Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 18
13 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 — Um velferðarmál Framhald al bls. 17. werth og sú reynsla ,sem hún öðlaðist þar, „lagði grundvöllinn að öllu framtíðarstarfi hennar og veitti henni úrslitastyrk til að leggja út á lífsbraut þá, er hún hafði valið", segir í ævisögu hennar. Sócialskólarnir hafa ekki hina sömu stofnmenntun og djákna- skólarnir og taka skemmri tíma, en kenna margar hinna sömu greina og kenndar eru í öðrum og þriðja hluta djáknanámsins. Námið við þá tekur 2—3 ár og það veitir góðan undirbúning fólki, sem ætlar sér að gegna ýmsum fulltrúastörfum. — Auk þess er svo háskólanám í sócio- lógi, sem tekur álíka langan tíma og lögfræðinám, en vísindagrein- in er ung við háskóla Norður- landa. Nýlega er tekið að kenna nokkuð í þessari grein undir lög- fræðipróf í nágrannalöndunum og margir áhugamenn kynna sér hana með sjálfsnámi. t Sumir sócialskólar gera þá kröfu að þeir, sem um inntöku sækja hafi starfað nokkuð í vel- ferðarstofnun, t. d. á barnaheim- ili fyrir afrækt börn eða van- gefin börn, áður en þeir fá inn- göngu í hina eiginlegu sósíal- menntun. Aðrar stofnanir gætu auðvitað komið til greina. Hér hjá oss veitir Fóstruskóli Sumargjafar velferðarmenntun á i BALLERUP HRÆRIVÉLIIM Falleg Kraftmikil Fjölhæf Hrærir — þeytir — hnoðar hakkar — skilur — skrælir rífur — pressar — malar blandar — mótar — borar bónar AFBRAGÐS HRÆRIVÉL A ÓTRULEGA HAGSTÆÐU VERÐI. Vegleg jólagjöf, nytsöm og varanleg! Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. Kaupið BALUERUP með FÖNIX-ábyrgð. Q OINII X O, KORNERUP-HANSEN Sími 12606 — Suðurgötu 10 einu ákveðnu sviði, sem er mjög mikilvægt. Gæti sú mennt- við hjúkrunarskólann í Kaiser- un orðið góður grundvöllur að hinni sérstæðu velferðarmennt- un, sem sócialskólar veita. (Um þetta nám, sjá bókina: Hvað viltu verða? eftir Ólaf Gunnars- son, 3. útg. bls. 151—153). Barnaverndarskólinn í ósló gerir ráð fyrir tveggja ára námi. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða lýðháskólanám. Við hann er nú æfingadeild, líkt og við kenn araskóla. Skólastjóri er Mártha Linneberg. Á öllum Norðurlönd- unum eru tilsvarandi skólar. Þjóðunum er ljóst hve miklu máli það skiptir að til sé starfs- lið, sem kann til verka þegar um velferð barna og unglinga er að ræða. Hin krítiska hlið Það nægir ekki í velferðarriki að byggja upp góðar stofnanir ef hverjum sem vill er heimilt að rífa þær niður. Nú er svo í voru landi að oss finnst sjálfsagt að hægt sé að kalla á vernd gegn líkamlegum ofbeldisaðgerðuni gegn barni eða fullorðnum. Ef drukkinn maður brytist inn á þitt heimili eða mitt, vekti börn- in um miðja nótt og skildi þau eftir grátandi og æpandi af hræðslu — og gerði þetta tvisv- ar-þrisvar sömu nóttina, þá mundi engum finnast það til- tökumál þótt við hringdum á lög- regluna og létum fjarlægja manninn. Eða hvað finnst les- andanum? Allt öðru máli gegnir ef ofbeld ismaðurinn er nógu fínn — ef hann er t. d. persóna í leikriti, sem flutt er í Ríkisútvarpinu. Þá getur hann