Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 20
20 MOIkCVISBLAÐIÐ JFimmtudagur 20. des. 1962 Bréf sent Mbl. Hverj'r eru Guðsbörn? Hr. ritstjóri! þegar ég las bréf, Kristjáns A. Stefánssonar frá Bolungarvík, um andatrú og villutrú, hélt ég að einhver af andans mönnum mundi skrifa á móti. En þar sem það hefur ekki orðið, langar mig að skrifa fáeinar línur um það bréf. Fyrst og fremst helu ég að enginn maður geti daemt um það hverjir séu guðsbörn eða ekki. Það fólk sem leitar til þeirra manna sem lækna með hjálp frá öðrum heimi, er ekki ókristilegra fólk en hver annar. Ef við hugs- um um postula Jesú þá gætum við spurt. Hvaðan fengu postul- arnir kraft til að gera krafta- verk eftir að Kristur var kross- festur og upprisinn. Fengu þeir lækningamátt frá villuanda eða Kristi? Ég hef reyndar ekki les- ið Biblíuna mikið en nóg til þess að ég veit að Páll postuli gerði kraftaverk, um það er hægt að lesa í Postulasögunni 14. kap. 8 v. Annars staðar í Postulasögunni segir frá manni er Ananías hét, sendi Drottinn hann til að finna Sál, seinna Pál, Og lagði þessi Ananías hendur yfir Sál og sagði: „Sál, bróðir, Drottinn hefir sent mig, Jesú, sá er birtist þér á veginum, sem þú komst, til þess að þú fengir aftur sýn þína og fylltist heilögum anda. Posts. 9. kap. 17—19 v. Svo væri einn- ig hægt að minnast 5. kap Post- ulasögunnar, þar segir, að fyrir hendur postulanna hafi gjörzt mörg tákn og undur. Svo hafi menn þyrpzt að þeim með sjúka menn og þjáða af óhreinum önd- um og hlutu þeir allir „lækn- ingu“. Þarna er minnzt á öhreina anda, en ég hef hvergi rekizt á það, að þessir óhreinu andar hafi gjört nokkrum manni gött eða læknað nokkurn mann. Get- ur ekki verið að Kristur geri kraftaverk enn þann dag í dag og noti til þess menn er hann velur, eða valdi hann ekki post- ulana til þess að halda lækning- um sínum áfram. Ég held að það hljóti að geta skeð í dag, eins og að óhreinn andi freistaði Krist- jáns þrisvar sinnum. Það minnir mig á er Satan freistaði Drótt- ins þrisvar í óbyggðinni. Svo held ég að Kristján hafi ekki lesið 6. kap. 37. v. Lúkasar- guðspjails, því mér finnst hann heldur dómharður, en þar stend- ur. Og dæmið ekki, þá munuð þér ekki heldur verða dæmdir. Og sakfellið eigi, og þá munuð þér eigi heldur verða sakfelldir. Kristján segir einnig að okkar bíði annað hvort eilíft líf eða glötun, ég efast ekki um að til sé annað líf, en ég held að Drottinn almáttugur láti ekki neina sál glatast að eilífu. Ég held að dæmisagan um fjárhirð- inn og týnda sauðinn sýni okkur það. Ég hugsa að við flest öll höfum einhvern tíma á ævinni leitað styrks hjá Drottni, og þann sem til hans hefur leitað held ég að hann sleppi ekki úr hendi sinni. Ég er Kristjáni sam- mála í því að við eigum ekki að leita fregna af framliðnum, en ég held að þó við leitum til þeirra manna, sem lækna okkur með hjálp frá öðrum heimi, sé ekki að skyggnast inn í fram- tíðina. Við próf. Dungal getum við sagt, að eigi hann eftir ein- hvern tima að standa