Morgunblaðið - 15.07.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 15.07.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1975. 7 Sjússinn og dagblöðin Þjóðviljanum farast nýverið svo orð: „Þegar að heim- ilunum kreppir heyrist oft sú skoðun að það sé dýrt að vera áskrifandi af dagblaði. Fólki dettur stundum 1 hug, þegar sparnaður er til um- ræðu, að hægt sé að komast af án dag- blaðanna. Áskrift af dagblaði kostar nú 700 krónur á mánuðu, en ársáskrift 8300 krónur. Einhverja . viðmiðun verður að hafa þegar rætt er um verðlag. Þvi ekki að taka brennivins- flöskuna. Wisky af algengustu tegund kostar nú kr. 3400 flaskan og Vodka 3060 til 3200. Flaskan af léttu vini kostar frá 72o kr. Fyrir heilsársáskrift af dagblaði er hægt að kaupa tvær flöskur af wisky og tvær af ódýr- asta rauðvini. Tvöfaldur sjúss af sterku áfengi á bar með gosglundri kostar nú 65o til 700 krónur. Einn tvöfaldur I kók og þar er farin mánaðaráskrift á dagblaði. Þar við bætist svo að fyrsti sjússinn kveikir löngunina I fleiri eins og gengur. Þegar þessi viðmiðun er höfð ! huga er ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda þvl fram að dagblöðin séu dýr. Þetta ættu menn að hugleiða næst þegar þeir lyfta glasi og skegg- ræða um hvað helst megi verða til sparnaðar I dýrtlðinni og sam- drættinum." Verðbólgu- met j leiðara Tlmans sl. sunnudag er fjallað um neikvætt met islendinga á sviði verðbólguvaxtar. Þar kemur fram að af 24 þjóðum Efnahags og framfarastofnunar Evrópu (OECD) eigi ls- lendingar enn verð- bólgumetið. Verðbólgan hefur ætt áfram með tvisvarsinnum meiri hraða hér en vlðast annarsstaðar I Evrópu. Tíminn spyr. hvort nú sé e.t.v. betri vlgstaða I viðureigninni við verðbólguna, vegna styrks stjórnar er njóti stuðnings u.þ.b. 70% af kjósendum þjóðarinnar. Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að ef ár- angur eigi að nást, þurfi til að koma samstarf þings og þjóðar, m.a. hins stjórnmálalega valds og þess „utan- þingsvalds", sem einkum og sér I lagi sé innan stéttarsamtaka þjóðfélagsins. Vísir að settu marki Tlminn segir orðrétt I lok leiðarans: „Núberandi rlkis- stjórn hefur starfað um skamman tlma. Hún hefur þó af brýnni nauð- syn haft meiri afskipti af kjara og atvinnumálum en flestar fyrri rlkisstjórnir, enda er markmið hennar að koma I veg fyrir alvar- legt atvinnuleysi, þótt þjóðartekjur hafi minnkað og gjaldeyris- forði þjóðarinnar hafi m.a. af þeim sökum ekki aðeins gengið til þurrðar. heldur skapazt það ástand I gjaldeyris- málum, að þjóðin lifir á lanum og eyðir mun meira en hún aflar I er- iendum gjaldeyri. Rlkisstjórnin fer ekki dult með það, að við mikinn vanda er að etja I efnahagsmálum okkar. En hvað segir utanþings- valdið? Boðar það vald einhverja stefnu um, hvernig mæta beri þvl erfiða árferði, sem minnkar þjóðarkökuna, sem til skipta er? Lftið bólar á sllku, og á meðan er erfitt að bera saman stefnu rlkis- stjórnarinnar og utan- þingsvaldsins. Hér gerist það, eins og oftar, að tvenns konar siðgæðiskröfur eru gerðar. Utanþings- valdið gerir kröfur til þess, að rtkisvaldið leysi aðsteðjandi vanda, hverning sem hann verður til. Til sjálfs sln gerir utanþingsvaldið afar litlar kröfur I þessum efnum og skeytir oft á tlðum ekkert um þá erfiðleika, sem það skapar með óeðlilegum kröfum I von um stundargróða. Það heitir að tjalda til einnar