Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 15
Fimmtu'dagur 20. des. 1962 MORGVNBLAÐItí 15 BERLÍN, 9. des. — Er ég hafði tilikynnt komu mína í háskólan- um, (Freie Universitát, Berlín) var naesta vandiamál að finna sér herbergi. 1 skrifstofu herbergis- mála háskólans var vægast sagt um fátæklegan garð að gresja. Eina herbergið, sem til greina kom, var í þeim hluta Berlínar, sem Steinstiicken heitir.. Ég skrif aði upp nafn og símanúmer hús- iráðanda og hringdi hann upp, úr næsta almenningssíma. Pró- fessor Niehaus, en svo hét hús- ráðandi, sagði mér að mæta um 10 leytið næsta morgunn á lög- reglustöð nr. 162, í Wannsee. Þar skyldi hann taka á móti mér. Að samtalinu loknu tók ég upp kort af Berlín og reyndi að finna Steinstúcken á því. Ég fann Wannsee fljótlega, í suð-vestur Tvískipt borg — komið að landamærunum. „Littu vift, óvinur þinn stendur á bak vift þig“ en lítt fagur. Það var sízt til að bæta útsýnið, að gaddavírinn lá upp að garðinum í tíu metra fjar lægð frá húsinu. Skammt frá, hinum megin vírs ins, var stórt og myndarlegt íbúð arhús. „Fólkið þarna“, sagði prófessor inn, og benti á húsið, „er dauð- hrætt um að verða borið út, einn góðan veðurdag. Óttinn er svo mikill, að á morgnana, þegar ég býð góðan dag, þá snýr það sér undan. Þau vita ekki nema ein- hver Vopos hafi auga með þeim, og legði samtalið út á rangan veg“. Rétt í þessu heyrði ég eitthvað skrölt og leit til vinstri. Þar var rafvirki að setja upp fljóðljós, austan megin gaddavírsins. Þegar prófessorinn sá hann hljóp hann inn í hús sitt og skömmu síðar kom hann út með lítinn pakka, vafinn í brúnan pappír. „Síga- rettur", sagði hann til skýringar, í brúnum umbúðum svo Vopos- arnir sjái þær síður, er ég hendi þeim yfir“. „Geturðu annars blístrað?" spurði hann snögglega. . „Bara lítilsháttar". „Reyndu þá að vekja athygli rafvirkjans á okkur“. Ég gerði mitt bezta og eftir skamma stund, bar það árangur. Hann veifaði til okkar og veifaði prófessorinn sígarettunum á móti. Rafvirkinn leit í kringum sig, og veifaði síðan aftur. — „Það borg ar sig víst samt að ganga örlítið lengra og athuga hvar Voposinn er“, sagði próf. Niehaus. „Það er alltaf a.m.k. einn sem gætir pilt- anna“. Olafur Pétursson segir frá sögulegri reynslu í Berlín horni borgarinnar, en þrátt fyrir ítarlega leit, tókst mér ekki að staðsetja Steinstúcken. Árla næsta morgun reif ég mig á fætur og hélt sem leið lá, á lög reglustöð nr. 162. Prófessor Nie- haus kom skömmu síðar og leiddi mig inn á lögreglustöðina. Þar fyllti ég út nokkur eyðublöð, sem reyndust vera umsóknir um dval arleyfi í Steinstúcken. Ég spurði hverju það sætti. Ég hefði ekki séð herbergið og því skyldi ég þá fylla út slíka umsókn? Venjulega gerði maður slíkt ekki fyrr en eftir að hafa tekið herbergi á leigu. „Tja“, sagði próf. Niehaus, „þótt Steinstúcken sé hluti af V- Berlín þá liggur það utan hennar, þ.e.a.s. inni í Austur-Þýzkalandi. Til þess að komast fram hjá landamæravörðunum, fram og til baka, verðurðu að hafa dvalar- leyfi í Steinstúcken". Við yfirgáfum lögreglustöðina og ókum í áttina að landamærun- um. Eftir 10—15 mínútna akstur sá ég fram undan rauða og hvíta þverslá, sem lokaði veginum. Er við komum að, lyfti vestur-þýzk- ur lögreglumaður slánni og hleypti okkur í gegn án nokkurr ar skoðunar. — Rétt innan við hliðið var skilti eitt, stórt og mikið, með mynd af ungum og myndarlegum austur-þýzkum her manni. f baksýn var kirkjugarður og sveif yfir honum stór og ljót- ur andi. Áletrunin var: „Líttu við, óvinur þinn stendur á bak við þig“. Við ókum áfram u.