Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 1
Fimmtud. 20. des. 7962 Elín Pálmadóttir: FRÁ NÍGERÍU ISLE5NDINGAR fluttu árið 1962 yfir 10 þús. lestir af skreið til Nigeríu, skv. opin- berum íslenzkum skýrslum. En hvað verður um þessa fisksölukonurnar, svokallaðar „mammys“ með skreiðina sína. Fiskarnir eru ýmist höggnir niður í bita og bit- arnir seldir í búntum eða í heilum fiskum. Á verzlunar- götunum, þar sem allt iðar af lífi, sér maður líka oft mammy koma gangandi með byttu á höfðinu, sem harðir fiskar standa út af á allar hliðar, og hún styður ekki einu sinni byttuna með hönd- unum. Tveir skreiðarréttir Mig hafði lengi langað til að vita hvernig skreið er mat- reidd í þessu landi og hvernig hún bragðast, og hafði orð á því við konu eins af skreiðar- innflytjendunum, Kujore. Þau hjónin buðu svo fulltrúum ís- lands Og Noregs á vörusýn- inguna í Lagos, bankastjóra frá Barkleys banka og nokkr- um fléiri heim til sín í skreið- armáltíð. Kujore, sem hefur verzlað með skreið frá Nor- egi síðan 1936, kom til íslands í fyrrasumar til að athuga með viðskipti við ísland, en veizlan var haldin, okkur til mikillar ánægju, því þar var svolítill andvari,. útsýni yfir hin háu pálmatré Og yfir trjá- brúskunum skein fullt tungl. Fyrsti rétturinn, sem okkur var borinn, leit út eins og bleikur búðingur. Hann var búinn til úr möluðum hvítum baunum, tómatamauki og kryddi, soðnu í laufblaði og með eggjum og rækjum innan í. Næst kom skreiðin. Upp- skriftin er þannig: Skreiðin er höggvin í smá- bita og þeir lagðir í bleyti. Ef um góða skreið er að ræða, nægir að hafa þá þar í 16 mín- útur, en svokallaður brauð- fiskur þarf upp í tveggja tíma bleyti. Nú er sett olía á pönnu yfir eldi og allt sem í réttin- um á að vera steikt í henni, ásamt skreiðarbitanum. í þetta sinn voru það kjötbitar, hvítlaukur, tómatamauk og krydd og til hliðar steyktir bananar. En oft er líka notað alls konar grænmeti, sem sett er saman við á pönnuna, og ef kjötsoð eða fisksoð er til, má bæta því við og láta allt Frú Kujore með gæru- skinnið sitt. skreið? Hvað gera blámenn við þennan harða og að okkur finnst heldur óhrjálega fisk? Mér lék forvitni á að vita þetta þegar ég kom hingað til Nigeríu, enda hafði ég ekki fyrirhitt nokkurn mann, sem hafði lagt sér skreið til munns. Nigeríumenn grunar þetta líka, því margir spyrja hvort við, framleiðendurnir, borðum þetta sjálfir. í Nigeríu er það yfirleitt fátækara fólk, sem borðar skreiðina. Nú hefi ég ekki aðeins séð skreið brytjaða niður og selda í búnt um, heldur líka borðað ágæta skreiðarrétti. Skreiðin kemur til Nigeríu í stórum strigapökkum. Heild salinn á mikið undir því að skreiðin sem hann fær sé góð og fiskarnir af nákvæmlega þeirri stærð sem hann hefur beðið um, því annars gengur skreiðin ekki fljótt út og þó skreið geymist endalaust á Islandi, þá líður ekki á löngu áður en flugur og lirfur hafa unnið á hörðu skelinni og lagt fiskinn undir sig í 30 stiga hita og miklum raka hér og skördýralífið er fjör- ugt I Nigeríu. Ef gengið er um hina lit- skrúðugu markaði í borgun- um á ströndinni, Lagos, Port Harcourt og Calabar, má sjá, þar sem allir eru að selja sina vöa-u, korn úr skál, nokkrar afhýdd- ar appelsínur, litskrúðug sirs- efni, rauðan pipar, fjaðrir og uppþurrkuð dýr til lækninga o. s. frv. Þar má líka sjá fra skreioarmarkaoi í Nigenu. með litlum árangri, þar eð svo mikið af skreiðinni