Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.07.1975, Blaðsíða 36
PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. cSb Nýborg" O Armúla 23 — Sími 86755 IMU EINNIG NY VERSLUN 1 í HAFNARSTRÆTI 17 ^mvndidjan^ ASTÞORhf ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1975 Skattskrámar lagðar fram í vikulokin? „ÞAÐ ER hugsanlegt að skatt- skrár verði almennt tilbúnar og lagðar fram I lok þessarar viku,“ sagði Ævar Isberg vararfkisskatt- stjóri í samtali við Morgunblaðið f gær. En hann bætti þvf við, að á þessu stigi væri ekki hægt að full- yrða um þetta en þær yrðu þó lagðar fram öðru hvorum megin við helgina f helstu skattum- dæmunum a.m.k. Færi það m.a. eftir þvf hvernig gengi að vinna skattskrárnar hjá Skýrsluvélum rfkisins og Reykjavfkurborgar en þar eru skýrslur allra umdæma unnar og er að sjálfsögðu mikið 200 mílna fískveiði- Jögsagan EINS og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgina hafa vcrið tíðir fundir f þingflokkunum, landhelgisnefnd og ríkisstjórn um útgáfu reglugerðar um væntanlega útfærslu fiskveiði- landhelginnar og var gert ráð fyrir því f gær, að fundir yrðu f landhelgisnefnd og rfkisstjórn f dag og jafnvel að til úrslita dragi um ákvörðun útfærslu- dags. Á fundum þessum hefur einkum verið rætt um út- færsludag, grunnlfnur þær, sem hin nýja 200 mflna fisk- veiðilandhclgi verður reiknuð frá og önnur efnisatriði nýrrar reglugerðar. Engin ákvörðun mun hafa verið tekin um undanþágur innar fiskveiðilögsögunnar, en að minnsta kosti Bretar hafa farið fram á viðræður við fs- lenzk stjórnvöld um þau efni eins og fram hefur komið f fréttum. álag á stofnuninni af þeim sök- um. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hefur ein- hver töf orðið á skattskrám vegna viðræðna um túlkun atriða í hinu nýja skattalagafrumvarpi. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, vildi sem minrist gera úr töfinni er Mbl. ræddi við hann i gær en sagði að ráðuneytið hefði bent viðkomandi aðilum á, að í hinum nýju lögum væru atriði sem ákveða ætti nánar um fram- kvæmd á með reglugerðum. Væri hér t.d. um að ræða framkvæmd á greiðslu fjölskyldubóta og hvern- ig greiðsla á fé til sveitarfélaga ætti að fara fram. „Þessi atriði hafa verið til umfjöllunar hjá okkur að undanförnu, eri ég veit ekki betur en jafnframt hafi ver- ið unnið að álagningu og annarri vinnu við skattskrár. Ég á reyndar von á því að á morgun þriðjudag verði alveg ljóst hvenær skattskrárnar verða lagð- ar fram,“ sagði ráðuneytisstjór- inn í lok samtalsíns við Mbl. í gær Orkuöflunarkerfið — Kortið sýnir stærstu orkuver og helztu háspennulínur, sem nú eru í notkun. Einnig má sjá á kortinu áætlanir og hugmyndir að framkvæmdum til orkuöflunar fram í tímann fyrst fimm ár, síðan tfu ár og að lokum næstu árin þar á eftir. Stefnt er að samtengingu órkuveitna alls landsins með háspennulínum allan hringinn og einnig yfir hálendið. Er þá gert ráð fyrir orkufrekum iðnaði um miðbik Norðurlands og Austurlands auk staðsetningar vestan og suðvestanlands. Kort þetta birtist í síðasta hefti Fjármála tíðinda og er nánar greint frá þessari kortagerð á bls. 25 í Mbl. f dag. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri: Erlendar lántökur valda 10% hærra gjaldi fyrir neytendur —EF RÉTTRI stefnu hefði verió fylgt í verðlagsmál- um á íslandi, telst mér til, að rafmagnsneytendur á Reykjavíkursvæðinu þyrftu að borga 10% lægra gjald en nú er, sagði Aðal- steinn Guójohnsen raf- magnsveitustjóri Reykja- víkur, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Aðalsteinn Guðjohnsen sagði, að þetta orsakaðist af hinum miklu erlendu lántökum, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur hefði orðið að taka á undanförnum ár- um. I stað þess, að láta