Morgunblaðið - 15.07.1975, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULl 1975. Togbátar sópa upp hrognapollum Athugasemd frá sjávarútvegsráðuneytinu I MORGUNBLAÐINU s.l. laugar- dag 12. júlí er undir ofangreindri fyrirsögn lýst mikilli sildarhrygn- ingu út af Garðskaga og tilfærð eru ummæli fiskifræðinganna Jakobs Jakobssonar og Hjálmars Vilhjálmssonar um eyðileggingu síldarhrogna á þessu svæði af völdum togbáta. Eftirfarandi um- mæli eru höfð eftir Jakobi Jak- obssyni: „Það nær engi átt, að svæðið út af Garðskaga skuli ekki vera lokað fyrir trollbátum, því þar hefur talsvert mikið af síld hrygnt að undanförnu, og svo get- ur farið að stór hluti hrognanna eyðileggist." Hjálmar Vilhjálmsson á svo að hafa sagt, að sjávarútvegsráðu- neytið hafi að vísu auglýst tog- veiðibann á stöðum úti fyrir suð- urströndinni, þar sem síldar- hrygning hefði átt sér stað, en það næði ekki á Faxaflóasvæðið. Vegna þessara ummæla vill ráðuneytið upplýsa eftirfarandi: Hinn 9. júlí s.l. barst ráðuneytinu svohljóðandi bréf frá Hafrann- Ný sementsferja smiðuð á Akranesi: Þorgeir og Ellert með lægsta tilboðið 1 lok mafmánaðar var undirritað- ur smíðasamningur milli Sem- entsverksmiðju rfkisins og Þor- geirs og Ellerts h.f. á Akranesi um smlði á nýrri sementsferju, sem nota á til flutninga á lausu sementi milli Akraness og Reykjavfkur. Er gert ráð fyrir að ferjan verði afhent haustið 1976. Stjórn sementsverksmiðjunnar ákvað á sfnum tíma, að leita til- boða f smfðina innanlands og ut- an. Sex tilboð bárust og reyndust Fram 2 — FH 0 FRAM sigraði FH með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 0—0. Fram var betri aðilinn í lélegum leik. Mörk liðsins gerðu Marteinn Geirsson á 55. mfnútu og Rúnar Gfslason á 70. mfnútu. Nánar um leikinn á fþróttasfðu á morgun. tvö lægst, annað hollenzkt, en hitt frá Þorgeir og Ellert h.f., sem buðu einir Islendinga f smfðina. Eftir athugun á tilboðunum var ákveðið að taka tilboði Þorgeirs og Ellerts. 1 fréttatilkynningu frá Sem- entsverksmiðju ríkisins segir, að nýja ferjan eigi að vera tilbúin til afhendingar haustið 1976. Samn- ingsverð er 189.9 millj. kr. reikn- að á verðlagi sem gilti 30. sept- ember 1974, en ferjan er teiknuð hjá Martin A. Nielsen 1/S í Kaup- mannahöfn. Sjálf ferjan verður 46.80 m. að lengd og á að geta flutt 400 tonn af sementi, í fjórum geymum. Ferja II hefur flutt allt sement til Reykjavíkur frá því að verksmiðjan tók til starfa. Ferja II var upphaflega landgöngu- prammi í seinni heimsstyrjöld- inni. Þarfnast hún mikillar við- gerðar, en hefur fengið undan- þágu frá Siglingamálastofnun rík- isins til siglinga unz hin nýja ferja verður fullsmíðuð. Ferja II er í eigu Akraneskaupstaðar. Landsliðsnefnd K.S.Í. valdi I gærkvöldi 16 leikmenn vegna landsleiksins við Norðmenn í Bergen n.k. fimmtudag. Hélt liðið utan I morgun. Eftirtaldir leik- menn voru valdir til fararinnar: Árni Stefánsson Fram, Þorsteinn Ólafsson ÍBK, Gísli Torfason IBK, Jón Pétursson Fram, Marteinn Geirsson Fram, Jóhannes Eðvaldsson Holbæk, Björn Lárusson IA, Guðgeir Leifsson Víkingi, Jón Alfreðsson ÍA, Árni Sveinsson ÍA, Ólafur Júlíusson ÍBK, Grétar Magnússon ÍBK, Hörður Hilmarsson Val, Matthías Hallgrímsson IA, Teitur Þórðarson ÍA, Örn Óskarsson ÍBV. Sigurður Dagsson Val og Karl Hermannsson ÍBK eru meiddir og Elmar Geirsson Fram gat ekki fengið frí frá vinnu til að taka- þátt i leiknum. Umræddur leikur er seinni leikur þjóðanna í undan- keppni Olympíuleikanna. ERU ÞEIR L^ngadalsá Simon Helgason, varaformað- ur Stangveiðifélags isafjarðar sagði, að talsverður fiskur hefði nú gengið í Langadalsá, og veið- in góð þrátt fyrir of mikið