Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 1
24 síður og Lesbok Sigurinn vís Scarborough, 4. okt. (NTB — AF). í DAG lauk í Scarborough landsfundi brezka Verka- . mannaflokksins og í lok hansM ríkti mikil bjartsýni á að' flokknum tækist að sigra næstu þingkosningar í Bret- landi. Harold Wilson formaður flokksins tók til máls í dag, ræddi hann stefnu flokksins og sagði, að með stefmi sinni í alþjóðamálum, hyggðist hann endurvekja það álit, sem Bretlahd hefði notið í heim inum. Wilson sagðist vera sann- færður um, að eftir Iands- fundinn myndi fólk gera sér ljóst, að Verkamannaflokkur inn væri víðsýnn, raunsær, þjóðlegur og einhuga. Sagði hann, að boðskapur lands- fundarins til þjóðarinnar væri sá, að Verkamannaflokkur- inn hygðist endurvekja álit Breta í lieiminum og treysta efnahag landsins. Einnig myndi flokkurinn, kæmist hann til valda. endurskoða félagsmálin með hag allrar þjóðarinnar fyrir augum. Á.landsfundinum í dag var samþykkt, að væntanleg stjórn Verkamannaflokksins myndi endurskoða fjármál hins opinbera og vinna að álagningu stóreignaskatts. Jórntjoldslönd viljn knupn korn í USA USA slítur stjdrnmála- sambandi við Honduras Frá Stafnsrétt eftir að féU hafði verið smalað á EyvindB arstaðaheiði og komið till byggða. Sjá frásogn og mynd-l ir á baksíðu. (Myndina tókl Björn Bergmann, Blönduósi).p Bandaríkjamanna í Suður-Am- eríku, en Washington Post ásak- ar Bandaríkjastjórn fyrir að hafa ekki komjð í veg fyrir bylt- inguna. Bólivía hefur slitið stjórnmála- sambandi við Honduras. og hættir aðstoð við íbúana New Yonk 4. okt. (NTB) STJÓRNIR Búlgaríu, Ungverja- lands og Tékkóslóvakíu vilja nú fá keypt í Bandaríkjunum korn fyrir 60 milljónir dollara. Ilafa þau opinberlega beðið Banda- ríkjastjórn um að koma þessum viðskiptum í kring. Bandaríska blaðið New York Times skýrir frá þessu í dag og segir enn fremur, að komið hafi i ljós, að Sovétrikin vilji kaupa bandarískt korn fyrir 200 méllj. dollara, þó að opinber beiðni bafi enn ekki borizt. Washington, 4. okt. (NTB-AP) ALLT VAR með kyrrum kjör um í Honduras í dag, en í gær steypti herinn stjórn landsins. Bandaríkin hafa slitið stjórnmálasambandi við Honduras og utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna til- kynnti í dag, að allri efna- | hags- og hernaðaraðstoð við landið yrði hætt. í fregnum, sem bárust frá E1 Salvador í dag, sagði, að í gær hefði komið til bardaga milli hers og lögreglu í Tegucialapa, höfuðborg Honduras, en í dag var þar allt með kyrrum kjör- um. Sagt er, að lögreglan hafi flúið til fjalla á landamærum Honduras og E1 Salvador og ótt- azt er, að hún hefji skæruhern- að. Rúmeni biðst 'hælis í Kaupmannahöfn: Komst undaner bifreið var stöðvuð á rauðu Ijósi Kaupmannahöfn, 4. okt. (NTB). — Bifreiðastjóri rúmenska sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn baðst í dag hælis í Danmörku, sem pólitískur flóttamaður. Hafði hann áður beðizt hælis, en fall izt á að snúa aftur til rúmenska sendiráðsins því að hann sakn- aði konu sinnar og barns. Þegar Starfsmenn sendiráðsins komu að sækja bifreiðastjórann í dag, komst hann á snoðir um að búið var að senda konuna og barnið til Rúmeníu. Beið hann þá ekki boðaiina, eu leitaði aftur hælis hjá lögreiglunni í Kaupmanna- höfn. £>að var 30. september, sem bifreiðastjórinn leHaði í fyrra skiptið á náðir dönsku lögregl- unnar. Þegar rúmenska sendiráð ið fregnaði brotthlaup hans, sendi það sendinefnd til lögregl- unnár og fyrir fortölur hennar samiþykkti bifreiðastjórinn að snúa aftur til sendiráðsins. Einn ig saknaði hann konu sinnar og barns, sem þar höfðu dvalizt með honum. 