Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORGJJTSBLÁÐIÐ 5 að sjá djarfa, íslenzka málara láta hugmyndaflug sitt og form- gáfu, stílísera allt milli himins og jarðar, — já, á himni og í jörðu — og nýt þess enn, þá sjaldan slíkrir málarar sýna! Ég get svo ekki fyllilega um það dæmt, hversu mikinn þátt þessi þunga reynsla mín af vissri tegund málara eða skortur minn á hjólliðugu listskyni, hefur átt í því, hve mjög ég hef notið að koma á málverkasýningar hjá Örlygi Sigurðssyni, þeim sann- náttúrlega spéfugli og snar- greinda heimslistarmanni. Og nú hefur Örlygur gefið út stóra og myndarlega bók, sem hann kallar Prófíla og pamfíla. I henni er fjöldi svarthvítra mynda af málverkum hans og teikningum, þjóðlífsmyndum, myndum af sérlegum einstakl- ingum eða kostulegum hópum, séðum af skopskyggni og raun- sæi í senn, ennfremur umbeðn- um andlitsmyndum ýmissa sam- borgara listamannsins — og loks myndum af nánum aðstandend- um. Þá er þess að geta, að í bók- inni er allmikið lesmál, sem er í tengslum við myndirnar; sumum fylgja langar greinar. Nei, mér brugðust ekki vonir um það, að gaman yrði að fletta þessari bók, enda njóta sín furðu vel mörg af málverkunum, þótt litina vanti. Þar vil ég til dæmis nefna þrjár myndir, sem eru hliSstæður: Húnvetnskir sauða- sízt af þeim ólíku og þó innst inni báðum mjög tragísku mönn- um: Árna prófessor Pálssyni og Steini Steinarr skáldi. Svo er það þá lesmálið. Það er svo mikið, að ekki verður fram hjá því gengið. Og það er fljót- sagt: Örlygur Sigurðsson er gæddur rithöfundahæfileikum. Hann á til að vera orðheppinn, hann er oft orðsnjall — og orð- vís er hann í bezta lagi og svo orðglaður, að hann minnir á hús- móður, sem er gestrisin, en einnig hreykin af sínum matar- x'orða og kappkostar að hrúga á gestaborðið sem allra flestum réttum! Þetta er Örlygi mikið mein, — og svo er annað, sem hann virðist ekki hafa tekið eft- ir: Það, sem hæfir vel, fellur og smellur í gróp stemningarinnar og hreyfir við hláturtaugunum í góðglöðum kunningja- eða fé- lagahópi verður gjarnan innan- tómt, getur jafnvel orðið lítið smekklegt og sundurlaust gasp- ur utan við stund og stað gleði- mótsins. Veigamesta og bezt formaða, lesmálið í bókinni er kaflinn um föður ijstamannsins, hið „við- kvæma karlmenni". Þar nýtur sín orðhegurð Órlygs, djúp, en jafnvel tilfinning og skörp og raunsönn greind og mannþekk- ing.... Og það er ærleg hrifni og sönn skyggni á merg málsins í greininni um færeyska mynd- snillinginn, mikið líka í afmælis- greininni um Malínu. En hugsa sér þann efnivið, sem Örlygur hefur haft í höndum, þar sem eru viðskipti hans við Brynleif Tobíasson og séra Sigurjón á Kirkjubæ, og glöggur lesandi sér, að höfundurinn hefur raun- verulega komið auga á það, sem þar varðar máli, — sem gerir efnið girnilegt, — en hann gefur sér ekki tóm til að telja það — og svo situr þá við einstök hnífs- brögð, sem vitni um hvað hann gæti. Myndir Örlygs sýna það yfir- leitt, að hann hefur lært að mála og teikna — að hanri hugsar form mynda sinna. En hann hag- ar sér mjög á annan veg sem rit höfundur. Hann glæðir ekki með gætni eld tilfinninganna og á hrifa, svo að hann varpi skærri birtu á viðfangsefnið. Hann blæs í eldinn af ákafa, og svo sjáum við þá umhverfið gegnum reykj- arstrokur og gneistaflug. En eins og ég hef þegar sagt: Örlygur virðist eiga í fórum sín- um flest af því, sem þarf til að skrifa riss eða greinar, sem ekki séu einungis fyrir augnablikið. Hann er hugkvæmur og hrif- næmur, skarpskyggn og skopvis, orðhagur — og á