Morgunblaðið - 15.07.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 15.07.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1975. 13 NÆSTA landsmót Ungmenna- félags Islands verður að öllum Ifkindum haldið á Dalvfk árið 1978. Sótti Ungmennasamband Eyjafjarðar um að halda mótið og fékk jákvætt svar. Dalvfk- ingar hafa farið þess á leit við UMSE að mótið verði haldið þar og eru allar lfkur á þvf að svo verði. Þó munu nokkrir aðr- ir staðir innan félagssvæðis UMSE koma til greina. Hafsteinn Þorvaldsson for- Dalvík 1978 maður UMFt sagði f viðtali við Morgunbiaðið að iandsmótinu á Akranesi loknu að það væri greinilegt að ýmis hin minni bæjarfélög úti á landi legðu mikla áherslu á að fá að halda ungmennafélagsmótin. Með þvf ættu þau möguleika á að hraða uppbyggingu fþróttamann- virkja á stöðunum og greiðleg- ar gengi fyrir þau að fá opin- bera styrki til mannvirkjagerð- ar. » A - jfaá K m m . l n / ’,1 É ,, Hin fjölmenna sigursveit UMSK, sem með sigri sínum í stigakeppni landsmótsins rauf sigurgöngu HSK-fólksins, en Skarphéðinsfólkið hafði sigrað á átta landsmótum í röð. „Þjóðhátíð æskunnar á íslandi” o » 15. landsmót Ungmennafélags Islands hófst á Akranesi á laugardaginn og þvf var slitið á sunnudagskvöldið. Keppendur á mótinu voru fleiri að þessu sinni en á nokkru öðru landsmóti ungmennafélaganna og fór mótið hið bezta fram í alla staði. Skipulag var gott á flestum sviðum, veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og því lengra sem leið á mótið þeim mun betra varð veðrið. Keppendur voru sjálfum sér og öðrum góð fyrirmynd og fjöldi áhorfenda fylgdist með því sem fram fór í sambandi við mótið mótsdagana þrjá Undirritaður minnist þess ehki að hafa verið viðstaddur það annað íþróttamót hér á landi, sem bctur hefur farið fram. Það var glæsibragur yfir þessu landsmóti og aðstandendur mótsins, Ung- mennafélagið Skipaskagi á Akra- nesi, Ungmennasamband Borgar- fjarðar, Akraneskaupstaður, Ung- mennafélag Islands og þeir aðrir sem hönd lögðu á plóginn til að gera mót þetta sem veglegast geta verið stoltir af störfum sínum. SETNINGIN Við setningu landsmótsins fluttu Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, Magnús Oddsson bæjarstjóri á Akranesi, Sigurður R. Guðmundsson for- maður landsmótsnefndar og Haf- steinn Guðmundsson stutt ávörp, en sá síðastnefndi setti mótið. Sagði Hafsteinn meðal annars I ávarpi sínu: „Landsmótsárin renna hvert á eftir öðru í tímanna rás, en skilja eftir minningar um unna sigra á vettvangi íþrótta- og félagsstarfs. Fjöldaþátttakan er aðalsmerki landsmóta UMFI, en afrek íþróttafólksins frá einu móti til annars bera ótvirætt vitni hinu íþróttalega gildi landsmótanna. Augu alþjóðar munu fylgjast með því sem gerist hér nú um þessa helgi, þannig eru landsmót- in orðin einskonar þjóðhátlð æskunnar á Islandi þar sem manngildi hennar er vegið og mælt, jafnt f leik sem starfi". Viðstödd hina hátfðlegu setn- ingarathöfn voru forsetahjónin, Kristján Eldjárn og frú Halldóra, menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, framámenn bæjar- mála á Akranesi, sérstakur heiðursgestur landsmótsins, frú Sigríður Thorlacfus formaður Kvenfélagasambands Islands, for- ystumenn i Iþróttasambandi Is- lands, auk mikils fjölda áhorf- enda. Hófst setningarathöfnin á því að ungmennafélögin gengu fylktu liði inn á iþróttasvæðið, f skrautlegum búníngum undir fánum sinna félaga. Var hóp- gangan