vatn. Aðeins eru 2 stengur í ánni, og nú eru komnir 35 fiskar á land, af stærðinni 6—14 pu-nd, en fyrsti laxinn fékkst 2. júlí. — Enn er talsvert laust af veiði- leyfum I ánni, en dagurinn kostar 6500 kr. og er þá innifal- ið húsgjald. Leirvogsá Enn er mjög góð laxveiði i Leirvogsá og um hádegisbilið I gær voru komnir 109 laxar á land, en veiðin hófst ekki fyrr en 1. júlí. Er þetta miklu betri Framhald á bls. 35 sóknastofnuninni, dagsett þann sama dag: „Rannsóknir, sem gerð- ar voru á m.b. Dröfn RE-135, þriðjudaginn 8. þ.m., hafa leitt f ljós að sfldarhrygning hefur átt og á sér stað í opnu togveiðihólfi við suðurströndina milli 21° 57’ v.lg. og 22° 32’ v.lg. Til þess að koma f veg fyrir að togbátar spilli árangri síldarhrygningarinnar ber brýna nauðsyn til þess, að umræddu hólfi verði lokað fyrir öllum togveiðum nú þegar 3 sjó- mflur út frá ströndinni fram til 10. ágúst.” Þennan sama dag (9. júlí) fékk ráðuneytið skrifleg meðmæli Fiskifélags Islands með því að banna togveiðar á ofangreindu svæði og tfma og daginn eftir hinn 10. júlí gaf ráðuneytið út auglýsingu um bann þetta og sendi fjölmiðlum fréttatilkynn- ingu þar að lútandi. Morgunblaðið skýrir frá banni þessu laugardaginn 12. júli, en tekur fram að bannið nái ekki til Garðskagasvæðisins, sem skýrt er frá á öðrum stað f blaðinu með fyrrgreindum tilvitnunum f þá Jakob og Hjálmar. Eins og sjá má hér að ofan er hvergi minnst á Garðskagasvæðið í bréfi Hafrannsóknastofnunar- Framhald á bls. 35 Sláttur hefst á Hjarðarbóli. Ljósm. Mbl. Georg. Sláttur hafinn í Ölfusinu Hveragerði, 12. júli. HALLDÓR bóndi Guð- mundsson á Hjarðarbóli í ölfusi hóf slátt fyrir helgi og var vel sprottið. Sagðist Halldór hafa borið snemma á og taldi hann sig vera með þeim fyrstu, sem hafið hefðu slátt. — Mjög vel hefur viðrað hér um helgina og virðast bændur hafa freist- ast til að hefja slátt, og á nokkr- um bæjum mátti sjá bólstra, því brakandi þurrkur var. Geysimikil umferð hefir ver- ið austur fyrir fjall, enda veður- blíða eins og bezt verður á kos- ið. Bíllinn brann til kaldra kola — 30 farþegar sluppu ómeiddir Landsliðið ut- an í morgun Langferðabifreið sem flutti 30 farþega brann til kaldra kola á Þorskaf jarðarheiði f fyrradag. Farþegar og bflstjðri sluppu ó- meiddir, en misstu marga per- sónulega muni, svo sem mynda- vélar, sjónauka og yfirhafnir, svo eitthvað sé nefnt. Bifreiðin var frá Ferðafélagi Akureyrar og var á leið með Akureyringa f ferðalag vestur á firði, og var ferðinni heitið til Isafjarðar. Eftir brun- ann var farið með farþegana nið- ur f Bjarkalund, þar sem þeir gistu í tjöldum f fyrrinótt, en héldu svo af stað f ferðina á ný f gærmorgun, með langferðabif- reið, sem fengin var frá Reykja- vfk. Einn þeirra, sem komu til aðstoð- ar ferðafólkinu, er bíllinn var að brenna, var Axel Kvaran, lög- regluvarðstjóri úr Reykjavík, en hann var í fríi í Bjarkarlundi er tilkynningin um brunann barst. I samtali við Morgunblaðið f gær sagði Axel, að eldurinn I bílnum hefði komið upp á milli kl. 14 og 14.30. Þá hefðu sfmavinnumenn ekki langt frá Bjarkarlundi, heyrt bílstjórann kalla á hjálp gegnum talstöð. Eínn þeirra hefði strax komið f Bjarkarlund og beðið um aðstoð. Axel og símavinnumaður- inn .náðu síðan í 12 manna bíl, sem stóð rétt hjá Bjarkarlundi og gripu með sér öll tiltæk slökkvi- Skipstjóri Fróða hlaut 86 þús. kr. DÓMUR var kveðinn upp í Fróða- málinu svonefnda hjá bæjar- fógetanum á Siglufirði síðdegis á laugardag og stuttu seinna í máli skipstjórans á Helgu Björgu. Skipstjóri Fróða var ákærður fyrir tvö landhelgisbrot, en ekki var hægt að sanna þau á hann. Hann var hinsvegar dæmdur f 86 þús. kr. sekt