsstaðar, og þá vill ýmislegt koma I Ijós, sem ekki liggur eins Ijóst fyrir þeim, sem lifa og hrærast I þessu þjóðfélagi okkar. Þetta hefur gefið námsmönnum er- lendis tilefni til að deila hart á ýmis- legt I fslensku þjóðfélagi. og hefur það vart farið fram hjá neinum, að velvakendur ofl. hafa tekið óstinnt upp. Allar götur slðan SÍNE hóf veru- leg afskipti af þjóðmáium hafa verið pólitlskar kosningar I SÍNE. Þannig að frambjóðendur til stjórnarkjörs hafa gert grein fyrir skoðunum slnum á þv! að hvaða málum SÍNE skuli starfa og á þjóðmálum almennt, t.d. hersetu, Nato, frelsis- baráttu ýmissa kúgaðra þjóða, um tilhögun námsaðstoðar, svo að eitt- hvað sé nefnt. Vintri sinnaðri fram- bjóðendur hafa alltaf borið ótvlrætt sigurorð af hægri sinnuðum, sem að vonum hefur farið I taugarnar á mörgum. Margir hafa af þessum sökum tekið þann kost, sem ekki ber félagsþroska þeirra fagurt vitni, að standa utan félagsins, en njóta auðvitað eins og aðrir góðs af þvi sem SÍNE fær áorkað I lánamálum I samvinnu við svipuð samtök hér- lendis. Skipulagslega séð er SÍNE þungt I vöfum, sem ekki er neitt undur, þegar haft er I huga að félagar eru dreifðir um mörg lönd. Á hverjum stað þar sem eru fleiri en 4 náms- menn, er trúnaðarmaður kosinn af námsmönnum á þeim stað. Trún- aðarmennirnir sjá um að fréttir sem stjórnin miðlar, komist til skila, og skipuleggja starfið á viðkomandi stað. Þar sem færri félagar eru við nám, er hverjum einstökum sendar upplýsingar. Hjá trúnaðarmönnum eiga að finnast gögn um SÍNE, lög, eldri fréttabréf og þess háttar. Stjórn SÍNE sendir frá sér fréttabréf u.þ.b. þrisvar sinnum á hverri önn, og bréf þar á milli, ef mikið liggur á að koma upptýsingum til félaganna. Einnig rekur stjórnin oft margskonar erindi fyrir félaga. f fjölda mörg ár hefur SÍNE (áður SfSE) tekið þátt I námskynningum I framhaldsskólunum og okkur er ekki grunlaust um að SfSE hafi haft þar forgöngu um. Á þessum náms- kynningum (a.m.k. slðustu ár) hefur fjölrit með upplýsingum um SÍNE legið frammi, þannig að þeim sem ætla I nám erlendis er I lófa lagið að kynna sér SÍNE Þar að auki rekur SÍNE (I félagi við S.H.Í) skrifstofu I Félagsstofnun stúdenta. þar sem hægt er að fá upplýsingar og komast I samband við námsmenn erlendis, til að fá upplýsingar um nám, hús- næði, félagsllf og allt það annað, sem skiptir máli við val á námsgrein og námsstað. Hafi Páll ekki getað fengið þær upplýsingar hjá trúnaðarmanni I Árósum, sem nægðu honum til að gera það upp við sig, hvort hann ætti að ganga I SÍNE var eðlilegra að hann bæri sig upp við stjórnina, en að hlaupa i Moggann og klaga. Kröfugerðin — eða kökubasarinn.— Það litla, sem Páll hefur heyrt um SÍNE, er „. . . Islenskir námsmenn krefjast. . .". Á það sennilega rót slna að rekja til þeirrar baráttu sem hefur verið haldið uppi I haust og vetur. Baráttu fyrir þvl að halda a.m.k. óbreyttum námslánum og siðar til að fá gengisfellinguna bætta. Þessi mynd Páls er etv. eðli- leg, ef dæma skal út frá fjölmiðlum einum, og ef hann hefur áður sótt fróðleik sinn I dálka dagblaðanna m.a. Velvakanda og Staksteina, þykir okkur ekki tlðindum sæta, að myndin sé óskýr á köflum. Páll mælir ekki á móti „réttmæt- um kröfum um jafnræði I þjóð- félaginu, kröfum um réttláta skipt- ingu tekna os.frv." Um það er SlNE honum hjartanlega sammála og gæti hann a.m.k. þess vegna átt samleið með SfNE Það er býsna útbreidd skoðun meðal landsmanna að lita beri á tekjur þjóðfélagsins sem köku sem deilt er út meðal landsmanna á hverjum tlma, og að henni hafi nú verið skipt I eitt skipti fyrir öll. Verði þjóðarbúið fyrir skakkaföllum. beri ötlum að taka á sig tekjumissi óháð þvl hverjar tekjurnar eru fyrii. Við erum hinsvegar sammála Páli (sbr. tilvitnun) að ekki beri að lita svo á, að kökunni sé endanlega skipt. Þó að á móti blási I augnablikinu réttlæti það engan veginn, að ráðist sé á kjör láglaunamanna, þvi að það þarf ekki lengi að lita I kringum sig I þjóðfélaginu til að sjá að greinilega eru margir vel aflögufærir, svo ekki sé meira sagt. Það fer ekki á milli mála, að mikilsvert er að efla skilning al- mennings á nauðsyn menntunar og þvi, að fullnægjandi lánafyrirgreiðsla er forsenda þess, að fjárhagslegt jafnrétti til náms sé tryggt. Svo mikið hefur verið rætt og ritað jm þessi mál. að það fólk sem á annað borð fylgist með þjóðmálaumræðum. veit það, sem það vill vita um þetta. Lánasjóður ísienskra námsmanna (LÍN) lánar nú að meðaltali um 83% Framhald á bls. 35 Tjöld á hjólhýsi fyrirliggjandi Einnig nokkur hjólhýsi tilbúin til afgreiðslu strax Gísli Jónsson & Co. h.f., ^ Sundaborg, Klettagörðum 11, simi 86644, ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.