Morgunblaðið - 15.07.1975, Page 1

Morgunblaðið - 15.07.1975, Page 1
36 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 157. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Allt til reiðu fyrir geimskot Moskvu, Canaveralhöfða, 14. júlí. AP. Reuter. SOVÉZKA áhöfnin f Soyuz- Apollo geimferðinni heimsótti á sfðasta degi fyrir geimskotið minjasöfn tveggja stórmenna f geimferðasögu Sovétrfkjanna. 1 samræmi við rfkjandi hefð komu þeir Alexei Leonov og Valery Kubasov við á heimilum fyrsta geimfarans, Yuris Gagrin heitins og Sergei Korolev, aðalhönnuðar fyrsta eldflaugakerfis, sem notað var f Sovétrfkjunum. Hús þeirra eru við geimvísindastöðina þaðan sem geimfari Leonovs og Kuba- sov á að skjóta á Ioft klukkan 12,20 á þriðjudag. 1 Bandaríkjunum gengur undir- búningur þess hluta geimferðar- innar, sem Bandarikjamenn sjá um, að óskum. Er séð fram á ágætis veður á þriðjudag. Um þetta leyti árs er oft að vænta þrumuveðurs yfir Florida, seinni hluta dags. Var lengi óttast að eldingu slægi niður í hina miklu Saturn-Apollo eldflaug, og eyði- legði eitthvað af hinum við- kvæmu rafeindatækjum. Nú spáir veðurstofan aðeins einstaka regn- skúrum, sem ekki eiga að hafa nein áhrif á skotið klukkan 19.50 á þriðjudag. Sovézku geimfararnir tveir og hinir þrír bandarisku, Thomas Stafford, Vance Brand og Donald Slayton voru allir sagðir við hestaheilsu á mánudag, og vel búnir undir hina 9 daga löngu ferð. Bandarísku geimfararnir voru í þjálfun á mánudagsmorg- un f þotum yfir Atlantshafi, en eftir hádegi æfðu þeir sig í rúss- nesku. Bandarikjamennirnir munu tala rússnesku þá tvo daga, sem þeir starfa með rússnesku geimförunum, sem aftur á móti munu tala ensku. Á jörðu niðri verða svo túlkar til að aðstoða þá sem stjórna fjar- skiptum þaðan. Hápunktur ferðarinnar verður þegar sovézka geimfarið verður tengt því bandariska og geimfar- arnir takast í hendur. Milljónir manna víða um heim geta fylgst með beinni útsendingu frá geim- ferðinni. Leita flugmanns Beirut, 14. júlí Reuter. PALESTINSKIR skæruliðar sögðu á mánudag að þeir væru enn að leita að flaki fsraelskr- ar orustuþotu og flugmanni hennar, en þeir segjast hafa skotið þotuna niður er hún var f árásarferð á flóttamannabúð- ir f Suður-Lfbanon á sunnu- dag. Palestfnska fréttastofan WAFA og talsmaður einnar af hreyfingum Pafestfnuskæru- liða (Pdflp) sögðu á sunnudag að tvær fsraelskar sprengju- þotur hefðu verið skotnar nið- ur. Sagðí Pdflp einn flugmann hafa verið handtekinn. Talsmaður hreyfingarinnar sagði að enn væri leitað að flaki hinnar flugvélarinnar og flugmanni hennar. Talsmaður hers Lfbanons sagði á sunnu- dag að ein ísraelsk flugvél Framhald á bls. 35 Spáir batnandi efnahagsástandi innan OECD ríkja Genf, 14. júlf. HAFT er eftir Emile van Lennep, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, að innan skamms sé að vænta batnandi ástands í efnahags- málúm vestrænna rfkja og megi búast við að batinn verði slíkur, að hagvöxtur nái 4% á ársgrund- velli á fyrri helmingi næsta árs. Hins vegar telur hann að atvinnuleysi taki ekki að minnka fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Simamynd AP SOYUZ-APOLLO. Undirbúningur að sameiginlegri geimferð Banda- ríkjamanna og Sovétmanna. Eldflaugin, með Soyuz geimfarið í trjón- unni, flutt úr skýli að pallinum, sem henni verður skotið af á hádegi í dag. Malta fékk sitt fram Genf, 14. júlí AP MALTA fékk sitt fram á Öryggis- ráðstefnu Evrópu á mánudag þeg- ar hin 34 þátttökulöndin féllust með semingi á að taka inn um- deilda grein f kaflann um Miðjarðarhaf f yfirlýsingu fundarins, sem segir að eitt af markmiðum ráðstefnunnar sé „að fækka f herjum á svæðinu". Sam- þykkt greinarinnar, sem skfrskot- ar fyrst og fremst til flota Sovét- rfkianna og Bandaríkjanna á Miðjarðarhafi, var sfðasta ljónið á veginum að fokaþætti ráðstefn- unnar, sem ákveðið var á mánu- dag að hefjast skyldi f Helsing- fors 30. júlf. Lausn náðist í þessu máli er umræður höfðu staðið í 72 klukkustundir, dag og nótt. Um skeið leit svo út sem tveggja ára langar viðræður ætluðu að fara út um þúfur og voru Sovétmenn farnir að tala um „kúgun“. Upp- runalega höfðu Möltubúar krafist setningar, sem kvað skýrt á um að stórveldin fjarlægðu flota sina af Miðjarðarhafi. Kom þessi krafa aldrei til alvarlegrar umræðu. Á föstudag sendi forsætisráðherra Möltu orðsendingu, þar sem hann sagðist ekki sætta sig við vægara orðalag en að „fækka skuli“ f herjunum. Var þvi einnig hafnað f fyrstu. Eftir að hafa ráðfært sig við dr. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem stadd- ur var i Genf til viðræðna við Andrei Gromyko, sovézka utan- rikisráðherrann, féllust Vestur- lönd loks á tillögu Möltu. Austur- evrópsku sendinefndirnai- voru hins vegar harðari i sinni and- stöðu, en létu þó loks til leiðast. Framhald á bls. 35 Alþýðudemókratar úr stjórn andstaða í Portúgal eykst Lissabon, 14. júlí. AP. HATTSETTUR maður f flokki al- þýðudemókrata á Portúgal, sagði á mánudag að leiðtogar flokksins hefðu ákveðið að hætta þátttöku f bráðabirgðarfkisst jórninni og taka sér stöðu með jafnaðarmönn- um f stjórnarandstöðu. Spáði hann þvf, að þetta myndi ieiða til þess að innan 48 klukkustunda yrði Portúgal undir algerri stjórn hersins og væri þar með látalát- um um borgarstjórn hætt. Talsmaðurinn sagði að Goncalv- es, forsætisráðherra hefði hafnað kröfu flokksins um tryggingu fyr- ir lýðræðisstjórn í landinu, og því væri hann nú að undirbúa áætlun um hvernig haga bæri pólitiskri andstöðu. Eftir að jafnaðarmenn höfðu sagt sig úr ríkisstjórninni vegna ágreinings við herráðið um frjálsa blaðaútgáfu, settu alþýðu- demókratar fram úrslitakröfu í 5 iiðum um að Francisco da Costa Gomes, forseti, gæfi loforð um lýðræðislegt stjórnarfar. Goncalv- es tjáði leiðtogum flokksins að kröfunum hefði verið hafnað. Angóla logar í bardögum Luanda, Lissabon, 14. júli. AP, Reuter. ALLT logar nú f bardögum f Angóla, samkvæmt fregnum sem berast frá höfuðborginni Luanda. Drunur og hvellir úr sprengju- vörpum og minni skotvopnum heyrðust f útjaðri borgarinnar er strfðandi hreyfingar þjóðernis- sinna áttust við á vfgvellinum. Héldu dreifðar sveitir frelsis- hreyfingar þjóðernissinna, Fnla, uppi andstöðu gegn vel vopnuð- um sveitum marxista, Mpla. Hryllingsástand ríkir í Luanda. Þjófnaðaralda hefur brotist út, rotnandi lfk liggja I haugum i úthverfum og þúsunda innfæddra virðist nú aðeins bíða hungur- dauði, að sögn talsmanns portúgalshers, sem hringdi frá höfuðborginni til Lissabon á mánudag. Af fregnum frá nýlendunni að dæma ríkir þar algert stríðsá- stand. Hersveitum Mpla hefur að mestu tekist að koma sveitum Fnla út úr Luanda eftir 5 daga bardaga. Brynvarðir bflar slógu hring um stjórnarráðshöllina eft- ir að orðrómur hafði komist á kreik um að Mpla ætlaði að hrifsa til sin völdin. Augljóst virtist að Fnla sveitirnar sem vörðust i Luanda áttu von á miklum liðs- auka, að sögn yfirmanns i portúgalska flughernum. Ermesto Melo, utanrikisráð- herra Portúgal, kom á mánudag til Luanda, í þeirri von að hann mætti hafa einhver áhrif i þá átt að binda endi á bardagana í ný- lendunni, sem á að fá sjálfstæði í nóvember. Alitið er að meir en 300 manns hafi misst Iifið í bardögunum undanfarna 5 daga, en í sumum fréttum er sagt að mörg hundruð hafi týnt lífi. Ekki er vitað um fjölda særðra, en þeir munu skipta hundruðum. 1 Luanda liggja tugir eða hundruð líka i haugum, að sögn talsmanns Portúgalshers og er ómögulegt að fjarlæga þau vegna bardaganna. Er óttast að smitsóttir kunni að brjótast út á næstunni. Margir borgarhlutar eru vatnslausir og mikill skortur er á brauði. Her- menn hafa gætt húsa fyrir þjóf- um, sem farið hafa rænandi og ruplandi um heimili fólks, sem flúið hefur borgina. Á sjúkra- húsum Luanda rikir öngþveiti og slasaðir liggja þar um alla ganga. Á mánudag hvatti útvarpið fólk til að gefa blóð. Á gangstéttum miðborgarinnar er allt fullt af flóttamönnum, en verksmiðjur eru lokaðar og almenningssamgöngur liggja niðri. „Nú er aðeins einn möguleiki af hundrað á þvi að við munum sitja áfram í rikisstjórninni," sagði talsmaður alþýðudemókrata. Samt sem áður mun flokkurinn bíða þar til á miðvikudag, en þá rennur út sá frestur sem hann gaf forsetanum til að gefa tryggingar- yfirlýsingu fyrir lýðræði. Eftir að alþýðudemókratar hafa sagt sig úr stjórninni, verður herinn einn með fulltrúa i bráðabirgðastjórn- inni ásamt kommúnistum. Segja alþýðudemókratar að frekar en að stjórna með kommúnistum muni herinn fara með stjórnina einn sins liðs. Leiðtogar hersins sem nú eru einangraðri en nokkru sinni fyrr, kölluðu á mánudag saman auka- fund í herráðinu til þess að ræða um síðustu atburði i portúgölsk- um stjórnmálum, sem eru þeir alvarlegustu i tið núverandi stjórnvalda. Hefur andstaðan gegn hernum aldrei verið meiri en einmitt nú. Yfir helgina voru haldnir marg- ir fundir ýmissa aðila, þar sem stjórn hersins var harðlega gagn- rýnd. Þar á meðal eru 10.000 manna fundur kaþólskra jafnað- armanna í Lissabon og árás bænda á skrifstofur kommúnista- flokksins i bænum Rio maior.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.