Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 Sigurður Breiðfjörð Ljóðasafn III. bindi Sveinhjörn Sigurjónsson sá um uígáfuna en ísafold gefur út HÉR BR þá komið þriðja og síð- asta bindi af ljóðum Sigurðar Breiðfjörðs og er þar flest tínt til sem fundizt hefur og flest óprentað áður. Að sönnu mun seint verða þurrausið allt sem Sigurður hefur kveðið við ólík- ustu tækifæri, en það skiptir ekki svo miklu máli þó enn megi finna fáeinar vísur, allt það (helzta er hér komið saman í þrjár snotrar bækur. í þessu síðasta bindi sjáum við i m.a. talsvert af ljótum kveðskap eftir Sigurð: skammir, níð og kerskni, en slíku hélt hann ekki j mjög til haga er hann gaf út | ljóð sin og mun þessi grein ekki hafa átt mikil ítök í huga hans. | Þá mun mörgum vera forvitni á að sjá þarna svar skáldsins til i BLAMINGO straujárnin eru fallegust og fást í 3 litum eða krómuð — hreint augna- yndi. Þau eru lauflétt og haganlega löguð og fást fyrir hægri eða Tinstri hönd. Hafa bæði hitastilli og hita- mæli. FLAMINGO strau-úðarar Og snúruhaldarar eru kjörgripir, sem vekja spuninguna: — Hvernig gat ég verið án þeirra? Flestir eiga straujárn, en fáir munu standast freisting- una, er þeir fá litið FLAMINGO frá FÖNIX. FLAMINGO er FALLEC JÓLAGJÖF o \' i x O. KORNERUP HANSEN Sími 12606 — Suðurgötu 10. Sigurður Breiðfjörð Fjölnis í Óbundnu máli, merk- ast fyrir það hvað málið er snjallt og þróttmikið. Það er fátt geymt í óbundnu máli eftir Sigurð, en allt er það mjög merkilegt og ljóst merki þess hvað maðurinn var vel menntaður og gáfurnar ljósar. Örfá sendibréf eru til frá Sig- urði og ekki þýðingarmikil, eng- ar dagbækur eða minningar, nema Grænlandssagan. En í Ijóð um skáldsins eru mikil efni í ævisögu, í stökum, Ijóðabréfum, mansöngvum og kvæðum. Heimildir um ævi Sigurðar eru margvíslegar og ekki allar traustar, oft hreinasta bull. í skýringum við þetta bindi eru ýmsar merkar athugasemdir við kveðskap Sigurðar, en ég hefði kosið meira af því tagi t.a.m. um hverja ort er og að geta atburða, einkum í sambandi við ljóðabréf- in. Útgefandi hefur hér tekið upp frumgerð sumra kvæða Sigurðar og er það fróðlegt til saman- burðar við endanlega gerð þeirra. Hallgerður langbrók er eitt kunn asta kvæði Sigurðar og mikið hefur það batnað þegar hann tók það til endurskoðunar eins og lesendur geta nú séð, þegar þeir hafa báðar gerðirnar. Veðrahjálmur er eldri gerð af kvæðinu Norðri og Suðri, sjá I bindi, og hefur skáldið breytt því mikið. Annars er Veðrahjálm ur nafn á kvæði eða sálmi eftir séra Jón Haltalín, sem lengi var prestur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og síðar á Breiðabólstað á Skógarströnd, upphaf: Ó þú jökull sem jörðu hylur. Sá Veðra- hjálmur er til í mörgum afskrift- um og gamalt fólk kunni kvæð- ið utanað. Sigurður var vel kunn ugur Jóni Haltalín á yngri árum og hefur numið margt af honum. „Mikið hann af munni orti mátaglaður", segir Sigurður um sjálfan sig og er það satt að mik- ið er til af kveðskap eftir hann og lætur að líkum að það sé mis- gott. Samt er