mikinn forða margvislegra orða. En þessi verð mæti verða ekki auðveldlega hrist saman, svo að vel fari, í óðagoti augnabliks tilhlaups — án þess að þar þurfi aftur til að taka — svo sem þess riss, sem orðið hefur til í strikum á ör- fleygri hrifningarstund. Og þó að hálfsjötugir menn séu trúlega of gamlir til að taka sér fram, er Örlygur það alls ekki.... Loks: Ég hef ekki minnzt á vísur hans. En fortakslaust er eftirminnileg- asta vísan í bókinni sú, sem hann hefur eftir séra Sigurjóni, sem lengi var sérstæður klerkur og minnisverður maður á Kirkjubæ í Hróarstungu. Gudmundur G. Hagalín skrifar um: Aldamótamenn Örlygur Sigurðsson þjófar þeysa, Skagfirzkir me*ra- kóngar súpa og Þingeyskir há- spekingar hugsa, — þær eru skemmtilega samræmdar skop- ýktum hugmyndum frá liðnum árum um íbúa þessara héraða. Þá er það Skál! Hún hefur á sér yfirbragð hinna stríðandi kennda ungs fólks, sem situr frekar að drykkju til að brjóta boðorðin heldur en til að bregða gliti yfir gleðivana daga, svo að ekki sé nú minnzt á drykkjufýsn. Spaugi legar eru, þótt ólíkar séu og mis- jafnlega ýktur veruleikinn, Fóta- bað, Hofs-Láki, Frambjóðandinn og þó einkum Framkvæmda- skorpa á skrifstofu. Af myndum af ónafngreindum einstaklingum eru eftirminnilegastar Timbur- menn í Tobbu, Hún var spreng- lærð úr kennaraskólanum og Hugsandi sérvitringur undir kaskeyti á Akureyri. Myndir nafngreindra manna eru ærið misjafnar,----stöku mynd jafn- vel þannig, að listamaðurinn hef- ur auðsjáanlega aldrei áttað sig verulega á sérkennum fyrirsát- ans, ytri eða innri. Ágæt er mynd af föður hans — og mynd- irnar af konu hans, hvort sem hún er ein eða í hópi annarra, segja sína sögu, — kannski ertu ofsæll, Örlygur! Þá vil ég nefna myndina af hinni ágætu konu og prjónakonu Malínu, mynd Jón- asar frá Hriflu, með einum hans geðþekktasta svip, myndir af Björgúlfi lækni og Brynleifi Tobíassyni — og síðast en ekki Jónas Jónsson. Aldamóta- menn III. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri. — 1962. ÞAÐ er alkunna, að Jónas Jóns- son hefur verið afrenndur mað- ur að skapi og áhuga, og þess vegna hefur hann ærið oft verið stórhöggur og óvæginn og stund- um ekki sézt fyrir í sókn sinni. Hann hefur og oft haft að flytja góð mál, er daufa áheyrn hafa fengið hjá „kyrrðarfé", sem stað- ið hefur við jötu valda og emb- ætta. Þótzt hef ég sjá, að betur hefði ef til vill stundum hentað málstað hans, að hann hefði meira leitað lags, en hins vegar er ég þannig skapi farinn, að vel hef ég skilið hann, jafnvel þegar segja hefði mátt við hann: „Ham- ast þú nú, Skallagrímur, at syni þínum“. Eitt af því, sem Jónas Jónsson hefur ráðizt mjög óvægilega að, er skólakerfi eða máski frekast fræðsluhættir okkar íslendinga. Sjálfur fékk hann í bernsku og æsku dýrmæta reynslu, sem sannaði honum gildi sjálffræðslu og andlegrar vakningar. Hann vissi, að ekki voru þeir skóla- gengnir foringjar Þingeyinga í félagsmála- og menningarsókn þeirri á síðari hluta 19. aldar, er engan á sér líka meðal íslenzkr- ar alþýðu nema þá öflugu vakn- ingu, sem lýst er í Vestlending- um Lúðvíks Kristjánssonar — og jafnt áhrif skörunganna og sú fræðsla, sem Jónas fékk á heim- ili sínu og fyrir tilvist lestrarfé- lags sveitar sinnar og Bókasafns Þingeyinga, hefur gert honum ljóst, að fordæmi hugsjóna- og afreksmanna og sjálfstæð fróð- leiksleit væri börnum og ungl- ingum ómetanleg örvun og þjálf- un. Og honum, svo sem og mér og mörgum fleiri, hefur gengið illa að skilja, að öllum, sem fást við fræðslustörf eða forráð fræðslumála, skuli