Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 5. okt. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. ^ Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. jýM*; Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aði-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 emtakio. HUGSJONIR RÆTAST Fyrsta Ijósmynd, sem tekin er af Öldungadeild Bandaríkjaþings aff starfi. Myndin var tek- in, er deildin samþykkti Moskvusáttmálann um Tilraunabann. r ÁTÖK IIMDÖIMESÍU OG Útvarpssendingar — engin fjarskipti ¥Tinn árlegi berklavarna- dagur er á morgun. — í þann mund minnist Samband íslenzkra berklasjúklinga einnig þess að 25 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Það er vissulega ekki of mælt þó sagt sé að SÍBS séu ein hin merkustu og ágæt- ustu samtök um mannúðar- og heilbrigðismál, sem íslend ingar hafa efnt til. Þau hafa á aldarfjórðungi lyft Grettis- taki. Starfsemi samtakanna að Reykjalundi eru landi og þjóð til hins mesta sóma. Þar hefur fjöldi fólks, sem orðið hefur fyrir barði berklaveik- innar safnað kröftum að nýju, komizt yfir erfiðasta hjallann, notið starfsorku sinnar og orðið þjóðfélagi sínu nýtir og starfandi borg- arar. Síðan berklaveikinni hefur að mestu verið útrýmt í landinu hefur SÍBS snúið sér í vaxandi mæli að fjöl- þættri starfsemi fyrir öryrkja og rekur nú stórmyndarlegar stofnanir, sem framleiða ágæt ar iðnaðarvörur, er njóta vin- sælda meðal þjóðarinnar. Morgunblaðið átti þess kost á síðastliðnu sumri að fá gott yfirlit um starfsemina að Reykjalundi. Uppbygging og þróun setti þá sem fyrr svip sinn á starfið í þessari merkilegu mannúðar- og heil- brigðisstofnun. Ný hús rísa, nýjar iðngreinar taka til starfa, framleiðslan verður fjölbreyttari og aðbúnaður fólksins betri og afkoma þess tryggari. ★ Fyrir þetta mikla starf eiga forráðamenn SÍBS skildar þakkir alþjóðar. Þeir hafa unnið uppbyggingarstarfið að Reykjalundi af markvísri festu og jafnan komið þannig fram, að þeir hafa skapað sér samúð og stuðning almennings og stjórnarvalda. En þótt mikið hafi orðið ágengt í baráttunni gegn berklaveikinni, meðal annars. með starfi SÍBS megum við í engu slaka á baráttunni gegn hinum hvíta dauða. Sigurður Sigurðsson, landlæknir, segir meðal annars í blaðinu Reykjalundur, sem kemur út nú um helgina að á um það bil 30 árum' hafi berkladauð- inn lækkað um 99 af hundr- aði hér á landi, og sé það meiri og þó einkum hraðari árangur en annars staðar þekkist í heiminum. Síðan kemst landlæknir að orði á þessa leið: „En þrátt fyrir allan þenn- an góða árangur tel ég mér skylt að bera fram varnaðar- orð. Smitunar- og sýkingar- hætta er enn fyrir hendi í þjóðfélaginu. Hún þarf ekki að minnka að sama skapi sem smitunaruppsprettum fækk- ar, því að jöfnum höndum eykst þá fjöldi þeirra, sem næmir eru fyrir veikinni. Hver uppspretta getur því valdið margföldum usla á við það, sem áður var. Andvara- leysi í berklavörnum þjóðar- innar gæti því haft hinar al- varlegustu afleiðingar. Höf- um ávallt hugfast að berkla- veikinni hefur ekki verið að fullu útrýmt meðan einstakl- ingar eru til í landinu er smit ast hafa af berklaveiki“. Undir þessi ummæli Sig- urðar Sigurðssonar, land- læknis, ber öllum íslending- um að taka. Okkur ber einnig að styðja SÍBS af alefli til þess að rækja hið mikilvæga hlutverk sitt. Um Reykjalund mun jafnan leika hugþekkur bjarmi af dáðríku brautryðj- andastarfi raunsærra hug- sjónarmanna. M. - STJÓRNIN FELLDI KRÓNUNA 'y/’instri stjórnin felldi ís- lenzka krónu. Hún sleppti verðbólguófreskjunni laus-1 beizlaðri á almenning. Þegar þannig var komið og hrun og upplausn blasti við stukku hertogar vinstri stjórnarinn- ar fyrir borð • af sinni eigin skútu og þjóðin sá í iljar þeim. Þetta varð þá ávöxturinn af hinu marglofaða „vinstra“ samstarfi. Síðan vita íslend- ingar hvað vinstri stjórn þýð- ir. Hún þýðir úrræðaleysi, gengisfellingu, taumlausa verðbólgu, versnandi hag al- mennings, upplausn og vand- ræði í þjóðfélaginu. Síðan Framsóknarmenn og kommúnistar hrökkluðust úr vinstri stjórninni hafa þeir einbeitt kröftum sínum að því að hindra óhjákvæmilega viðreisn og