fátítt að finna hnoð hjá Sigurði, hann er oftast létt- ur og skemmtilegur. og vonum oftar leiftrar á glóandi skáld- skap jafnvel í hraðkveðnum tækifæriskveðskap. Draugsríma segir frá atviki, sem Sigurður er bendlaður við og er þar ljóst frá öllu greint, og er ríman öll hin skemmti- legasta og eitt það bezta, sem Sigurður kvað af því tagi. Bald- ursmál er nokkuð óvenjulegur kveðskapur frá hendi Sigurðar og var honum ekki gjarnt að yrkja svo ljótt. Sigurði mun þó með réttu eignuð vísan: Það er dauði og djöfuls nauð, en um það hafa verið skiftar skoðanir. Ýmislegt er það í kveðskap Sigurðar sem þarf skýringar við m.a. kenningar, en þær eru stund um eins og gátur hjá honum. Sveinbjörn Sigurjónsson hefur gert skýringar við Ijóðasafnið og eru þær góðar en fullstuttar surnar. Lengi má deila um ein- stök atriði. f öðru bindi safns- ins í Ijóðabréfi til Jóns Árnason- ar á Leirá er þetta ávarp: Kæri Leirár lagagrér ... Þarna held ég eigi að standa logagrér og er það gamansemi Sigurðar að kenna gull svo að kalla það Leir- árloga. Ég á ljóðabréf þetta í handriti, sem mun vera skrifað á Leirá á dögum Jóns Thorodd- sen og þar stendur greinilega logagrér. Jón Thoroddsen hefur notað þessa kenningu í gaman- vísu og þá væntanlega sótt hana í vísu Sigurðar. Jón kveður svo: Leirár elda lítill Týr löngum seldur órum ef á kveldin ei ert skýr ærslin held ég verði dýr. Ekki veit ég hvers vegna er sett atíhugasemd inn í vísuna á bls. 202, vísan mun vera þannig: Álfur barða um Óðins frú óskum meður frýnum Breiðafjarðar fljóðin nú. fyllir af kveðjum sínum. Það er ekkert athugavert við þessa vísu. Vísuhelmingurinn á bls. 203, úr bréfi til Guðninar í Hallsbæ mun eiga að vera svo: ... mættu vaka í minni skyld Mána ljóma bugar. Bugur er vík eða fjörður, Ijómi fjarðar: gull, Máni gulls: maður. Þó getur hin skýringin eins ver- ið rétt. Annars var Sigurður fyrst og fremst skemmtanamaður og tók sér ungur það hlutverk eins og hann segir í niðurlagi rímna af Þórði hreðu, sem hann orti um tvítugt: Sá sem kvæða sönginn spann sízt með hætti snjöllum Sigurður Breiðf jörð heitir hann handkunnugur öllum. En svo gott skáld var Sigurður Breiðfjörð að kveðskapur hans var meira en stundargaman. Enn ættu menn að geta lesið þessi léttu og gamansömu ljóð sér til ánægju. Kvæðið Sigling orti Sigurður 16 ára gamall og er þá þegar fullfær í vísnagerð enda búinn að bveða margt, m.a. 8 eða 9 rímnaflokka. Ljóðaferli sínum lýkur hann rúmum þrem áratug- um síðar með þessum hending- um: Sál mín þú líkast svani skalt þeim hvíta er syngjandi að dauðans porti fer. Laugardalskveðja eftir Sigurð Breiðfjörð Skaparinn hönd á hnöttinn lagði og heilög verkin leiddi sjón, hann gat á einu augabragði umhvarflað loftin höf og frón, ísland þar meðal annars sá uppljómað gylltri sólarbrá. Hún yfir dalinn Laugar lýsti lof til að kveikja skaparans og íslands beztu bændur fýsti að búa þar í skjóli hans. Hófsemd góðfýsi hógværð tryggð höfðu sér valið þessa byggð. Þar hefur blómgast ár af ári akurinn sannrar manndáðar Alfaðir bægði