Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLJiÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 BdKAÞÁnUR Sigurður A. Magnússon skrifar um. Helztu trúarbrðgð heims Helztu trúarbrögð heims. 208 bls. Dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup sá um is- Ienzka textann. Alrr.snna bókafélagið, Reykjavik 1962. EIN tilkomumesta skartbókin á þessum jólamarkaði er án efa desember-bók Almenna bókafé- lagsins, „Helztu trúarbrögð heims“, sem dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup hefur séð um út- gáfu á. Er hér um að ræða eitt þeirra alþýðlegu, myndskreyttu fræðslurita sem bandaríska tíma- ritið LIFE hefur gefið út við góðan orðstír, enda fátt til spar- að að gera ritin í senn glæsi- leg, fróðleg og áreiðanleg. Að undirbúningi þessarar bókar hafa t. d. unnið um 100 sérfræð- ingar víðs vegar um heim, en myndirnar eru verk ýmissa fremstu ljósmyndara samtímans, teknar af daglegum helgiathöfn- um um heim allan og af mörg- um fremstu listaverkum trúar- bragðanna, einkanlega þó krist- innar trúar. Mun hér vera sam- an komið mesta safn erlendra listaverka, sem út hefur komið í íslenzkri bók. Myndir eru alls 208 í bókinni, 174 þeirra í litvun, og eru þær prentaðar í Kaup- mannahöfn, en textaprentun og bókband íslenzk vinna. I>ó bókin sé glæsileg að ytra búnaði og hin eigulegasta fyrir þá sem unna fögrum hlutum, er samt ekki minna vert um text- ann, sem ber því órækt vitni að hvergi hefur höndum verið kast- að til verksins. Hlutur biskups í þessu verki er meiri en virð- ast má við fyrstu sýn, því hann hefur víða „endursamið“ text- ann í því skyni að gera hann ljósari og aðgengilegri íslenzk- um lesendum, og í kaflanum um kristna trú hefur hann að sjálf- sögðu fyrst og fremst miðað við íslenzka staðhætti og þarfir — fléttað inn í hann þætti úr sögu kristninnar á íslandi og útlistað rækilegast þá grein kristinnar trúar sem hér hefur fest rætur. Enginn fslendingur var betur fallinn til að takast þetta vanda- sama verkefni á hendur, því bæði er Sigurbjörn Einarsson okkar fremsti guðfræðingur og einnig lærðasti fræðimaður um trúarbrögð yfirleitt, hefur enda samið veigamikið rit um „Trú- arbrögð mannkyns". Bókin sem hér liggur fyrir er annars eðlis en umrætt rit, því hér er eingöngu fjallað um þau sex höfuðtrúarbrögð sem enn eru við lýði og lifandi þáttur í menningu samtímans. Leitazt er við að draga fram kjarna þeirra og megineinkenni, bæði að því er varðar kenningar og helgi- hald. Eru þessu efni gerð furð- anlega ljós skil í svo stuttu máli, en eins og gefur að skilja er hér um að ræða hinn myrkasta frum skóg, einkum þegar fjallað er um hindúasið, búddihadóm og kín- versk trúarlíf eða „heimspeki". f inngangsorðum víkur Paul Hutchinson að því, að í heimin- um séu nú fleiri trúarbrögð lif- andi en þau sem tekin eru til ýtarlegrar meðferðar í bókinni, en þau séu mun fámennari. Lýsir hann hinum helztu þeirra í stuttu máli, t. d. Jaina-trú, Síkha-trú og Parsa-trú í Ind- landi, sjintó í Japan, andatrú frumstæðra manna í Ameríku, Afríku, Ástralíu og eyjum Kyrrahafs og Indlandshafs, og loks fer hann nokkrum tíma- bærum orðum um nýjustu trúar- brögð mannkyns, kommúnism- ann. Hann er eins og Hutchinson bendir réttilega á „trú, sem er í senn afneitun allra trúarbragða og hinn öflugasti átrúnaður á þennan heim, sem nokkurn