uppbyggingu. Það hafa verið þeirra ær og kýr. Hinn Moskvustýrði kommún- istaflokkur og Framsóknar- leiðtogar á flæðiskeri hafa myndað með sér niðurrifs- bandalag. Það kalla þeir sjálf ir „þjóðfylkingu“. Takmark þessa bandalags er eitt og að- eins eitt: Að eyðileggja hinn mikla árangur af starfi og stefnu Viðreisnarstjórnarinn- ar, að hleypa verðbólgu- ófreskjunni á ný á fólkið, að Djakarta, 25. sept. — AP-NTB Indónesía hefur nú alger lega rofið samband við Mala- ysíu-sambandsríkið. í dag var allt fjarskiptasamband milli ríkjanna rofið og út- varpssendingar frá stöðvum í Malaysíu truflaðar, svo að ekki heyrðust orða skil — en áður heyrðist vel frá þesslim stöðvum hvarvetna í Indó- nesíu. Landvarnaráðherra Indó nesíu, Haris Nasution, hers- höfðingi, hefur tilkynnt, að fjölgað hafi verið í fallhlífa- liðinu við landamæri Norður- Borneó og séu hermenn þar reiðuhúnir til bardaga. Ekki segir hann nein átök hafa átt fella íslenzka krónu að nýju. í baráttunni að þessu marki hafa öll tæki verið notuð, heildarsamtök verkalýðsins, Samband íslénzkra samvinnu félaga og hvers konar sam- tök, sem þessir flokkar ráða yfir. Peningafurstar SÍS og Moskvumenn hafa staðið hlið við hlið í niðurrifsiðjunni. Þjóðin hafnaði forystu þessa tætingsliðs í alþingis- kosningunum á síðastliðnu sumri. Hinn ábyrgi meiri- hluti Alþingis undir forystu Viðreisnarstjórnarinnar og allir þjóðhollir íslendingar verða nú að hefja nýja sókn gegn niðurrifsöflunum. sér stað þar, enn sem komið er. Hinsvegar er haft eftir talsmanni brezka herliðsins í Kuching, höfuðborg Sarawak, að frá indónesísku landi hafi í nótt verið varpað fjórum sprengjum á þorp eitt lítið, en enginn hafi beðið tjón af. Nasution, landvarnaráðherra, ávarpaði stúdenta í Djakarta í dag og sagði þar m.a., að til Malaysíu-sambandsins hefði ver- manna var stofnað 1946, og var einn helzti árangur af starfi þess þá, að settar voru hér reglur um radíó-leyfi áhugamanna þannig, að þeir Islendingar, sem próf þreyttu, gátu fengið leyfi til þess að starfrækja sendistöðvar á lög- legan hátt. Voru ákveðnar bylgju lengdir á sama hátt og hjá radíó- félögunum um allan heim, bæði vestan hafs og austan, svo og hinum megin á hnettinum. Félagsstarfið hefur verið dauft síðustu árin, og ýmsir ungir á- hugamenn hafa vart vitað, hvert þeir skyldu snúa sér í þessum efnum. Er nú áætlað að efla félagsstarfið enn að nýju. Var fundur haldinn í félaginu fyrir um hálfum mánuði og framhalds fundur verður haldinn að Café Höll laugardaginn 5. október kl. 2 eftir hádegi. Á þessum fundi er meðal ann- ars fyrirhugað að hafa uppsetta áhugamanns-sendistöð, TF3IRA, og verða höfð sambönd við aðrar áhugamannastöðvar, eftir því sem skilyrði leyfa. Nýir áhugamenn og gamlir fé- lagar eru velkomnir á fundinn. MALAYSIA: truflaiar ið stofnað með aðstoð erlendra vopna og flugvéla og það myndi leysast upp á svipstundu, ef það ekki nyti herverndar erlendra aðila. í Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysíu, er upplýst, að innan skamms verði 2000 hermenn sambandsríkisins komnir til Borneó, til viðbótar þeim 6000 brezku hermönnum, sem þar séu fyrir. — ★ — í dag kom eiginkona Gilchrists, sendiherra Breta í Indónesíu, til Singapore. Þrjú börn þeirra hjóna eru nú komin til Bret- lands. Bíllinn fór eins og lærður list- dansari Akureyri, 2. október. Kl. 6:50 í gærkvöldi gekk mað- ur frá bíl sínum fyrir utan hús- ið Oddagötu 1 og brá sér inn i húsið. Skömmu seinna varð hori- um litið út um gluggann og sá þá eftir bíi sínum, sem rann aftur á bak norður eftir götunni, fór þar fram af brekkubrún og hélt áfram 25 m. niður brekk- una í svokölluðu Skátagili fyrir ofan miðbæinn. Bíllinn tók þar hinar fegurstu sveigjur, eins og lærður listdansari eða norskur skíðamaður, sneri sjálfkrafa við og rann nú áfram upp í brekk- una hinum megin við gilið. I>ar nam hann staðar í kartöflugarði, óskemmdur með öllu. Var mikill stíll yfir ferð bílsins og hefði varla verið betur ekið þó maður sæti undir stýri. — Sv. P. Sendistöð áhugamanna sett upp á aðalfundi IRA FÉLAG íslenzkra radíó-áhuga-®--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.