Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 15
T Laugardagur 5. o!ct. 1963 MORGUNBLADIO 15 Guðrún Pétursdóttir biskupsfrú, sjötug GÆTI nokkur, sem þekkir frú Guðrúnu Pétursdóttur, biskups- frú, gizkað á, að hún væri orðin sjötug? En svo mun þó vera, því ekki hæfir að rengja það, sem rit að er á bók. — Hún er fædd að Hrólfsskála á Seltjarnarnesi hinn 5. okt. 1893 og ólst upp til full- orðinsaldurs, í glaðværum syst- kinahópi, hjá foreldrum sínum, Pétri Sigurðssyni, útvegsbónda í Hrólfsskála, og konu hans, Guð- laugu Pálsdóttur. Standin því að henni traustir stofnar og kyn- bornir í báðar ættir. Óhætt mun að fullyrða, að hið fjölmenna æskuheimili' hennar hafi á þeim árum staðið í fremstu röð hvað snerti efnahag, menningu og fagra heimilisháttu. Hér á þessu myndarlega heimili foreldra sinna nam hún á æsku- aldri kvenlegar menntir, eins og bezt gerðist á þeim tímum. Árið 1917 giftist hún Sigur- geiri Sigurðssyni, síðar biskupi, sem þá skömmu áður, hafði verið vígður prestur til ísafjarðar- prestakalls í Norður-ísafjarðar- prófastsdæmi. Hinna ungu hjóna beið á ísa- firði umfangsmikið og heillaríkt etarf um rúmlega 20 ára skeið. — t,Prófastsheimilið“ á ísafirði varð fljótt rómað fyrir þá kosti, er bezt skarta á hverju heimili. —- Eins og að líkum lætur voru þeir margir, sem erindi áttu við prófastinn og leituðu róða hans og aðstoðar í hinum margvísleg- listu mólum. Og heimili þeirra prófastshjónanna stóð öllum op- ið, eins og útbreiddur faðmur, það var líkast því, að það lægi í þjóðbraut allra Norður-ísfirð- inga. Við. arinn þeirra hjóna mætti öllum er að garði bar einstæð alúð, hlýja og risna, sem veitt var af örlæti og höfðingslund, þrátt fyrir léleg launakjör og fremur þröngan efnahag. En hjartaauðurinn og hugarhlýjan leystu hvern vanda, þar voru innstæður sem aldrei þrutu. Hér áttu Vestfjarðaprestarnir og vinirnir margar ógleymanleg- ar unaðsstundir við ljúfar og gamansamar viðræður, hljómlist og söng, því hér skipaði drottn- ing listanna, sönglistin, öndvegi, því bæði hjónin voru söngmennt- uð í bezta lagi og frú Guðrún hafði leikið á slaghörpu frá æsku dögum. Frá heimili þeirra á ísafirði streymdi birta og ylur á vegu þeirra, er mesta höfðu þörf hjálpar og hlýju, enda nutu þau hjónin þar svo almennra vin- sælda að einstætt má telja. f>au tryggðabönd, sem þá voru knýtt við Norður-ísfirðinga hafa aldrei brostið, þótt vík yrði milli vina. — Árið 1939 fluttust þau hjónin hingað til Reykjavíkur, er séra Sigurgeir var kjörinn biskup. — Hér beið frú Guðrúnar því enn umfangsmeira og erilsamara hlut verk á hinu stóra biskupsheim- ili, sem opnaði faðm sinn fyrir öllum prestum landsins og afar fjölmennu vinaliði úr ýmsum átt um. Mun það allra dómur, er til þekktu, að frú Guðrún hafi leyst hið erfiða húsmóðurhlutverk sitt af hendi með þeirri rausn, mynd- arbrag og virðugleik, sem bezt verður á kosið. Hið fagra bisk- upsheimili einkenndist frá fyrstu tíð af alúð, glaðværð og bjart- sýnni Guðstrú — og lotningu fyrir því helga og háa. Þar lék ávallt um mann hlýr og ljúfur blær, sem yljaði hjartanu og eyddi skuggum af vegi. Þau hjónin eignuðust 4 gáfuð og gjörvuleg börn, sem öll eru á lífi. Eru það þau: Pétur, sóknar- prestur á Akureyri, kvæntur Sól- veigu Ásgeirsdóttur; Sigurður, fulltrúi í Útvegsbankanum í Reykjavík, kvæntur Pálínu Guð- mundsdóttur; Svanhildur, sendi- ráðsritari í Stokkhólmi, og Guð- laug, gift Sigmundi Magnússyni, lækni í Reykjavík. í hinni þungu reynslu, þegar frú Guðrún missti hinn mikil- hæfa eiginmann sinn árið 1953, stóð hún eins og hetja, sterk í krafti trúar sinnar, borin uppi af þreki sínu, skapfestu og still- ingu. — Ásamt listrænum gáfum var henni í blóð borið glaðlyndi og bjartsýni, sem ávallt hefur varp- að birtu á vegu vina hennar, eins og sólstafir, sem verma og lýsa. Ástvinir hennar þekkja þó bezt hve sterk hún er í elsku sinni, umhyggju og fórnarlund. Ég held að frú Guðrún hafi í vöggugjöf hlotið í sál sína bjart- an