þ.b. 40 m. unz við komum að austur-þýzka verðinum. Þar tjáði próf. Nie- haus mér að lengra kæmist ég ekki þann daginn. Hann yrði að fá umsóknina samþykkta og það tæki a.m.k. einn til tvo daga, en hann skyldi senda mér hana með pósti, þegar hún væri kom- in í lag. Tveimur dögum síðar komst ég loks inn í hið gaddavírs-umlukta Steinstúcken. Það reyndist vera smáþorp í eins kílómetra fjar- lægð frá Berlín. Ein aðalgata lá um staðinn. Hliðargötur var varla að sjá. Þrjú hús voru við þær lengstu. — Enda var sama hvar ég stóð, allsstaðar blasti gaddavírinn við. Próf. Niehaus sýndi mér her- bergið. Að því loknu bauð hann upp á kaffibolla. Ég þáði haxm. Meðan við drukkum kaffið, fór- ust prófessornum m.a. svo orð: „Skömmu eftir stríðið settust Bandamenn og Rússar við sarnn ingaborðið, til að ræða samgöng urnar milli Steinstúoken og V- Berlínar. Samþykkt var að þær skyldu frjálsar vera. Seinna, er Rússar hófu að hindra umferð- ina, sendu íbúar Steinstúcken nefnd á fund bandaríska hernáms stjórans. Átti hún að rannsaka um rædda samþykkt. Þegar nefndin minntist á hana hrópaði her- námsstjórinn upp yfir sig: „Sam- þykktina, hana er ekki hægt að rannsaka. Samkomulagið var munnlegt“. „Og nú er svo komið“, hélt próf. Niehaus áfram, „að verði ég veikur og vilji fá dóttur mina hingað, til að hjúkra mér, þá þarf ég að sækja um leyfi til þess að fá hana hingað. Afgreiðsla leyf isins tekur einn til tvo daga; _ en veikist ég snögglega eftir kl. 4 á föstudegi, þá er enginn til að sinna umsókninni fyrr en á mánu dagsmorgun. Það gætu því liðið fimm dagar þar til dóttir mín kæmist hingað. Þann tíma væri ég alveg hjálparlaus“. „Hvers vegna flytur þú þá ekki héðan?“ spurði ég. „Það er nú hægar sagt en gert. Fasteignir hér í Steinstúcken hafa fallið svo ofsalega í verði, af því að enginn vill kaupa þær. Hið eina rétta væri, að V-Berlín keypti upp Steinstúcken, eins og það leggur sig, og gerði okkur þannig kleift að flytja úr þessu fangelsi“. „En hvernig er það. Hafa nokkr ir A-Þjóðverjar ’flúið hingað?“ „Jú, ég er nú hræddur um það, enda er Ulbricht alltaf að styrkja vörðinn meðfram gaddavírnum hérna. Og þessa dagana er jafn- vel verið að setja upp flóðljós til að auðvelda miðun að nóttu til. — Þá, sem hingað hafa flú- ið, hefur orðið að flytja með þyrl um til V-Berlínar, því landleiðis væri þeim ekki óhætt. Voposarn- ir myndiu svo sannarlega hand- taka þá“. (Vopos, stytt úr Volks- polizei). Er við höfðum lokið við kaffið, bauðst próf. Niehaus, til að sýna mér garðinn sinn. Við gengum því út í sólskinið. Garðurinn var stór Og það stóð heima. Er við höfðum gengið nokkrum metr- um nær vírnum, sáum við hvar kempan sat í skógarjaðrinum, með riffilinn fyrir framan sig. Prófessorinn hætti við að henda sígarettunum yfir til rafvirkjans. Skömmu síðar kvaddi ég og hélt heim á leið. Er ég gekk út úr þorpinu varð á vegi mínum eini bandaríski hermaðurinn, sem ég sá þar. Hann var í knattleik við smá telpu á miðri götunni. Næsta dag ákvað ég að leita mér herbergis annars staðar. Ólafur Pétursson. Unnið undir lögreglueftirliti. Frá Austur-Berlín. Alls staðar er haft auga með fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.