Morgunblaðið - 15.07.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.07.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULl 1975. 'tiZ' I Með dyggilegri aðstoð Eyja- ímolmn J manna unnu Víkingar störsigur Það er sennilega langt slðan að Vlkingur hefur unnið annan eins yfirburðasigur f keppni í meistaraflokki í knattspyrnu eins og gerðist á laugardaginn, er þeir unnu Vestmanneyinga 11. deildar keppninni á Laugardalsvellinum með sex mörkum gegn einu. Víkingum hefur löngum gengið illa að skora mörk, og jafnvel ekki gert fleiri f heilum mótum en þeir gerðu í leiknum á laugardaginn. Og mörk þeirra f þessum lefk hefðu jafnvel getað orðið fleiri, þar sem nokkur ágæt tækifæri nýttust ekki. Reyndar geta Vfkingarnir ekki þakkað sjálfum sér algjörlega þessi mörk og marktækifæri. Vestmanneyingar voru stundum drjúgir við að aðstoða þá, og áttu oft nákvæmar sendingar á mótherjana er þeir voru f færi við mark þeirra. Róbert Agnarsson hinn hávaxni miðvörður Vfkinga reynir að ná knettinum inni f vftateig IBV, en Sveinn Sveinsson er til varnar. Hafliði, Snorri, Haraldur og Óskar fylgjast með. önnur eins vörn og Vestmanna- eyjaliðið bauð upp á, sérstaklega í fyrri hálfleik, hefur ekki heldur Iengi sézt hjá íslenzku 1. deildar liði. Það var sjaldnast heil brú i því sem leikmennirnir gerðu, ef þeir á annað borð hreyfðu sig eftir knettinum, en oft var þvf líkast að blýlóð væri f fótum þeirra. Vfkingarnir fengu að gera nánast það sem þeim þóknaðist. Öðru vfsi manni áður brá er Vest- mannaeyjaliðið var liða baráttu- glaðast og harðast f horn að taka. Vel má vera að algjört klaufa- mark sem Vestmanneyingar fengu á sig strax á 2. mfnútu hafi skipt sköpum í þessum leik. Varla er vafamál að mark þetta gaf Vík- ingum byr undir vængi, og f fyrri hálfleiknum náði liðið oft að leika ágæta knattspyrnu, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns, unz skotfæri skapaðist við Vestmannaeyjamarkið. Hefur Víkingur örugglega ekki leikið betur í annan tíma en liðið gerði í þessum hálfleik, og var það einn maður sem algjör yfirburðamað- ur í spili liðsins og uppbyggingu — Guðgeir Leifsson. Það var ekki oft i þessum leik sem Guðgeir tapaði návígi um knöttinn, átti rangar sendirjgar eða mistókst yfirleitt nokkuð. Leikur ekki á tveimur tungum að hann er nú betri en nokkru sinni fyrr, og má ætla að það belgfska lið sem hann fer nú í kynnisferð til taki honum sem himnasendingu. Óskabyrjun Víkings Menn voru tæpast búnir að koma sér fyrir á velinum, þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Guðgeir lék þá upp hægri kantinn og sendi knöttinn fyrir mark Vestmanneyinganna, þar sem tveir Eyjamenn og tveir Vfkingar voru fyrir. Ársæll markvörður virtist eiga öll tök á að ná knettin- um, en Stefán Halldórsson truflaði hann og knötturinn barst lengra til vinstri, þar sem Snorra Rútssyni mistókst og Hafliði náði að pota knettinum í markið. Þetta var aðeins forsmekkurinn að miklum varnarmistökum hjá Vestmanneyingum, sem entust leikinn út. Hvað eftir annað komst Eyjamarkið í hættu og hefði ekki verið ósanngjarnt að Vfkingar skoruðu fleiri mörk á næstu 10 mínútum. Það var því vonum seinna að