Morgunblaðið - 15.07.1975, Page 10

Morgunblaðið - 15.07.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15, JÚLI 1975. Lofsamleg blaðaummæli Jón Laxdal hefur undanfarin ár verið starfandi leikari í Sviss, aóallejía i Ziirich, þar som hann hefur tekió mjög virkan þátt i leiklistarlífi borjíarinnar ok leikið bæói í Ziircher Schauspielhaus og Kammertheater Stok, þar sem hann lék nýleíta í leikriti, sem nefnist „The blood knot“ — Böóbönd—, ok hlaut mjög lof- samk'Ka dóma fyrir frammi- stöðuna. MorKunblaðinu hafa borizt nokkrar blaóaumsaKnir um leiksýninKU þessa oj> tvær aórar. ojí skal efni þeirra stutt- leíía rakió hér. Leikritió „The blood knot“ — en hió enska nafn var látió halda sér — er eftir Athol Futtard frá Suóur-Afríku. Hann er fæddur 1932, ok ennfremur er upplýst aó eftir háskólanám í Höfóaborg og margra ára störf fyrir verzlunarflotann hafi hann eingöngu snúió sér aó leikritum. I þessu leikriti leióir hann sanian tvo hálfbræóur, sem báóir eru kynblendingar — annar nærri hvítur, en hinn Jón svissnesku Laxdal á leiksviði nær svartur. Þeir eru tengdir örjúfandi böndum, en þó er oft eins og þeir bræóur Kain og Abel séu þarna aftur- gengnir. Sá, sem er nær hvítur, vill frelsa þá báða frá hinu ömurlega lífi í báru- járnskofanum, þar sem þeir eru upp aldir I þeim til- gangi sparar hann hvern eyrí, sem þeir þurfa ekki fyrir nauö- þurtum. Ilann kann aö lesa og hefur sé sig dálítiö um í heimin- um. Ilann hugsar um framtíö- ina fyrir báöa. Hann sér um heimilishaldiö, en dökki bröóir- inn, sem er ólæs, vinnur úti. Ilann vill aftur á möti lifa, njóta lífsins. Aóur hafói hann bæði drukkið og duflað, en eftir að ljósi bróðirinn kom aftur, fær hann ekki að veita sér slíkt. 1 staðinn verður hann að láta sér nægja að eignast „bréfa- vinkonu" að tillögu bróðurins, sem annast fyrir hann bæði skriftirnar og lesturinn. Þegar svo vinkonan sendir mynd af sér, kemur í ljós, að hún er hvít, og þegar hún svo boðar komu sína, fer málið fyrir alvöru að vandast þarna í Suður-Afríku. Leikondurnir eru aðeins tveir, og leikur Jón Laxdal hinn ólæsa, nær svarta bróður. Hinn er ieikinn af félaga Jöns frá Zúrcher Schauspielhaus, Ingold Wildenauer, sem jafn- framt er Ieikstjöri. Fær hann mikió lof bæði fyrir leik og leikstjórn m.a. í blaðinu „Die Tat“, þar sem segir ennfremur: „Helzt væri þó hægt að gagn- rýna hann fyrir það, að hann tali ekki alltaf nægilega skýrt, en í því tilliti er Jón Laxdal honum miklu fremri (ef til vill af því að hann hefur leik- stjóra?). Aldrei fyrr hefur Jón Laxdal sýnt jafnljóslega, hvað í honum býr. Sálræn túlkun hans og svipbrigði fara nákvæmlega saman, hin snöggu umskipti frá skepnulegum sljóleika til barnslegrar einfeldni eru inni- léga sannfærandi. — Það er mikil synd, að það skyldi taka svo langan tíma að uppgötva, að þessi leikari var ekki aðeins efnilegur, heldur raunveruleg- ur og mikill! Wildenauer þekkt- um við fyrir að öllu góðu... Saman mynduðu þeir fábært „Duo“. Þessi sýning er sem sagt Jón Laxdal sem áflogahundur f leikritinu „Dreyfus" eftir Grumsberg. að öllu Ieyti hin vandaðsta frá listrænu sjónarmiði." Svissneska blaðið „Tagesanzeiger" segir einnig ítarlega frá sýningunni, og þar er svo að orði komizt um leik Jóns: „Þegar hvítir menn leika negra er það oft óviðkunnan- legt og misheppnað. En Jóni Laxdal tekst það, tekst að sneiða hjá öllu hlægilega út- lendingslegu. Hjá honum er Zach i senn framandlegur og eðlilegur í sinu umhverfi. Hið heimskulega þunglyndi hans, gruflandi þögn og skyndilegi, dimmi hlátur er sannfærandi. Jón Laxdal sýnir, hve Zach á örðugt með að tala hvernig hann hnýtur um stóru orðin, sem hann hefur lært af Morris. Þegar hann reiðist, bregzt hon- um málið með öllu, og þegar hann getur ekki hent reiður á hugsunum sínum, ber hann sér á höfuð. Tviskinnungur Zachs, sveiflur hans á milli stolts yfir eigin litarhætti og drauma um hvitar konur, er túlkaður á áhrifamikinn hátt með leik Jóns Laxdals." Það kemur í ljós af blaða- úrklippu úr „Tagesanzeiger", að Jón Laxdal hefur leikstýrt gamanleik eftir