Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 6
MORGVTSBLÁÐlh Fimmtudagur 20. des. 1962 SnæbjÖrn Jónsson: Haraldur Níelsson og Varsjárþingið „SKELJAKARLINN vor hann verst vel í hundaþvögu". I>að var nú raunar Benedikt Gröndal, sem nú hefir í meir en hálfa öld byggt „flhe vasty halls Of death“ og á þar sennilega í engum ófriði. Séra Sveinn Víkingur óð aldrei út á Granda í leit að skeljum og kröbbum, og það er síður en svo, að hann sé í nokkurri hunda- iþvögu, því jafnvel ekki'mann- hundarnir sækja að honum, held- ur er það læknicfræðin að fram- an og sálarlaus sálarfræðin að aftan, svo að ég mundi telja að iþarna væri hann í góðum félags- skap, enda þótt hann sitji þar ekki beinlínis á friðstóli. Hann er naumast í nokkurri hættu, og get ég þó ekki gleymt spurningu Teits: „Var það ekki læknislegt að láta manninn deyja?“. Nei, þetta verður séra Sveini ekki að fjörtjóni; en allur er varinn góð- ur, og sjálfur ætla ég ekki að hætta mér út á þann vígvöll, þar sem þessi hálfheilaga þrenn- ing veður jörðina upp að knjám. Deilan, eins og hún er háð á vettvangi Morgunblaðsins, er annars komin nokkuð langt frá byrjuninni í útvarpinu 4. f. m., þar sem rætt var eða ræða átti, um svokallaðar huglækningar, eða þó kannske öllu heldur um lækningar eignaðar framliðnum mönnum (sem ég fyrir mitt leyti tel sæmilega víst að átt hafi sér stað), því nú er þungamiðja deil- unnar orðin sviksemi af hálfu miðla. En að sanna hana, er svo létt verk að varla sýnist ómaks- ins vert að sinna þvi. Hitt er vitaskuld algerlega vonlaust verk að ætla sér að gera alla starf- semi miðla að sviksemi, enda mundi nú naumast nokkur mað- ur með fullri skynsemi gera slíka tilraun. Hin umdeildu fyrir bæri gerast Það munu nú allir rannsóknarmenn viðurkenna. Og spíiritistiska skýringin er sú eina sem alstaðar getur átt við —• að svo miklu leyti sem unnt er að kalla það skýrt, sem við skiljum ekki hvernig gerist. Nei, ég ætla ekki að blanda mér í deilu þessara lærdóms- manna. En það er eitt í grein próf. Dungals í Morgunblaðinu 30. nóv., sem gefux tilefni til at- hugasemdar, en það er það sem hann segir um erindi próf. Har- alds Níelssonar, flutt á alþjóð- legu þingi sálarrannsóknamanna í Varsjá 1923. í>að er hárrétt, sem próf. Dungal getur sér til, að erindið var prentað í „Proceedings" um- rædds þings, og það nefndist, % ■ Haraldur Níelsson eins og hann segir, „Poltergeist Phenomena in Iceland". í þing- tíðindum þessum, sem eru stór toók, er fyrirlesturinn mjög illa leikinn af prentvillum. Haraldur Þér stórsparið rafmagn með því" að nota eingöngu hinar nýju OREOL-KJRYPTON ljósaperur. Þær brenna 30 % skærar en eldri gerðir, vegna þess að þær eru fylltar með KRYPTON efni. MINNIÐ KAUPMANN YÐAR EÐA KAUPFÉLAG A AÐ HAFA ÞÆR TIL HANDA YÐUR. Flestar betri matvöru-og raftækjaverzlanir selja OREOL KRYPTON ljósaperur.i 2Z 'A skrifaði svo skýra hönd (rithönd hans geta menn séð í minningar- riti dr. Ásmundar biskups Guð- mundssonar um hann) að þar var aldrei nokkur stafur óskýr. En það er nú svo, að hver þjóð hefir sína eigin stafagerð, og rit- hönd Haralds er vitanlega ís- lenzk, en ekki pólsk. Þetta getur þó ekki réttlætt hinar slæmu prentvillur, heldur munu þær fremur stafa af því, að hvorki setjarinn né prófarkalesarinn hafi skilið ensku. Haraldi var þetta mikil skapraun, því hann mátti helzt ekki sjá prentvillu. í sínu eintaki vitanlega leiðrétti hann allt, sem misprentað var. Eftir lát hans fóru bækur hans eðlilega á markaðinn; líklega að Guðmundur Gamalíelsson hafi keypt þær, því í hans bókaverzl- un keypti ég svo nokkrar þeirra, svo að ásamt öðrum bókum mín- um eru þær nú í London. En þessi bók var ekki þar á meðal, og má ætla að enn sé hún hér á