okkar er selt gegnum evrópsk fyrir- tæki. Frú Kujore tók á móti okk- ur í húsagarðinum, klædd bláköflóttum þjóðbúningi yor- uibakynflokksins, blússu og flauelsdúk, sem hún vafði ut- an um sig og myndaði sítt pils. Höfuðbúnaðurinn er fer- kantaður klútur, um 2 m á hvorn veg, bundinn á listileg- an hátt, svo höfuðið líkist mest fiðrildi. Frú Kujóre varð eftir í Englandi, þar sem tvö af börnum hennar ganga í skóla, þegar maður hennar hélt til íslands í fyrra, hélt að þar yrði of kalt fyrir sig. Kujore sjálfur var klæddur skikkju, sem minnir okkur í fyrstu á náttskyrtu og með röndótta húfu á höfði. Hús þeirra hjóna er tvílyft og á þakinu stórar svalir, þar sem malla á pönnunni svolitla stund. Með þessu er ýmist notuð hrísgrjón eða geysistór rótarávöxtur, sem nefnist yam, og er á bragðið eins og sætar kartöflur. Yam er oft- ast haft músað Annan skreiðarrétt kannast ég við, piparsúpu, en ég hugsa að hún sé fuílsterk fyrir bragðlauka venjulegs íslend- ings. Sá réttur verður þannig til að skreiðarflak er soðið í potti með pipar, lauk og tóm- atamauki, þangað til það fer í sundur. Þetta er borið á borð í djúpum diski, en á báðar hliðar eru aðrir diskar. Á öðrum er olía, sem mikið af salti er hrært út í, en á hin- um er músaður yamávöxtur. Þetta er borðað þannig að tek inn er með hendinni biti af kartöflunni, því dyfið í olí- una, og skreiðarsúpan borðuð með. Nigeríu-stúlkan brosir að þeim hvíta, sem ætlar að rétta henni hjálparhönd. (Ljósm. Mbl.: E. Pá.) söngvar allra viðstaddra, þjóð söngur Nigeríu, Noregs, Bret- lands, Danmerkur og íslands, og þá var gott að hafa söngvara í hópnum, Birgi Halldórsson. Hvað um það, rétturinn sem frú Kujore bar fram, bragð- aðist vel, og .þar sem nóg var að drekka me'ö af whiskyi, Nigeríubjór og öðru góðgæti, voru brátt allir í skapi til að syngja og veizlan endaði með an sungnir voru sálmar, sem allir kunnu og síðan þjóð- hygli og aðdáun í kirkjunni. Þrátt fyrir hina skrautlegu Nigeríutbúninga, var enginn hálft eins fínn og hún. Utan yfir síða pilsið sitt hafði hún strengt gæruskinnið hvíta, þannig að það huldi aftur- hlutann og náði saman fram- an á maganum. íslendingarnir sátu kófsveittir í kirkjunni. Birgir þurfti að fá lánaðan blævæng frúarinnar til að haldast við í hitanum, en hún sjálf sat hin hróðugasta í gæruskinninu sínu og sást ekki svitadropi á andliti henn ar. Eftir messu hópuðust allir í kringum hana og dáðust að skinninu, og biskupinn sjálf- ur kom og heilsaði upp á þessa vini Kujore-hjónanna, sem eru traustir stuðnings- menn kirkjunnar. Fáum hefði sjálfsagt dottið í hug að hitabeltislandið Nig- eria væri hugsanlegur mark- aður fyrir gæruskinn. Það væri eins og að flytja ísskápa til Grænlands, eins og oft er vitnað til sem hinnar mestu fjarstæðu. Með gæruskinn í kirkjunni Áður en við kvöddum dró Einar Farestveit, framkvæmda stjóri HelgasOn & Melsted, fram ljómandi fallegt hvítt gæruskinn og gaf húsmóður- inni, sem var frá sér numin af hrifningu. Það var fast- mælum bundið áður en við fórum, að þau Kujore-hjónin tækju okkur íslendingana með, er þau færu í kirkju næsta sunnudagsmorgun. Ég gat ekki farið, þar eð ég þurfti að vera komin í sýningardeild Islendinga á vörusýningunni kl. 10, en þeir Birgir Halldórs son og Einar Farestveit fóru. Frú Kujore vakti mikla at- Svertingi sitjandi við höggva nið'ur skreið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.