tíma hefur ögrað öðrum trúarbrögð- um." Sigurbjörn Einarsson Og Hutchinson heldur áfram: „Kommúnisminn, sem ber hin- um eldri trúarbrögðum á brýn, að þau séu „ópíum fyrir fólkið“, eins og Marx komst að orði, er sjálfur glóandi trú, sem um skipulag og tilfæringar færist með furðulegum hraða í gervi kirkju. Þessi trú boðar nálægan sigur mannsins yfir mótlæti og böli og inngöngu hans í jarð- neska paradís. Sé trúin „full vissa um það, sem menn vona, og sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“, eins og einn höfunda Nýja testamentis segir, þá er kommúnisminn með fyrirheitum sínum um stéttlaust mannfélag og jafna hlutdeild allra manna í öllum gæðum lífs- ins tvímælalaust trú Ef litið er á ytri umbúnað, er fárra hluta vant, sem einkenna kirkju. Kommúnisminn hefur sína opinberendur, Marx og Len- in. Hann á óskeikular ritningar, sinn rétttrúnað og villutrú, písl- arvotta og frávillinga, helgra manna sögur og heilagt embætti, upptökuvígslur og ginnhelgar grafir, trúboða og háklerka. Hið eina, sem hann á ekki enn, er guðir. En svo lengi má halda áfram að skríða og krjúpa og svo kunna sleipir foringjar að halda á spilum, að Marx og Lenin og e.t.v. Mao Tse-tung verði, eftir eina öld eða tvær, komnir í tölu guðanna, sjálfum sér til allmikillar furðu. Annað eins hefur gerzt.“ Þessi orð eru vissulega tíma- bær, og er þróun búddhadóms, sem einnig var guðlaus trú í önd- verðu, nærtækt dæmi til sam- anburðar. Inngangur Hutchinsons er sam inn af ríku mannviti, réttsýni og skilningi á eðli og hlutverki trúarbragðanna í mannlegu lífi. Hann er í senn fræðileg útlist- un á nokkrum minniháttar trú- arbrögðum og þörf hugvekja um hlutverk trúarbragða í menning- unni og einkalífi hvers einstakl- ings. Um tilgang bókarinnar í heild segir hann m. a.: „Hver er sjálfum sér næstur. Þess vegna hættir oss öllum til þess að lítilsvirða það í trú og dýrk- un annarra manna, sem kemur ókunnuglega fyrir. Menn tala oft um „heiðindóm“ „hjáguðadýrk- un“, „hjátrú“ í því skyni að vanvirða trú annarra. En hver maður er virðingar verður á þeirri stund, sem hann beygir kné fyrir guði sínum. Oss getur fundizt, að hugmyndum hans um guðdóminn sé ábótavant og skorti jafnvel margt, sem skiptir mestu. Oss kann að virðast hátta- lag hans, þegar hann dýrkar guð sinn, afkáralegt, jafnvel ó- geðfellt. En þá er hver maður beztur og sannastur, þegar hann gerir bæn sína. Ef vér værum eins skynsamir og vér viljum vera láta, myndum vér reyna að skilja hann einmitt á slíkum stundum. Þessi bók er tilraun til slíks skilnings.“ Ekki verður annað sagt en sú tilraun hafi tekizt allvel, enda hafa valdir sérfræðingar allra trúarbragðanna, sem um er fjall að, lagt hönd að verki. Að lestri loknum er manni ljósara en fyrr, hvers vegna tilteknar þjóðir eða fólksheildir iðka þessi trúar- brögð en ekki einhver önnur. Til þess liggja margs konar orsakir, bæði sögulegar, landfræðilegar, þjóðernislegar, félagslegar og menningarlegar. .Það er nefni- lega ekki svo nema í hreinum undantekningartilvikum, að ein- staklingurinn velji sjálfur trúna sem hann játar. 