Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1963, Blaðsíða 3
V Laugardagur 3. oíct. 1983 MOHGUNB* *ÐIÐ LANDIIELGISGÆZLAN legg ur mikið kapp á að hafa a.m.k. froskmann um borð í hverju varðskipanna. Sumir frosk- mannanna ráða sig í vinnu annarsstaðar og verður því öðru hverju að þjálfa nýjá menn til þessara starfa. Ung- ur en reyndur froskmaður, Þröstur Sigtryggsson, skip- stjóri á Maríu Júlíu, sér um æfingar þessar fyrir Landhelg Félagarnir Þjálfun froskmanna isgæzluna. Hann var i fyrra- vetur á Florída í nokkra mánuði á námskeiði, sem nald ið var á vegum Bandaríkja- flota til þjálfunar froskmönn um. Er varðskipið óðinn hélt fyrir skömmu til Austfjarða, voru innanborðs auk áhafnar innar Þröstur Sigtryggsson Og nemendur hans tveir í frosk mennsku, stýrimennirnir Kristinn Árnason og Jón Ey- jólfsson. Köfuðu þeir sl. sunnudag í Loðmundarfjörð og á mánudag í Seyðisfjörð. Fóru þeir félagar allt niður á 10 metra dýpi. Er sjaldgæft að kafa dýþra en 12 metra við þjálfun. Þeir Kristinn Og Jón eru fyrstu mennirnir, sem Þröstur þjálfar, eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum. Kvað Þröstur vera síðustu forvöð að iðka slíkar æfingar í haust, þar sem sjórinn væri mjög tekinn að kólna. ☆ Skipshundurinn Óðinn horfir Hlaupið yfir milli- stríðsárin í listum, því skera mínar myndir sig úr, segir Jóhann Járiem ir málarar á mínum aldri úti í heimi. Millistríðsárin vant- ar bara í íslenzka listasögu. Þegar - komið var að peim kafla hér, var hánn liðinn hjá, og hlaupið yfir hann til að taka upp nýtt á síðari stríðsárunum. Jóhann kveðst ekki nota neinar fyrirmyndir til að mála eftir. í júnímánuði á vorin, fer hann með fjölskyldú sína austur að Ásum í Gnúpverja- hreppi og fær skólahúsið til HESTAR, kýr, kindur og fólk er áberandi motiv á hinum 28 málverkum, sem Jóhann Briem var í gær búinn að hengja upp í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, en hann opnar þar málverkasýningu i dag. — Ég hefi aldrei málað lands lagsmyndir og aldrei abstrakt, Bagði hann við fréttamann Mbl. — En undir hvað flokkast þessar myndir, sem við sjá- um í kringum okkur? Þær falla kannski ekki í neinn flokk? — íslendingar voru fram að siðari styrjöldinni 30 ár á eft- ir tímanum, um alla menn- ingu, segir Jóhann til skýring ar. Fram að þeim tíma voru þeir að mála það sem var efst á baugi fyrir fyrra stríð- ið. Millistríðsárin í listum komu aldrei til íslands. Það var hlaupið yfir þau. Þess vegna skera þessar myndir mínar sig úr. Svona mála all- septemberloka. hann í bæinn Þá og kemur byrjar m kennslu við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, kennir á dag- inn meðan birtan er og snert ir ekki pensil fyrr en fer aft ur að birta í marzmánuði. — Ég er búinn að vera svo lengi við kennsiu, að ég mundi alls ekki óska eftir að hætta, segir hann. Ég er orð- inn vanur þessu fyrirkomu- lagi og mundi sennilega ekki vilja hafa það öðruvísi. — En hvað með slæm sum ur eins og nú í sumar. Tefur það fyrir? Framh. á bls. 23 STAKSIEINAR Vestrænt hveiti austur fyrir járntjald Sovét-Kína, Sovét-Rússland, Sovét-Búlgaría og fleiri komm- únistaríki vantar hveiti vegna uppskerubrests og matvælaskorts heima fyrir. Þessi kommúnista- ríki hafa beðið Bandaríkin- og Kanada að seija sér hveiti. Þessi tvö vestrænu lýðræðislönd eiga ógrynni hveitibirgða vegna þess að þau framleiða miklu meira af þessu korni er þau þurfa sjálf á að halda. Bæði Banda- ríkjamenn og Kanadamenn hafa ákveðið að verða við þessum óskum um hveitisölu austur fyr- ir járntjald. New York Times ræðir þessa hveitisölu í forystugrein sinni í fyrradag og kemst meðal ann- ars að orði á þessa leið: „Hinn frjálsi heimur mun ekki hrósa sigri yfir kommúnisman- um í Evrópu eða á Kúbu með því að stuðla að því að fólkið gangi hungrað þar. í þessu máli fara góðar siðferðisreglur, stjórn mála- og viðskiptahagsmunir saman. Við eigum ógrynni af hveitibirgðum til þess að selja. Rússarnir vilja borga fyrir það í hörðum gjaldeyri, væntanlega á heimsmarkaðsverði, sem hefur stöðugt verið að hækka undan- farið. Það er ótrúlegt, að sú stað- reynd að hin kapitalíska og „heimsvaldasinnaða“ Ameríka og Kanada selja geysilegt magn af hveitibirgðum sínum til komm- únista muni skaða málstað lýð- ræðisins. Hins vegar mundi neit- un slíkrar sölu áreiðanlega gera það“. írskt blóð í Islendingum Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um heimsókn tveggja íra. Er þar m.a. komjzt að orði á þessa leið: „Listalíf höfuðborgarinnar byrjar á þessu hausti með heim sóknum tveggja íra, annar til að stjórna írsku meistaraverki í Þjóðleikhúsinu og hinn að stjórna Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Þetta er ánægjuleg aukn- ing samskipta við frændur okk- ar og vini á grænu eyjunni í suðri. Sennilega er mun meira írskt blóð í íslendingum en almennt er talið. Ýmislegt er líkt í fari beggja þjóða, enda báðar stolt- ar, sterkar og listrænar smáþjóð ir. Færi vel á auknum kynnum og gagnkvæmum heimsóknum". Jóhann Briem brekku. með skoiiu og Reiömenn í rauðri Atvinnulífið á Siglufirði Siglfirðingur, blað Sjálfstæðis manna á Siglufirði birti nýlega forystugrein undir ' fyrirsögn- inni: „Að koma hreyfingu á hlut ina“. Er þar m.a. á það bent að atvinnulif Siglfirðinga sé ennþá of einhæft og nauðsyn beri til þess að gera það fjö'bysgettaa*, t.d. með auknum iðnaði. Forystu greinin endar með þesum orð- um: „Það er að vísu gott að fá Strákaveg, flugvöll, skóla, sund- laug, bókhlöðu — og . jafnvel hjtaveitu, en undirstaða þessa alls, undirstaða bæjarfélagsins, sjálft atvinnulífið, hlýtur alltaf og ævinlega að vera aðalatriðið. Hvernig væri að Vinnuveit- endafélagið, SR, verkalýðsfélög- in, kaupfélagið og bæjarfélagið settu á laggirnar iðnaðarmála- nefnd, er hefði frumkvæði um athugun á tilkomu aukins iðn- aðar í Siglufirði? Það eru að vísu ekki fleiri nefndir, sem við þörnumst helzt, en það er hins vegar eitt, sem ekki má gera, Það er að gera ekkert. Og það getur engan sakað að setja ei- litla hreyfingu á hlutina“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.