nætur. Sannleikurinn er sá, að umfram verðbólga sú, sem hér ríkir miðað við önnur Evrópulönd, er að mestu leyti heima- tilbúin. Og hún verður ekki kveðin niður, nema báðir aðilar, utanþings- valdið, ekki slður en rlkisvaldið, sýni ábyrgð. f nýafstöðnum kjara- samningum brá fyrir sllkri ábyrgðarkennd. E.t.v. er það fyrsti vls- irinn að þvl að við losum okkur við hið neikvæða met." Alfreð Jónsson í Grímsey: Er Skaftafell þjóðgarður eða for- réttindastaður hinna heilbrigðu? IÐULEGA er því haldið fram af þeim er til þekkja, að for- ráðamenn þjóðfélagsins hafi alls ekki hugsað fyrir því að gera opinberar byggingar þannig úr garði að bæklað fólk og lasburða geti komizt þar um fyrirhafnarlítið. En það þarf að huga að fleiru í þeim efnum en einungis opinberum bygg- ingum — eins og fréttaritari Morgunblaðsins i Grímsey bendir á í eftirfarandi grein: í ágúst í fyrrasumar brugðúm við hjónin á það ráð að taka okkur sumarfri og aka hring- veginn. Mikla ánægju höfðum við af ferðinni, enda heppin með veður. Meðal margra athyglisverðra staða komum við að Skaftafelli, þeim rómaða stað og þjóðgarði. Margt var það á annan veg en ég hafði hugsað mér og vænzt, á stað sem að kallaður er þjóð- garður. Vera má að skilningi mínum að hugtakinu „þjóð- garður,, sé talsvert áfátt, í öllu falli er hann að ýmsu öðruvisi en þeirra manna er þar ráða rikjum. Ég hefi einfaldlega haft þá skoðun að þjóðgarður væri staður, þar sem að sem flestir landsmenn gætu notið alls þess er staðurinn hefur upp á að bjóða. Þess vegna brá mér í brún, er við komum akandi að stóru og ramgerðu hliði garðs- ins, harðlæstu með hengilás og stóru skilti, þar sem að á var letrað að öllum öðrum en ábúendum Skaftafells og starfsmönnum Náttúru- varndarráðs væri óheimilt að aka um þetta Paradísar hlið. Já, ég sagði að mér hefði brugðið — og það ekki að ástæðulausu. — Líklega hefi ég verið heimspekilega þenkjandi, því að ég fór að velta fyrir mér því hrópandi ranglæti sem að þarna er verið að fremja. Hvað meina forsvarsmenn þjóðgarðsins, álíta þeir í alvöru að allt það fólk, sem áhuga hefur á að skoða þessi náttúru- undur, hafi möguleika og getu til þess að ganga um garðinn sér til ánægju og heilsubóta. Gera þeir ekki ráð fyrir að gam- alt fólk og lasburða hafi löngun til þess að horfa á og njóta þeirrar fegurðar er staðurinn hefur upp á að bjóða. Nú kann að vera að komast megi akandi i þjóðgarðinn eftir öðrum leiðum, en ekkert sá ég tilskrif þar um og engan fann ég eftirlitsmann, né leiðbein- enda, svo að álíta verður að þetta sé eina færa leiðin. I framhaldi af þessum hug- leiðingum datt mér í hug, hvort forsvarsmenn þjóðgarðsins teldu sér ekki fært og skylt að láta gera akfæran veg um garðinn, svo að aka mætti inn á einum stað og út á öðrum og í leiðinni sjá það sem mark- verðast er talið. Það myndi áreiðanlega verða vel séð af mörgum, sem heilsu sinnar vegna treysta sér ekki til þess að ganga þennan bratta veg, en gætu a,uðveldlega setið í bíl. Ég álít að sú ráðstöfun myndi auka notagildi þjóðgarðsins og hróður þjóðgarðsnefndar, og þá væri vel. Tveir júgóslavneskir sigrar í Portoroz Að undanförnu hefur ungur júgóslavneskur skákmaður að nafni Anos Barle vakið allmikla athygli i skákheiminum Á skákþingi Júgóslavlu I vor náði hann ágætum árangri og varð þar meðal annars einn til þess að sigra Gligoric. Á skákmótinu i Portoroz á dögunum varð Barle i 10. sæti með 7,5 v. af 15 mögulegum Þar tefldi hann eftirfarandi skák: Hvltt: A. Barle Svart: S. Mariotti Kóngsbragð 1. e4 — e5, 2. f4 — d5, 3. exd5 — ex«4, 4. Rf3 — Rf6, 5. Rc3 — Rxd5, 6. Rxd5 — Dxd5, 7. d4 — Bg4. 