fyrir ólöglegan um- búnað veiðarfæra í landhélgi og var gert skylt að greiða máls- kostnað. Skipstjórinn á Helgu Björgu var hinsvegar dæmdur I 300 þús. kr. sekt til landhelgissjóðs og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk, en komið var að bátnum á tog- veiðum inni á miðjum Skagafirði s.l. fimmtudag. tæki. Þegar þeir komu upp á heið- ina stóð bifreiðin f björtu báli og var þýðingarlaust að reyna að slökkva í henni. Axel sagði, að bflstjóri lang- ferðabílsins hefði sagt, að þegar hann hefði verið að koma upp á háheiðina, hefði bræla gosið upp úr vélarhúsinu. Hann hefði strax numið staðar og farþegarnir farið um leið út úr bílnum. En áður en sfðasti farþeginn hefði verið far- inn út úr bflnum logaði allur undirvagninn, þannig að eldurinn virðist hafa búið um sig í nokkurn tíma. Það fyrsta, sem farþegarnir gerðu er þeir komu út, var aó reyna að ná farangrinum sem geymdur var undir sætunum. Tókst það fljótt og vel og náðust t.d. öll tjöld. I bílnum var eitt handslökkvitæki og notaði bfl- stjórinn það á meðan farþegarnir voru að fara út úr bílnum. Þá sagði Axel, að eftir brunann hefðu farþegarnir verið fluttir niður í Bjarkarlund og allir hefðu verið komnir þangað um kl. 17. Komið hefði í ljós, að mikið af persónulegum munum hefði glat- ast þegar fólkið yfirgaf bílinn. I fyrrinótt gisti fólkið f Bjarkar- lundi, en fór sfðan af stað í gær- morgun, án þess að láta þetta ó- happ nokkuð á sig fá. Rakst á ísjaka og sökk: „Sendum út neyð- arkall í 4-5 tima” — segir skipstjórinn á Sigga Gumma VÉLBÁTURINN Siggi Gummi lS-111 sökk skammt út af Hæla- vfkuibjargi á sunnudaginn, eft- ir að báturinn hafði rekizt á fsjaka. Skipverjar fjórir að tölu, komust um borð f gúmmf- bát og þaðan reru þeir inn á Hiöðuvfk, og f skipbrotsmanna- skýlið þar. Þangað var sfðan náð f þá síðari hluta sunnudags. „Við vorum staddir um það bil 3 sjómflur út af Hælavíkur- bjargi, þegar stjórnborðskinn- ungurinn lenti á fsjaka og skipti það engum togum að við höggið byrjaði báturinn strax að leka. Bezta veður var þegar þetta kom fyrir, en ísjakinn marraði f kafi, þannig að við sáum hann ekki,“ sagði Hermann Sigurðsson, skipstjóri og eigandi Sigga Gumma í samtali við Morgunblaðið í gær. „I bátnum voru tvær lensidæl ur og settum við þær strax í gang, en bráðlega kom f ljós, að þær höfðu ekki við lekanum. Við ætluðum að sigla stytztu leið upp f fjöru f Hlöðuvík, þar sem veður var mjög gott, en er við höfðum siglt í smástund fór gírinn að slúðra og urðum við að hægja ferðina. Ekki liðu svo margar mfnútur þangað til að hann hætti alveg að virka og þá var sjórinn kominn upp á hálfa vél. Þá var ekki annað að gera en að setja út gúmmibátinn og annan minni bát sem við vorum með,“ sagði Hermann og bætti við: „Gúmmíbáturinn sem við erum með tekur 10 menn og minni báturinn 4 menn. Okkur , sóttist ferðin í land hægt, en gekk bezt með þvf að róa litla bátnum og draga þann stærri og að lokum höfðum við það.“ Þá sagði Hermann: „Allan tímann frá þvf að jakinn rakst á Sigga Gumma sendum við út neyðarkall, og kölluðum f 4—5 tfma en enginn virtist heyra f okkur. Við höfðum verið dá- góða stund í skipbrotsmanna- skýlinu, þegar bátur svaraði okkur og litlu sfðar Isa- fjarðarradíó. Var þá sendur bátur frá ísafirði til að sækja okkur og gekk sú ferð og ferðin heim vel. Okkur var þá sagt að svokallaðir dauðir blettir fynd- ust á þessu svæði og þvf hefði ekki heyrst í okkur, en það hef ég aldrei heyrt áður.“ Þá sagði Hermann að þeir á Sigga Gumma hefðu verið á færum í sumar en erfitt hefði verið að eiga við það vegna íss. Suðvestanátt hefði verið Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.