fyrir Drottni, skuli hann muna eftir tollheimtumanninum og faríse- anum í musterinu. Svo vil ég enda bréf mitt með þessum orð- um úr Lúkasarguðspjalli 9. kap. 49. v. En Jóhannes tók til -máls og sagði: „Meistari vér sáum mann einn, sem í þínu nafni rak út illa anda, en vér bönnuðum ■honum það, af því að hann fylgir oss ekki“. En Jesú sagði við hann: „Bannið það ekki, því sá sem ekki er á móti yður, hann er •með yður. María Magnúsdóttir. Hjáleigan í Tímanum, 4. þ.m. stendur m.a. á fremstu síðu blaðsirus þessi frétt, frá fréttaritara blaðs- ins á ísafirði, sem mun vera Guðm. Sveinsson, netagerðar- meistari: „ — í Nauteyrarhreppi má segja, að Laugaból sé kom- ið í eyði. Þar hefir frá öndverðu verið stórbýld. Sigurður Þórðar- son dvelst þar að vísu enn, en hefur leigt jörðina bóndanum í Múla í ísafirði. Er hið forna höÆuðból því nánast orðið hjá- leiga.“ Ég mundi verða fréttaritaran- um mjög þakklátur, ef hann vildi gefa mér upp nafn heimildar- manns síns fyrir þessari frétt, sem mun vera talin gagnmerk, þar sem henni er valið svo virðu legt sæti í blaðinu. Enda þótt frétt þessi sé gagn- orð og líti meinleysislega út, ber þá nauðsyn til að lagfæra þar smávegis. Það verður t.d. tæplega talin „eyðijörð" sem eig andinn situr sjálfur, heldur við húsum og framkvæmir jarðabæt ur, er auk þess hreppstjórd í sinni sveit og hefir ennþá nokkrar kýr á fóðri hér á staðnum, jafnvel þótt stundum hafi fleiri verið, en ekki er mér kunnugt um nein fyrirmædd í löigum er ákveðd tölu gripa. Hins vegar er sá hluitd þessarrar fréttar, sem segir að ég hafi leigt jörðina bóndanum í Múla, alvarlegri. Það hefir nefnilega aldrei komdð til orða og enn síður framkvæmda. í lög um nr. 36, frá 29. apríi 1961, síendur m.a. eftirfarandi: „Sami maður má heldur. ekki samtímis hafa ábúð á tveimur jörðum eða fleiri, ef þær geta framfleytt til samans meira en 60 kúgild- um“ og síðar: „Heimild til slíkr- ar sameiningar skal því aðeins veitt, að úttektarmenn eða sveit arstjórn mæli með því og ný- býl'astjórn rikisins samþykki það.“ Þarna er því á ferðinni yfir- Högnastöðum. Björn var þriðja barn þeirra. Hann er kvæntur Steinunni Þórðardóttur frá Sléttaleiti í Suð- ursveit, mannkostakonu sem mér var strax í æsku kær og marga sögu sagði mér og marga leið- beiningu gaf mér. Þau eiga þrjú uppkomin börn og auk þess hafa þau alið upp dótturson sinn. Nú þegar ég rita þessar línur verður mér sérstaklega hugsað til liðins tíma heima á Eskifirði og ég sé það strax að þær minn- ingar sem nú sækja á hugann hefðu ekki þann fagra blæ yfir sér ef Björn Árnason væri þar ekki drjúgur þátttakandi. Fyrir það er ég honum svo þakklátur. Að endingu óska ég honum og fjölskyldu hans allrar blessunar og góðra og gleðilegra jóla. Bið þess heitt að þau vermi hann og hlýi eins og jólin sem ég átti með honum heima á Eskifirði orðnuðu mér. Það myndi sú dýrmætasta afmælisgjöf sem honum gæti hlotnast. Ámi Helgason. að anglýslng I stærsva og útbreiddasta blaðinu borear sig bezt. Björn Árnason