8. Bxf4 — Rc6, 9. Bxc7 — Kd7?! 10. Bg3 — He8 + , 11. Kf2 — Kc8, 12. c3 — h5, 1 3. Db3 — Df5, 14. Bb5 — He6, 15. Hae1 — Bc5?, 16. Hxe6 — Rxd4, 17. cxd4 — Bxd4 + , 18. Ke2 — Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR fxe6, 19. Dc4+ — Bc5, 20. b4 og svartur gafst upp. Júgóslavneski stórmeistarinn D Velimirovic hefur löngum vakið at- hygli fyrir djarfa og skemmtilega taflmennsku Hann velur byrjanir, sem eru fullkomlega i stíl við tafl- mennskuna, og þegar honum tekst upp standa kóngar andstæðingsins sjaldnast uppréttir að lokum Allir þekkja Velimirovic árásina i Sikileyj- arvörn, en önnur byrjun, sem hann hefur teflt mikið er Benóní. Henni beitti hann gegn ungverska stór- meistaranum Portisch í Portoroz, og afleiðingin varð einhver mest spenn- andi skák mótsins. Hvltt: L. Portisch Svart: D. Velimirovic Benónlbyrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 — e6, 4. Rc3 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. e4 — g6, 7. Rf3 — Bg7, 8. Be2 — 0-0, 9. 0-0 — He8, 10. Rd2 — Rbd7, 11. a4 — a6, 12. Dc2 — Re5, 13. Ha3 — De7, 14. a5 — Bd7, 15. Hb3 — Hab8, 16. Hb6 — Gb4, 17. f3 — Bc8, 18. Kh1 — Dc7, 19. f4 — Red7, 20. e5 — dxe5, 21. fxe5 — Dxe5, 22. Rc4 — Dd4, 23. Hd6 — Rg4, 24. Bxg4 — Dxg4, 25. Df2 — f5, 26. Bf4 — g5, 27. He6 — Hxe6, 28. Bxb8 — Bd4, 29. dxe6 — Bxf2, 30. exd7 — Bxd7, 31. Re5 — Dd4, 32. Hd1 — Db4, 33. Rxd7 — Bd4, 34. Be5 — Dxb2, 35. Bxd4 — cxd4, 36. Rd5 — De2, 37. Hcl — Kf7, 38. h3 — d3, 39. Hc7 — Ke6, 40. R7b6 — d2 og hvltur gafst upp. 83000 — 83000 TILSÖLU Einbýlishús við Kópavogsbraut fallegt einbýlishús vestarlega á Kópavogsbraut. Stór og fallegur garður. Getur losnað fljótlega. Raðhús við Unufell raðhús við Unufell að mestu fullgert. í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúð. Hagstætt verð. Við Álfhólsveg, Kóp. sem ný 160-fm efri hæð, með sérinngangi ásamt góðum bílskúr skipti á minni íbúð með bílskúr, æskileg. Einbýlishús við Sogaveg einbýlishús fokskalað um 80 fm hæð, ásarht góðu risi með 4 svefnherb. baði og geymslu í risi. Gróinn garður. Góður bilskúr. Einbýlishús við Arnartanga Mosf.sv. Einbýlishús um 140 fm ásamt 45 fm bílskúr. Húsið selst rúmlega fokhelt með tvöföldu gleri i gluggum. Heitt og kalt vatn komið inn allir ofnar fylgja. Tilbúið strax. Verð 6 milljónir. Teikningar á skrifstofunni. Einbýlishús við Akurholti, Mosf.sv. Einbýlishús um 160 fm, ásamt 40 fm bílskúr. Húsið selst með tvöföldu gler í gluggum, einangruðum veggjum öll vatnslögn komin og hiti á ofnum. Húsið er að verða tilbúið til afhendingar. Verð 6,5 millj. Teikningar á skrifstofunni. Við Hlégerði, Kóp vönduð og falleg sérhæð um 1 1 5 fm á 1. hæð I tvíbýlishúsi. Vandaðar innréttingar, vönduð teppi. Sérinngangur. Bilskúrsréttur. Við Eiriksgötu falleg 3ja herb. Ibúð á 2. hæð um 90 fm (móti Landspitalanum). Við Laufvang, Hafn. sem ný 3ja herb. ibúð um 94 fm Íbúðín skiptist i svefnálmu 2 svefnherbergi, ásamt baðherbergi. Stór stofa, skáli, eldhús með borðkrók og þvotahús inn af eldhúsi. Hagstætt verð og greiðsluskiimálar. Við Ægissiðu góð 2ja herb. ibúð með sérhita í kjallara. Hagstættverð Við Hjallabraut, Hafn. sem