vel skipulögð og röggsam- lega stjórnað af Þorsteini Einars- syni íþróttafulltrúa ríkisins. Á föstudagskvöldið eftir að mótið hafði verið sett sýndi danskur fimleikahópur við góðar undir- tektir áhorfenda. Þjóðdansa- hópur UMFI sýndi þjóðdansa undir stjórn Helgu Þórarins- dóttir, fimleikastúlkur undir stjórn Hlfnar Árnadóttur komu fram og keppt var f 5000 metra hlaupi. Lúðrasveit Akraness lék nokkur lög og einnig undir fjölda- söng. IÞRÓTTAKEPPNIN Iþróttakeppni landsmótsins hófst á föstudaginn og fóru þá fram undanrásir f ffestum greinum, en einnig fengust þá úrslit í nokkrum keppnisgreinum. Laugardag og sunnudag var keppninni fram haldið og lauk með verðlaunaafhendingu um kl. 20.00 á sunnudagskvöldið. Voru keppendur þá orðnir spenntir að heyra úrslitin f hinni hörðu stiga- keppni og mikill var fögnuður þátttakenda frá UMSK er Sig- urður Geirdal framkvæmdastjóri las upp nafn sigurvegaranna í stigakeppninni — Ungmenna sambands Kjafarnesþings. Urðu Kjalnesingar þar með til að rjúfa sigurgöngu Héraðssam- bandsins Skarphéðins á 8 lands- mótum í röð. Munurinn varð þó ekki mikill, aðeins munaði 3V5 stigi á sveitunum tveimur og fékk HSK 125 stigum meira en sveitin sem varð f þriðja sæti, HSÞ. I fjórða og fimmta sæti komu svo aðalskipuleggjendur mótsins, USK, og UMSB. GOTT VEÐUR Gott veður var allan tfmann frá þvf að landsmótið hófst á föstu- daginn og þar til mótinu var lokið. Fylgdist mikill fannfjöldi með keppninni afla dagana og væsti ekki um áhorfendur sitjandi f sól- skininu, sem var t.d. á sunnu- daginn, á þægilegum grasbekkj- unum við fþróttavöllinn á Akra- nesi. Fyrir neðan völlinn beið svo Langisandur rennisléttur og urðu margir til að nota sér tækifærið og brugðu sér f sjóbað. DRÆM AÐSÓKN Fyrir mótið höfðu forstöðu menn jafnvel reiknað með að að- komufólk á mójinu yrði yfir 20 þúsund. Sú von brást og var talið að aðkomufólk á Akranesi lands- mótsdagana hefði verið um 10 þúsund. Þeir sem um mótið sáu, höfðu miðað undirbúning sinn við mun fleiri gesti og olli aðsóknin þeim því eðlilega vonbrigðum. Keppendur voru hins vegar fleiri á þessu móti en á fyrri landsmótum og í fyrsta skipti f sögu landsmótanna voru erlendir gestir meðal þátttakenda. Alls voru 977 einstaklingar skráðir til þeirra greina, sem gáfu stig f hinni hörðu stigakeppni. Með sýn- ingaratriðum, innlendum og er- lendum, hefur þátttakenda- fjöldinn örugglega farið yfir 1200. SKIPULAG Heildarskipulag mótsins var mjög gott, en eins og alltaf vill verða þá voru það smáatriðin sem gleymdust og sköpuðu smávægi- leg vandamál fyrst í stað. En með góðum vilja og dugnaði voru vandamálin leyst. Tímasetning stóðst til dæmis nokkurn veginn f öllum greinum og telst það frekar til undantekninga á íþróttamót- um hérlendis. Tjaldbúðunum var skipt f þrjú svæði, fyrir keppendur, fjölskyld- ur og almenning. I keppenda- tjaldbúðunum var næturvörður allar næturnar og þar var ró og friður allan tfmann. I almehn- ingsbúðunum var hins vegar há- reisti nokkur fram eftir nóttum, en allt fór þó tiltölulega friðsam- lega fram og lögreglan þurfti litil afskipti að hafa af mótsgestum. MÓTSSLIT Að lokinni verðlaunaaf- hendingu á sunnudagskvöldið fluttu þeir Danfel Ágústínusson forseti bæjarstjórnar Akraness og Sigurður R. Guðmundsson ávörp. Sfðan sleit Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFI mótinu með fá- um orðum. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.