1 langflestum tilfellum eru það trúarbrögðin sem „velja“ einstaklinginn, þ. e. a. s. hann fæðist til ákveðinnar hefðar sem hann er bundinn upp frá því. Trúin er ekki fremur spurning um val einstaklingsins en t. d. þjóðernið. Skipta má um hvort tveggja, ef svo ber undir, en til þess þarf meira átak og viljafestu en mönnum er yfirleitt gefin, og þess vegna eru trú- skipti, sem byggjast á sannfær- •ingu, tiltölulega sjaldgæf. Þetta á ekki síður við um kommún- ista en menn af öðrum trúflokk- um, eins og dæmin sanna. í „Helztu trúarbrögð heims“ er rúmur helmingur textans helg aður hindúasið, búddhadómi, kínverskri heimspeki, islam og gyðingdómi, en hinn helmingur- inn kristinni trú. Má segja að þetta hlutfall sé ekki allskostar réttmætt, þar sem íslendingar eiga að teljast kristnir og hafa sæmilega hugmynd um eigin trúarbrögð, en hitt mun sönnu nær, að ekki sé nein vanþörf á Ijósri greinargerð um okkar eig- in átrúnað, svo mjög sem hann virðist hafa gruggazt hér á landi, ekki síður meðal presta en leik- manna. í þessari bók er gerð ná- kvæm, stuttorð grein fyrir kjarna kristinnar trúar eins og hann er og hefur ævinlega verið að beztu manna yfirsýn um heim allan í öllum kirkjudeildum, og ekki er því að neita að íslenzka afbrigðið verður dálítið skringi- legt í því ljósi. Að vísu bera öll trúarbrögð ákveðin þjóðleg ein- kenni, eins og eðlilegt er, en að öllum höfuðstoðum tiltekinnar trúar sé svipt burt, eins og álit- legur hluti íslenzkrar prestastétt- ar hefur látið sér sæma að gera kinnroðalaust, er ekki aðeins fá dæmi, heldur vafalaust eitt þeirra heimsmeta sem fslending- ar keppast við að setja (miðað við fólksfjölda auðvitað!) f kaflanum um kristna trú sakna ég greinargerðar um elztu kristnu kirkjur heims, Austur kirkjuna (orþódoxa) og koptísku kirkjuna í Eþiópíu og Egypta- landi. Á þær er ekki minnzt nema í myndatextum, og er það tilfinnanleg eyða, því hvað svo sem segja má um merkilegt hlut- verk rómversku kirkjunnar, þá hefur Austurkirkjan ekki átt ó- merkilegri þátt í mótun menn- ingarlífs og listsköpunar í stói, um hluta hins kristna heims. Kaflarnir um önnur trúar- brögð bregða upp skýrum mynd- um af því sem mestu máli skipt- ir í hverjum átrúnaði, gefa les- endum innsýn í framandi hug- arheima fjarlægra og fjarskyldra manna. Hindúasiður og búddha- dómur eru hvor með sínum hætti einkennilegt sambland heiðríkrar og háleitrar hugsunar annars vegar og frumstæðs, al- þýðlegs helgihalds hins vegar. Búddhadómur var í senn andóf gegn hindúasiði og afsprengi hans, siðbót sem leiddi til sundr- ungar, en hafði djúptæk áhrif á hindúasið. Þær myndbreyting- ar, sem heiðskír raunhyggja Búddha hefur tekið í ýmsum löndum í rás aldanna, eru mælsk ur vottur um hina frumlægu trúarþörf allra manna. í Kína komst búddhadómur til mikilla áhrifa við hlið hinna tveggja innlendu „heimspeki kerfa“, sem sett hafa sterkastan svip á líf og hugsun Kínverja fram á þennan dag. Þessi tvð lífsviðhorf eru í eðli sínu gagn- stæð, annars vegar ábyrgðartil- finningin og skylduræknin sem Kongfútse innrætti löndum sín- um, hins vegar áhyggju- og á- byrgðarleysið sem Laótse prédik- aði. Hafa þau vegið salt í lífi þjóðarinnar í 2500 ár. Islam eða Múhameðstrú er kannski merkilegust í heimssög- unni fyrir þá sök, að hinn ó- lystilegi hrærigrautur sem Mú- hameð sauð saman úr gyðing- dómi og kristindómi skyldi ná slíkum tökum á áhangéndum spámannsins, að þeir lögðu á skömmum tíma undir sig „hálfa héimsbyggðina“. Hér áttu sögu- legar aðstæður að sjálfsögðu stóran hlut að máli, en hitt er ekki síður íhugunarvert hverju