Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORCIIN BL AÐItí 3 NÝL.EGA kom út hjá Al- menna bókafélaginu bók, sem nefnist „Helztu trúarbrögð heims.“ Lýsir hún í máli og fögrum myndum sex höfuð- trúarbrögðum mannkynsins: Kristinni trú, Gyðingadómi, Múhammeðstrú, Búddadómi, Kímverskri heimsspeki og Hindúasið. Meginlþáttur bókarinnar fjallar um kristna trú, sögu hennar, benningu ,guðshús og hin mismunandi form krist- innar guðsþjónustu. Saga ann arra trúarbragða er einnig rakin, upphaf þeirra og þróun, kenningar og áhrif þeirra á vorum timum. Líkfylgd í Xainan á Formósu. Fremstir fara taóprestar í tví- hjóla kerrum. Að haki þeim eru hornir blómsveigar, en sá sið- ur er nýr með Kínverjum, kominn frá Vesturlöndum. hverfa til óbyggðra staða í vestri. Segja sagnirnar að hann hafi komið í vagni með tveim uxum fyrir til varð- stöðvar einnar á vesturmær- um Kína. Hafi landamæra- vörðurinn kannazt við hann og eigi hlypt honum áfram fyrr en hann hefði ritað nokk- uð niður af speki sinni. Lét Laótse þetta eftir og reit á tveimur dögum bókina Taó- te-'king. Þetta litla kver er meðal fegurstu gimsteina heimsbókmenntanna. Að svo búnu hélt gamli meistarinn vestur um fjöll, og hefur ekki spurzt til hans síðan. í Taó-té-king segir, að taó sé hið mikla megin tilverunn ar. En „eigi veit eg, hvers sonur þetta taó er, ímynd þess sem var, áður en Guð var“. Og „áður en himinn og jörð urðu til, var eitthivað til, móða, hljóð, ein sér, einstæð, óbreytileg, í eilífum snúningi án afláts makleg þess að mega heita móðir alls, sem er“. Trúorbrögð heimsin Um 100 sérfræðingar víðs- vegar um heim hafa unnið að samningu textans og mynd irnar valdar með hliðsjón af því að þær skýri hann. Mynd- irnar eru 208 að tölu og eru 174 þeirra litmyndir. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjöm Einarsson, dr. Iheol., hefur íslenzkað bókina og séð um útgáfuna að öllu leyti. Fara hér á eftir tveir kaflar úr bókinni: Áar og ætt Frá fyrsta fari hefur for- feðradýrkun verið meginþátt- ur í trúarlifi Kínverja. Meriki þeirrar dýrkunar fylgja spor- um þjóðarinnar svo langt aft- ur sem rakið verður. Vitað er, að á tímum Sjang-konungs- ættar (1772—1122 f. Kr.) voru ölturu reist forfeðrum. Út- farar- og sorgar-siðir, sem urðu fastir liðir í helgihaldi Kongfútsinga og taómanna, eiga ævafornar rætur. Hin sterka ættarvltund Kínverja er nátengd þessum þætti í trúarlegu viðhorfi þeirra. Hver maður er hlekkur í festi ættar sinnar, eitt bragð í fléttu liðinna forfeðna og ó- borinna niðja. Siðfræði Kongfútses byggj- ist m.a. á þessum hugmynd- um. Eitt veigamesta atriði hennar er kenningin um hin „fimm sambönd“: Samband yfirvalds og þegns, föður og sonar, eiginmanns og eigin- bonu, eldri bróður og yngri. Þetta em „sambönidin miklu“, sem Kongfútse taldi vera grundvöll mannfélagsins. Þegar Kongfútse ræðir um gildi þessara sambanda eða venzla og nauðsyn þess, að þau séu vel rækt, notar hann gjaman orðið „li“. >að hug- tak væri e.t.v. bezt þýtt með íslenzka orðinu „snotur“, ef það er tekið bæði í fornri og nýrri merkingu sinni. Li er það, sem sæmir vel, fer vel, er snoturt áferðar, en slík háttsemi er einmitt, þegar alls er gáð, viturleg og góð. Siða- lærdómur Kongfútses hefur verið nefndur „heimspeki prúðmerinskunnar“ — eða „velsæmisins". Ef menn kæmu þannig fram hverjir við aðra, að viðskipti þeirra væru í öll- um greinum í samræmi við li-thugsjónina, myndi mann- legt félag vera samstillt og vel reiðfara. >ótt áherzlan sé á þeirri skyldu að auðsýna virðingu og hlýðni þeim, sem eldri eru eða hærra settir, er því ekkl gleymt, að hollustan á að vera gagnkvæm. Og þegar Kongfútse var beðinn um eina stutta meginreglu fyrir breytn ina, sagði hann: „>að, sem þú vilt ekki sjálfur þola, skaltu eigi öðrum gjöra“. Þetta er — að vísu í nei- kvæðri rnynd — að efni til samhljóða „lífsreglunni gull- vægu“, sem Kristur flutti . Lærisveinar Kongfútses skýrðu nánar þær skyldur, sem „samböndin fimm“ fela í sér, og drógu þær saman í „tíu meginreglur" um fram- komu. >ær eru þessar: Kær- leikur föður, lotning sonar, hóg værð eldri bróður, auðmýkt og virðing yngri bróður, rétt- læti eiginmanns, hlýðni eigin- konu, sanngirni roskins manns, undirgefni yngri manns, góðvild yfirvalds, trú- mennska þegns. Kongfútse gerði ekki til- kall til þess að vera talinn frumlegur í kenningum sín- um. Hann taldi sig ekki höf- und siðalærdóms sáns, heldur aðeins skýranda eldri rita. Og hann brýndi mjög fyrir læri- sveinum sínum að virða og halda siði feðranna. En með skýringum sínum og framsetn ingu vann hann verk, sem varð langærra en flest önn- ur kenningakerfi sögunnar. Kínversk menning hefur í 2500 ár byggzt á því í megin- efnum. Sifjaböndin, ættar- kenndin, hefur öllu öðru fram ar verið bindiefnið í kínverska þjóðfélaginu. >að hefur ekki bilað, þótt öldur ófriðar og agaleysis riðu yfir á tímabil- um. Ríkið var ein stór fjöl- skylda, keisarinn, „sonur him insins", var húsfaðir, þegn- arnir börn hans. >egar Kínverinn ræðir um fjölskyldu sína hefur hann engu síður í huga framliðna forfeður en þá, sem eru lífs. Lifendur og látnir eru tengd- ir órofa böndum. í rauninni á enginn sjálfur hús sitt, akur eða fénað, ekki einu sinni lík- ama sinn. Forfeðurnir eiga allt með honum. Og lífs og liðnir hafa gagnkvæmar skyld ur. Framliðnir njóta eða gjalda niðja sinna, og forfeð- ur ráða miklu um afdrif ætt- arinnar. Framhaldið eftir dauðann fer að nokkru eftir breytni í lífinu. En það velt- ur líka mjög á þeirri ræktar- semi, sem niðjar láta í té. Sá, sem farnast vel eftir dauðann, fyllir flokk góðra anda og verð ur hollvættuir. Aðrir lenda með illum öndum og verða að meini. >að er því synd og heimska bæði gagnvart sjálf- um sér og mannfélaginu að vanrækja nokkuð, sem fram- liðnum ber. Og eins er það illt að hverfa barnlaus úr þess um heimi, þá skortir mann umönnun. eftir dauðann. Þeg- ar þetta er haft í huga, má skilja, að Kínverjar bregða ekki arfhelgum venjum um greftrunarsiði. >á telja þeir ekki síður nauðsynlegt að færa framliðnum fómir reglu lega. >að er almenn trú al- þýðu, að líðan dauðra manna, og þá jafnframt hugur þeirra í garð mannenna, fari mjög eftir því, hversu mikið er bor ið í útförina og hvernig minn ingin er rækt. Algengt er það, að Kínverjar, sem flutzt hafa úr landi, spari saman fé ævi- langt til þess að lík þeirra megi verða flutt heim tií ætt- jarðarinnar og greftrað þar sómasamlega. Kongfútse sagði: „Að heiðra dauða svo sem væru þeir enn á lífi er æðsta merki sonarlegra rækt- arsemi". Spekingamir tveir Merkilegt er það, að bóðir þeir