1 dag komu tveir fulltrúar rúmenska sendiráðsins til þess að sækja flóttamanninn, en þeg ar hann var setztur upp í bifreið þeirra, höfðu þeir orð á því, að hann myndi ekki fá hlýjar móttökur í sendiráðinu og skýrðu honum frá því, að kona hans og barn væru nú í Rúmen íu. Þegar bifreiðin varð að stoppa vegna umferðaljósa, greip flóttamaðurinn tækifærið og stökk út. Reyndi hann að kom- ast ínn í þrjár bifreiðir, sem biðu við ljósið, en árangurslaust. Sendimennirnir náðu honum og kom til slagsmála, en að lokum tókst bifreiðastjóranum að kom- ast inn í leigubifreið, sem ók hon um til dönsku lögreglunnar. Ef dæma má af tilkynningum, sem stjórn hersins í Honduras hefur útvarpað í dag, bendir allt til þess, að enginn stjórnmála- flokkur hafi staðið að baki bylt- ingarinnar. Flest samtök há- skólamanna, iðnaðar- og verzl- unarmanna í Honduras hafa lýst stuðningi sínum við byltinguna. Bandarísk blöð ræddu í dag byltinguna í Honduras. Telja mörg þeirra, að hún geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýð- ræðið í S.-Arrteríku. New York Times segir, að her inn í Honduras misbjóði gáfum hvers einasta manns með því, að segja, að byltingin hafi ver- ið gerð vegna ástandsins í efna- hagsmálum, þegar ljóst sé, að markmið hennar hafi verið að koma í veg fyrir löglegar for- setakosningar í landinu. New York Herald Tribune segir, að byltingin í Honduras sé mikill hnekkir fyrir stefnu Auhin þjdðnýt- ing n Kúbu Havana 4. október (NTB) STJÓRN Kúbu heifur samiþykkt að þjóðnýta allar bújarðir, sem eru stærri en 64,7 hektarar. í tilkynningu frá stjornmni segir, að lögin um þjóðnýtinguna séu sett til þess að fyrirbyggja, að auðugir borgarar noti jarð- ir sem þeir eiga, í þágu and-sósi alista og gagnbyltingarsinna. ^lorgtmbIa5súui fylgir blaðinu í dag og er efni hennar, sem hér segir: Bls. 1 „Engum öðrum manni lík- ur“, eftir Robert Poyne. 2 Svipmynd: Juan Bosch. 3 Segðu þeim að drepa mig ekki, smásaga eftir Juan Rulfo. Ljóð eftir Árna G. Ey- lands: Þingvallavor og September. 4 Feðgarnir, sem voru sálu- sorgarar Húsvíkinga í þrjá aldarfjórðunga, 12. presta- sagan eftir Oscar Clausen. 5 Bókmenntir: Örkin hans Nóa í hafvillu, eftir Matt- hías Johannessen. Tillaga um eftirlit með þýðingum. 7 Lesbók Æskunnar. 8 Breyttur lokunartimi — eða ekki? Guðmundur H. Garðarsson og Sigurður Magnússon ræðast við um nýtt vandamál. 9 Blásið út um nasirnar, eft- ir HJH. Togarar yfir 650 tonn ættu allir að vera skuttogarar, segir Hjálmar R. Bárðar- son, skipaskoðunarstjóri. 10 Fjaðrafok. 11 — i 13 Reiknar út geimstöðu Mars / !til 2000. J 15 Krossgáta. I 16 Leitað að lífi utan jarðar. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.