Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIh Fimmtudagur 20. des. 1962 JOLAMATURINN í eizta og nýjasta VEITINGAHtíSINU UM þessar mundir er vafalaust verið að ræða um mat á mörg- um heimilum borgarinnar. Það er ekkert smáræði að þurfa að ráðgera matseðil fyrir hvorki meira np minna en þrjá hátíðis- daga og svo sunnudaginn fyrir jól, þ.e. Þorláksmessu. Það er eins gott að leggja allt vel niður fyrir sér, fyrir lokun á laugar- daginn og vanta ekki sveppi í sósuna á jóladag eða rækjur í tartaletturnar á I. o. s. frv. —■ Við hér á kvennasíð- unni treystum okkur ekki að svo komnu máli að gefa ykkur matseðla fyrir dagana, en til þess að skerast ekki alveg úr leik birtum við hér forkunnar- fína matseðla, annan frá elzta hóteli höfuðborgarinnar, Hótel Borg og hinn frá því nýjasta, Hótel Sögu. — Þeir Pétur Daní- elsson og Þorvaldur Guðmunds- son voru svo elskulegir að láta okkur jólamatseðla sína í té, til þess að lesendur okkar gætu e.t.v. fengið af þeim nokkra vísbend- ingu, þótt eflaust séu þeir í heild of íburðarmiklir til þess að hægt sé að nota þá óbreytta, enda eru venjulegar húsmæður ekki slíkir snillingar sem yfirkokkar veit- ingahúsanna, og hafa heldur e.t.v. ekki þau hráefni sem þeir hafa aðgang að, svo sem eins og ýmis konar víntegundir og krydd, sem þeir bragðbæta sína gómsætu rétti með. HÓTED BORG Við skulum þá fyrst líta á mat- seðilinn frá Borginni og e.t.v. getum við nælt í einhverjar upp- skriftir frá þeim. Aðfangadagskvöld Jólagrautur m/jólaöli eða Creme súpa la Reine ★ Humar s/c Chantilly ★ Hangikjöt m/rjómakartöflum, grænar baunir eða Steiktar rjúpur m/rjómadýfu ★ Nýir ávextir eða Isterta Jóladag nm hádegi Spergilsúpa ★ Steikt fiskflök Lousiana ★ Hangikjöt m/rjómakartöflum eða Svínakótelettur m/Robertsauce ★ Eplakaka m/rjóma Jóladagskvöld Creme súpa Dumont eða Nautahalasúpa ★ Lax í Mayonnaice ★ Steiktur lambahryggur m/grænmeti eða Andasteik a la Orange ★ Triffli eða Riz Imperatice Annan jóladag um hádegi Creme súpa d Riz ★ Fiskifile Víne-blanc Annan jóladag um kvöldið Creme súpa Marie eða Kjötseyði Garibaldi ★ Fiskifilé Tout Paris ★ Svínasteik m/rauðkáli og grænmeti eða Kjúklingar Financiere ★ Andalause búðingur eða Perur Belle Helene Og síðan brugðum við okkur niður á Hótel Borg og hittum að máld yfirmatsveininn, Herbert Petersen og fengum nokkrar upplýsingar frá honum um fjóra af réttunum á matseðlinum hans, tvo forrétti, einn kjötrétt og einn óbætisrétt. Humar með Ohantly- sósu er soðinn humar með sósu úr mayonese með þeyttum rjóma og sítrónusafa. — Fiski- filet Tout Paris eru fiskiflök, gufusoðin (í soði með hollenzkri sósu og humarsósu og síðan á að MV.V W.VAV.VAW.VAW^ Herbert Petersen á Hótel Borg Jóladagur, hádegi Andarsulta á la Saga ★ Kjötseyði Royal ★ Hamborgarhryggur m/rauðkáli ★ Fylltir súkkulaðibollar Lambasteik Bolangere eða Kálfafile Royale ★ Is Bambe Malta ■ / A/ * n fiy Halldór Vilhjáimsson á Hótel Sogu skreyta með ostrum, en þar sem þær eru ekki til hér notast Fet- ersen við lítil stykki af fiskflök- um, sem hann steikir á pönnu. —. Lambasteik