orkusöl- una borga allarframkvæmdir og viðhald, væri verðlagsmálum þannig háttað á ísandi, að taka yrði í sifellu erlend lán til að standa l framkvæmdum og vextir og annar kostnaður af slikum lán- tökum væri ekki orðinn svo lítill baggi. Hann sagði, að um sl. áramót hefði Rafmagnsveitan skuldað rétt um 1 milljarð króna og á þessu ári væri hlutfallið milli vaxta og brúttótekna af raforku rúmlega 8%, sem að sjálfsögðu kæmi svo fram í hærra verði til neytenda. Þá sagði Aðalsteinn, að hann hefði gert lauslega áætlun um hvað Rafmagnsveita Reykjavíkur þyrfti að borga í vexti og aðra fasta liði vegna töku erlendra lána á árunum 1975—1979 og næmi það um 7'Á%—12%, sem væri gróflega reiknað um 10% á ári að meðaltali og það þyrftu neytendur að greiða. Lærleggur fannst úr beinagrindinni Flytja Flugleiðir þúsundir pílagríma — Samningaviðræður standa yfir Ekki væri vitað hvernig það UM ÞESSAR mundir standa yf- ir viðræður Flugleiða h.f. og aðila í Saudi-Arabiu og Indó- nesíu umflutningá tugþúsund um pílagrfma frá Djakarta til Mekka og Medína Ef af þessum flutningum verður, mun félag- ið hafa meira en nóg að gera með eina flugvél á þessum slóð- um frá því í byrjun nóvembe- og út janúar. Þetta kom fram f samtali sem Morgunblaðið átti við Alfreð Elíasson, forstjóra Flugleiða, í gærkvöldi. Alfreð sagði í upphafi, að fé- laginu hefði verið boðnir þessir flutningar fyrir skömmu. Flutningarnir myndu eiga sér stað í tveimur áföngum að mestu. Fyrst frá því 1. nóvemb- er til 15. sama mánaðar og síðan aftur frá því í byrjun desember og til loka janúar. Þá sagði hann að ekki væri enn vitað með vissu, hve mikinn fjölda pflagríma væri um að ræða, en ef Flugleiðir táekju allt verk- efnið að sér, þyrfti ein af vélum félagsins að vera á þessum slóðum allan tímann, og jafnvel yrði framkvæmt en jafnvel kæmi Cargolux þá inn í mynd- ina, en auðvelt er að breyta vélum þess félags úr vöruflutn- ingavélum í farþegavélar, og sömuleiðis er Cargolux með eina af þotum Flugleiða á leigu til vöruflutninga. Þá spurði Morgunblaðið Al- freð að þvi, hvort Flugleiðir hyggðust fara meir inn á leigu- flug í framtíðinni en verið hef- ur. Hann sagði að það stæði ekki til í rfkum mæii, en þarna hefðu þeir komið inn á óplægð- an akur. VIÐ frekari leit rannsóknarlög- reglumanna á staðnum við Faxa- skjól, þar sem beinagrindin fannst I sfðustu viku, kom annar lærleggurinn I Ieitirnar, en af helztu beinum mannslfkama hafði aðeins vantað lærleggina tvo f þessu tilviki. Eins og fram hafði komið, höfðu strákarnir, sem fundu beinagrindina, fyrst grafið á staðnum um sl. páska og þá fund- ið tvö stór bein, sem þeir töldu vera úr nautgrip, en munu að öllum lfkindum hafa verið lær- leggir beinagrindarinnar. Hentu strákarnir þessum beinum burt, en nú kom annað þeirra í leitirn- ar. Við leitina á laugardaginn nutu rannsóknarlögreglumennirnir að- stoðar fornleifafræðinema. Fátt annarra minja fannst í þetta skiptið. Þrátt fyrir að skýrt hafi verið í fjölmiðlum sl. föstudag frá ágall- anum á vinstri kjálka beinagrind- arinnar og því atriöi, að tvær framtennur I neðri góm hefur vantað frá því að viðkomandi maður var á lífi, þá hafa rann- sóknarlögreglunni ekki borizt neinar nýjar upplýsingar um mál- Framhald á bls. 35 Sprengisandur og FjaBabaksleið opnuð í vikunni — FLESTIR vegir landsins, nema þá fjallvegir, verða að teljast allgóðir um þessar mundir, sagði Sigurjón Páls- son vegaeftirlitsmaður þegar Morgunblaðið ræddi við hann I gær og hann bætti við: „Þó má kannski segja að vegir á Norður- og Austurlandi séu víða mjög harðir og mikið ryk á þeim, sömu sögu er reyndar að segja úr Borgarfirðinum lfka.“ Hann sagði, að almennt væru vegirnir 3 vikum á eftir Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.