Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. des. 1962 MORGV'NBLAÐlb 9 ögur Jesú Endursagðar af Kaj Munk.1 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, þýddi. Kagnhildur Ólafsdóttir gerði myndir. Fróði gaf út. Leiftur prentaði Bókaflóð jólanna hefur að nýju —7rúarbrögb heims Framhald á bls. 3. falla, bjálkinn sterki brotnar, vitringurinn visnar sem strá“. Viku síðar andaðist Kong- fútse. Taó er hinn mikli veruleiki í augum Kongfútses eins og Laótses. „Sá sem felur sig taó að morgni, getur öruggur dá- ið að kvöldi“, sagði hann. Og enn: „Enga stund skyldum vér vera skildir frá taó“. En kenning hans er gagnólík skoðunum Laótse. Kongfútse ér raunhyggjumaður, hugsun Ihans leitar að því, er megi verða til nytja mannlegu fé- lagi, hin mikla, djúpa dul til- verunnar dregur aldrei at- Ihygli hans fifá áþreifanleg- um og nærtækum staðreynd um mannlífsins. Ólíkastur er Ihann bæði Laótse og helztu heimspekingum Vesturlanda að því leyti, að hann sinnir lítt almennum frumhugtökum, Iheldur hugar nær eingöngu að því, sem varðar afstöðu manns til manns. Grískir hugs uðir, Platóningar og skóla- spekingar miðalda og spor- göngumenn þeirra glímdu við afstæð hugtök svo sem „rétt- læti“, „lögmál“, „dyggð“. Kongfútse vildi kenna hygg- indi, sem í hag koma. Afrek Ihans var fólgið í því að móta reglur um mannleg samskipti í þjóðfélaginu. Hann byggði um þetta á eldra arfi, m.a. á Ihinu ævaforna riti Sjú-kirig (Heimildarbók) og kenningu þess um hinar níu, tvígildu dyggðir: „Vingjarnlegur skyldi hver maður vera og virðulegur, mjúiklátur og lotn ingafullur, námsfús og djarf- ur, opinskár og hógvær, að gátsamur og hófsamur, styrk- ur og traustur, hugraikkur og réttlátur“. Kongfútse lagði ríka áherzlu á það, að þjóðhöfðingi yrði að vera fyrirmynd þegna sinna. Sá, sem hefur völd, fer með þau í umiboði æðri máttar. Illur stjórnandi glatar um- boði sínu og verður sviptur því, þegnarnir gera uppreisn. „Sé höfðinginn dyggðugur, mun lýðurinn vera það líka“. Við konung nokkurn, sem kvartaði undan hvinnsku þegna sinna, á Kongfútse að hafa Sagt: „Værir þú ekki ó- gjarn, myndu þeir ekki stela“. Eitt sinn spurði hertoginn Ding, hvort til væri stutt regla um það, hvernig ríiki verði bezt borgið. Kongfútse •varaði: „Ein regla getur ald ei nægt til þess. En alþýða kann málshátt, sem eigi fer fjarri: Kóngar eiga bágt og ráðherrar eiga gott. Sá valds maður, sem veit, hve erfitt það er að fara með landsstjórn mun eigi fjarri þvi að finna regluna um það, hvernig ríki verður bezt borgið“, í „Samtölunum“ eru ekki aðeins skráð spakmæli meist arans. >ar er líka margt sagt frá háttum hans. Sú mann- gildishugsjón, sem hann boð- aði, er þannig studd dæmi hans sjálfs. Hafa kínverskir fyrirmenn dregið lærdóma af formfestu hans, trúnaði við þjóðlegar erfðir og drengskap arhugsjón. Til dæmis um það, er síðast var nefnt, er þess að geta, að þegar hann veiddi fisk notaði hann jafnan öng- ul, því að honum þótti miður vel farið að fiskinum með þvi að nota net. Og á fuglaveið- um skaut hann aldrei fugl í svefni. steypzt yfir og ber fram á mark- | aðinn slíkt ofurmagn bóka af öllum gerðum að býsna vanda- samt verður valið. Það er mjög eðlilegt, að lítil bók sem þessi, láti lítið yfir sér við hlið hinna stóru og glæsi- legu ritverka, sem nú prýða borð bókabúðanna. | Bókaval er vandasamt, þó er! bók án efa ein heppilegasta vina- gjöfin. Á síðari árum höfum við eign- ast æ stærri og vandaðri hóp bóka, sem ætlaður eru börnum og unglingum. Þessu ber að fagna, því að vitað er, að blöð og bækur hafa oft varanleg á- 'hrif til góðs eða ills á sálarlíf hinna ungu. Það hefur ávallt verið vanda- verk að flytja börnum háleitan boðskap á því máli, sem þau skilja og á þann hátt, er þau meta og virða. Þetta á eigi sízt við um fegursta og háleitasta boðskap mannlífsins, kenningu Jesús Krists. Orðspökum