þeir bættu öðru markinu við, en það kom á 15. mfnútu og vai dæmigert fyrir frammistöðu varnarmanna ÍBV. Diðrik Ölafs- son, Víkingsmarkvörður, átti þá langa útspyrnu og voru Vest- manneyingar nánast áhorfendur, er tveir Víkingar brunuðu inn fyrir vörnina og Stefán Halldórs- son skoraði framhjá Ársæli, sem freistaði að bjarga með úthlaupi. Þriðja mark Víkinganna kom svo á 30. mínútu, en þá hafði verið töluverður þungi í sókn Víkinga, og urðu málalok þau að Snorri Rútsson ætlaði að senda til Ár- sæls, en spyrnan var ekki betri en svo að knötturinn fór fyrir fætur Hafliða Pétursson sem átti auð- velt með að senda hann rétta boð- leið. Undir lok hálfleiksins var Frið- finni Finnabogasyni skipt inn á og tók vörn Eyjamanna þá strax svolítið að hressast. Sóknarlotur Eyjamanna í hálfleiknum voru hins vegar fáar, og sköpuðu litla Texti: Steinar J. Lúðvlksson Myndir: Brynjólfur Helgason hættu. Helzt var það Tómas Páls- son sem hafði tilburði til að hreyfa sig, en mátti ekki við margnum. Góður leikkafli Eyja- manna Þegar liðin stilltu sér upp eftir leikhlé kom f ljós að Vestmanney- íngar höfðu endurskipulagt vörn sína. Ólafur Sigurvinsson, sem verið hafði miðvörður, kom í stöðu bakvarðar og Snorri Rúts- son, sem hafði gerzt sekur um hver mistökin öðrum verri í fyrri hálfleiknum, var færður f stöðu sóknartengiliðs. Virtist þessi breyting hafa mjög góð áhrif á Eyjaliðið, sem lék nokkuð vel í byrjun seinni hálfleiks og var þá betri aðillinn á vellinum og sótti meira. Glæsilegt mark Arnar Og þegar svo örn Óskarsson skoraði fyrir IBV á 25. mfnútu hálfleiksins, fór sú spurning að vakna hvort Eyjamenn næðu ekki að jafna leikinn. Mark þetta kom eftir stanzlausa sókn að Víkings- markinu og var það mjög glæsi- legt. Við undirbúning þess sýndu Eyjamenn skemmtilegustu til- burðina sem sáust í þessum leik. Knettinum var leikið upp hægri kantinn og þaðan fyrir markið, þar sem þeir Einar Friðþjófsson og Tómas Pálsson léku sér að Víkingunum og sendu síðan knöttinn út í teiginn, þar sem Örn Óskarsson kom aðvffandi og „negldi“ i netið. Gert út um leikinn f)að liðu ekki nema sex mínutur frá þessu marki til þess að Víking- ar náðu að gera út um leikinn og tryggja stórsigur sinn. Guðgeir Leifsson átti þá eitt af sínum löngu innköstum, beint á höfuð hins hávaxna Róberts Agnars- sonar, og af höfði hans hrökk knötturinn í markið hjá Vest- manneyingum. Má mark þetta skrifast að mestu leyti á reikning Arsæls Sveinssonar, sem var of seinn fram. Mínútu síðar skoraði svo Óskar Tómasson fimmta mark Víkings með því að kasta sér fram og skalla fyrirgjöf f markið, og 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Lárus Jónsson, sem kom inn á sem varamaður, sjötta markið Var hann greinilega rangstæður er hann fékk knöttinn, en Óli Ólsen hafði ekki fylgzt nóg með sem lfnuvörður og Guðjón Finn- bogason ekki f aðstöðu til þess að sjá rangstöðuna. Liðin Óskiljanlegur drungi var yfir Eyjaliðinu f þessum leik, en það náði þó að sýna að það getur leikið knattspyrnu á borð við það bezta sem hér gerist. Varnarleik- mennirnir voru sem byrjendur allan tímann, og bæði staðir og óákveðnir. Þetta er það, sem Eyjamenn