ekki þykja brýn nauðsyn að breyta um fræðsluhætti frá því, sem nú er, — að þeim sé það ekki ljóst, að sú fræðslaustarfsemi, sem er að mestu fólgin í námi meira og minna hraflkenndra og skriðnak- inna staðreynda um ártöl, tann- gerðir, heiti á þessu eða hinu og líkamlegan mun á skötu og manni, svo að eitthvað sé nefnt, yfirleitt atriða, sem ýmist vekja engan áhuga, þó að nemandinn festi sér þau í minni — eða gleymast fljótlega og eru sann- arlega auðfundin þeim, sem kann skil á hvar hann á að leita þeirra, nái hvorki beint né ó- beint þeim tilgangi, sem nauð- synlegt er að náist, hvort sem litið er til fræðslu eða þroska nemendanna. Reynsla flestra fræðara-og fræðsluleiðtoga hlýt- ur að hafa sannað þeim, að á mikinn þorra nemenda hefur slík fræðsla gagnstæð áhrif við það, sem tilgangurinn er, vekur þeim leiða og tómleikatilfinn- ingu, fyllir þá jafnvel þrjózku gagnvart þeim skyldum, sem þjóðfélagið leggur þeim síðar á herðar, en gæðir þá ekki ábyrgð- artilfinningu gagnvart sjálfum sér og samfélaginu og vekur ekki hjá þeim fróðleikshvöt og starfs- gleði. Það sýnist liggja í augum uppi, að starfsemi skólanna eigi að eins miklu leyti og framast er unnt að beinast að því að kenna nemendunum að vinna meira og minna sjálfstætt að söfnun fróð- leiks, kenna þeim að nota sér heimildir og veita þeim þá gleði og það sjálfstraust, sem fylgir persónulegum sigrum, þeirri uppgötvun, að í bókum séu til upplýsingar um flest, sem þeir girnist að vita — og því undri að sjá allt umhverfið, líka liðinn tíma breytast og gæðast nýju lífi, sjá föður og irióður og afa og mömmu og þjóð sína alla í ljósi þeirrar baráttu, sem háð hefur verið, og komast að raun um af þekkingarleit sjálfs sín, að öll lífsgæðin og þægindin hafa ekki verið eins sjálfsögð eins og þau sýnast barni og unglingi, sem hefur vanizt þeim frá fyrstu bernsku. Svo verður sú örvun, er fordæminu fylgir, auðveldur árangur fræðslustarfsins, og þá liggur naérri að láta nemandann kynnast þvi, hvaða eiginleikum og hæfileikum það fólk hefur verið gætt, sem hefur haft for- ystuna á þessum og hinum vett- vangi þjóðlífsins, því að þar eru þau persónulegu öfl greinilegust, sem öllum þorra manna hafa dugað bezt, hvort heldur er í við- námi eða sókn. Meðan Jónas Jónsson var kenn ari við Kennaraskólann í sam- starfi við Magnús Helgason, Björn frá Viðfirði og Sigurð Guðmundsson, samdi hann kennslubækur í íslandssögu og dýrafræði, sem voru mjög á annan veg en þær, sem áður höfðu tíðkazt og voru mikil end- urbót. Hann vildi með þeim gera þessar námsgreinar lífrænni, og honum tókst það, og þótt nú sé svo komið aðstæðum, að þær séu taldar ofviða sem námsbækur í barnaskólum, er íslandssagan enn notuð til náms allvíða, þar eð ekkert nothæft þykir hafa komið í staðinn — og dýrafræðin minnsta kosti í ýmsum skólum sem lesbók. * Og þó að Jónas sé nú kominn undir áttrætt, hefur ekki dvínað áhugi hans á sögu Islands og á íslenzkum skóla- og uppeldis- málum, og honum er það ekki síður ljóst en áður, hvert upp- eldisgildi sagan hefur í sér fólg- ið. Honum þykir mjög fyrir um það, að ekki skuli einu sinni vera til sæmilega ýtarlegt yfirlit yfir sögu íslendinga á því tíma- bili, sem áhrifaríkast hefur orð- ið um alhliða-gróðrarstarf með íslenzku þjóðinni, fyrstu fjóra áratugina eftir 1874, og hálfátt- ræður tók hann að semja og gefa út rit, sem hann kallar Alda mótamenn, en af því kom þriðja og seinasta bindið á þessu hausti. Þar er ýtarlegur formáli, og í honum gerir höfundur grein fyr- ir því, hver drög liggja að þessu riti, og