ofstæki og einstrengingsháttur fá áorkað í framvindu sögunnar. Gyðingdómur er fyrir margra hluta sakir eitt stórkostlegasta fyrirbæri sögunnar, heillandi í einfaldleik sínum og staðfestu, alger andstæða islams að þvi leyti að hér varð einstrengings- hátturinn fyrst og fremst aflgjafi aðþrengds lýðs í ólýsanlegum raunum og þjáningum. Það er fróðlegt að velta þvl fyrir sér, þó á því fáist sennilega engin skýring, hvers vegna öll helztu lifandi trúarbrögð heims (kínversk heimspeki er strangt tekið ekki trú) eiga upptök sín á tveim stöðum, í Indlandi og ísrael. Hitt er líka athyglisvert, að oft virðast miklir andlegir leiðtogar koma fram samtímis á fjarlægum stöðum. í tíð Búddha voru Kongfútse og Laótse uppi í Kína, mestu spámenn Gyðinga í ísrael og fyrstu miklu grísku heimspekingarnir í Hellas. Frágangur á þessari bók er 1 aðalatriðum góður, þó bókband- ið mætti vissulega vera vand- aðra. Textinn er að miklu leyti villulaus nema hvað nokkurs misræmis gætir í ritun erlendra nafna og atriðisorða. Þannig er ýmist ritað sakti eða sjakti, Taó, taó eða Tao, rabbi eða rabbíni, Salómó eða Salómon, Filistar eða Filistear, Sankara eða Samkara, Kúanyin eða Kúan-jin, svo nokk ur dæmi séu nefnd. Á bls. 9 seg- ir að Síkhar séu með yfirskegg, á að vera alskegg, því þeir skera hvorki hár né skegg. Á bls. 11 segir undir mynd að Múhameðs- trúarmenn hafi drepið meistara Síkha, Arjúna, sem er rangt. Þeir drápu meistarann Tegh Bahadur. Á bls. 50*segir að stúpur séu sama og pagóður, sem er ekki rétt: stúpur eru eftirlíkingar ,,haug'a“,þ.e. hvelfd mannvirki, ó- hol að innan, en pagóður eru museri búddhadóms. Loks eru á tveimur stöðurn leiðinlegaT mein- lokur (bls. 52 og 80); þar segir að búddhadómur hafi verið við lýði í „hálft annað áraþúsund“ og hugsun Konfútsinga hafi mótað kínverskt mannfélag í „hálft annað áraþúsund“, en á auðvitað í báðum tilfellum að vera „hálft þriðja áraþúsund“. Að öðru leyti er þessi bók vandað rit og geysifróðlegt, einn hinn fegursti gripur sem nú er á íslenzkum bókamarkaði. Guðmundur G. Hagalm skrifar um: Prófílar og pamfílar Örlygur Sigurðsson: Pró- fílar og pamfílar. Reykja- vík. 1962. í ÍSLENZKU menningarlifi hef- ur mér þótt einna leiðinlegast það fyrirbrigði, sem við mér hef- ur blasað á velflestum samsýn- ingum málara síðustu áratuga: Veggir og útskot hulin lituðum léreftum, pappaspjöldum eða pappír, sem mér hefur virzt að vel gætu verið eftir einn og sama mann — og hann alls ekki litaglaðan. Hvað gæti manni helzt dottið í hug, ef maður hefði ekki séð í blöðunum, að þarna sýndu myndir sínar nokkrir af nýtízkulegustu og lærðustu list- málurum okkar, forystumenn voldugrar listhreyfingar og flest- ir að sögn ákafir tilhlakksmenn nýs þjóðfélags, sem þeir hygðu stórum betra þessu. Jú, manni gæti til hugar komið, að þarna sýndi verk sín sorgþrunginn og litaleiður maður, sem ætti við þann harm að búa í þessu móðu- harðindaþjóðfélagi kapítalism- ans, að einn grófasti arðræning- inn og auðvaldsbullan hefði náð á honum steinbítstaki, teppagerð ar-gróðahýena, sem neyddi hinn viðkvæma og stórhugkvæma listamann til þess fyrir nauman skammt matar og klæða að klína upp sífellt nýjum fyrirmyndum að rúðóttum og tiglóttum tepp- um.... Og ég, sem get skemmt mér kostulega — já, notið þess,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.