landi, hver sem nú kann að vera eigandi hennar. Haraldur skrifaði erindi sitt á íslenzku, en síðan þýddum við það í félagi vorið 1923. Það verk unnum við heima hjá honum í Vinaminni, og urðum að gera það á síðkveldum og á nóttunni, því að hvorugur hafði annan tíma aflögu. Verkið sóttist nokk uð seint, því að um svo margt var að ræða og það tafði okkur. Síðan gerði hann stutt yfirlit yfir efnið, og það má ég segja að við þýddum heima hjá mér. Það yfir lit lét hann prenta bér og hafði það með sér til dreifingar á þing inu. Það var aðeins fjórar litlar (crown) síður, prentaðar með smáletri. Mitt eintak er nú í London, bundið bundið aftan við „Kirken og den psykiske Forskning", en vitanlega hlýtur pésinn að vera til í Landsbóka- safninu; sennilega líka í bóka- safni Háskólans. En saga þessa fróðlega erindis er ekki enn að fullu sögð. Annað hvort 1951 eða 1952 gaf Sálar- rannsóknafélag Islands út rit- gerðasafn eftir Harald Níelsson og nefnist bókin „Lífið og ódauð leikinn“. Hún er, eins og vænta mátti, harla merkileg. Þar er þetta Varsjár erindi að finna í þýðingu, sem svo er hörmulega illa gerð að hreint má heita með ósköpum Þannig er byrjað með því, að þýða fyrirsögnina „Reim- leikar í Tilraunafélaginu" („bók- in er prentuð í hlutafélaginu Litlaprentsmiðja", segir útvarp- ið), og er þó sennilegt að ýmsum hefði þótt nógu illt að reimt væri í húsi félagsins — eins og víst var tilfellið um eitt skeið. Þessum ósköpum er svo haldið áfram hvíldarlaust erindið á enda. Þarna er ritað á máli (ef mál skyldi kalla) svo ólíku ís- lenzku Haralds Níelssonar sem mest má verða. En hvergi er þess getið að erindið sé þýtt, og þá að sjálfsögðu ekki h-ldur hver þýtt hafi. En það hefir ein- hver gert sem hvorki kunni ensku né íslenzku, eða þó að minnsta kosti ekki íslenzku. Ég hefi annars skrifað stuttlega um þetta forkostulega plagg í „Kvöld vöku“ 1952, bls. 78—81 og leyfi mér að vísa þangað. Mér er nær að halda að „Lífið og ódauðleik- inn“ sé enn á markaðinum (ísa- foldarprentsmiðja?), og er ágæt bók, að frátöldum þessum sóða- skap. Erindið hefir efalítið verið þýtt upp úr þingtíðindum þeim, er próf. Dungal minnist á, hvort sem það nú var eintak Haralds eða annað, sem „þýðandinn“ hafði fyrir sér. En líklegt þykir mér að frumritið, það er við þýddum eftir, sé einnig til, og finnist það, mun það sanna það er ég hefi sagt í • „Kvöldvöku". Haraldur Níelsson var mikill hirðumaður og mun ógjarna hafa týnt handritum sínum. Og annað ætla ég að muni til vera, sem meira máli skiptir en þétta. Eftir hvern fund í Tilraunafé- laginu (það er missögn að Sálar- rannsóknafélagið stofnað upp úr því félagi) skrifaði hann yfirlit yfir það er gerzt hafði þar, og þessi gögn geymdi hann í skrif- borði sínu. Hann sýndi mér þau og sagðist ætla að gera úr þeim bók þegar sér ynnist tími tiL Sá tími kom aldrei. En hvar sem þessi gögn eru nú varðveitt, þá geyma þau efnið í miðilssögu- Indriða Indriðasonar — eins hinna mestu miðla er saga sálar- rannsókna hefir af að segja. Á bók þá, er um hann hefir verið skrifuð eftir munnlegum sögu- sögnum, er að vonum ekki að treysta. Meira að segja ætla ég að bókin væri ekki skrifuð fyrr en um þrjátíu árum eftir að starfsemi Indriða lauk. Þarna er verkefni fyrir sam- vizkusaman mann með góðri dómgreind. 3ohn Steinbeck KATIR VORU KARLAR Siátir voru ka; lar eftir Nobelskáldið John Steinbeck. Þetta er bókin, sem gerði Steinbeck heims- kunnan rithöfund. Örlítið upplag af 2. út- gáfu bókarinnar í snilldarþýðingu Karls ísfeld, fæst nú hjá bóksölum. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Með því að kaupa JÓLAKORT RALÐA KROSSIIMS styðjið þér ALSÍRSÖFNUNINA. Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.