þessu bindi fylgir nafna- skrá allra bindanna. Þá er þar og eftirmáli, þar sem Jónas skýrir frá, að hann muni ekki leggja hendur í skaut, heldur iðka enn bókagerð og gefa út rit, sem fjalli um merka samtíðarmenn hans. Aldamótamenn eru ekki sam- felld saga tímabilsins, heldur þættir af nokkrum tugum manna, sem höfðu greinilegasta forystu um voryrkjurnar á vett- vangi bókmennta, lista, trúmála, skólamála, stjórnmála, viðskipta- mála og atvinnumála, en þar er getið margra hundraða karla og kvenna frá þessum og eldri tíma, því að höfundur gerir nokkra grein fyrir ætt og uppruna skör- unganna, mönnum, sem höfðu á þá áhrif eða unnu með þeim eð- ur móti. Þá er og dregin mynd umhverfis og ástands og skil- greint, hvaða stefnur og straum- ar og persónulegar og þjóðfélags- legar aðstæður lyftu frömuðun- um eða háðu þeim, og lögð er á- herzla á að gera lesandanum ljóst, hvert gildi starf skörung- anna hafi orðið í samtíð þeirra og hverju þeir hafa orkað að koma til vegar til gengis núlif- andi kynslóðum. Hafi starf þeirra verið tvíþætt eða ennþá margslungnara, er fjallað um hina ýmsu þætti þess. Um Hann- es Hafstein er til dæmis ritað bæði sem stjórnmálamann og skáld, um Benedikt á Auðnum sem samvinnufrömuð og forystu- mann í fræðslumálum héraðs síns, um Einar Kvaran sem skáld og listamann, en einnig menn- ingarlegan leiðtoga, um séra Jón Bjarnason sem kirkjulegan skör- ung með Vestur-íslendingum og sem verndara íslenzkrar tungu og menningar vestan hafs o. s. frv. Þarna sér því áhugasamur, vökull og fróðleiksfús lesandi veg til margra átta, en þó er forð ast að láta hjágötur draga at- hygli frá aðalveginum. Frásögn og framsetning öll er ljós og lát- laus og málið alþýðlegt — og' höfundur leggur auðsjáanlega mikia stund á að vera hlutlaus dómari. Sést það gleggst, þegar saman eru bornir þættir, sem fjalla um harða andstæðinga — og þá er það er aðgætt, að stað- reyndir eru ekki rýrðar, þótt þær séu að einhverju leyti óhag- kvæmar hinum jákvæðu og örv- andi tilgangi höfundar. í formála segir höfundur: 7 4 „Ég geri fastlega ráð fyrir, að Aldamótamenn mínir verði les- bók, en ekki mun hún verða kennslubók, eins og skólaskipu- lagi er háttað hér á landi. Samt getur hún, ef til vill, orðið til gagns samhliða' skólakerfinu. Ég álít, að feður og mæður finni í þessum söguþáttum mörg hetju- atriði vel fallin til frásagnar og endursagnar. Þá mætti líka -svo fara, að einstök börn á heimilun- um vildu sjá og heyra meira um þá merku menn, sem foreldrarn- ir hafa sagt þeim frá. Vel mætti sá tími koma, að kennarar í barnaskólum, héraðsskólum, gagnfræðaskólum, kvennaskól- um, búnaðarskólum, sjómanna- skólanum og menntaskólum vildu nota ævisöguþætti mína og Magnúsar Jónssonar úr íslands- sögu hans handa nemendum í skólum til fyrirlestrahalds og æf- inga í ritlist og ræðumennsku. Vöntun á slíkum æfingum er nú tilfinnanleg í flestum skólum". Það, sem höfundur gerir hér ráð fyrir, er eins og talað frá brjósti mjög margra, sem alvar- lega hafa hugsað um skóla- og uppeldismál hér á landi. Okkur vantar bækur um önnur fróð- leikssvið, sem séu hliðstæðar þessum, og stóraukna leiðsögn kennara við nemendur um sjálf- stæða fróðleiksleit.... Og þá er að minnast á það, sem er jafn- sjálfsagt í hverjum skóla og kennari og námsbækur: bóka- safn, miðað við aldur og við- fangsefni — og verkleg fræðsla um notkun slíks safns til hollrar skemmtunar, heimildaöflunar og sjálfsnáms, sem síðan verði nem- endunum dagleg nauðsyn alla þeirra ævi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.