Eskiiirði 70 ára HANN átti nýlega sjötugsafmæli. Allt sitt líf hefir hann unnið hörðum höndum. Strax í bernsku varð hann að berjast fyrir lífinu. Hann fékk ekki mörg ár á skóla- bekk og því síður að hann gæti sóað sínum dýrmætu vinnustund- um í að afla sér fróðleiks. Hann var einn í hópi margra systkina. Það var erfitt á þeim árum og svo þegar sjúkleikar bættust við erfiðleika heimilisins, þá þurfti ekki að sökum að spyrja. Bjöm var strax þannig að skyldurækn- in sagði honum til starfs. Að hjálpa upp á sakir heimilisins. Allt sem hann orkaði var gert til að vinna því sem mest og bezt. Aldrei þekkti hann annað en að vinna af alhug. Hann leit á vinnuna sem háleitt starf og væri honum trúað fyrir einhverju var það í öruggum höndum. Það væri fróðlegt að sjá framan í þann mann sem segði um Björn Árnason annað en að trúmennsk- an ætti hann allan. Af vinnu hans var enginn svikinn og þess minn- ist ég sérstaklega á kreppuárun- um heima á Eskifirði eftir 1930 að Bimi gekk oftast vel að fá sér vinnu og átti hann því að þakka að allir vildu hafa hann og þekktu afköstin. Þá má ekki gleyma því hversu Bjöm þegar hann komst á legg varð framúr- skarandi barngóður. í minni fyrstu bernsku er hann mér svo minnistæður fyirir það hversu hann af litlum efnum uiidirbjó jólin, hátíð hátíðanna handa okk- ur börnunum. Hversu kostgæfinn hann vann að því að gera jafnvel hinn minnsta hlut þannig að hann gæti verið okkur til ánægju og ég gleymi aldrei tilhlökkuninni á aðfangadaginn þegar við töld- um jafnvel mínúturnar og biðum þess með óþreyju að jólin kæmu. Þegar þau stóðu svo á hátindi: Stofan opnuð og fagurleg prýtt jólatré blasti við. Ef við ungling- amír kunnum ekki að meta slíkt. Svo var gengið kringum tréð og sungið. Allt hið barnslega og háa, fallega og góða birtist þarna í einu vetfangi. Vissulega varð hann eins og bam. Ég veit að hann hugsaði kannske eitthvað á þessa leið: Hefði þetta blasað við mér í æsku? En hamn sagði ekki neitt. Hann fór svo með okkur í kirkju. Þessi hlýja endurminning er svo sterk í hugskoti mínu að ég held ég geti aldrei þakkað Birni eins og vert er. Enn er hann hinn sami Og ég geti nú ekki lengur verið með honum í jólaleikjumum þá veit ég að hann heldur sinni gömlu iðju við að reyna að verða öðmm til gleði og ánægju.' Þau eru mörg handtökin hans Björns heima á Eskifirði, margir garðamir og vegirnir sem hann hefir hlaðið og þau em ekki talin öll hans handtök fyrir nágrannan og ekki minnist ég þess ef hann ætlaði að gera eitthvað að hann byrjaði á að hugsa um hvað hann hefði upp úr erfiðinu. Björn hefir ekki orðið ríkur á veraldlegan mælikvarða enda er ég ekki viss um hvort hans óskir hafa nokkurntímann stefnt að að því. Nei það er svo fjarri hon- um. En að þeim fjársjóðum sem mölur og ryð fær ekki grandað er hann auðugur. Bjöm fæddist að Högnastöðum í Reyðarfirði 9. des. 1892. Foreldr ar hans voru Guðný Sigurðar- dóttir, ættuð af Héraði og Árni Halldórsson, Árnasonar frá lætislítdll fuUyrðimg um það, að bæði