frá þeim fári sem fótstöðu höfðu tekið þar, af dalnum létta dimmri nauð drottnarinn sínum englum bauð. Máttar og orða minnstu þinna mildinnar allrar faðir nú vak þú í byggðum vina minna verndaðu þeirra jörð og bú undirdjúpanna eldi frá og andskota þeim er vill oss hrjá. Hönd þín ein má Heklu benda Helvitis fella niður í glóð, andvörp og til þín allir senda frá áhlaupum hennar forða þjóð hana á bósinn bölvaðan bind þú um tíma eilifan. Jólasýning barnanna verður að þessu sinni Dýrin í Hálsa- skógi, sem Þjóðleikhúsið sýn- ir við mikla hrifningu um þessar mundir. Leikurinn verður sýndur á þriðja í jól- um kl. 3 og einnig verður sýning á leiknum sunnudag- inn 30. desember og er það síðasta sýning á leiknum á þessu ári. Vert er að vekja athygli á því að jólagjafa kort eru til sölu í aðgöngu- miðasölu Þjóðleikhússins á barnaleikinn alla daga til jóla. Slík gjöf mun verða vel þegin af mörgum börnum. Myndin er af Baldvin Hall- dórssyni og Árna Tryggva- syni í hlutverkum sínum. Heill sé þér dalur, byggðir, búar, burtfararkveðja mín það er, lifið ávallt í trausti trúar tryggustu fáið launin þér. Ég vildi, Drottinn, meir og meir þér mættu jafnan líkjast þeir. Sigurður var kaupmaður á Hjálmstöðum í Laugardal þegar hann orti kvæðið, en það var sumarið 1845 ári fyrr en Sigurð- ur dó. Hekla gaus þá um haust- ið og er kvæðið ort í því til- efni, en hann er á förum úr daln- um. Kvæðið varðveittist á þann hátt, að gömul kona kunni það og hafði yfir fyrir Simon Dala- skáld þegar hann var á Hjálms- stöðum sumarið 1905 en frá hon- um er kvæðið komið og birti hann það í ljóðakverinu Hall- freði sem út kom 1009. Konan sem kunni kvæðið var Aldís Jónsdóttir móðursystir Páls • skálds á Hjálmsstöðum. Aldis dá á Hjálmsstöðum 1. janúar 1912 og var þá 80 ára gömul. Aldis hefur því verið 14 ára eða þar um bil þegar Sigurður orti kvæð- | ið. Enn mun mega finna eitt- hvað af kveðskap eftir Sigurð sem ekki er kominn á prent og er mér kunnugt um nokkrar vís- (ur og fleira sem þannig hefur geymzt, en fátt mun þó af slíku manna á meðal. Fólk var mjög natið við að tína I saman allt sem það fann eftir Sigurð, en þar mun hafa orðið ( verkdrýgstur Jón Borgfirðingur og eru nú handrit hans á Lands- bókasafni. Enn er vafi um fáein kvæði, jafnvel smárímur og stökur sem eignað er Sigurði og bíður það nánari rannsóknar. Allt um það má þetta heita heild arútgáfa ljóða hans. Sveinbjöm Beintcinsson. LJOÐABOK JÓLANNA 1962 Gísli Halldórsson, verk- fræðingur, er landskunnur fyrir athafnasemi í verk- legum framkvæmdum. Á því starfssviði hefir hann reynzt frjór og hugmynda- ríkur svo þjóðarathygli hef ir vakið. Hann hefir ferð- azt víða og dvalið lang- dvölum með öðrúm þjóðum — ávallt með opin augu og skarpa sjón og aldrei látið sér nægja að líta einungis hið næsta sér. — Hér kemur Gísli Halldórsson á óvart og birtir nokkur ljóð sín, ort á hljóðum stundum er hann hefir unnt sér hvíldar á leið sinni. lim vegu víða Ljóð Gísla Halldórssonar, verkfræðings. Hlaðbúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.