Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1962 9 r ^ ^ ^ ^ ^ Pétur Olafsson: Það skeðl um suraar (A Summer Flace) bandarisk. I.augrarásbíó. I.eikstjúri og framleiðandi: Delmer Daves. Það skeði um sumar er gerð eftir allgóðri sögu Sloan Wilsons, þess hins sama er reit Gráklæddi maðurinn, sem kx>mið hefur út á íslenzku hjá AB, en að eigna honum handrit, framleiðslu og stjórn myndarinnar, finnst mér jaðra við ofrausn af hendi „pró- gramms“-<höfundar. Kvikmyndin fjallar um ástina hjá tveim kyn- slóðum, milli tveggja „táninga", Mollyar og Johnnys (Sandra Dee og Troy Donahue )og milli Ken foður Mollyar og Sylvíu móður Jöhnnys (Ridhard Egen og Dor- othy McGuire) og það mikla vandamál -sem mér virði,st nú að flestir íslenzkir unglingar hafi leyst sjálfir), en það er hvort unga fólkið eigi að láta eftir löngunum sínum og þjóna eðli- legum 'hvötum sínum meðan þau eru ógift. Tæplega mundi nókkur íslenzk móðir láta rannsaka dóttur sína, þótt hún hefði haft næturdvöl á eyðieyju ásamt ungum pilti, til að ganga úr skugga um að hún hafi ekki haft náið ástarsamband við hann. En Helen (Constance Ford), móðir Mollyar, hefur sjúk- legar áhyggjur vegna dóttur sinn ar og álítur allt sem til kyn- ferðismála má telja frá skratt- anum eða Svíum komið og neyt- ir allra bragða til að vígbúa dótt- ur sína gegn karlmönnum og þá sérstaklega Johnny, sem hún ef- ®st ekki um að muni einskis svífast til að tæla hana. Ástasamband föður stúlkunnar og móður piltsins verður orsök þess að bæði hjónaböndin leysast upp og unglingarnir eru sendir í sinn hvom skólann, með fyrir- litningu í hjarta á foreldrum sín- um. Ken kvænist síðar Sylviu og þau reyna að öðlast uppreisn í augum barna sinna með því að bjóða^þeim til sín í sumarfíi þeirra. Ástafundir unglinganna í netakofa á auðri ströndinni hef- ur þær afleiðingar sem náttúran gerir ráð fyrir. Eftirfarandi erfið leikar verða prófraun á ástir þeirra, sem þau standast að lok- um ágætlega. Og að sjálfsögðu endar allt vel í sátt og samlyndi. Myndin sýnir furðu mikið frjálslyndi og hreinskilnislega afstöðu í málum sem fyrir fá- einum árum hefði aðeins verið tæpt á í bandarískum kvikmynd- um, en þrátt fyrir þá fjörefna- sprautu er hún ekki meira en þokkaleg og snurfusuð meðferð á efni, sem í höndum áhuga- samra og betri leiikstjóra en Del- mer Daves, hefði getað orðið eft- irminnileg. Það sem í myndina vantar er innlifun og áhugasamt ímyndunanafl leikstjórans. Það sem Daves skortir á í andagift í kvikmyndum sínum, breiðir hann yfir með fáguðu yfirborði, „fótógenísku" umhverfi og út- litsfögru gervifólki. Umrædd kvi'kmynd ber stimpil lærðs hand verksmanns, sem kann á færi- bandið sem hún er framleidd á. Eftirminnilegust er Constance Ford sem hin ósympatíska og kynlífshrædda móðir, sem metur meira siðgæði en fjölskyldu sína. Þama koma einnig fram tvær táninga-stjörnur, Sandra Dee og Troy Donahue, ný eftirlæti ungl- inganna. Hann hár og myndar- legur, bláeygður með djúpa rödd. Hún ljóshærð og barnaleg og sýn itr sérstæða og sakleysislega ein- lægni í leik sínum. Það ánægjulegasta við eydda' reiður um öxl, sem Tony Richard- kvöldstund í þægilegum stólum Daugarásbíós var vitneskjan um að innan skamms gefst loksins tækifæri til að sjá þar Horfðu son gerði eftir hinu kunna leik- riti Jdhn Osbomes. Vér bíðum með eftirvæntingu. Fétur Ólafsson. k INFRA-RAUÐIR geislar ic innbyggður mótor ár þrískiptur hiti ár sjálfvirkur klukkurofi ■k innbyggt ljós k öryggislampi Ar fjölbreyttir fylgihlutir Húsmæður Smáíbúðahverfi Jólakort, Jólapappír, Jólalímbönd, Jólakerti einnig Plastleikföng í úrvali. Sendum heim. — Sími 34408. Verzlunin BORGARKJÖR Borgargerði 6. Enskunám í Englandi GRHJLFIX fyrir sælkera og þá sem vilja hollan mat — og húsmæðurnar losna við steikarbræluna. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. 10 VI I O KORNERUP- HANSEN 5ími 12606 — Suðurgötu 10. Þeir, sem hug hafa á að stunda enskunám í Eng- landi á vegum Scanbrit síðari hluta vetrarins ættu að sækja um hið allra fyrsta. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík sími 14029. Guðlaugur tinarsson málflutningsskrifstofa Freyjugötu 37. - Sími 19740. Seljuna allar okkar forlagsbækur með hagstæðum afborgunarkjörum. I Ð U N N — Skeggjagötu 1. — Sími 12923. — Pósthólf 561. Listræmar frásagnir Jóns Helgasonar af is- lenzkum örlögum og eftirminnilegum atburð- um eru reistar á traustum og sögulegum grunni og ýtarlegri könnun margvíslegra heimilda, einkum þó gömlum embættisbók- um, skjölum og bréfum. Reynsla er fengin fyrir því, að þær eru mjög vinsælt lestrar- efni, enda eru þær allt í senn: girnilegar til fróðleiks, bráðskemmtilegar aflestrar og frá- bærlega vel ritaðar. Nýtt bindi, hið fjórða í röðinni, er komið út. — Allar bækurnar eru skreyttar myndum og uppdáttum eftir Halldór Pétursson listmálara. I bindunum fjórum eru samtals 46 þættir, og má segja, að efni til þeirra sé sótt í hvert einasta hérað Xandsins. Meðal þáttanna í bindunum fjórum skulu þessir nefndir: • Jómfrúmar í Reykjavík • Landsskuld af Laugavatnsdal • Apsa-Gunna • Örlagasaga úr Önundarfirði • Helludals-Gudda • Postulinn á Fellsströnd • Systur i syndinni • Ættstærsti íslendingur á Brimarliólmi • Sigríðaskipti í Laugarnesi • Binefni í Skagafirði • Oddrúnarmál • Næturævintýri á Möðruvöllum • Ást á Landakotshæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.