Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 Pröf. Jóhann Hannesson: Um velferðarmál þjóðfélag Nytsemi, mannúð og velferð EINS og almenningi er kunnugt er það takmark íslenzkra mennta að gera menn að nytsömum mönnum. Nytsemdarhugtakið kemur þráfaldlega fyrir í fræðslulögum vorum, bæði bók- staflega og samkvæmt eðli máls- ins. Þannig er þetta einnig í fræðslulögum annarra landa. Og þannig var þetta í Grikklandi hinu forna. Gott var það uppeldi talið, sem gerði menn nytsama. Má m. a. sjá þetta af varnar- ræðu Sókratesar. Á þeim tíma voru þrír fjórðu hlutar hins gríska þjóðfélags þrælar, en ’þrælarnir voru líka nytsamir menn. En þrátt fyrir hina miklu spekinga, Sókrates, Plató, Aristó teles og marga aðra, glataði Hellas sjálfstæði sínu. Grikkir voru nógu nytsamir og nógu menntaðir, en þeir áttu ekki það siðgæði, sem til þurfti að varð- veita þjóðfélag sitt gegn spill- ingu og þess vegna varð Grikk- land öðrum þjóðum háð löngu fyrr en ástæða var til. Nú tekst svo vel til að margir hér á landi verða mjög nytsamir menn, bæði sjálfum sér og þjóð- inni. En vélar og skepnur, skip og veiðarfæri eru líka allt sam- an nytsamir hlutir. Sjálft hug- takið nytsemi nægir ekki til að greina mann frá skepnu eða mann frá hlut. Annað og meira þarf tiL Vér skulum þó vera þakklátir fyrir hina nytsömu menn — og þær vinnuhetjur, sem uppi eru með þjóð vorri. Nú eru sumir nytsamari en aðrir og það er enginn jöfnuður í þessum efn- um. Til þess að þjóðfélag geti orð- Ið velferðarþjóðfélag, þarf bæði nytsama menn og mannúðar- menn. Til þess að gegna velferð- arstörfum í þeim flokkum, sem vér höfum upp talið, þarf menn með mannúðarskapgerð og hæfi- lega menntun. Menn þurfa að vita deili á sínu eigin þjóðfélagi, og þessi þörf er viðurkennd með því að unglingum er kennt dá 'lítið í félagsfræði. Fá menn þannig nokkra vitneskju um hin algengustu velferðarmál og er hér um framför að ræða. Til viðbótar hér við þarf að koma söguleg þekking, einnig meðal almennings. Upplýstur al- menningur þarf að gera sér grein fyrir uppruna og þróun þeirra hugmynda, sem hafa gert þjóðfélag vort að velferðarþjóð- félagi eða eru um þessar mund- ir að auka velferð þess. Og það er einnig nauðsynlegt að vita skil á því, sem spillir þjóðfélag Inu, sem rífur niður það, sem áður Var byggt upp. Þetta er nauðsyniegt tíl þess að velferð- arkerfið brotni ekki undan þeim þunga, sem á það er lagður. Glöggum mönnum er ljóst að stundum rífur þjóðfélagið niður með annarri hendinni það sem það hefir áður byggt upp með hinni. Það er ekki langt síðan í þjóð- iarsögunni að litið var á ýms vel ferðarmál sem smámál á Alþingi Það var a.m.k. reynsla hinnar ágætu konu, frú Guðrúnar Lárus dóttur, þegar hún sat á þingi og barðist fyrir ýmsum góðum mál- um. — Vera má að andúð þjóð- arinnar á ýmsum velferðarmál- um hafi komið af því að kirkju- lega sinnaðir menn börðust fyr- ir þeim. Áratugum saman hafa hin kirkjulegu timarit og blöð flutt efni um velferðarmál af mörgum gerðum, barnaheimili, hjúkrunarmál, bindindismál, elli heimili, aukin réttindi ’kvenna o.fl. Nútímamönnum kann að koma þetta á óvart, en ef menn trúa því ekki, geta þeir sjálfir flett þessum blöðum og tímarit- um, sem víða eru til á söfnum. Það kann að koma oss