Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORGIJIS BL ÁÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 tJppi á fjallstindinum Piz Nair hefur verið byggður útsýnis-restaurant. Þaðan sér yfir hluta Alpa- fjalla og ferðamannabæínn St. Moritz. Ferðin upp á tindinn tekur um hálfa stund í fjallalyftunni. — Fréttabréf Framhald af bls. 11. Viíhjnlm 2. keisara, flutt með auð sinn úr Þýzkalandi ag reisti sér þetta heimili í einium feg- ursta dal Alpanna. Verðmæti eignarinnar verður vart metið í peningum. Þarna mun á næstu árum vafalaust rísa hið fegursta Skiða- og ferðamannahótel í Evr- ópu, gætt smekk og pensónu- leika Pragens. Dalbotninn minn-1 ir mest á Hólmdnn í SkagafirðL Sumir draumar daigmilkilla manna verða að raunveruleika. Skyldi islenzki gæðingurinn eign ast þarna nýjan Hólm, skyldu fjöllin í Engadin-dalnum eiga eftir að bergmála bófadyn ís- lenzkra gæðinga á „mildum og lognmjúkum sumarkvöldum?“ Maðkur I mysunni Næsta sunnudag vorurn við á leið fró heimili Pragere við Genf arejó til Zuricths. Þarna hafði ég leiikið mér með honum í heilan diag á hraðbát hans á undur- fögrum Genfarejó innan um miij ónara heimsins og krviikmynda- stjörnur, sem safnast umihverf- is þennan fagrasjó gömlu álfunn ar, eins og flugur á sykurskál. Ég hafði orðið þess var, að þrátt fyrir aðdáun Pragens á islenzkri náttúrufegurð og íslenzkum gæð ingum, var hann ekki alls kost- ar ánægður með kynni sín af landd og þjóð. Ég reyndi að kom- ast að því, hvað hér var á seyði. Fer hér á eftir samtad ókkar um reynslu bans af viðskiptum við ísdand. Prager segir „Ég var fyrir nokkrum árum að leita um ým- is lönd að nýjum fæðutegund- um fyrir hótel mán og verzlun. Danskt firma bauð mér og sýndd mér sýnishorn af íslenzkum raakjum. Ég taldi víst, að frá þessu fiskveiðilandi fengi maður hinar beztu rækjur. Sýnishomið var viðbjóðslegt. Rækjurnar voru eins og þomaður bálmur. Seinna kom þetta atvik í huga minn og samtimis grunur um, að hér væri ekki allt með felldu. Það hlaut að vera einhver tækni leg brotalöm við fraihleiðsluna. Áður en ég eiginlega vissi af, var ég kominn upp í ílugvél á leið til íslands til að kanna málið. í huga mínum um landið var lítið annað en óljós hugmynd um Norðurpól, Eskimóa og fisk. Þetta var í nóvember. Ég dvaldi þá aðeins í 24 klukkustundir á íslandi og hitti allmarga menn í fisksölustofnunum og einstaka útflytjendur. Ég kom heim aftur með fiskilykt í nösunium, bók með mynd af Leifi heppna og samning urn kaup á rækjum, humar, sild, kola og ýsu. Ég vildi reyna viðskiptin við íslendingana því að mér leizt vel á þá. Þeir líktust Dönum og Norðmönnum, sem ætíð má treysta í viðskipt- um og _ eru vandir að virðingu sinni. Ég hef orðið fyrir von- brigðum með þetta. íslendingar virðast ekki setja metnað sinn í að standa við samninga. í stað- inn fyrir vöruna fæ ég bréf með alls konar skýringum, sjs. stonm- ur hefur hamlað veiðum, fisk- urinn kom ekki á miðin, sjómenn hafa misst áhuga fyrir veiði- mennskunni o.s.frv. En bak vdð þessar skýringar koma svo til mín fréttir frá viðskiptasam- böndum mínum í ýmsum öðr- um