fræðimanninum og djúpvitrum hefur oft mistekizt þetta, en barnið numið hin æðstu lífssannindi af vörum ömmxmnar eða afans, foreldra og annarra, sem kenna hið þýða og tæra mál hjartans . Dæmisögur Frelsarans eru gimsteinar bókmenntanna og ekk ert túlkar jafn skýrt og fagur- lega dýpstu sannindi hinnar kristnu trúar. Bókin Sögur Jesú er. að mínu áliti frábær tilraun i þá átt, að tileinka börnum á einfaldan en sannan hátt kjamann í boðskap Jesú. Höfundurinn, danski prest- urinn og raéðusnillingurinn, Kaj Munk, er íslendingum svo kunn- ur, að eigi þarf að kynna hann hér. Og svo vel vill til, að Biskup íslands, dr. Sigurbjöm Einars- son, sem öðrum fremur hefur kynnt þennan mann hér á landi, sýnir okkur enn einn og um leið mjög ljúfan þátt í persónuleika Kaj Munks með ágætri þýðingu bókarinnar. Bókina prýða mynd- ir Bagnhildar Ólafsdóttur og munu þær enn auka á áhrifin við lestur hennar. Prentsmiðjan Leiftur hefur vandað frágang allan og þakka ber útgefendum þarft verk. Barna-vinum er hiklaust bent á þessa látlausu en góðu bók. Bragi Friðriksson. Armann Kr. Einarsson „Hvíta stríðiö" eftir Hendrik Ottósson F'YRIR um það bill 40 árum bar svo til í Reykjavík, að rúss- neskum pilti, Nathan Friedmann að nafni, sem Ólafur Friðriks- son hafði tekið í fóstur, var vis- að úr landi. Astæðan var sú, að heilbrigðisyfirvöldin töldu að pilturinn væri haldinn smitandi augnisjúkdómi, og þess vegna ekki á það hættandá, að leyfa honium landiviist hér. í fljótu bragði vrrðist þetta ekki mikið tilefni til átaka og hugaræsinga. Þó vita allir roskn- óli og Maggi íextánda barna- Ármanns Kr. Ármann Kr. Einarsson: Óli og Maggi. Bókaforlag Odds Björnsson- -ar, Akureyri, 1962. Eins og alþjóð er kunnugt, er Ármann Kr. Einarsson, kennari, einn a21ra mikilvirkasti og vin- sælasti barna- og unglingabóka- höfundur okkar. Hefur hann nú, þótt enn sé ungur að árum og vinmj ritstörf sín í tómstundum, senk" frá sér sextán bækur fyrir börn og unglinga. Ýmsar af þess- um bókum Ármanns eru svo á- nægjulegt og heillandi lesefni, að stór hluti ungu kynslóðarinn- ar kýs það öðru efni fremur. Segja má því hiklaust, að Ár- manti hafi náð glæsilegum tök- um á því vandasama og mikils- verða hlutverki að skrifa fyrir börn og unglinga, enda eingömgu sinnt þeirri köllun sem rithöf- undur mörg hin síðari ár. Ég hef áður vakið athygli á því, að þeir, sem ritdæma bæk- ur, og þeir, sem kjörnir eru til þess að úthíuta almannafé til rithöfunda, gefi þessum höfumd- um of lítinn gaum. Þeir góðu menn þurfa strax að gera sér /jóst, að mjög mikilvægur þátt- ur í uppeldi æskunnar er ein- mitt sá, að lesefni það, sem við anGli R ES P LETVÆGT SKJORTE A'.GLI - SKYRTA er góð JÓLAGJÖF Skrifstofustarf Oskum að ráða vanan skrifstofumann nú þegar. Uppl. á skrifstofunni, Hafnarstræti 5. Olíuverzlun íslands hf. og unglingabók Einarssonar bjóðum henni, sé hollt og þroska vænlegt. Ættu allir ábyrgir menn að geta gert sér grein fyrir því, ef þeir á annað borð fást til að hugsa um það. Þá rithöfunda, sem ná glæsi- legum árangri á sviði barnabók- mennta, eins og t.d. Ármann Kr. Einarsson, og helga því krafta sína, er sjálfsagt og skylt að meta að verðleikum. Þetta hafa nágraiinaþjóðirnar gert sér ljóst fyrir löngu og sýna fremstu barma- og unglingabókahöfund- um sínum margvíslegan og verð- ugan sóma. í fyrra hauíít sendi Ármann frá sér fyrstu bókina í nýjum bókaflokki fyrir drengi: „Óska- steinninn hans Óla.