á óvart að hinn mikli leiðtogi píetista, August Hermann Francke (1663 —1727) stofnaði hinn fyrsta barnaskóla sinn fyrir fátæk börn í hertogadæminu Gotka og börn hinna venjulegu borgara komu á eftir — og kennararnir voru ekki hermenn, heldur stúdentar, sem hann kenndi sjálfur. Vér finnum að oft hafa sömu menn- irnir unnið að velferðarmálum í sínum eigin löndum og að kristniboði meðal framandi þjóða. Eftir að barnakennarar komu tíl sögunnar sem sérstök, sér menntuð stétt, hafa ágætismenn úr þeirra hópi lagt mikið fram til velferðarmála barna, enda hafa þeir mikla reynslu og vita manna bezt hvar nauðsyn er brýnust þegar um börn er að ræða. Það er mjög æskilegt að félagslega gáfaðir barnakennar- ar hafi tækifæri til að auka við menntun sína, einmitt til þess að geta helgað sig velferðarstarfi meðal barna. Að kvenfélög, og skki sízt kvenréttindakonur hafa unnið mikið að velferðarmálum og uppfrætt almenning um marga nauðsynlega hluti í þeim efnum, er svo ölmennt kunnugt, einnig hér á landi, að varla þarf að minna á það. Erlendis standa margar velferðarstofnanir, svo sem elli- og hjúkrunarheimili og barnaheimili, sem minnisvarðár yfir ágætar konur, sem voru langt á undan sínum tíma. Þá er hlutur lækna og heilsu- fræðinga í velferðarmálum þjóð- félaga almennt kunnur. Margar velferðarstofnanir verða alls ekki starfræktar án þess að læknar vinni daglega við þær. Ennfremur er fjölmörgum stofn- unum stjórnað af hjúkrunarkon- um og konum, sem hafa kennara- menntun. Þrátt fyrir þetta mikla lið, sem vinnur að velferðarmál- um þjóðfélaganna, þá er í mörg- um löndum skortur á starfsfólki við þessar stofnanir, og sömu- leiðis í almennum skólum. Kem- ur þetta m.a. til af því að sumar vestrænar þjóðir senda allmargt fólk til þess að vinna að kristni- boði og margvíslegum líknar- störfum meðal framandi þjóða, enda er þörfin þar víða afar mikil og neyðin miklu meiri en vér getum gert oss í hugar- lund. Hinar hagnýtu greinar Spyrja má hvað þessi vísindi komi velferðarmálum þjóðfélaga við. Svarið er á þá lund að þau greinast að vissu marki í hreina þekkingarleit, samsöfnun efnis og fróðleiks, og í hagnýt fræði. 1 þessari síðari mynd þekkja t.d. margir nokkuð til sálarfræði. Hún hefir hagnýtt gildi á mörg- um sviðum þar sem viðfangsefn- in eru menn, ekki dauðir hlutir. Þannig læra kennarar bæði al- menna sálfræði og barnasál- fræði, læknar læra bæði al- menna sálfræði og sálsýkifræði, prestar hina almennu sálfræði, sálgæzlu og átrúnaðarsálfræði, hjúkrunarkonur læra einnig sál- fræði, húsmæður sömuleiðis í húsmæðraskólúm. Hins vegar verðum vér að gera oss ljóst að ekki er þessi fræði- grein ævinlega notuð til uppbygg ingar fyrir þjóðfélagið. Sálfræði- leg tækni er notuð í auglýsing- um, til þess að fá vörur seldar; í kvikmyndum, til þess að fá að sókn að þeim ,hvort sem þær eru góðar eða slæmar, ennfremur öðrum áróðri, bókmenntum og blöðum, sömuleiðis í ýmsum list um eða öllu heldur listiðnaði. Ekki er skeytt um blessun eða bölvun fyrir þjóðfélagið, heldur um það markmið, sem menn setja sér, að ná einhverjum á- rangri á einhverju sviffi. Hinir sálfræðilega menntuðu menn, sem helga sig heillum og velferð þjóðfélagsins, læknar. barnalæknar, barnasálfræðingar, uppeldisfræðingar, trúarbragða- sálfræðingar, sálgæzlumenn