menn, sem hafa haft var- anlegust áhrif á kínverska menningu, .Laótse og Kong- fútse, voru uppi samtímis, á 6. öld f. Kr. Á sömu öld lifðu einnig Búddha, Pyþagóras, sumir mestu spámenn fsraels, og að líkindum Zaraþústra. Um Laótse vita menn fátt, flest, sem frá honum er sagt, er ævintýri ein og skáldskap- ur. Um Kongfútse eru hins vegar til glöggar og öruggar heimildir og ætt hans verður með vissu rakin um 25 aldir fram til núlifandi afkomenda. Fræðimenn nútímans eru í miklum vafa um það, hvenær Laótse var uppi, draga jafn- vel í efa, að maður með því nafni hafi verið til. En sagn- ir herma, að hann hafi fæðzt árið 604 f. Kr. og verið son- ur bónda eins í héraðinu Hón- an. Nafnið Laótse þýðir „gamli maðurinn", hlaut síð- ar merkinguna „gamli meist- arinn". Hið eina, sem þyikir sagnfræðilega öruggt um ævi hans, er það, að hann hafi verið skjalavörður keisarans í Tsjú og getið sér orð fyrir lærdóm og vitsmuni. En hon- um leiddist hirðlífið og sagði af sér emibætti. Hugðist hann snúa baki við heiminum og Margvísleg viðleitni mann^ anna er næsta fánýt, því að þeir lifa ekki eftir lögmáli náttúnmnar, lögum taó. >eir ættu að temja sér minni fram takssemi, meiri spekt, hlusta eftir rödd náttúrunnar og láta hana fara sínu fram. í þjóð- félaginu er friði og frelsi svo bezt borgið, að yfirvöld skipta sér sem minnst af þegnunum. Og öllum vopnaburði skyldi hafnað. „Hermenn eru tæki hins illa. Þeir eru eigi göfug tæki.... Jafnvel sigur í stríði er ófagur. Sá er finnst hann fagur, hefur yndi af blóð- baði“. Á stöku stað í Taó-te- 'king koma fram háleitar siða- kenningar, er ber yfir allt ann að af sl'íku tagi, þegar sið- gæðisboðskapur kristinnar trú ar er undan skilinn. Kongfútse fæddist í Sjang- tóng-fylki árið 551 f. Kr. Hann var af fátækum aðalsættum. Ættamafnið er Kung. Kong- fútse þýðir. „Mikli meistarinn Kung“. (Konfucius er latnesk mynd nafnsins, sem Jesúítar gáfu því, þegar þeir gerðu, fyrstir manna, hinn kínverska speking kunnan í Evrópu). Kongfútse fékk snemma á- huga á kínverskri sögu, ljóð- um og tónlist. Hugur hans beindist og að-þjóðfélagsum- bótum. Landið var þá klofið í mörg smáríki. Kongfútse fór úr einu ríki í annað til þess að fá umibótatillögum sínuim framgengt. En árangur var takmarkaður. Lengst af ævinn ar var hann kennari. Hann ritaði flátt. >ó telja flestir fræðimenn, að annálaritið „Vör og haust“ sé eftir hann sjálfan. Hina viðtæku siðfræði hans, sem hefur mótað menn- ingu og þjóðfélag Kíverja til vorra daga, er einkum að finna í bókinni Lún-jú, „Sam- töl“, sem sikráð er af læri- sveinum hans. Þar eru varð- veitt mörg ummæli af vörum hans, sum óbreytt, önnur færð í stílinn en að efni til eftir hann sjálfan. Er þessu líkt farið og um ræður og orð Jesú í guðspjöllunum. Sumarið 479 veiktist Kong- fútse. Uih leið og hann lagð- ist banaleguna varð honum að orði: „Fjallið stóra verður að Framh. á bls. 9. Spekingurinn Laótse, eins og listamaður á 5. öld e. Kr. hugs aði sér hann: Sköllóttur, sviphýr öldungur, ríðandi á uxa. Reiðskjótinn táknar andlegan kraft. Rauðu letrin eru innsigli þeirra, sem átt hafa myndina. Eins og myndir annarra trúar- bragðahöfunda er þessi hugmynd listamannsins. Engin sam- tíðarmynd af Laótse er til. )Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.