“ Þetta var biáðskemmtileg bók með öllum beztu höfundareinkennum Ár- manns: góðu máli, léttleika og fjöri í frásögn og undraverðum ævintýrum. Hún sagði frá frem- ur önugum og vanþakklátum dreng, sem oft var erfitt að gera til hæfis. En vegna hollra áhrifa frá Jóa frænda og frá draum- um um óskasteininn góða, varð gjörbreyting á lífi Óla. í bókar- lok fengum við þvi að kynnast starfsfúsum og háttvísum úrvais- dreng, sem vænta mátti mikils af, og öll ungmenni langaði til að fylgjast með í framtíðinni. Fyrir skömmu kom út önnur bók Ármanns í þessum flokki og nefnist hún „Óli og Maggi“. Óli er nú orðinn sendisveinn í bókabúðinni hjá Jóa frænda, sem alltaf er hinn holli og góði leið- beinandi hans. Hann eigaast nýj- an vin og félaga, Magga meist- ara, og verða kynni þeirra með harla nýstárlegum hætti. Maggi er hugvitssamur drengur, sem finnur upp furðulegustu hluti, og er óvenju úrræðagóður. Svo sem vænta má er bókin skrifuð af sama léttleika og hugmynda- flugi og margar fyrri bækur Ár- manns, en undirstraumur henn- ar er alvara og reynsla hins við- sýna skólamanns. Það má fullvíst teljast, að bók þessari verði tekið af miklum fögnuði af hinum stóra lesenda- hópi Ármanns, og trúlega stað- næmist hún ekki lengi í bóka- búðum. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, hefur gefið bókina út, einkar smekklega, eins og vænta mátti, en teikningar eru eftir snillinginn Halldór Pétursson. Sigurður Gunnarsson. ir Reykvíkingar, aJ héf var S. ferðinni eitt hið mesta hita- og ágreininigsmál, sem upp hefur komið hér í bæ á síðari ára-- tugum. Urðu af þessu mikil á- tök og óvenjuleg, og vdð borð lá, að hér yrðu mannvíg. Frá þessu segir Hendriík Ottós- son í nýúbkominni bók á for- laigi Setbergs, „Hvíta stríðinu". Hendrik kom þar sjálfur mjög við sögu, og fer vel á því, að hann skudi nú hafa ritað endur- minnángar sínar um þennan eft- irminnidega atburð, svo einstæð- ur, sem hann var í sögu bæjar- félagsinis. Öldurnar, sem þá risu, eru nú löngu hnignar, og þess vegna unnt að rita um þetta málefnalega og sársaukalaust, en víst er um það, að meðan á þessu gekk, mátti heita, að bæjarbúar hafi skipzt í tvær and atæðar fylkingar útaf þessu máli, en hatur smó um æðar bæjar- félagsins og eitraði andrúmsloft- ið í þessum kyrrláta smábæ, sem þá var. Sagan, sem Hendrik segir af þessum atburði, er litrík og lif- andi, en verður ekki rakin hér. Ekki fæ ég séð, að höfundur hadli réttu máli, heldiur einkenn- ist frásögnin af góðvild hans í garð þeirra manna, sem þá voru andstæðingar hans, lætur þá njóta sannmælis og bregður upp mannlegri og vinsamlegri mynd af þeim, enda þótt honum hafi fundizt, þegar atburðir þessir gerðust, að hann væri grátt leik- inn, en hann varð meðal ann- ars að gista hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Hendrik er löngu þjóðkunnur rithöfundur og fræðimaður, hef- ir sérlega skemmtilega frásagn- argáfu og þá kímni og skopskyn sem ævinlega er til bóta, létbir og lífgar frásögn, jafnvel þótt vera megi að höfundi sé undir niðri heitt í hamsi. Kostulegt finnst mér til dæmis, þegar höf- undur segir á einum stað frá því, er hann er að fljúgast á við fílefldan lögregluþjón, að annar laganna vörður hafi klappað á öxlina á sér og skýrt sér frá , því að hann sé handtekinn. | Mál þetta varð svo ailvarlegt, sem raun bar vitni, vegna þess, að kergja hljóp í báða aðila, annars vegar Ólaf Friðriksson og menn hans, hins vegar ríkisvald- ið, undir forystu Jóns Magnús- sonar forsætisráðherra, sem taidi að ekki bæri að líða óhlýðni og þrjózjku við landslög. Allt fór þetta betur, en áhorfðist, og nú hefir fennt í sporin og hatrið löngu horfið úr hugum þeirra manna, sem þarna áttust við. Bókin „Hvíta stríðið", er að mínu viti, góð heimild um eftir- minnilegan atburð í sögu bæjar- félagsins, sögð með þeim hætti, sem er hvorttveggja í senn, nær- færnislegur og skemmtilegur. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla meðal annars um stofn- un Félags ungra kommúnista sem ég fæ ekki séð, að komi venjulegu fólki neibt við, og mættu þeir því eins vel missa sig. Rifrildi og pex ungkomm- únista á þessum árum, eiga ekk- ert erindi til okkar, en aMt um það, hafi Hendrik þökk fyrir bókina. Thorolf Smith

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.