o. fl, verða því oft aff vara viff skað- legum áhrifum áróðurs, auglýs inga og fleiri skyldra fyrirbæra en mæla meff því, sem til heilla horfir, enda þekkjum vér til starfa þeirra með þjóð vorri, Ekki ber að vanmeta þetta starf, því vel menntaðir menn með góðan vilja geta látið mikið gott af sér leiða fyrir sína þjóð þessu sviði. A síðari tfmum hafa mennta- menn í tiltölulega ungum vís- indagreinum látið mikið af mörk um til velferðarstarfs. Koma hér til greina mannfræffingar, sál- fræffingar, sósíalfræffingar og upp eldisfræffingar. Fyrr á öldum vorú þessi fræði ekki greind í sérstakar vísindagreinar, heldur komu þau fram sem sérstakir kaflar eða sérstakar bækur í heimspekinni. Nú hafa þessi hug vísindi vaxið og orðið mjög um- fangsmikil og hver flokkur um sig greinist margvíslega, enda eru í þessum greinum uppi ýms- ar stefnur, meira eða minna mót- aðar af heimspekilegri afstöðu fræðimannanna sjálfra. Þriðja grein Hins vegar má almenningur þar fyrir ekki afrækja hina al mennu, sálrænu og siðrænu þekkingu, heldur ber foreldrum aff leggja rækt viff barnasálfræffi, svo að þeim sé ljóst hvað hefir jákvæð og hvað hefir neikvæð á hrif á velferð barnanna. Þekk ingin getur þó aldrei komið í stað ástúðar og mannvináttu, allra sízt þegar smælingjar eiga í hlut. Umfram allt íklæðizt kær leikanum segir í Guðs orði Hjúkrun sálarinnar er kjarninn allri hjúkrun var kjörorð eins leiðtoga í hjúkrunarmálum. Vér gætum einnig sagt að verndun barnssálarinnar sé kjarninn allri barnavernd. Um nauðsynlegar menntir til velferffarstarfa Nútíma velferðarþjóðfélag þarf af skiljanlegum ástæðum að eiga starfsmenn, sem helga sig hinum sérstæffu velferðarmálum, það er að segja til þess að hjálpa þeim, sem þurfa sérstakrar hjálp ar við. Og þá koma oss fyrst og fremst heilbrigðismálin í hug. Að þeim málum starfar mikið lið vel búið að menntun, þekkingu og reynslu, læknar, hjúskrunarkon ur og í öðrum löndum einnig hjúkrunarmenn (nursing deac ons). Hér til teljast einnig sér fræðingar, er vinna að hjúkrun Börnin þurfa öryggi og góffa affhlynningu taugaveiklaðra, geðsjúklinga og annarra, þar sem sjúkdómarnir koma fremur fram í félagslegum sérkennum en líkamlegum. Hlutverk hinna sérmenntuðu sálfræðinga er bæði ráðgefandi og fyrirbyggjandi og læknandi. Nú á dögum er starf þeirra við- urkennt nauðsynlegt skólum, heimilum, einstaklingum og ýms um stofnunum. Nám þeirra er langt og dýrt og þess vegna er ekki völ á mörgum mönnum með fulla sálfræðilega menntun. En áhrif þeirra ná víða, með fræðslu, kennslu, leiðbeiningum og rannsóknum. Oft hefir gefizt vel að einn læknir, einn sálfræð- ingur og einn prestur hafi með sér samstarf. En hita og þunga velferffar- starfsins viff hinar ýmsu stofn- anir bera þó yfirleitt affrir en hinir langskólamenntuffu menn. Víða eru það kennarar, sem hafa til þess hæfileika og sérmenntun, hjúkrunarkonur, sem einnig hafa aukið við menntun sína, sósíal- fulltrúar, sem hafa tveggja til þriggja ára sósíalskólafræðslu, og hjúkrunardjáknar,. sem lært hafa hjúkrun í þrjú ár og bætt við sig tveggja ára fræðslu i guðfræði, félagsfræði og hag- fræði stofnana. Mikið starf er einnig unnið af safnaðarsystrum (bæði díakónissum og öðrum), en þær