ljósgjafa, sem varpar geislum og vermir þá sem návistar henn- ar njóta. Þcir geislar hafa lýst vinum hennar og yljað þeim eins og vermisteinn á vori. Frú Guðrún hefur ávallt verið auðug af samúð, mildi og hugar- hlýju, og það eru einmitt þessar kenndir mannshjartans, sem mýkja meinin, bræða klakann og eyða hinum nöpru næðingum lífsins. Við hjónin sendum frú Guð- rúnu einlægar árriaðaróskir og þakkir á þessum tímamótum og biðjum henni og ástvinum henn- ar blessunar Guðs um öll ókomin ár. Þorsteinn Jóhannesson. Vetrarstarfsemi firðingafél. að hefjast BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík er að hefja vetrar- starfsemi sína og verður fyrsti skemmtifundur þess á haustinu n.k. miðvikudagskvöld í Breið- firðingabúð. Breiðfirðingafélagið er nieðal elztu átthagafélaga borgarinnar og verður 25 ára á þessu ári. Það Kanpir Búlgnrín bnndnrískt hveiti? New York, 30. sept. NTB • ANNAÐ kommúniskt ríki hefur látið í ljós áhuga á að kaupa hveiti af Bandaríkjamönn um. Utanríkisráðherra Búlgaríu, Ivan Bashev ræddi stundarlangt við Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna í dag — m.a. um það, hvort hugsanlegt væri, að Búlgarar gætu keypt hveiti af Bandaríkjamönnum. • í síðustu viku fór utan- ríkisráðherra Tékkóslóvakíu, Vaclav David, hins sama á leit við Rusk, en sem kunnugt er standa um þessar mundir yfir samningar um sölu verulegs magns bandarískra kornbirgða til Sovétríkjanna. hefir unnið að ýmsum menning- armálum Breiðfirðinga bæði heima og heiman, safnað stórfé til björgunarskútu, stofnað minn- ingasjóð Breiðfirðinga, gefið út tímaritið Breiðfirðing og nú síð- ast gaf það mjög vandaðan pré- dikunarstól í hina nývígðu Reyk- hólakirkju. Ennfremur hyggst fé- lagið gefa út nokkurskonar menningarsögu byggðarlagsins og hefir nú þegar verið rituð fyrsta bókin í þeim bókaflokki, en hún fjallar um atvinnuhætti við Breiðafíörð sérstaklega í eyj- unum. Hefir Bergsveinn Skúla son fræðimaður frá Skáleyjum skrifað hana. Formaður fjélags- ins er nú Árelíus Níelsson, en varaformaður Jóhannes Ólafsson. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Sími 1-11-71 Þórshamri við Templarasund GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR Þinghoilsslraeli 8 — Sirm 18259 Innheimtumaður óskast strax. ísafoldarprentsmiðja hf. K. F. U. M. K. F. U. K. VETRARSTARF * Vetrarstarf félaganna hefst á morgun, sunnudaginn 6. október. Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskóli við Amtmannsstíg og drengjadeild K. F: U. M., Langagerði 1. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirnar Amtmannsstíg, Holtavegi og Kirkjuteig. Kl. 3.00 e.h. Telpnadeild K. F. U. K. við Amtmanns- stíg. Kl. 8,30 e.h. Almenn samkoma í húsi félaganna við Amtmannsstíg Sera Jónas Gíslason talar. — Söngur og hljóðfærasláttur. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. Verkamenn óskast í fasta vinnu nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóra. Hf. Kol & Salt PEllGEOT Peugeot býður uppá: ~j< Traustleika -K Sparneytni ■j< Öryggi Pengeot er fullkomlega loft- vatns- og rykþéttur, hefur rúmgóða farangursgeymslu, rafmagnsklukku, vatnshitamæli, tvöfaldan míluhraðamæli, tvöfalda rúðusprautu, öryggislæsingar á öllum hurðum. — ★ — Eigum einn af gerðinni 404 óráðstafaðan. Ný sending væntanleg í október af gerðunum Peugeot 404 station 5 manna, Peugeot 404 station 7 manna, ásamt Peugeot 404 og 403 fólksbifreiðum. “ ★ — Verð á fólksbifreiðum: Peugeot 403 ca. kr. 164 þús. Peugeot 404 ca. kr. 202 þús. Allar upplýsingar veittar í símum 14462 og 18585. /nnist Peugeot bifreiðunum Peugeot-umboðið Opnuð verður í dag verzlun að Bergstaða- stræti 19, undir nafninu HlálnÍRgarvúrur sf. Verzlunin hefur á boðstólum allar tegund ir málningarvara, svo sem: Límbönd, kítti, pensla og spaða. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. GÓÐ BÍLASTÆÐI. Hlálningarvörur st. tíergstaðastrœti 19 — Sími 15161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.