Morgunblaðið - 15.07.1975, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.07.1975, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1975. 29 fclk í fréttum + Nú eru það ekki lengur bara þau Anna prinsessa og Charles prins sem koma fram fyrir hönd brezku konungsfjölskyld- unnar. Bróðir þeirra, Andrew prins, hefur bætzt f hópinn. Ný- lega fór hann með foreldrum sfnum, Elfzabetu drottningu og Philip prins, á sýningu Gilbert & Sullivan „Gondolieren" á Savoy-Ieikhúsinu. Hér sést prinsinn ræða við eina af hinum frægu, gömlu leikkon- um leikhússins, fröken Bridget d’Oyly Carte, og ræða þau um leiksýninguna. + Ford Bandarfkjaforseti á tvf- ans, það er oft villzt á þeim. Það fara. Það er kannski ekki nein skal tekið fram að það er Ford tilviljun, að maðurinn, sem forseti sem er á miðri mynd- heitir Rieh. Keiser, skuli hafa inni. verið ráðirtn Iffvörður forsct- + Anne Bergman. 25 ára gömul dóttir sænska leikstjórans Ingmar Bergman, er nú f Istan- bul, en þar leikur hún f hryll- ingsmyndinni „Click“. Þetta er þriðja kvikmyndin sem Anne leikur f. 1 hinum f.vrri var hún heldur fáklædd, en nú fullyrðir hún að f næstu myndum sem hún Ieiki f hafi hún hugsað sér að vera alklædd. Því miður! + Það eru erfiðir tfmar hjá A1 Pacino. Metro-Goldwin-Mayer kvikmyndafyrirtækið hefur höfðað mál á hendur honum og. krefst þess að fá 50.000 dollara f skaðabætur vegna þess að hann neitaði að leika hlutverk f nýjustu kvikmynd þeirra, en hann hafði skrifað undir samn- ing við kvikmyndafyrirtækið. MGM krefst ekki eingöngu pen- inganna f skaðabætur, heldur reynir einnig að hindra hann f að leika í kvikmyndum fram til 30. ágúst. A1 Pacino tekur þessu þó furðu rúlcga. Eftir að hann lék f hinum tveim myndum um „Guðföðurinn” er hann orðinn einn af eftirsótt- ustu leikurum Hollywood. Hann getur sjálfur ákveðið hvað hann þiggur f laun fyrir hlutverk sfn. Og honum finnst að hann hafi leyfi til þess að neita lélegum hlutverkum. Og hlutverk það sem MGM ætlaði honum var vissulega lélegt, fullyrðir hann. + Franska leikkonan Mireille Darc hyggst halda sér f formi, og það gerir hún á heldur óvenjulegan hátt — að minnsta kosti hvað kvenfólki viðkemur. Hún er nýbyrjuð að boxa. Og ekki nóg með það, nýjustu fréttir herma að hún og leik- arinn Alain Delon hyggist nú ganga f heilagt hjónaband, en þau munu hafa búið saman um nokkur ár. + Hertogaynjan af Windsor hyggur nú á langt ferðalag. Innan skamms ætlar hún að leggja af stað til að heimsækja alla þá staði sem hún áður heimsótti með eiginmanni sfnum. Fyrsti ákvörðunar- staður hennar er Bahamaeyjar, en þar var hertoginn af Wind- sor landstjóri frá 1940 til 1945. En frúin fer ekki ein f þessa löngu ferð. Óþekktur Rússi, hinn 29 ára gamli Gregory Rat- koff, fylgir henni á ferðum hennar. Ferðalagið, en þau ferðast nærri því um alla jörð- ina, mun taka marga mánuði. Er Guð til? Nýlega hafa komið út á vegum Kristilegs stúdentafélags f Reykjavík nokkrir bæklingar. Eru þeir í flokki sem nefnist Smá- rit K.S.F. og eru þeir hinir fyrstu fjórir í flokknum. Bera þeir nöfnin Er Guð til? Friðþægingin, Erfðasynd og Trúðu. Þrir fyrstu bæklingarnir eru eftir sænska biskupinn Bo Giertz, en hann hefur ritað fjölda bóka og greina kristilegs efnis. Meðal annars ha'fa komið út eftir hann á fs- lenzku bækurnar, I grýtta jörð, í þýðingu hr. Sigurbjarnar Einars- sonar biskups, og Með eigin augum i þýðingu próf. Þóris Kr. Þórðarsonar. Fjórði bækl- ingurinn, Trúðu, er eftir George Johnsen, prest í Noregi. Hann hefur lengi starfað sem prestur meðal námsmanna þar í landi og einnig ritað nokkrar bækur. Báðir þessir menn verða meðal ræðumanna á Norrænu kristilegu stúdentamóti i Reykjavík i ágúst i sumar. Þvi má bæta hér við að þessir bæklingar veita innsýn i þau atriði kristindómsins, sem mest er deilt um hér á landi um þessar mundir. Við afgreidum Kodak litmyndir ydará 3 dögum KS Allar myndir okkar eru fram- leiddar á úrvals Kodakpappír meö silkiáferö Í'Z Myndirnar eru afgreiddar án hvítra kanta Höfum þrautþjálfað starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru Þér greiðiö aðeins fyrir myndir ' sem hafa heppnast hjá yður Notið einungis Kodak-filmur svo þér náið fram sem mestum gæðum í myndum yðar K! Munið: Það bezta verður ávallt ódýrast Umboðsmenn um land allt — ávallt feti framar HANS PETERSENN BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ S 20313 S 82590 > V / GLÆSIBÆ S 82590

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.