Bolangere er lambasteik, steikt í ofni á venju- legan hátt, en í skúffuna með kjötinu er látinn niðursneiddur laukur og kartöflur. Síðan búin til sósa úr soðinu. — Andalause- búðingur er appelsínubúðingur, búinn til á eftirfarandi hátt: Appelsínusneiðar eru settar inn- an í fat og ofan á þær appelsínu- hlaup og síðan appelsínufromage hellt í fatið. Skreytt með þeytt- um rjóma. HÓTEL SAGA Og þá skulum við snúa okkur að nýjasta hóteli höfuðborgar- innar, Hótel Sögu. Matseðillinn þar er nokkuð frábrugðinn þeim frú Borginni. Borgarmatseðill- inn er, a.m.k. á aðfangadags- kvöld, líkari því sem haft er í heimahúsum, þar sem rjúpur og hangikjöt er aðalhátíðarmatur- inn. En í Sögu fær fólk meira af „útlendum mat“, ef svo mætti að orði komast. Aðfangadagskvöld Hors D’Oeuvres ★ Uxahalasúpa ★ Reyktur lax m/hrærðu eggi ★ Köld nautatunga í Madeira ★ Kalkún Brésilien ★ Ávaxtasalat í líkjör Jóladagskvöld Caviar ★ Kjötseyði Noél ★ Egg Polinac ★ Humar Newburg ★ Glóðarsteikt önd Duclair ★ Perur Carrigan 2. jóladagur, hádegi Kj örsveppasúpa ★ Hleypt egg á L’Jndienne ★ Nautalundir Provencale ★ Triffle 2. í jólum, kvöld Graflax ★ Kjötseyði Trois filets ★ Spergill Flamande ★ Hreindýrasteik Baden Baden ★ Ananas Flambé Við náðum í yfirmatsveininn á Hótel Sögu, Halldór Vil- hjálmsson. Hann lét ökkur góðfúslega í té eftirfarandi upp- skriftir að forrétti, aðalrétti og ábætisrétti. Humar Newhurg: Hrár humar skorinn í bita, bitarnir kryddaðir með salti og pipar, síðan steiktir í mjög heitri matarolíu, Cognac og sherry hellt yfir og látið hitna, síðan kveikt í, þegar eld- urinn er nærri útdauður er bætt við löginn fisksoði og þeyttum rjóma. Soðið undir loki í 15 mín- útur, þá er humarinn tekinn upp úr, sósan síðan soðin niður, síuð og þykkt með smjöri og hveiti (Uppbökuð). Humarinn er fram- reiddur með hrísgrjónum og sós- an höfð sér. Nautalundir Provencale: Naúta lundirnar eru ýmist steiktir á pönnu eða rist. Provencale nafn- ið er dregið af kartöflum, sem skornar eru í næfurþunnar sneið- ar, síðan kryddaðar með salti og pipar og hvítlauk. Þær eru síðan steiktar á pönnu við mjög mik- inn hita í matarolíu. Grænmeti: snittubaunir og blómkál. Fylltir súkkulaðibollar: Suðu- súkkulaði 750 gr., kókosfeiti 150 gr., Parafumefeiti 100 gr. Súkku- laðið brætt í potti í heitu vatni, kókosfeitin brædd sér og sömu- leiðis parafumefeitin. Síðan er öllu blandað saman. Þar til gert mót er notað til að steypa boll- ana. Mótið er í laginu líkt og Cocktailhristari og er því stung- ið niður í blönduna, svoleiðis að súkkulaðið festist utan um það. ísmolar eru hafðir í mótinu til að kæla súkkulaðið um leið og það kemur utan á mótið. í bollana er hægt að láta t.d. ís og ávextL í þessu tilfelli eru þeir fylltir með karamellu ís, ferskju og þeyttum rjóma. Við þökkum þessum veitinga- húsum kærlega fyrir hjálpina og vonumst til að lesendur kvenna- síðunnar verði hugmyndaríkari eftir lesturinn en áður. Verði ykkur að góðu. A. Bj. VÖFFLUJARNIÐ með hitastilli, kærkomin jólagjöf frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.