vakið krakkana nótt eftir nótt, látið þá skjálfa af ótta og rænt þau svefni og matarlyst. Þetta hefir gerzt hér — og þessu líkt hefir líka gerzt í öðrum löndum. Listin ræðst gegn lífinu og leggur á garðinn þar sem hann er lægstur. „Og smæling- inn lyftir ekki upp raust sinni gegn yður“. Þeir sers að almesAiingsheill- um hyggja ,hafa þó vaknað til vitundar um þessa hættu x öðr- um löndum, þótt árangurinn sé ekki alls staðar góður. Sam- kvæmt sænskum lögum, er gildi tóku 161, er til sálræn barna- vernd. Það er tími til kominn að hyggja að henni einnig hér. Til eru foreldrar, sem taka með sér 7—8 ára börn á kvikmynd- ir, sem bannaðar eru yngri en 16 ára börnum. Sennilega eru slíkir foreldrar svo heimskir að þeir skilja ekki hvað sálræn mis þyrming er — og lögin svo göt- ótt að auðvelt væri að koma stór um hópum barna í gegn um þau, þeim til sálar- og líkamstjóns. Menn skilja að jafnaði «kki or- sakalögmálið í sálarlífinu, halda að allt jafni sig þegar viðburð- irnir eru liðnir hjá. En það er J of mikil einfeldni. Taugaveiklun og ýmis konar óregla á oft ræt- ur sínar að rekja til sálræns á- verka í barnæsku (psykisk trauma) og það stendur ekki nema stundum í mannlegu valdi að bæta þann skaða. En sárastur verður áverkinn í sál barnsins þegar hann er veittur af ein- hverjum nákomnum, föður eða móður. Vesaldóm og veiklun má einnig koma til leiðar með of miklu eftirlæti og ofur-verndun. Góðar mæður og aðrir barna- vinir finna oft af næmri eðlis- hvöt hvað er barninu hollt og óhollt, en vegna þess menning- arlega nauðungarfargs, sem á oss hvílir, dofnar þessi eðlishvöt. — Úr þessu má bæta með því að kynna sér reynslu annarra um víað veröld, sem lengur hafa bú- ið undir þessu fargi en vér sjálf- ir. Og þar vaka menn — og þeg- ar á þarf að halda, eru ævinlega einhverjir, er lyfta upp raust sinni til varnar smælingjunum. Jóhann Hannesson. — Austurlandaför Framhald af bls. 8. Það, sem þér nú dýrkið óafvit- andi, það boða ég yður...“ Við sjáum í anda á Aresarhæð þenn- an einmana og umkomulausa mann, sem er sigurviss og brenn andi í andanum. Hann er bylt- ingarmaður, fáliðaður frumherji nýrra lífsskoðana. En hann hefur orðið fyrir undursamlegri reyn- slu. Hann veit, að hann hefur verið kallaður til starfa af þeim guði, sem hann nú boðar. Og honum er það fullljóst, að mann- lífsakurinn er albúinn til sán- ingar. Hin gömlu trúarbrögð Grikkja, full af stórbrotnum skáldskap og hugarflugi, veittu ekki hrelldu og leitandi hjarta lýðsins neina huggun. Hann gleðst yfir því, að finna hjá Aþeningum þrána eftir hinum „Ókunna guði“. Hetjan, sem í einstæðingshætti sínum stóð á Aresarhæð og bauð heiminum byrginn, átti framtíðina. Hans trú fór sigrandi um heiminn. — Ég slít upp eitt blóm á Aresarhæð til minja um kiomu mína þangað. Að kvöldi þessa sama dags kom ég í eitt af fátækrahverfum borg arinnar. íbúðarhús voru víða mjög hrörleg, en þó var einhver viss reisn yfir öllu og hvergi neinn áberandi óþrifnaður. Það var skemmtilegt að athuga götu- lífið. Skóburstararnir sátu í röð- um og buðu fram þjónustu. Aðrir