hafa hlotið almenna hjúkrunarfræðslu og auk henn- ar trúarlega og félagslega þekk- ingu í sérskólum, eða jafnhliða hj úkrunarnáminu. Auk þeirra starfskrafta, sem hér hafa taldir verið, koma svo aðrir, sem gæddir eru félagsleg- um gáfum og þroska, áhuga- menn úr mörgum stéttum, lög- fræðingar, verzlunarmenn, stjórn málamenn, iðnaðarmenn o. fl. að ógleymdum öllum stúlkunum, sem vinna við þær stofnanir, er heimavist hafa. Að trygginga- málum vinna sérmenntaðir menn og allar stórar velferðarstofnan- ir þurfa nokkurt skrifstofulið, eins og gefur að skilja á vorum tímuin. Hér skal lítið eitt minnst á starf hjúkrunardjáknanna, sem eru kirkjulegir starfsmenn, vígð ir til starfsins að námi loknu, hvort sem þeir eru í þjónustu safnaða eða ríkisstofnana. Eftirfarandi upplýsingar um nám eru miðaðar við norska djáknaskólann í ósló, en starfs- menn frá honum eru nú í öllum álfum heims — og heima fyrir eru þeir mjög eftirsóttir af rík inu til margvíslegra velferðar starfa fyrir sína þjóð. Svíar hafa einnig samsvarandi djáknamennt un hjá sér. Til þess að komast inn í djákna skólann, þurfa menn að vera 19 ára að aldri og hafa lokið real- skólaprófi og helzt að hafa verið eitt ár á lýðháskóla. Þá tekur við þriggja ára hjúkrunarmenntun yið hjúkrunarskóla og sjúkra- hús djáknasambandsins. Að því námi loknu hafa menn full hjúkrunarréttindi, sem eru við- urkennd af ríkinu. Þá tekur við annar hluti námsins og er kennt í þessum greinum: Hagfræði, fé- lagslegri heilsufræði, sóciologi, almennri þjóðfélagsfræði, krimi- nologi, félagslöggjöf, trygginga- fræði, stjórnmálafræði, félags- legri uppeldisfræði, móðurmáli, ensku, bókfærslu, vélritun, sál- arfræði, díakóni, fræðslu um barna- og unglingastarf, sið- fræði, biblíufræði, leikfimi, rit- gerðatækni, alls um 1100 tímar. í þriffja hluta eru kenndar eft- irfarandi greinar: Trúfræði, biblíufræði, sálgæzla, díakóní, kirkju- og kristniboðssaga, kirkjufræði, prédikunarfræði, sál arfræði, æskulýðsstarf, kennslu- æfingar, bókmenntasaga, stærð- fræði, bókfærsla, enska, leik- fimi, ritgerðatækni, alls um 1170 tímar. Aff prófi loknu fylgir vigsla og upptaka í bræffrasamband djáknanna. Þessi skóli er einkaskóli, en djáknarnir taka að sér starf- rækslu margra velferðarstofn- ana, sem ríki og bæjarfélag bera kostnaðinn af. En margir eru ráðnir af einstökum söfnuðum til að vinna að æskulýðsstörfum, til hjúkrunar á einstökum heim- ilum og þeir vinna að öðrum vel ferðarmálum, sem að kalla. Þeir veita einnig forstöðu sjómanna- stofum, þar á meðal ýmsum siöðvum í framandi hafnarborg- um, vinna líknarstarf fyrir blinda, holdsveika og sjúka í framandi löndum, veita forstöðu blindraskólum og vinnuhælum, hjúkra í sjúkrahúsum og heilsu- verndarstöðvum og aðstoða lækna við uppskurði. Skólastjórinn sagði mér að bú- ið væri að biðja um alla. hina ungu menn til starfa löngu áður en þeir höfðu lokið námi. Nám kvendjákna (díakónissa) er mjög líkt þessu, nema að hið félagsfræðilega nám er léttara, enda er aðalstarf þeirra hjúkr- un. Sumar lútherskar kirkjur hafa starfrækt díakónissuskóla sína um það bil heila öld eða meira. Það er komið á aðra öld síðan Florence Nightingale lærði við hjúkrunarskólann í Kaiser Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.