ný 3ja herb. ibúð á 1. hæð um 106 fm. Við Kóngsbakka vönduð og falleg 5 herb. endaibúð á 3. hæð. Mikil sameign. Vandaðar innréttingar. Hagstætt verð. Við Asparfell sem ný 2ja herb. íbúð á 6. hæð i háhýsi. um 65 fm. Hagstætt verð. Við Vifilsgötu vönduð 2ja herb. endaibúð á 2. hæð. ásamt stóru herbergi með snyrtiingu i kjallara. Laus. Við Hraubæ vönduð 4ra herb. endaibúð á 2. hæð um 110 fm vandaðar innrétingar. Mikil sameign. Allt frágengið úti og inni. Við Hraunbæ vönduð 3ja herb. ibúð á 1. hæð um 94 fm. íbúðin er laus. Útborgun gæti verið rúmar 3 milljónir Við Hraunbæ góð 4ra herb. endaibúð á 3. hæð um 1 1 7 fm. Hagstætt verð. Við Rauðalæk vönduð 5 herb. íbúð á 3. hæð um 110 fm. íbúðin er öll hin vandaðasta 1. flokks skosk teppi. Útsýni yfir Laugardalinn. Opið alla daga Einbýlishús við Skipasund litið timburhús forskalað á járn. Stór lóð. Leyfi fyrir bilskúr. Verð 5 milljónir. Útborgun 3,5—4 millj. Við Hverfisgötu góð 4ra herb. ibúð : 2. hæð i tvíbýlishúsi. Hagstætt verð. Við Hverfisgötu góð 2ja herb. íbúð á götuhæð. Gengið beint inn. Hagstætt verð. Við Baldursgötu góð einstaklingsibúð í steinhúsi. Hagstætt verð. Við Grettisgötu góð 2ja herb. ibúð i kjallara. Austast á Grettisgötunni Við Grenigrund, Kóp. 5—6 herb. sérhæð i þribýlishúsi. Ný máluð. Laus strax. Hagstætt verð. Við Löngubrekku, Kóp. 5—6 herb. ibúð með sérinngangi og 50 fm bílskúr. Að mestu fullgerð. Hagstætt verð. Við Hverfisgötu, Hafn. góð risibúð um 70 fm með svölum og sérinngangi. Hagstætt verð. Við Blómvallagötu góð 3ja herb. íbúð um 70 fm, ásamt 2 rúmgóðum herbergjum á sömu hæð með snyrtingu. Við Eskihlið vönduð 5 herb. endaibúð á 3. hæð um 130 fm. vandaðar innréttingar og teppi. Tvöfalt gler i gluggum. Mikið útsýni. Við Miðtún hæð og ris með sérinngangi og sérhita. Stór og fallegur garður. Hagstætt verð. Við Nýbýlaveg sem ný 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt stóru herbergi á jarðhæð með snyrtingu. Innbyggður bílskúr. Hagstætt verð. Við Amtmannsstig góð 3ja herb ibúð endaibúð á 1. hæð ásamt herb. á jarðhæð. Hagstætt verð. Við Þrastarlund, Garðahr. 1 70 fm raðhús ásamt 50 f(n i kjallara. Með stórum bilskúr. Húsið er að mestu fullgert. Æskileg skipti á góðri íbúð i Reykjavik. í Hveragerði x Einbýlishús við Kambahraun. Sem nýtt einbýlishús á einum grunni um 1 44 fm ásamt 60 fm bílskúr. Einbýlishús við Kambahraun í smiðum einbýlishús um 132 fm með járni á þaki og plasti í gluggum. Verð 3 millj. 1 milljón við samning. Beðið eftir húsnæðismálaláni. Parhús við Borgarheiði i smíðum 2 parhús um 90 fm. Seljast fokheld. Verð 2,5 milljónir. Útborgur. 500—1 milljón. Öðru húsinu getur fylgt lifeyrissjóðslán. Lítið einbylishús við Breiðumörk Litið forskalað einbýlishús ásamt stórum garði. Haqstætt verð. Einbýlishús við Hveramörk. vönduð einbýlishús á tveimur hæðum um 84 fm hvor hæð. Stór garður. Bilskursréttur. Getur losnað fljótlega. Við Fífuhvammsveq, Kóp. góð 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Nýstandsett. Um 90 fm. Hagstætt verð. í Bolungarvík parhús parhús á tveimur hæðum grunnflötur 70 fm. Verð 5 millj. Skipti á ibúð í Reykjavik æskileg sem ný 3ja herb. i blokk um 80—90 fm. Hagstætt verð. Skipti á ibúð i Reykjavik æskileg. til kl, 10 e.h. Geymið auglýsinguna FASTEICNAÚRVAUÐ Ull SÍMI83000 Silfurteigii sotustjori Auóunn Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.