Noel Coward i Zúrich og einnig gert sviðs- mynd og teikna búninga. Segir þar, að hann hafi leyst hlutverk sitt af mikilli prýði („geschickt und souverán“). Þá má geta þess að lokum, að Jón lék fyrir nokkru stórhættu- legan áflogahund í leikritinu „Dreyfus“ eftir Jean-Claude Grumberg. Var Ieikur hans að sögn mjög sannfærandi og sýn- ingin i heild vel heppnuð. Þetta var í hinu merka leikhúsi Schauspielhaus Zúrich. —svá— Jón Laxdal og Ingold Wildenauer f leikritinu „The Blood Knot“ eftir Athol Fugard. Fyrir vestan MIKLAH FRAMKVÆMDIR A PATREKSFIRÐI í SUMAR A Patreksfirði búa um þús- und manns. A sfnum tima voru þar tvö þorp, Vatnseyri og Geirseyri, en steinsnar var á milli, þannig að nú er byggðin samfelld og nefnist einu nafni Patreksfjörður. Það er auðséð, að Patreks- fjörður býr ekki við fólksfækk- un eða deyfð, þvf að þar er mikiö byggt, og flestar nýbygg- ingar eru einbýlishús. Ulfar Thoroddsen, viðskipta- fræðingur, er sveitarstjóri á Patreksfirði. — Ulfar, hvað ertu búinn að vera hér sveitarstjóri lengi? — Eg er búinn að vera hér í eitt ár. Ég er fæddur hér og uppalinn og langaði alltaf til að flytjast hingað aftur. Þegar ég lauk námi var hér ekkert starf að hafa, þar sem ég gat notfært mér menntun mína, en þegar sveitarstjórastarfið var auglýst laust í fyrra, lá beint við að sækja um það. — Hvað er helzt um að vera hjá ykkur um þessar mundir? — Við erum að undirbúa mal- bikun aðalgötu bæjarins. Fyrir- hugað er að hefja malbikunina næsta sumar og i fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að malbika götuna gegnum bæinn og niðtir Rætt við Úlfar Thoroddsen sveitarstjöra á höfn. Hér er’mikið byggt, eins og sjá má, en þó er hér hús- næðisskortur. Nú er sveitar- félagið að byggja sex leiguíbúð- ir í samvinnu við húsnæðis- málastjórn. Þá er lokið undirbúningi að byggingu heilsugæzlustöðvar hér, og á hún að þjóna öllum sveitarfélögunum í Vestur- Barðastrandarsýslu. 1 byrjun er gert ráð fyrir því að tveir lækn- ar starfi við stöðina, en síðar verður þar sérgreinaþjónusta. Við höfum lokið öllum undir- búningi og bíðum eftir því að geta hafizt handa, en ríkisvald- ið lætur á sér standa. —"Verður þetta dýr bygging? — Já, ég held, að það hljóti að teljast. Byggingin mun kosta úm 300 milljónir, og þar af greiða sveitarfélögin 45 milljónir. — Hvað er það margt fólk, sem sækja mun þjónustu í heilsugæzlustöðina? — Það eru tæplega tvö þús- und manns. Ofarlega í miðjum bænum er glæsileg bygging, langt komin. — Þetta er nýja félags- heimilið okkar, segir Ulfar. Þar á að verða bæði gistihús og veit- ingasala. A veturna hugsum við okkur að leysa heimavistarmál- in í félagsheimilinu, þannig að nýtingin verður ágæt. Okkur vantar tilfinnanlega dagheimili hér og stefnum að þvf að byrja á því að koma þvi upp sem fyrst — helzt í sumar. Hér er starfandi félag áhuga- fólks um dagvistun barna í bænum og markmið félagsins er að heimilið komist upp fyrir áramót. Það eru húsmæðurnar, sem einkum hafa beitt sér í þessu máli, — þær vilja geta unnið I fiski þegar mest er að gera í frystihúsinu, þótt þær kæri sig ekki um að vinna full- an vinnudag utan heimilis. Mikill þáttur í atvinnulffi okkar hér á Patreksfirði er það, sem að höfninni lýtur. Hér er gott hafnarstæði og höfnin er ágæt, svo langt sem hún nær, en hún er alltof litil fyrir þá starfsemi, sem hér fer fram. Patreksfjarðarhöfn er fyrsta höfn á landinu, sem grafin var inn í land. Það er ekki Norð- fjarðarhöfn, eins og kom fram i sjónvarpsfréttum nýlega. Hér háttar þannig til, að mikill sandur berst inn í höfn- ina. Þetta verður að hreinsa og er aðkallandi að gera ráðstafan- ir til viðnáms sandburðinum. — Er mikið félagslif hér í bænum? — Já, hér er mikil gróska í menningar- og félagslífi. Kór- arnir æfa reglulega og halda söngskemmtanir. Kvennakór fer héðan í söngferðalag til ná- grannabyggða, hér er starfandi leikfélag, sem bæði sýnir leik- rit fyrir börn og fullorðna, auk þess sem hér er margs konar annað félagsstarf, segir 'Ulafar að lokum. Á.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.