löndum, þar sem þessar ís- lenzku afurðir eru seldar tregðu lauist að því er virðist. Mér er ljóst, að íslenzka hrá- efnið er hið bezta, sem nokk- ure staðar er völ á úr sjó, en unn ar vörur eru slæmar, t.d. er ís- lenzk niðursuða ekki kaupandi. Svíar selja hins vegar úrvals- góðar íslenzkar afurðir niður- soðnar. Ég hef oft undrazt þetta, en hvar er svarið? Skortir ís- lendinga kunnáttu, eða hæfileika eða hvort tveggja? Á þessu ári bef ég alls engar rækjur fengið, þrátt fyrir samning. Ég skrifa og spyr um ástæður. Fæ annað hrvort engin svör eða annarlegar skýringar, sem ég auðveldlega kemst að raun um að eru ósann- ar. Á þessu ári þurfti ég að fiá 20 tonn af frosnum rækjum. Þetta er ánægjuleg vara. En það er tilgangslaust að vinna að markaðissköpun með óábyggi- legu verziluncirfólki. AUir vandað ir verzlunarmenn gefast upp á því, og þjóðir með slæma verzl- unarhætti eignast aldrei örugga markaði. Beztu viðskiptaþjóðirn ar byggja allt á öruggum vöru- gæðum og viðskiptatrausti, eins og við Svisslendingar reynum að gera, og Danir og Hollendingar eru þekktir fyrir. En þótt mér þyki þetta mjög leitt með rækjurnar frá íslandi, þá hefur það ekki skaðað mig verulega, því að mér tókst að ná sambandi við danskt firma sem útvegar mér góðar rækjur frá Grænlandi." En Prager hefur eignast ó- stöðvandi þrá eftir islenzkum. gæðingi. Á leið sinni um Kjal- veg reið hann jörpum, dansandi gæðingi frá Reykjavík. Sá unað- ur hverfur honum ekki úr minni Þegar hann kveður mig segir hann. „Gunnar, viltu útvega mér 2 íslenzka gæðinga. Þú hefur frjálsar hendur með valið. E£ þú sendir mér þá, veit ég að þeir verða góðir. Góða ferð faeim til þin.“ Gunnar Bjamason Pen For Men Þessi nýi penni er framleiddur sérstaklega fyrir karlmenn Loksins er kominn sjálfblekungur, sem ekki þarf að efast um að eingöngu er fram- leiddur fyrir karlmenn. Shaffer’s nýi PFM er grófur, gerður til að endast og þér getið valið úr 5 tegundum og 4 litum. • Eini pennaoddur heims sem er innlagður dýrmætum málmi gerður til að þola karl mannstak. Að undanskilinni Enorhel-penna- snertir oddurinn blekfyllingu þá aldrei blekið. • Karlmannlegt karlmannstak • Hettuklemma öryggisútbúnaði pennaskaft fyrir með sérstökum SHEAFFERS UMBOÐIÐ EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4 — Reykjavík. Húsmæður Smáíbúðahverfi Jólahangikjötið bregst ekki frá BORGAHKJÖRI. Sendum heim. — Sími 34408. Verzlunin BORGARKJÖR Borgargerði 6. Dri Brite sjálfgljáandi, fljótandi bónvax ER EITT MEST NOTAÐA BÓN LANDSINS! Dri Brite sparar erfiði og fyrirhöfn — sparar dúka og gólf. Það sparar einnig fé, því það er drjúgt. EINKAUMBOÐ: Agnar Nor^fjörð & Co. hf. Bezta iólag’iifín fHERMOs REQISTEREO TRAOE MARK No. 58Q KAFFIKÖNNUR FALLEGAR ÚRVAL LITA HENTUGAR 16 Standard Vz lítri 1616 Major % lítri 16 Q Family 1 lítri íHERMDs BIÐJIÐ UM HEGISTEREO TRADE MARK Það tryggir yður beztu hitabrúsana sem fæst í öllum helztu verzlunum. Umboðsmaður ó fslandi: Jolui Lindsay. — P.O.Box 724. — Reykjavík. VONDUÐ FALLEG ODYR BR Siq urþórjémsson &co Jlafihuztnrti 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.