þurfa fyrst og fremst að kippa f liðinn hjá sér, ef þeir ætla sér að sleppa við fallið í ár. Víkingsliðið er f tvímælalausri framför, þótt það sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefur þegar Guðgeir yfirgefur það. Að undan- förnu hefur hann verið yfirburða- maður i liðinu og mikið á hann treyst, þannig að það verður stórt og vandfyllt skarð sem hann skilur eftir sig. En Víkingar þurfa þó ekki að kvíða. Baráttan er góð, og hún hefur jafnan mikið að segja, og leikurinn á Iaugardag- inn færði mönnum heim sanninn um það, að Vfkingar hafa nú líka lært að skora mörk: ISTUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 12. júlf Islandsmótið 1. dild ÚRSLIT: Víkingur — IBV 6—1 (3—0) Mörk Vfkings: Hafliði Pétursson á 2. mínútu og 30. mín., Stefán Halldórsson á 15. mínutu, Róbert Agnarsson á 76. mín., Óskar Tómasson á 77. mín. og Lárus Jónsson á 85. mín. Mark ÍBV: örn Óskarsson á 70. mfn. Áminning: Engin Áhorfendur: 561. Hafliði Pétursson skoraði tvö mörk gegn IBV og sést hér í kapphlaupi við Snorra Rútsson. Allt í baklás —Mér er það hulin ráðgáta hvernig þetta gat farið svona, sagði Ólafur Sigurvinsson, sem lék nú með Vestmannaeyjalið- inu eftir langt hlé vegna veikinda og meiðsla. Var greinilegt að Ólafur á töluvert eftir að komast f sitt bezta form, en hins vegar unnt að greina að hann hefur fáu gleymt f kúnstum knattspyrn- unnar. — Það hefur verið mjög vel rfiætt á æfingar hjá okkur, sagði Ólafur, — og liðsandinn er góður. Hins vegar skellur allt f baklás þegar út á völlinn er komið. Ólafur kvaðst sjálfur hvergi nærri búinn að ná sér eftir veikindin og nýlega byrjaður að æfa aftur. — Ég ætlaði ekki að vera með f þessum leik, en þar sem einn varnarmannanna var f keppnisbanni varð úr að ég léki með, sagði hann. Vestmanneyingar komu til leiksins á laugardaginn beint úr æfingabúðum að Laugarvatni, en þar höfðu þeir dvalið m.a. við að reyna að ná upp þeirri baráttu sem f líðið skortir, en það tókst sannarlega ekki I leiknum við Vfkinga. Náðum góðum leik — ÉG vona að þetta verði minn sfðasti leikur með Vfkingum, a.m.k. f bili, sagði Guðgeir Leifsson eftir leikinn á laugardag- inn, og bætti þvf við að þessi ummæli hans byggðust ekki á þvf að sér félli ekki vel að leika með liðinu, heldur hinu, að hann hefði mikinn hug á atvinnu- mennskunni og vonaðist eftir að komast f hana. Guðgeir fer til Belgfu n.k. laugardag, og er varla að efa að lið það sem hann fer til þar, freistar þess að gera við hann samning, enda Guðgeir aldrei betri en nú, og óhætt að fullyrða að hann gefur ekki reyndustu atvinnumönn- um mikið eftir. — Þetta var skemmti- legur og góður leikur af hálfu okkar Vfkinga, sagði Guðgeir, — Við náðum að leika góða knattspyrnu, og*það er vissulega ánægjulegt að þessi leikur skyldi fara svona, ef hann verður kveðjuleikur minn með liðinu. Hins vegar var ég ekki ánægður með að mér skyldi ekki takast að skora f leiknum, en til þess fékk ég sæmileg tækifæri. Það er orðið of langt á milli marka hjá mér. I fyrra skoraði ég þrjú mörk f 1. deildar keppninni, en hef ekkert gert það sem af er þessu keppnistfmabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.