undirritaður meðeigandi jarðarinnar og bóndinn í Múla hafi í sameiningu framið refsi- vert aithæfi og enda þótt frétta- ritarinn hiafi sennilega ekki haft slíkt í huga, heldur ómógri þekk- irngu hans á viðkomandi löguim um að kenna, þá má slíku með emgu móti ómótmælt vera. Hjá- leiguheitið á kotinu er því of snemima á ferðinni. Ameríska kímniskálldið Mark Twain, las það eimusinni í blaði þar vestra, að hann hefði sjálfur láitist þá fyrir nokkrum dögum. Harnn sendi blaðinu svohljóðandi leiðréttimgu: „Amdttátsfregn mín í blaðinu, er mjög orðum aukin. Ég var að vísu á fyllliríi nefndan dag og óaðfinmamlega þéttfullur, en anmans við beztu heilsu. Virðing- arfyllist. Mark Twain.“ Þessi frétt í Tímanum, þó stutt sé, er einnig „mjög orðum aukin.“ Laugabóli, 8.12. 1962. Sig. Þórðarson Bækur, sem gott er a5 hafa í huga, þegar velja skal jólagjafirnar: ír ht'ímsliorg f Grjótaþorp. Ævisaga Þorláks Ó. Jolinson, eftir Lúðvilc Kristjánsson. Ein gagnmeikasta og fegursta bókin á matkaðnum. Líl er að loknu þrssn eftir Jónas Þorbergsson. Fjallar um miðiísgáfuna og eðli bennar, sálfarir og samband við íiamliðna á næsta til- veruskeiði. Að duga eða drepast, endurminningar Bjöms Eiríkssonar á Sjónarbóli í Hafn- arfirði, skráðar af Gúðmundi G. Hagalín. Saga manns, sem harðnaði við hverja raun á sjó og landi og sífellt sótti á brattann. Margt býr í þokunni, endurminningar Kristínar Kristjánsson frá Skarðsbömr- um, skráðar af Guðmundi G. Hagalín. Saga lífsbaráttu og þroska einnar dulspökustu konu, sem uppi hefur verið með íslenzku þjóðinni. I'að cr svo margt • . • , safn ritgerða og fyrirlestra eftir Gretar Fells. Fólk og forlög. Ævar Kvaran scgir frá. Frásagnir af sögufrægum persónum og mikilfenglegum atburðum, sem líkari em ótrúlegustu ævintýrum en raunveruleikanum, enda þótt sannar séu. Af hundavakt á Iiundasleön, ferðamihningar Ejnar Mikkelseri. „Löng óslitin keðja ævintýralegra atvika frá þeim túna, þegar íðvintýri gerðust enn." — Ekstrabladet. Tvísýnn leikur eftir Theresa Cbarles. Ástarsaga, sem ekki á sinn líka, — heillandi fögur og æsispennandi. I»a® vorar að Furnlundi eftir Margit Söderbolm. Hrífandi fó'gur sasnsk berra- garðssaga, sknfuð f sama stil og hinar vinsælu Hellu- bæjarbækur höfundarins. Ljódvængir eftir Gretar Fells. — Lftið kver með fögrum ljóðum. Garðblóm £ litum Og Tré og runnar £ litum, eftir Ingólf Davíðsson. Ef þér eigið skrúSgarS viS húsiS ySar, eða hafið yndi af garðyrkju, eru þcssar tvær fallegu litmynda-bækur óhjákvæmilegar. Lærið að sauma eftir Sigríði Amlaug*J6ttur. Handbók, sem engin mynd- arleg húsmóðir má án vera. Og svo eru barnabækurnar: Hviskurkassinn, Örn og Donnl í ævintýrum. Skemmtilegasta stxákabókin. Trilla, saga um Iitla telpu, eftlr hínn vinsæla höfund bókanna um Millý Mollý Mandý. Óskabók allra lítilla telpna. Bókasafn barnanna, 12 litp'rentaðar smábamabækur^ fyiir 3—8 ára aldurínn. Fallegustu smábarnabækumar, sem nú eru á bókamark- aðinum. SHUGGSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.