voru að steikja ýmsa ávexti á Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutnlngsskrifstofa. Iðalstræti 9. — Sími 1-1875 BRAGI BJÖRNSSON Málflutningur - Fasteignasala. V estmannaey jum. Sími 878, glóð, einnig kastaníukjarna. Ég fékk að smakka á þeim og þótti þeir sæmilegir til átu. Á Norður- löndum munu þeir þó sjaldnast hirtir. Souzo heitir þjóðardrykk- ur Grikkja. Ég fékk mér eitt glas. Mér geðjaðist ekki að bragðinu. Það er einhver meðalakeimur að þessum drykk. Vera má, að mað- ur venjist honum. Daginn eftir fórum við í þjóð- minjasafn Aþeninga. Það er í glæsilegum salarkynnum. Mér þótti skemmtilegt að sjá hitt og annað, sem ég kannaðist við af myndum. Þarna var t.d. hin fræga gullgríma frá Mykene og Seifshöfuðið, sem mynd hafði verið af framan á goðafræðinni minni í gamla daga. Sum líkn- eskin horfðu með kristalaugum — og er þar ekki talað um neitt líkingamál. Um kvöldið kl. 10% gengum við aftur á Akrópólis, því nú var fullt tungl, og þá var að- gangur leyfður að háborginnL Annars er það ekki leyft að koma þangað að næturlagi, því staður- inn er hættulegur þegar dimmt er. Enn á ný gengum við upp stíga hæðarinnar og inn á svið- ið. Nú í mánaskininu virtust súl- urnar og musterin verða svo magni þrungin og dulúðug. f orðlausri undrun virtum við fyrir okkur rústir þessara hvítu marm árahofa, sem voru böðuð í fölri birtu tunglsins. Á slíkum stund- um verður hugurinn næmari fyr- ir áður óþekktum skynjunum. Það er eins og önnur tilveru- svið verði nálægari. Einhver und ursamleg kyrrð var ríkjandi á staðnum — og tign. Það var blæjalogn og hlýindi hinnar suð rænu nætur. Himinninn hvelfdist yfir hofðum okkar alstirndur. Borgin umhverfis var eins og stjörnuhaf. Þessi nótt mun okkur öllum fullkomlega ógleymanleg og mörgum þótti eftir á, að þeita hafi verið eftirminnilegasti at- burður alls ferðalagsins. Skáldsaga GUNNARS M. MAGNÚSS er saga um ungt fólk — fyrir ungt fólk. Þetta er ástarsaga sem látin er gerast í Reykjavík fyrir fáum árum oð aðalpersón- urnar eru dægurlagasöng- konan og stjarnan upprenn- andi, Bára Lóa, og unnusti hennar, Börkur Jónsson, sér- stæður piltur, sem er efni í uppfinningamann, en kemst í kast við lögregluna og dómsvaldið fyrir annarra skuld, alsaklaus, og ratar af þeim sökum í miklar þreng- ingar og raunir. — Þetta er spennandi og skemmtileg saga. Tilvalin jólagjöf fyrir unga fólkið. — Verð kr. 164,80. FYRRI BÆKUR ÚTGÁFUNNAR, skáldsagan Lífsneisti eftir Remalque og unglingabókin Borizt á banaspjótum eftir Allan Boucher fást enn hjá bóksöluin um land allt. LÍFSNEISTI er stórbrotið skáldverk eftir heims- frægan höfund. Bók sem á erindi til allra hugsandi manna. BORIZT Á BANASPJÓTUM er fyrstu hluti unglinga sögu er gerist á íslandi í fornöld og segir frá Halla á Meðalfelli í Kjós og ævintýrum hans. Höfundur bókarinnar er ungur brezkur menntamaður sem nú dvelzt á íslandi og er þaukunnugur íslandi og ís- lenzkum bókmenntum. Þetta er spennandi bók sem er tilvalin jólagjöf fyrir unglinga. <V BÓKAÚTGÁFAN DVERGHAMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.